Trump ákærður af fulltrúadeildinni í annað sinn – Sá fyrsti sem er ákærður tvisvar

Donald Trump varð í kvöld fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að verða tvívegis ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjanna fyrir embættisbrot. Ástæðan er hvatning hans með lygum sem leiddi til þess að æstur múgur réðst inn í þinghús Bandaríkjanna.

Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Full­trúa­deild Banda­ríkja­þings hefur sam­þykkt að ákæra Don­ald J. Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, fyrir emb­ætt­is­brot. Á meðal þess sem Trump er ákærður fyrir er að ógna öryggi Banda­­ríkj­anna, með því að hvetja með lygum til þess að æstur múgur lét til skar­ar skríða síð­­asta mið­viku­dag.

Alls sam­þykktu 231 þing­menn að ákæra Trump en 197 voru á móti. Þeir sem sam­þykktu ákæruna eru allir þing­menn Demókra­ta­flokks­ins auk tíu þing­manna Repúblikana­flokks­ins.Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, stýrði ákæruferlinu. Mynd: EPA 

Í ákæru­skjal­inu segir að for­­set­inn hafi ógnað heil­indum lýð­ræð­is­­kerf­is­ins, haft afskipti af frið­­­sam­­legum valda­­skiptum og stefnt þing­inu í hættu með því að hvetja æstan múg til ofbeld­is­verka gegn rík­­is­­stjórn Banda­­ríkj­anna, með ræðu sinni á mót­­mæla­fundi í Was­hington fyrir viku síð­an.

Auglýsing
Nú fær­ist málið til öld­unga­­deildar Banda­­ríkja­­þings þar sem þing­­menn kjósa um hvort for­­set­­anum skuli vikið úr emb­ætti eða ekki, en ein­ungis sjö dagar eru nú þar til Joe Biden tekur við sem næsti for­­seti Banda­­ríkj­anna. Þeim rétt­ar­höldum verður stýrt af for­seta Hæsta­rétt­ar.

Öld­unga­deildin á ekki að koma saman fyrr en 19. jan­ú­ar, degi áður en Biden tekur form­lega við, og Mitch McConn­ell, leið­togi repúblík­ana í deild­inni, hefur sagt að hún verði ekki kölluð til fyrr þrátt fyrir að ákæran yrði sam­þykkt. Óeirðirnar í Washington fyrir sléttri viku síðan. Mynd: EPA

Því er nær öruggt að málið mun ekki leiða til emb­ætt­is­missis fyrir Trump verði hann sak­felld­ur, enda mun hann verða hættur sem for­seti þegar nið­ur­staða fæst.

Hins vegar er hægt að tryggja að þeir for­setar sem verða sak­felldir fyrir emb­ætt­is­brot geti ekki boðið sig fram að nýju í emb­ætti, en Trump hefur viðrað þá hug­mynd að reyna aftur við for­seta­fram­boð eftir fjögur ár. 

Þetta er í annað sinn sem Trump er ákærður af full­trúa­deild Banda­ríkja­þings fyrir emb­ætt­is­brot. Hann er fyrsti for­seti í sögu Banda­ríkj­anna sem það hefur hent. Raunar er þetta ein­ungis í fjórða sinn sem for­seti er ákærður fyrir emb­ætt­is­brot og því mun helm­ingur þeirra mála vera gegn Trump.

Síð­ast var Trump ákærður í des­em­ber í fyrra fyrir að þrýsta á um rann­­sókn á Joe Biden, þá for­­seta­fram­­bjóð­anda, en líka með því að fylgja ekki for­m­­legum leiðum í sam­­skiptum við önnur ríki, í þessu til­­­felli Úkra­ín­u. Með athæfi sínu var Trump tal­inn hafa tekið sér­­hags­muni sína fram yfir þjóð­­ar­hags­muni í sam­­skiptum við annað þjóð­­ríki.

Öld­unga­deildin sýkn­aði hann þá af ákærunni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent