Sekt Símans fyrir brot á samkeppnissátt lækkuð úr 500 í 200 milljónir króna

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest að Síminn hafi brotið gegn sátt með því að bjóða betri viðskiptakjör við sölu á Enska boltanum til þeirra sem eru með Heimilispakka Símans.

Enski boltinn er afar vinsælt sjónvarpsefni.
Enski boltinn er afar vinsælt sjónvarpsefni.
Auglýsing

Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála hefur stað­fest að Sím­inn hafi brotið gegn sátt sem félagið gerði við Sam­keppn­is­eft­ir­litið árið 2015 um að tvinna ekki saman fjar­skipta­þjón­ustu og línu­legri sjón­varps­þjón­ustu. Það hafi Sím­inn gert með því að bjóða ólík við­­skipta­­kjör við sölu á Enska bolt­­anum á Sím­­anum Sport, eftir því hvort hann var boð­inn innan Heim­il­i­s­­pakka Sím­ans eða einn og sér í stakri áskrift.  

Sekt Sím­ans var þó lækkuð úr 500 millj­ónum króna í 200 millj­ónir króna. 

Í úrskurði áfrýj­un­ar­nefndar er tekið fram að brot Sím­ans sé alvar­legt og að hátt­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi verið í and­stöðu við ákvæði sátt­ar­innar sem það hafi und­ir­geng­ist að hafa í heiðri í starf­semi sinn­i. 

Auglýsing
Í frétt um úrskurð­inn á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins segir að Sím­anum hafi ekki getað dulist að mark­aðs­setn­ing og sala fyr­ir­tæk­is­ins á sjón­varps­rásinni Sím­anum Sport kynni að fara í bága við sátt­ina. „Við ákvörðun á fjár­hæð sektar vegna brots­ins er tekið fram að Sím­inn hafi áður gerst sekur um sam­bæri­legt brot sem hafi varðað stjórn­valds­sekt og taldi nefndin með vísan til þessa að sekt vegna þessa brots skyldi vera 200 m. kr.“

Í úrskurði áfrýj­un­ar­nefndar var aftur á móti talið að Sam­keppn­is­eft­ir­litið þyrfti að rann­saka nánar stöðu Sím­ans á mark­aði að því er snerti þá hátt­semi sem í ákvörðun eft­ir­lits­ins var talin brjóta gegn sátt­inni frá 23. jan­úar 2015. Af þeim sökum var þeim þætti máls­ins vísað til nýrrar með­ferðar hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu.

Í til­kynn­ingu sem Sím­inn sendi til Kaup­hallar Íslands í kvöld er nið­ur­staðan túlkuð á annan hátt. Þar segir að áfrýj­un­ar­nefndin hafi fellt ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að hluta úr gildi. „Sím­inn fagnar því að stjórn­valds­sekt sú er Sím­anum var gert að greiða sé lækkuð umtals­vert. Það sýnir að hið meinta brot á skil­yrðum sem Sím­anum voru sett á fyrri árum var ekki með þeim hætti er Sam­keppn­is­eft­ir­litið úrskurð­aði um.“

Bæði Sím­inn og Sam­keppn­is­eft­ir­litið segj­ast nú munu fara betur yfir for­sendur úrskurð­ar­ins og meta næstu skref, en hægt er að bera úrskurð­inn undir dóm­stóla. 

Úrskurður áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála mun hafa áhrif á afkomu Sím­ans árið 2020 þar sem lækkun sektar verður færð á síð­asta fjórð­ung árs­ins. Áður birt EBITDA spá Sím­ans fyrir árið 2020 var 9,9 – 10,3 millj­arð­ar. Vinnu við árs­upp­gjör er ekki lok­ið, en sam­kvæmt fyrstu drögum er útlit fyrir að EBITDA árs­ins verði í kringum 10,4 – 10,5 millj­arða króna að teknu til­liti til úrskurðar áfrýj­un­ar­nefnd­ar. Sá fyr­ir­vari er gerður að end­ur­skoðun árs­upp­gjörs er í gangi og stjórn félags­ins hefur ekki fjallað um nið­ur­stöðu árs­ins.

Tekjur Sím­ans af sjón­­varps­­þjón­­ustu juk­ust um 13,8 pró­­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 miðað við sama tíma­bil árið áður. Alls voru tekj­­urnar vegna sjón­­varps­­þjón­­ustu 4,6 millj­­arðar króna á tíma­bil­inu eða 560 millj­­ónum krónum hærri en á fyrstu þremur árs­fjórð­ungum árs­ins á und­an. Vert er að taka fram að Sím­inn tók við sýn­inga­rétti á enska bolt­anum frá upp­hafi tíma­bils­ins 2019/2020 og því eru tekjur vegna hans að öllu leyti inni á árinu 2020, en að litlu leyti á árinu 2019.  

Aug­lýs­inga­­tekjur Sím­ans vaxið um 22 pró­­sent milli ára, sem verður að telj­­ast ágætt í ljósi þess að kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­inn hefur valdið umtals­verðum tekju­­sam­drætti í aug­lýs­inga­­sölu flestra fjöl­miðla­­fyr­ir­tækja það sem af er árinu 2020. 

Þá hafa tekjur af Prem­i­um-­­þjón­­ustu Sím­ans auk­ist um 18 pró­­sent frá því sem þær voru á þriðja árs­fjórð­ungi í árið 2019.

Alls juk­ust tekjur Sím­ans um 572 millj­­ónir króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 miðað við sama tíma­bil árið áður. Það þýðir að nær öll tekju­aukn­ingin er til­­komin vegna sjón­­varps­­þjón­ust­unn­­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
44 smit um helgina – Breytingar orðið í niðurstöðum landamæraskimanna
„Atburðir helgarinnar eru vissulega vonbrigði og við höfum fengið nú staðfest svo um munar að breska afbrigðið er til staðar í samfélaginu,“ segir Alma Möller landlæknir.
Kjarninn 19. apríl 2021
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki
Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent