Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu

Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.

Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Auglýsing

Drög að nýrri lofts­lags­á­ætlun Reykja­vík­ur­borg­ar, sem gilda á frá 2021 til 2025, hafa verið lögð fram til kynn­ing­ar. Í áætl­un­inni eru þau mark­mið sem borgin setti sér í fyrri lofts­lags­á­ætlun sem gilti frá 2016 til 2020 end­ur­skoðuð og aðgerða­á­ætl­un, sem hefur það að mark­miði að Reykja­vík­ur­borg verði orðin kolefn­is­hlut­laus árið 2040, upp­færð.

„Að­gerða­á­ætl­unin 2021–2025 end­ur­speglar þá víð­tæku nálgun og breidd verk­efna sem þarf til að umbreyt­ing eigi sér stað í átt að kolefn­is­lausu sam­fé­lag­i,“ segir í drögum að þessu stefnu­mót­un­arplaggi borg­ar­inn­ar, sem umhverf­is- og heil­brigð­is­ráð tók fyrir á fundi 8. jan­ú­ar.

Þrír borg­ar­full­trúar voru í stýri­hópi um end­ur­skoðun lofts­lags­stefn­unn­ar, þær Líf Magneu­dóttir frá Vinstri græn­um, Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dóttir frá Pírötum og Vig­dís Hauks­dóttir frá Mið­flokkn­um. Vig­dís sat hjá við afgreiðslu drag­anna út úr stýri­hópn­um, sam­kvæmt því sem fram kemur í fund­ar­gerð.

Auglýsing

Hug­myndir frá almenn­ingi og gras­rót­ar­sam­tökum

Fram kemur í skýrslu­drög­unum að í lok árs 2019 hafi verið óskað eftir hug­myndum frá almenn­ingi og fag­sam­tökum um aðgerðir í lofts­lags­málum og að yfir 200 hug­myndir hafi borist. Farið var yfir þessar hug­myndir og hægt var að draga átta áherslu­at­riði út úr þeim. Þau má sjá hér að neð­an:

  1. Draga úr bíla­um­ferð – hvatn­inga­kerfi / raf­bíla deili­hag­kerfi.
  2. Betra skipu­lag á strætó­kerf­inu, fleiri leiðir og vagna, frítt í strætó.
  3. Gera upp­græðslu að virku skóla­starfi.
  4. Auka mat­ar­fram­boð í mötu­neytum sem er laust við dýra­af­urð­ir.
  5. Fjöl­skyldu- og hús­dýra­garð­ur­inn gerður að nútíma­legu og snjöllu fræðslu og vís­inda­setri.
  6. Setja skýr­ari reglur og sam­ræma flokk­un­ar­kerfið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
  7.  Hug­myndir hringrás­ar­hag­kerfis verði hluti af öllum útboðum í fram­kvæmdir borg­ar­inn­ar.
  8.  Tengja afslátt við gjöld nýbygg­inga ef vist­vænar aðferðir eru not­að­ar, afslátt­ur veittur eftir loka­út­tekt.

Sam­göngur vega lang­þyngst í losun Reykja­vík­ur­borgar

Eins og sést af list­anum hér að ofan eru sam­göngu­mál efst á blaði. Minni og vist­væn­ari bíla­um­ferð og betri almenn­ings­sam­göng­ur. Losun frá sam­göngum er líka langstærsta hlut­fallið af land­fræði­legri losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í Reykja­vík­ur­borg, óhað því hvaða opin­beru reikni­reglum og aðferða­fræði er beitt eins og fram kemur í skýrslu­drög­un­um:

„Ef ein­göngu er horft til ein­falds kolefn­is­spors eru sam­göngur 82% allrar los­un­ar. Þegar fleiri þáttum er bætt í svæð­is­bundið kolefn­is­spor auk virð­is­keðju er hlut­fallið 64%. Þegar önnur áhrif eru tekin inn (Svæð­is­bundið kolefn­is­spor auk virð­is­keðju og áhrif ann­arrar starf­semi innan borg­ar­marka) er hlut­fallið 54% af allri los­un,“ segir í drög­un­um. 

Sama hvaða aðferðafræði er beitt sést að það eru samgöngumálin sem vega þyngst í loftslagsbókhaldi Reykjavíkurborgar.

Það eru því sam­göngu­málin sem eru lyk­ill­inn að því að borg­inni tak­ist að minnka losun í takt við mark­mið sín um að vera orðin kolefn­is­hlut­laus árið 2040 og helm­inga losun miðað við árið 2019 árið 2030. 

„Til þess að draga úr losun frá vega­sam­göngum þarf að fækka eknum kíló­metrum og draga úr losun á hvern ekin kíló­metra. Mark­mið Reykja­vík­ur­borgar er að árið 2030 hafi hlut­fall ferða ­sem farnar eru á bíl lækkað í 58% úr 73% sem það var sam­kvæmt ferða­venjukönnun árið 2017,“ segir í skýrslu­drög­un­um.

Fækka bíla­stæðum og fletta upp mal­biki

Þegar litið er yfir lista um þær aðgerðir sem að ráð­ast til að ná fram breyt­ingum hvað varðar losun frá sam­göngum kennir ýmissa grasa. Til þess að skapa göngu­væna borg er meðal ann­ars lagt til að haldið verði áfram að þétta byggð, þannig að árið 2025 búi 90 pró­sent íbúa borg­ar­innar í grennd við þjón­ustu.

Einnig er lagt til að ráð­ist verði í að auka pláss fyrir gang­andi. Til þess að gera það, segir í stefnu­drög­un­um, er meðal ann­ars lagt til að bíla­stæðum í borg­ar­land­inu verði fækkað um 2 pró­sent á ári. Önnur aðgerð með sama mark­mið er sú að „fletta upp mal­biki og draga úr umfangi akvega“ í Reykja­vík­ur­borg, þannig að umfang akvega verði orðið 35 pró­sent af land­notkun árið 2025. 

Í plaggi borg­ar­innar sem gefið var út í fyrir um það bil ára­tug í tengslum við aðal­skipu­lags­vinnu AR2010-2030 kom fram að allt að 48 pró­sent af þétt­býli borg­ar­inn­ar, að und­an­skildum stærri úti­vist­ar­svæð­un­um, færi undir sam­göngu­mann­virki og helg­un­ar­svæði þeirra, eða nærri helm­ingur alls borg­ar­lands­ins.

Ára­tugur aðgerða

Í skýrslu­drög­unum sem eru til kynn­ingar núna í upp­hafi árs segir að kom­andi ára­tugur verði „mik­il­vægur próf­steinn á það hvernig okkur tekst til við að takast á við lofslags­vá­na“ og þurfi að vera ára­tugur aðgerða.

Drögin eru nú til kynn­ingar og reikna má með að þau taki breyt­ingum í ljósi athuga­semda sem kunna að ber­ast. Hægt er að koma umsögnum og ábend­ingum um drögin á fram­færi við umhverf­is- og skipu­lags­svið borg­ar­innar til 22. jan­ú­ar.

Gagn­rýni á drögin að þess­ari lofts­lags­á­ætlun hefur þegar komið fram, en í sam­eig­in­legri bókun full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks og Mið­flokks á fundi umhverf­is- og heil­brigð­is­ráðs sagði að „margt ágætt“ væri að finna í drög­un­um. 

„Hins vegar er áhyggju­efni að fyrstu drög ganga gegn sam­göngusátt­mála sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en þar er mark­miðið skýrt: „Að stuðla að greið­um, skil­virk­um, hag­kvæmum og öruggum sam­göngum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með jafnri upp­bygg­ingu inn­viða allra sam­göngu­máta“,“ sagði í bókun þeirra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent