Sekt Símans fyrir brot á samkeppnissátt lækkuð úr 500 í 200 milljónir króna

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest að Síminn hafi brotið gegn sátt með því að bjóða betri viðskiptakjör við sölu á Enska boltanum til þeirra sem eru með Heimilispakka Símans.

Enski boltinn er afar vinsælt sjónvarpsefni.
Enski boltinn er afar vinsælt sjónvarpsefni.
Auglýsing

Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála hefur stað­fest að Sím­inn hafi brotið gegn sátt sem félagið gerði við Sam­keppn­is­eft­ir­litið árið 2015 um að tvinna ekki saman fjar­skipta­þjón­ustu og línu­legri sjón­varps­þjón­ustu. Það hafi Sím­inn gert með því að bjóða ólík við­­skipta­­kjör við sölu á Enska bolt­­anum á Sím­­anum Sport, eftir því hvort hann var boð­inn innan Heim­il­i­s­­pakka Sím­ans eða einn og sér í stakri áskrift.  

Sekt Sím­ans var þó lækkuð úr 500 millj­ónum króna í 200 millj­ónir króna. 

Í úrskurði áfrýj­un­ar­nefndar er tekið fram að brot Sím­ans sé alvar­legt og að hátt­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi verið í and­stöðu við ákvæði sátt­ar­innar sem það hafi und­ir­geng­ist að hafa í heiðri í starf­semi sinn­i. 

Auglýsing
Í frétt um úrskurð­inn á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins segir að Sím­anum hafi ekki getað dulist að mark­aðs­setn­ing og sala fyr­ir­tæk­is­ins á sjón­varps­rásinni Sím­anum Sport kynni að fara í bága við sátt­ina. „Við ákvörðun á fjár­hæð sektar vegna brots­ins er tekið fram að Sím­inn hafi áður gerst sekur um sam­bæri­legt brot sem hafi varðað stjórn­valds­sekt og taldi nefndin með vísan til þessa að sekt vegna þessa brots skyldi vera 200 m. kr.“

Í úrskurði áfrýj­un­ar­nefndar var aftur á móti talið að Sam­keppn­is­eft­ir­litið þyrfti að rann­saka nánar stöðu Sím­ans á mark­aði að því er snerti þá hátt­semi sem í ákvörðun eft­ir­lits­ins var talin brjóta gegn sátt­inni frá 23. jan­úar 2015. Af þeim sökum var þeim þætti máls­ins vísað til nýrrar með­ferðar hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu.

Í til­kynn­ingu sem Sím­inn sendi til Kaup­hallar Íslands í kvöld er nið­ur­staðan túlkuð á annan hátt. Þar segir að áfrýj­un­ar­nefndin hafi fellt ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að hluta úr gildi. „Sím­inn fagnar því að stjórn­valds­sekt sú er Sím­anum var gert að greiða sé lækkuð umtals­vert. Það sýnir að hið meinta brot á skil­yrðum sem Sím­anum voru sett á fyrri árum var ekki með þeim hætti er Sam­keppn­is­eft­ir­litið úrskurð­aði um.“

Bæði Sím­inn og Sam­keppn­is­eft­ir­litið segj­ast nú munu fara betur yfir for­sendur úrskurð­ar­ins og meta næstu skref, en hægt er að bera úrskurð­inn undir dóm­stóla. 

Úrskurður áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála mun hafa áhrif á afkomu Sím­ans árið 2020 þar sem lækkun sektar verður færð á síð­asta fjórð­ung árs­ins. Áður birt EBITDA spá Sím­ans fyrir árið 2020 var 9,9 – 10,3 millj­arð­ar. Vinnu við árs­upp­gjör er ekki lok­ið, en sam­kvæmt fyrstu drögum er útlit fyrir að EBITDA árs­ins verði í kringum 10,4 – 10,5 millj­arða króna að teknu til­liti til úrskurðar áfrýj­un­ar­nefnd­ar. Sá fyr­ir­vari er gerður að end­ur­skoðun árs­upp­gjörs er í gangi og stjórn félags­ins hefur ekki fjallað um nið­ur­stöðu árs­ins.

Tekjur Sím­ans af sjón­­varps­­þjón­­ustu juk­ust um 13,8 pró­­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 miðað við sama tíma­bil árið áður. Alls voru tekj­­urnar vegna sjón­­varps­­þjón­­ustu 4,6 millj­­arðar króna á tíma­bil­inu eða 560 millj­­ónum krónum hærri en á fyrstu þremur árs­fjórð­ungum árs­ins á und­an. Vert er að taka fram að Sím­inn tók við sýn­inga­rétti á enska bolt­anum frá upp­hafi tíma­bils­ins 2019/2020 og því eru tekjur vegna hans að öllu leyti inni á árinu 2020, en að litlu leyti á árinu 2019.  

Aug­lýs­inga­­tekjur Sím­ans vaxið um 22 pró­­sent milli ára, sem verður að telj­­ast ágætt í ljósi þess að kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­inn hefur valdið umtals­verðum tekju­­sam­drætti í aug­lýs­inga­­sölu flestra fjöl­miðla­­fyr­ir­tækja það sem af er árinu 2020. 

Þá hafa tekjur af Prem­i­um-­­þjón­­ustu Sím­ans auk­ist um 18 pró­­sent frá því sem þær voru á þriðja árs­fjórð­ungi í árið 2019.

Alls juk­ust tekjur Sím­ans um 572 millj­­ónir króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 miðað við sama tíma­bil árið áður. Það þýðir að nær öll tekju­aukn­ingin er til­­komin vegna sjón­­varps­­þjón­ust­unn­­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Musterishæðin, al-Haram al-Sharif, í Jerúsalem er einungis kölluð síðarnefnda nafninu í tillögu sem bíður afgreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Það segir utanríkisráðuneytið „óþarfa ögrun“.
„Óþarfa ögrun“ í orðalagi á meðal ástæðna fyrir því að Ísland sat hjá
Ísland ákvað að sitja hjá í nóvembermánuði þegar þingsályktunartillaga sem fól í sér beiðni um álit Alþjóðadómstólsins í Haag á hernámi Ísraels á palestínskum svæðum var samþykkt af 4. nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 6. desember 2022
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent