Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu

Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.

Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Auglýsing

Drög að nýrri lofts­lags­á­ætlun Reykja­vík­ur­borg­ar, sem gilda á frá 2021 til 2025, hafa verið lögð fram til kynn­ing­ar. Í áætl­un­inni eru þau mark­mið sem borgin setti sér í fyrri lofts­lags­á­ætlun sem gilti frá 2016 til 2020 end­ur­skoðuð og aðgerða­á­ætl­un, sem hefur það að mark­miði að Reykja­vík­ur­borg verði orðin kolefn­is­hlut­laus árið 2040, upp­færð.

„Að­gerða­á­ætl­unin 2021–2025 end­ur­speglar þá víð­tæku nálgun og breidd verk­efna sem þarf til að umbreyt­ing eigi sér stað í átt að kolefn­is­lausu sam­fé­lag­i,“ segir í drögum að þessu stefnu­mót­un­arplaggi borg­ar­inn­ar, sem umhverf­is- og heil­brigð­is­ráð tók fyrir á fundi 8. jan­ú­ar.

Þrír borg­ar­full­trúar voru í stýri­hópi um end­ur­skoðun lofts­lags­stefn­unn­ar, þær Líf Magneu­dóttir frá Vinstri græn­um, Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dóttir frá Pírötum og Vig­dís Hauks­dóttir frá Mið­flokkn­um. Vig­dís sat hjá við afgreiðslu drag­anna út úr stýri­hópn­um, sam­kvæmt því sem fram kemur í fund­ar­gerð.

Auglýsing

Hug­myndir frá almenn­ingi og gras­rót­ar­sam­tökum

Fram kemur í skýrslu­drög­unum að í lok árs 2019 hafi verið óskað eftir hug­myndum frá almenn­ingi og fag­sam­tökum um aðgerðir í lofts­lags­málum og að yfir 200 hug­myndir hafi borist. Farið var yfir þessar hug­myndir og hægt var að draga átta áherslu­at­riði út úr þeim. Þau má sjá hér að neð­an:

  1. Draga úr bíla­um­ferð – hvatn­inga­kerfi / raf­bíla deili­hag­kerfi.
  2. Betra skipu­lag á strætó­kerf­inu, fleiri leiðir og vagna, frítt í strætó.
  3. Gera upp­græðslu að virku skóla­starfi.
  4. Auka mat­ar­fram­boð í mötu­neytum sem er laust við dýra­af­urð­ir.
  5. Fjöl­skyldu- og hús­dýra­garð­ur­inn gerður að nútíma­legu og snjöllu fræðslu og vís­inda­setri.
  6. Setja skýr­ari reglur og sam­ræma flokk­un­ar­kerfið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
  7.  Hug­myndir hringrás­ar­hag­kerfis verði hluti af öllum útboðum í fram­kvæmdir borg­ar­inn­ar.
  8.  Tengja afslátt við gjöld nýbygg­inga ef vist­vænar aðferðir eru not­að­ar, afslátt­ur veittur eftir loka­út­tekt.

Sam­göngur vega lang­þyngst í losun Reykja­vík­ur­borgar

Eins og sést af list­anum hér að ofan eru sam­göngu­mál efst á blaði. Minni og vist­væn­ari bíla­um­ferð og betri almenn­ings­sam­göng­ur. Losun frá sam­göngum er líka langstærsta hlut­fallið af land­fræði­legri losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í Reykja­vík­ur­borg, óhað því hvaða opin­beru reikni­reglum og aðferða­fræði er beitt eins og fram kemur í skýrslu­drög­un­um:

„Ef ein­göngu er horft til ein­falds kolefn­is­spors eru sam­göngur 82% allrar los­un­ar. Þegar fleiri þáttum er bætt í svæð­is­bundið kolefn­is­spor auk virð­is­keðju er hlut­fallið 64%. Þegar önnur áhrif eru tekin inn (Svæð­is­bundið kolefn­is­spor auk virð­is­keðju og áhrif ann­arrar starf­semi innan borg­ar­marka) er hlut­fallið 54% af allri los­un,“ segir í drög­un­um. 

Sama hvaða aðferðafræði er beitt sést að það eru samgöngumálin sem vega þyngst í loftslagsbókhaldi Reykjavíkurborgar.

Það eru því sam­göngu­málin sem eru lyk­ill­inn að því að borg­inni tak­ist að minnka losun í takt við mark­mið sín um að vera orðin kolefn­is­hlut­laus árið 2040 og helm­inga losun miðað við árið 2019 árið 2030. 

„Til þess að draga úr losun frá vega­sam­göngum þarf að fækka eknum kíló­metrum og draga úr losun á hvern ekin kíló­metra. Mark­mið Reykja­vík­ur­borgar er að árið 2030 hafi hlut­fall ferða ­sem farnar eru á bíl lækkað í 58% úr 73% sem það var sam­kvæmt ferða­venjukönnun árið 2017,“ segir í skýrslu­drög­un­um.

Fækka bíla­stæðum og fletta upp mal­biki

Þegar litið er yfir lista um þær aðgerðir sem að ráð­ast til að ná fram breyt­ingum hvað varðar losun frá sam­göngum kennir ýmissa grasa. Til þess að skapa göngu­væna borg er meðal ann­ars lagt til að haldið verði áfram að þétta byggð, þannig að árið 2025 búi 90 pró­sent íbúa borg­ar­innar í grennd við þjón­ustu.

Einnig er lagt til að ráð­ist verði í að auka pláss fyrir gang­andi. Til þess að gera það, segir í stefnu­drög­un­um, er meðal ann­ars lagt til að bíla­stæðum í borg­ar­land­inu verði fækkað um 2 pró­sent á ári. Önnur aðgerð með sama mark­mið er sú að „fletta upp mal­biki og draga úr umfangi akvega“ í Reykja­vík­ur­borg, þannig að umfang akvega verði orðið 35 pró­sent af land­notkun árið 2025. 

Í plaggi borg­ar­innar sem gefið var út í fyrir um það bil ára­tug í tengslum við aðal­skipu­lags­vinnu AR2010-2030 kom fram að allt að 48 pró­sent af þétt­býli borg­ar­inn­ar, að und­an­skildum stærri úti­vist­ar­svæð­un­um, færi undir sam­göngu­mann­virki og helg­un­ar­svæði þeirra, eða nærri helm­ingur alls borg­ar­lands­ins.

Ára­tugur aðgerða

Í skýrslu­drög­unum sem eru til kynn­ingar núna í upp­hafi árs segir að kom­andi ára­tugur verði „mik­il­vægur próf­steinn á það hvernig okkur tekst til við að takast á við lofslags­vá­na“ og þurfi að vera ára­tugur aðgerða.

Drögin eru nú til kynn­ingar og reikna má með að þau taki breyt­ingum í ljósi athuga­semda sem kunna að ber­ast. Hægt er að koma umsögnum og ábend­ingum um drögin á fram­færi við umhverf­is- og skipu­lags­svið borg­ar­innar til 22. jan­ú­ar.

Gagn­rýni á drögin að þess­ari lofts­lags­á­ætlun hefur þegar komið fram, en í sam­eig­in­legri bókun full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks og Mið­flokks á fundi umhverf­is- og heil­brigð­is­ráðs sagði að „margt ágætt“ væri að finna í drög­un­um. 

„Hins vegar er áhyggju­efni að fyrstu drög ganga gegn sam­göngusátt­mála sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en þar er mark­miðið skýrt: „Að stuðla að greið­um, skil­virk­um, hag­kvæmum og öruggum sam­göngum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með jafnri upp­bygg­ingu inn­viða allra sam­göngu­máta“,“ sagði í bókun þeirra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent