Þórhildur Sunna tilkynnir framboð og færir sig um kjördæmi

Einn mest áberandi þingmaður Pírata ætlar að sækjast eftir því að leiða lista flokksins í Kraganum í næstu þingkosningum. Þrír af sex þingmönnum Pírata verða ekki í framboði. Allir sem hætta leiddu lista í síðustu kosningum.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, ætlar að vera í fram­boði í næstu þing­kosn­ing­un­um. Hún greindi form­lega frá þessu í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag. 

Þar sagð­ist hún, í ljósi þess að hún væri flutt aftur á æsku­slóðir sínar í Mos­fells­bæ, þætti henni rétt að færa sig um set og bjóða fram krafta sína til að leiða lista Pírata í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í sept­em­ber næst­kom­andi, þegar næst verður kosið til Alþing­is. Þór­hildur Sunna leiddi lista Pírata í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður í síð­ustu Alþing­is­kosn­ing­um, haustið 2017. Jón Þór Ólafs­son var odd­viti Pírata í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í þeim kosn­ing­um, en hann til­kynnti nýverið að hann myndi ekki sækj­ast eftir end­ur­kjöri. 

Raunar liggur fyrir að mikil end­ur­nýjun verði í for­ystu­sveit Pírata fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Auk Jóns Þórs hafa þeir Smári McCarthy og Helgi Hrafn Gunn­ars­son til­kynnt að þeir sæk­ist ekki eftir áfram­hald­andi þing­setu. Björn Leví Gunn­ars­son og Hall­dóra Mog­en­sen munu hins vegar gera það, en hvor­ugt þeirra var odd­viti á lista Pírata 2017 og bæði eru síð­ustu þing­menn sitt hvors Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is­ins. 

Auglýsing
Þórhildur Sunna segir í stöðu­upp­færsl­unni að árin á þingi hafi verið við­burða­rík, gef­andi, erf­ið, lær­dóms­rík og hafi ein­kennst af þakk­læti og ástríðu fyrir því stór­brotna verk­efni sem þing­mennskan sé. „Upp úr stendur að hafa fengið að leiða laga- og mann­rétt­inda­nefnd Evr­ópu­ráðs­þings­ins, nefnd um end­ur­skoðun lög­ræð­islaga og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis ásamt því að hafa verið þing­flokks­for­maður Pírata, en allt hafa þetta verið mjög lær­dóms­rík ábyrgð­ar­hlut­verk sem mér hefur verið treyst fyrir á yfir­stand­andi kjör­tíma­bil­i.“

Framundan séu kosn­ingar þar sem tæki­færi gef­ist til að velja ann­ars konar stjórn­mál en hefð hefur verið fyrir á Íslandi. „Stjórn­mál sem ein­kenn­ast af ábyrgð, heið­ar­leika og rétt­læti. Stjórn­mál sem byggja á mann­úð, fram­sýni og hug­rekki. Við getum valið að stíga upp úr hjól­förum sér­hags­muna, aft­ur­halds og spill­ingar til þess að troða nýjar og betri slóðir til fram­tíð­ar. Við getum valið að lög­festa nýja stjórn­ar­skrá fyrir Ísland. Árin mín á þingi hafa líka kennt mér að til þess að svo megi verða, þurfum við Píratar að kom­ast í rík­is­stjórn. Þar skiptir sterk gras­rót og stuðn­ingur kjós­enda lyk­il­máli.“

Í þessu verk­efni vilji hún taka þátt í áfram. „Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að bæta sam­fé­lagið mitt og und­ir­búa það fyrir fram­tíð­ina. Það til­kynn­ist því hér með að ég sæk­ist eftir end­ur­kjöri og býð mig fram í próf­kjöri Pírata. Í ljósi þess að ég er flutt á mínar gömlu æsku­slóðir í Mos­fells­bænum þykir mér rétt að færa mig um set og bjóða fram krafta mína til þess að leiða lista Pírata í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.“

Fylgi Pírata mæld­ist 12,3 pró­sent í síð­ustu könnun MMR sem myndi gera flokk­inn að þriðja stærsta flokki lands­ins á eftir Sjálf­stæð­is­flokki og Sam­fylk­ingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent