Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka

Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Auglýsing

„Ég geri engar athuga­semdir við sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka. Í fyrsta lagi er það nú þannig að þessi banki kom óvænt í hendur rík­is­ins sem greiðsla í formi stöð­ug­leika­fram­lags. Það var engin sér­stök stefna að ríkið ætti að eign­ast Íslands­banka og þar af leið­andi á það ekki að vera ein­hver sér­stök stefna að ríkið eigi að eiga hann áfram.“

Þetta segir Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþingis og þing­maður Vinstri grænna, í sam­tali við Kjarn­ann þegar hann er spurður út í sölu ótil­greinds hluta í Íslands­banka sem til stendur að selja í maí næst­kom­andi.

Segir hann að út frá sjón­ar­hóli Vinstri grænna sé salan í anda stefnu flokks­ins. „Við höfum ályktað að ríkið eigi að eiga Lands­bank­ann og er það stefna núver­andi rík­is­stjórn­ar. Það verður ekki hróflað við eign­ar­hald­inu á Lands­bank­anum og það er eig­enda­stefna rík­is­ins. Hún gerir ráð fyrir að Lands­bank­inn sé í eigu þjóð­ar­innar en að Íslands­banki geti verið seld­ur,“ segir hann.

Auglýsing

Í öðru lagi sé „nátt­úru­lega svo gjör­breytt lagaum­hverfi frá því sem var á árunum fyrir hrun. Og þegar fyrsta einka­væð­ingin – með stórum staf – átti sér stað. Þá var einka­vætt með hræði­legum aðferðum í mjög frum­stæðu lagaum­hverfi. Það dró nú heldur betur dilk á eftir sér,“ segir hann.

Hverf­andi áhætta fyrir almenn­ing í land­inu

Stein­grímur segir að nú sé búið að vinna mjög mikið umbóta­starf á fjár­mála­lög­gjöf­inni og að hverf­andi áhætta sé í því í sjálfu sér fyrir almenn­ing í land­inu og fyrir við­skipta­menn bank­ana þó eign­ar­hald sé ein­hvers staðar ann­ars staðar en hjá rík­inu.

„Það er í fyrsta lagi búið að skil­greina mjög vel skyldur þeirra aðila sem eiga ráð­andi hlut eða meira en 10 pró­sent. Þeir verða að und­ir­gang­ast miklar skyldur sem slík­ir. Það er í öðru lagi til staðar lög­gjöf um raun­veru­lega eig­endur fyr­ir­tækja. Það er ekki lengur hægt að fela það í gegnum ein­hverja strá­menn. Nú verður að vera hægt að rekja það til enda hver sé hinn eig­in­legi og raun­veru­legi eig­andi ein­hvers. Það kemur ann­ars staðar inn í lög, eða í gegnum pen­inga­þvætt­is­lög­gjöf­ina.“

Þá von­ast Stein­grímur til þess að Alþingi setji lög á næstu mán­uðum um aðskilnað við­skipta­banka og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, það er að segja að þak verði sett á það hversu stór hluti umsvif­anna í við­skipta­banka, banka sem tekur við inn­lánum frá almenn­ingi, megi vera fjár­fest­inga­banka­starf­semi.

„Það kemur í veg fyrir að það geti ger­st, sem var hér í gamla daga, að banki sem er skráður við­skipta­banki og tekur við inn­lánum verði að uppi­stöðu ein­hver áhættu­sækin fjár­fest­inga­staf­semi. Það er enn í lögum á Íslandi að inn­stæður eru for­gangs­kröfur í banka. Ákvæði neyð­ar­lag­anna, að því leyti til, er ennþá í lögum á Íslandi. Ef banki fer niður þá eru inni­stæð­urnar ekki bara tryggðar með ein­hverjum inni­stæðu­trygg­inga­sjóði heldur eru þær for­gangs­kröfur í búið. Þannig að það má segja að hags­munir inni­stæðu­eig­enda séu eins vel tryggðir og nokkur kostur er. Síðan erum við með háar eig­in­fjár­kröfur á banka, sem ég tel vera gott, og er það lær­dómur frá banka­hrun­inu. Það er haft ríku­legt borð fyrir báru hvað varðar það að eigið fé verður að vera mikið miðað við hans umsvif.

Að síð­ustu þá segi ég nú bara að það kemur sér ágæt­lega fyrir rík­is­sjóð á þessum dögum ef við fáum 40, 50 til 60 millj­arða í lausu fé til að ganga upp í halla­rekstur rík­is­sjóðs og þurfum við þá ekki að taka þá pen­inga að láni inn­an­lands eða erlend­is. Þannig að ég tel að það sé ekki nein áhætta í því fólgin og ég sé ekki sterk rök fyrir þessu mikla eign­ar­haldi þar af leið­andi. Ég held að það sé eng­inn flokkur sér­stak­lega með það á stefnu­skrá sinni að ríkið á Íslandi eigi að eiga eig­in­lega allt banka­kerfið eða fjár­mála­kerfið – það held ég ekki,“ segir hann.

Kemur í ljós hvort þetta sé rétti tím­inn

Stein­grímur segir jafn­framt að málið snú­ist um það hvort þetta sé rétti tím­inn til að selja eða ekki. „Ég segi að það muni koma í ljós. Það er vænt­an­lega þannig að ef ekki fæst ásætt­an­legt verð þá verði ekki að söl­unni. Menn hafa að sjálf­sögðu ákveðnar við­mið­anir í þeim efn­um; að ríkið fái gott verð ef það selur bank­ann eða í honum hlut á annað borð.

Nú held ég að það sé ekki slæmt ef slíkur banki er þá skráður hér og verði í Kaup­höll. Þá sætir hann því aðhaldi og því eft­ir­liti og þeirri upp­lýs­inga­skyldu sem í því er fólgin og svo fram­veg­is. Þannig að ég sé ýmsa kosti við þetta líka: Að ríkið leysir til sín heil­mikið laust fé sem þarna er bundið og mun þetta ekki hafa áhrif á afkomu rík­is­sjóðs af því að búið er að eign­færa hlut­inn.“

Hann segir að því sé ekki að neita að ríkið þurfi að fjár­magna gríð­ar­legan halla­rekstur á næst­unni og að í því felist ákveðið sjón­ar­mið að það gæti verið ágætt að nota eign sem þessa í slíka fjár­mögn­un.

„Það er svo margt líka að breyt­ast í banka­rekstri að ég er ekki viss um að það sé ekki endi­lega for­sjálni af hálfu rík­is­ins að eiga allt of mikið þar. Að leyfa einka­að­il­unum frekar í meira mæli en minna að kljást við það. En ég held að það sé gríð­ar­lega mik­il­vægt í þessu sam­bandi að það liggi fyrir að ríkið muni áfram tryggja þá kjöl­festu sem fólgin er í því að eiga stærsta bank­ann,“ segir hann.

„Svo­lítið róm­an­tísk og góð hug­mynd“

Stein­grímur bendir á að sumir séu með ákveðnar hug­myndir er varða Lands­bank­ann um að setja á ein­hvers konar sam­fé­lags­banka­form eða sjálfs­eigna­stofn­un­ar­form.

„Mér finnst það svo­lítið skemmti­legt, því á manna­máli þýðir það að menn ætla að breyta Lands­bank­anum í spari­sjóð – sem er svo­lítið róm­an­tísk og góð hug­mynd. Ég var nátt­úru­lega mjög mik­ill stuðn­ings­maður spari­sjóð­anna og ég sæi ekk­ert að því. Í raun er beint eign­ar­hald þjóð­ar­innar í gegnum ríkið að mörgu leyti bara gott.

Það þarf bara að finna út úr því hvaða skyldur ríkið getur þá líka lagt á slíkan banka. Það getur alveg gert það í gegnum eign­ar­haldið upp að vissu marki en vissu­lega sem banki í sam­keppn­isum­hverfi þá eru því tak­mörk sett. En segjum bara að ríkið sem eig­andi hafi það skýrt að það vilji að þessi banki tryggi þjón­ustu og sé til stað­ar, til dæmis á lands­byggð­inni sem er nátt­úru­lega liggur næst Lands­bank­an­um. Hann er með langút­breiddasta þjón­ustu­netið og inn í hann gekk mikið af spari­sjóða­kerf­inu. Þannig að ég lít nú svona á hann sem ákveð­inn þjóð­ar­banka í þeim skiln­ing­i,“ segir hann.

Gjör­ó­líku saman að jafna

Þegar Stein­grímur er spurður út í það hvort sporin hræði vegna fyrri reynslu af banka­sölu segir hann ákveðið að svo sé ekki. „Nei, það er bara mis­skiln­ingur ef menn leggja þetta á nokkurn hátt að jöfnu við einka­væð­ing­una á sínum tíma. Það eru ósam­bæri­legir hlut­ir. Hér er verið að selja hlut í banka í allt öðru, gjör­breyttu og miklu miklu betra og örugg­ara lagaum­hverfi.

Síðan erum við með mjög öfl­ugt sam­einað Fjár­mála­eft­ir­lit og Seðla­banka sem ég hef fulla trú á að geti sinnt sínu hlut­verki vel í þeim efn­um. Það vorum við ekki með á þeim tíma. Þá vorum við með eig­in­lega bara ónýtt fjár­mála­eft­ir­lit, það var ekki neitt neitt og hafði ekki roð í bank­ana eftir að þeir fóru að stækka. Þetta er algjör­lega gjör­ó­líku saman að jafn­a.“

Stein­grímur seg­ist þannig ekki vera í þeim hópnum sem hefur áhyggj­ur. „Mér finnst allt í lagi að láta á þetta reyna hvort fáist ásætt­an­legt verð og á að sjálf­sögðu ekki að selja neitt nema fáist gott verð. Ég úti­loka alls ekki að það ger­ist.“

Væri ekki að tala með þessum hætti ef hann hefði áhyggjur

Varð­andi tíma­setn­ingu söl­unnar í COVID-19 far­aldri þá telur Stein­grímur að menn muni ekki að vera svo skamm­sýnir að láta það hafa áhrif. „Menn munu miklu frekar horfa á það hvort hagur hag­kerf­is­ins muni ekki fara að batna og landið fara að rísa, þannig að þetta sé kannski einmitt ágætur tími til að fjár­festa í slíku. Það vantar ef eitt­hvað er álit­lega fjár­fest­inga­kosti á mark­að­inn.“

Hann minn­ist í þessu sam­hengi á útboð Icelandair í haust. „Þar fékkst gríð­ar­lega góð þátt­taka og af hverju skal það ekki verða aftur í Íslands­bank­an­um?“ spyr hann.

Stein­grímur end­ur­tekur það að hann hafi ekki áhyggjur af söl­unni. „Ég get von­andi full­vissað menn um það að ég væri ekki að tala svona ef ein­hverjar áhyggjur væru til stað­ar. Ég ætla sko ekki að fara að leggja blessun mína yfir eitt­hvað þar sem ég hefði áhyggjur af að sagan gæti end­ur­tekið sig.“

Telur hann jafn­framt að þegar upp er staðið hafi einka­væð­ing bank­anna á sínum tíma fengið ræki­lega rann­sókn í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis og í frek­ari rann­sóknum á afmörk­uðum þátt­um. „Ég tel í aðal­at­riðum að þau kurl séu komin til graf­ar.“

Óeðli­legt ef menn veltu ekki upp spurn­ingum

Stein­grímur seg­ist þó skilja mjög vel að sporin hræði. „Það væri mjög óeðli­legt ef menn veltu ekki upp spurn­ingum og það eiga menn að gera. En þá þurfa menn að geta svarað þeim mjög vel með rökum sem ég tel að mjög auð­velt sé að gera ef menn kynna sér það hversu gjör­breytt umhverfi þetta er. Svo geta menn haft þá skoðun að þessi geiri eigi að uppi­stöðu til að vera í sam­fé­lags­legri eigu. Það er alveg sjón­ar­mið sem ég ber virð­ingu fyrir en þá værum við auð­vitað að skera okkur mjög úr hvað það varðar í lönd­unum í kringum okk­ur. Það er hvergi á byggðu bóli, alla­vega ekki hér í Evr­ópu, nein dæmi um svona umfangs­mikið eign­ar­hald rík­is­ins eins og hér er af til­teknum ástæð­u­m.“

Stein­grímur seg­ist að lokum ekki leggja að jöfnu fjár­mála­kerfið og mik­il­væg­ustu inn­viði lands­ins. „Þetta er ekki sam­bæri­legt við hluti eins og Lands­virkjun eða Isa­via – hvað þá heldur vel­ferð­ar­þjón­ust­una. Það þarf nú ekki einu sinni að ræða það að það á að halda gróða­öfl­unum þar utan veggj­ar. Menn eiga ekki að fá að sjúga arð út úr und­ir­stöðu­stofn­unum í vel­ferð­ar­sam­fé­lag­inu. Það er eitt­hvað sem særir í þeim efn­um.“

Fréttin er hluti af stærra við­tali sem mun birt­ast síðar á Kjarn­anum við Stein­grím J. Sig­fús­son

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent