Trump ákærður af fulltrúadeildinni í annað sinn – Sá fyrsti sem er ákærður tvisvar

Donald Trump varð í kvöld fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að verða tvívegis ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjanna fyrir embættisbrot. Ástæðan er hvatning hans með lygum sem leiddi til þess að æstur múgur réðst inn í þinghús Bandaríkjanna.

Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Full­trúa­deild Banda­ríkja­þings hefur sam­þykkt að ákæra Don­ald J. Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, fyrir emb­ætt­is­brot. Á meðal þess sem Trump er ákærður fyrir er að ógna öryggi Banda­­ríkj­anna, með því að hvetja með lygum til þess að æstur múgur lét til skar­ar skríða síð­­asta mið­viku­dag.

Alls sam­þykktu 231 þing­menn að ákæra Trump en 197 voru á móti. Þeir sem sam­þykktu ákæruna eru allir þing­menn Demókra­ta­flokks­ins auk tíu þing­manna Repúblikana­flokks­ins.Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, stýrði ákæruferlinu. Mynd: EPA 

Í ákæru­skjal­inu segir að for­­set­inn hafi ógnað heil­indum lýð­ræð­is­­kerf­is­ins, haft afskipti af frið­­­sam­­legum valda­­skiptum og stefnt þing­inu í hættu með því að hvetja æstan múg til ofbeld­is­verka gegn rík­­is­­stjórn Banda­­ríkj­anna, með ræðu sinni á mót­­mæla­fundi í Was­hington fyrir viku síð­an.

Auglýsing
Nú fær­ist málið til öld­unga­­deildar Banda­­ríkja­­þings þar sem þing­­menn kjósa um hvort for­­set­­anum skuli vikið úr emb­ætti eða ekki, en ein­ungis sjö dagar eru nú þar til Joe Biden tekur við sem næsti for­­seti Banda­­ríkj­anna. Þeim rétt­ar­höldum verður stýrt af for­seta Hæsta­rétt­ar.

Öld­unga­deildin á ekki að koma saman fyrr en 19. jan­ú­ar, degi áður en Biden tekur form­lega við, og Mitch McConn­ell, leið­togi repúblík­ana í deild­inni, hefur sagt að hún verði ekki kölluð til fyrr þrátt fyrir að ákæran yrði sam­þykkt. Óeirðirnar í Washington fyrir sléttri viku síðan. Mynd: EPA

Því er nær öruggt að málið mun ekki leiða til emb­ætt­is­missis fyrir Trump verði hann sak­felld­ur, enda mun hann verða hættur sem for­seti þegar nið­ur­staða fæst.

Hins vegar er hægt að tryggja að þeir for­setar sem verða sak­felldir fyrir emb­ætt­is­brot geti ekki boðið sig fram að nýju í emb­ætti, en Trump hefur viðrað þá hug­mynd að reyna aftur við for­seta­fram­boð eftir fjögur ár. 

Þetta er í annað sinn sem Trump er ákærður af full­trúa­deild Banda­ríkja­þings fyrir emb­ætt­is­brot. Hann er fyrsti for­seti í sögu Banda­ríkj­anna sem það hefur hent. Raunar er þetta ein­ungis í fjórða sinn sem for­seti er ákærður fyrir emb­ætt­is­brot og því mun helm­ingur þeirra mála vera gegn Trump.

Síð­ast var Trump ákærður í des­em­ber í fyrra fyrir að þrýsta á um rann­­sókn á Joe Biden, þá for­­seta­fram­­bjóð­anda, en líka með því að fylgja ekki for­m­­legum leiðum í sam­­skiptum við önnur ríki, í þessu til­­­felli Úkra­ín­u. Með athæfi sínu var Trump tal­inn hafa tekið sér­­hags­muni sína fram yfir þjóð­­ar­hags­muni í sam­­skiptum við annað þjóð­­ríki.

Öld­unga­deildin sýkn­aði hann þá af ákærunni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent