Sekt Símans fyrir brot á samkeppnissátt lækkuð úr 500 í 200 milljónir króna

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest að Síminn hafi brotið gegn sátt með því að bjóða betri viðskiptakjör við sölu á Enska boltanum til þeirra sem eru með Heimilispakka Símans.

Enski boltinn er afar vinsælt sjónvarpsefni.
Enski boltinn er afar vinsælt sjónvarpsefni.
Auglýsing

Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála hefur stað­fest að Sím­inn hafi brotið gegn sátt sem félagið gerði við Sam­keppn­is­eft­ir­litið árið 2015 um að tvinna ekki saman fjar­skipta­þjón­ustu og línu­legri sjón­varps­þjón­ustu. Það hafi Sím­inn gert með því að bjóða ólík við­­skipta­­kjör við sölu á Enska bolt­­anum á Sím­­anum Sport, eftir því hvort hann var boð­inn innan Heim­il­i­s­­pakka Sím­ans eða einn og sér í stakri áskrift.  

Sekt Sím­ans var þó lækkuð úr 500 millj­ónum króna í 200 millj­ónir króna. 

Í úrskurði áfrýj­un­ar­nefndar er tekið fram að brot Sím­ans sé alvar­legt og að hátt­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi verið í and­stöðu við ákvæði sátt­ar­innar sem það hafi und­ir­geng­ist að hafa í heiðri í starf­semi sinn­i. 

Auglýsing
Í frétt um úrskurð­inn á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins segir að Sím­anum hafi ekki getað dulist að mark­aðs­setn­ing og sala fyr­ir­tæk­is­ins á sjón­varps­rásinni Sím­anum Sport kynni að fara í bága við sátt­ina. „Við ákvörðun á fjár­hæð sektar vegna brots­ins er tekið fram að Sím­inn hafi áður gerst sekur um sam­bæri­legt brot sem hafi varðað stjórn­valds­sekt og taldi nefndin með vísan til þessa að sekt vegna þessa brots skyldi vera 200 m. kr.“

Í úrskurði áfrýj­un­ar­nefndar var aftur á móti talið að Sam­keppn­is­eft­ir­litið þyrfti að rann­saka nánar stöðu Sím­ans á mark­aði að því er snerti þá hátt­semi sem í ákvörðun eft­ir­lits­ins var talin brjóta gegn sátt­inni frá 23. jan­úar 2015. Af þeim sökum var þeim þætti máls­ins vísað til nýrrar með­ferðar hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu.

Í til­kynn­ingu sem Sím­inn sendi til Kaup­hallar Íslands í kvöld er nið­ur­staðan túlkuð á annan hátt. Þar segir að áfrýj­un­ar­nefndin hafi fellt ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að hluta úr gildi. „Sím­inn fagnar því að stjórn­valds­sekt sú er Sím­anum var gert að greiða sé lækkuð umtals­vert. Það sýnir að hið meinta brot á skil­yrðum sem Sím­anum voru sett á fyrri árum var ekki með þeim hætti er Sam­keppn­is­eft­ir­litið úrskurð­aði um.“

Bæði Sím­inn og Sam­keppn­is­eft­ir­litið segj­ast nú munu fara betur yfir for­sendur úrskurð­ar­ins og meta næstu skref, en hægt er að bera úrskurð­inn undir dóm­stóla. 

Úrskurður áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála mun hafa áhrif á afkomu Sím­ans árið 2020 þar sem lækkun sektar verður færð á síð­asta fjórð­ung árs­ins. Áður birt EBITDA spá Sím­ans fyrir árið 2020 var 9,9 – 10,3 millj­arð­ar. Vinnu við árs­upp­gjör er ekki lok­ið, en sam­kvæmt fyrstu drögum er útlit fyrir að EBITDA árs­ins verði í kringum 10,4 – 10,5 millj­arða króna að teknu til­liti til úrskurðar áfrýj­un­ar­nefnd­ar. Sá fyr­ir­vari er gerður að end­ur­skoðun árs­upp­gjörs er í gangi og stjórn félags­ins hefur ekki fjallað um nið­ur­stöðu árs­ins.

Tekjur Sím­ans af sjón­­varps­­þjón­­ustu juk­ust um 13,8 pró­­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 miðað við sama tíma­bil árið áður. Alls voru tekj­­urnar vegna sjón­­varps­­þjón­­ustu 4,6 millj­­arðar króna á tíma­bil­inu eða 560 millj­­ónum krónum hærri en á fyrstu þremur árs­fjórð­ungum árs­ins á und­an. Vert er að taka fram að Sím­inn tók við sýn­inga­rétti á enska bolt­anum frá upp­hafi tíma­bils­ins 2019/2020 og því eru tekjur vegna hans að öllu leyti inni á árinu 2020, en að litlu leyti á árinu 2019.  

Aug­lýs­inga­­tekjur Sím­ans vaxið um 22 pró­­sent milli ára, sem verður að telj­­ast ágætt í ljósi þess að kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­inn hefur valdið umtals­verðum tekju­­sam­drætti í aug­lýs­inga­­sölu flestra fjöl­miðla­­fyr­ir­tækja það sem af er árinu 2020. 

Þá hafa tekjur af Prem­i­um-­­þjón­­ustu Sím­ans auk­ist um 18 pró­­sent frá því sem þær voru á þriðja árs­fjórð­ungi í árið 2019.

Alls juk­ust tekjur Sím­ans um 572 millj­­ónir króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 miðað við sama tíma­bil árið áður. Það þýðir að nær öll tekju­aukn­ingin er til­­komin vegna sjón­­varps­­þjón­ust­unn­­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent