Þórhildur Sunna tilkynnir framboð og færir sig um kjördæmi

Einn mest áberandi þingmaður Pírata ætlar að sækjast eftir því að leiða lista flokksins í Kraganum í næstu þingkosningum. Þrír af sex þingmönnum Pírata verða ekki í framboði. Allir sem hætta leiddu lista í síðustu kosningum.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, ætlar að vera í fram­boði í næstu þing­kosn­ing­un­um. Hún greindi form­lega frá þessu í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag. 

Þar sagð­ist hún, í ljósi þess að hún væri flutt aftur á æsku­slóðir sínar í Mos­fells­bæ, þætti henni rétt að færa sig um set og bjóða fram krafta sína til að leiða lista Pírata í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í sept­em­ber næst­kom­andi, þegar næst verður kosið til Alþing­is. Þór­hildur Sunna leiddi lista Pírata í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður í síð­ustu Alþing­is­kosn­ing­um, haustið 2017. Jón Þór Ólafs­son var odd­viti Pírata í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í þeim kosn­ing­um, en hann til­kynnti nýverið að hann myndi ekki sækj­ast eftir end­ur­kjöri. 

Raunar liggur fyrir að mikil end­ur­nýjun verði í for­ystu­sveit Pírata fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Auk Jóns Þórs hafa þeir Smári McCarthy og Helgi Hrafn Gunn­ars­son til­kynnt að þeir sæk­ist ekki eftir áfram­hald­andi þing­setu. Björn Leví Gunn­ars­son og Hall­dóra Mog­en­sen munu hins vegar gera það, en hvor­ugt þeirra var odd­viti á lista Pírata 2017 og bæði eru síð­ustu þing­menn sitt hvors Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is­ins. 

Auglýsing
Þórhildur Sunna segir í stöðu­upp­færsl­unni að árin á þingi hafi verið við­burða­rík, gef­andi, erf­ið, lær­dóms­rík og hafi ein­kennst af þakk­læti og ástríðu fyrir því stór­brotna verk­efni sem þing­mennskan sé. „Upp úr stendur að hafa fengið að leiða laga- og mann­rétt­inda­nefnd Evr­ópu­ráðs­þings­ins, nefnd um end­ur­skoðun lög­ræð­islaga og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis ásamt því að hafa verið þing­flokks­for­maður Pírata, en allt hafa þetta verið mjög lær­dóms­rík ábyrgð­ar­hlut­verk sem mér hefur verið treyst fyrir á yfir­stand­andi kjör­tíma­bil­i.“

Framundan séu kosn­ingar þar sem tæki­færi gef­ist til að velja ann­ars konar stjórn­mál en hefð hefur verið fyrir á Íslandi. „Stjórn­mál sem ein­kenn­ast af ábyrgð, heið­ar­leika og rétt­læti. Stjórn­mál sem byggja á mann­úð, fram­sýni og hug­rekki. Við getum valið að stíga upp úr hjól­förum sér­hags­muna, aft­ur­halds og spill­ingar til þess að troða nýjar og betri slóðir til fram­tíð­ar. Við getum valið að lög­festa nýja stjórn­ar­skrá fyrir Ísland. Árin mín á þingi hafa líka kennt mér að til þess að svo megi verða, þurfum við Píratar að kom­ast í rík­is­stjórn. Þar skiptir sterk gras­rót og stuðn­ingur kjós­enda lyk­il­máli.“

Í þessu verk­efni vilji hún taka þátt í áfram. „Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að bæta sam­fé­lagið mitt og und­ir­búa það fyrir fram­tíð­ina. Það til­kynn­ist því hér með að ég sæk­ist eftir end­ur­kjöri og býð mig fram í próf­kjöri Pírata. Í ljósi þess að ég er flutt á mínar gömlu æsku­slóðir í Mos­fells­bænum þykir mér rétt að færa mig um set og bjóða fram krafta mína til þess að leiða lista Pírata í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.“

Fylgi Pírata mæld­ist 12,3 pró­sent í síð­ustu könnun MMR sem myndi gera flokk­inn að þriðja stærsta flokki lands­ins á eftir Sjálf­stæð­is­flokki og Sam­fylk­ingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Þrjú munu berjast um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir bættist í hópinn í dag. Hún segist hafa fengið mikla hvatningu til að bjóða sig fram síðustu vikur og mánuði.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Harðar takmarkanir víða um lönd sem og bólusetningarherferðir hafa skilað því að smitum og dauðföllum vegna COVID-19 fer hratt fækkandi.
Dauðsföllum vegna COVID-19 fækkaði um 20 prósent milli vikna
Bæði dauðsföllum vegna COVID-19 og nýjum tilfellum af sjúkdómnum fer fækkandi á heimsvísu. Í síðustu viku greindust 2,4 milljónir nýrra smita, 11 prósentum minna en í vikunni á undan.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Jóhann Páll Jóhannsson
Frá atvinnukreppu til framsækinnar atvinnustefnu
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent