Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu

Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.

Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Auglýsing

Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar, sem gilda á frá 2021 til 2025, hafa verið lögð fram til kynningar. Í áætluninni eru þau markmið sem borgin setti sér í fyrri loftslagsáætlun sem gilti frá 2016 til 2020 endurskoðuð og aðgerðaáætlun, sem hefur það að markmiði að Reykjavíkurborg verði orðin kolefnishlutlaus árið 2040, uppfærð.

„Aðgerðaáætlunin 2021–2025 endurspeglar þá víðtæku nálgun og breidd verkefna sem þarf til að umbreyting eigi sér stað í átt að kolefnislausu samfélagi,“ segir í drögum að þessu stefnumótunarplaggi borgarinnar, sem umhverfis- og heilbrigðisráð tók fyrir á fundi 8. janúar.

Þrír borgarfulltrúar voru í stýrihópi um endurskoðun loftslagsstefnunnar, þær Líf Magneudóttir frá Vinstri grænum, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir frá Pírötum og Vigdís Hauksdóttir frá Miðflokknum. Vigdís sat hjá við afgreiðslu draganna út úr stýrihópnum, samkvæmt því sem fram kemur í fundargerð.

Auglýsing

Hugmyndir frá almenningi og grasrótarsamtökum

Fram kemur í skýrsludrögunum að í lok árs 2019 hafi verið óskað eftir hugmyndum frá almenningi og fagsamtökum um aðgerðir í loftslagsmálum og að yfir 200 hugmyndir hafi borist. Farið var yfir þessar hugmyndir og hægt var að draga átta áhersluatriði út úr þeim. Þau má sjá hér að neðan:

  1. Draga úr bílaumferð – hvatningakerfi / rafbíla deilihagkerfi.
  2. Betra skipulag á strætókerfinu, fleiri leiðir og vagna, frítt í strætó.
  3. Gera uppgræðslu að virku skólastarfi.
  4. Auka matarframboð í mötuneytum sem er laust við dýraafurðir.
  5. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn gerður að nútímalegu og snjöllu fræðslu og vísindasetri.
  6. Setja skýrari reglur og samræma flokkunarkerfið á höfuðborgarsvæðinu.
  7.  Hugmyndir hringrásarhagkerfis verði hluti af öllum útboðum í framkvæmdir borgarinnar.
  8.  Tengja afslátt við gjöld nýbygginga ef vistvænar aðferðir eru notaðar, afsláttur veittur eftir lokaúttekt.

Samgöngur vega langþyngst í losun Reykjavíkurborgar

Eins og sést af listanum hér að ofan eru samgöngumál efst á blaði. Minni og vistvænari bílaumferð og betri almenningssamgöngur. Losun frá samgöngum er líka langstærsta hlutfallið af landfræðilegri losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavíkurborg, óhað því hvaða opinberu reiknireglum og aðferðafræði er beitt eins og fram kemur í skýrsludrögunum:

„Ef eingöngu er horft til einfalds kolefnisspors eru samgöngur 82% allrar losunar. Þegar fleiri þáttum er bætt í svæðisbundið kolefnisspor auk virðiskeðju er hlutfallið 64%. Þegar önnur áhrif eru tekin inn (Svæðisbundið kolefnisspor auk virðiskeðju og áhrif annarrar starfsemi innan borgarmarka) er hlutfallið 54% af allri losun,“ segir í drögunum. 

Sama hvaða aðferðafræði er beitt sést að það eru samgöngumálin sem vega þyngst í loftslagsbókhaldi Reykjavíkurborgar.

Það eru því samgöngumálin sem eru lykillinn að því að borginni takist að minnka losun í takt við markmið sín um að vera orðin kolefnishlutlaus árið 2040 og helminga losun miðað við árið 2019 árið 2030. 

„Til þess að draga úr losun frá vegasamgöngum þarf að fækka eknum kílómetrum og draga úr losun á hvern ekin kílómetra. Markmið Reykjavíkurborgar er að árið 2030 hafi hlutfall ferða sem farnar eru á bíl lækkað í 58% úr 73% sem það var samkvæmt ferðavenjukönnun árið 2017,“ segir í skýrsludrögunum.

Fækka bílastæðum og fletta upp malbiki

Þegar litið er yfir lista um þær aðgerðir sem að ráðast til að ná fram breytingum hvað varðar losun frá samgöngum kennir ýmissa grasa. Til þess að skapa gönguvæna borg er meðal annars lagt til að haldið verði áfram að þétta byggð, þannig að árið 2025 búi 90 prósent íbúa borgarinnar í grennd við þjónustu.

Einnig er lagt til að ráðist verði í að auka pláss fyrir gangandi. Til þess að gera það, segir í stefnudrögunum, er meðal annars lagt til að bílastæðum í borgarlandinu verði fækkað um 2 prósent á ári. Önnur aðgerð með sama markmið er sú að „fletta upp malbiki og draga úr umfangi akvega“ í Reykjavíkurborg, þannig að umfang akvega verði orðið 35 prósent af landnotkun árið 2025. 

Í plaggi borgarinnar sem gefið var út í fyrir um það bil áratug í tengslum við aðalskipulagsvinnu AR2010-2030 kom fram að allt að 48 prósent af þéttbýli borgarinnar, að undanskildum stærri útivistarsvæðunum, færi undir samgöngumannvirki og helgunarsvæði þeirra, eða nærri helmingur alls borgarlandsins.

Áratugur aðgerða

Í skýrsludrögunum sem eru til kynningar núna í upphafi árs segir að komandi áratugur verði „mikilvægur prófsteinn á það hvernig okkur tekst til við að takast á við lofslagsvána“ og þurfi að vera áratugur aðgerða.

Drögin eru nú til kynningar og reikna má með að þau taki breytingum í ljósi athugasemda sem kunna að berast. Hægt er að koma umsögnum og ábendingum um drögin á framfæri við umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar til 22. janúar.

Gagnrýni á drögin að þessari loftslagsáætlun hefur þegar komið fram, en í sameiginlegri bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á fundi umhverfis- og heilbrigðisráðs sagði að „margt ágætt“ væri að finna í drögunum. 

„Hins vegar er áhyggjuefni að fyrstu drög ganga gegn samgöngusáttmála sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en þar er markmiðið skýrt: „Að stuðla að greiðum, skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta“,“ sagði í bókun þeirra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent