Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045

Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.

23-april-2014_13983703755_o.jpg
Auglýsing

Áður en ráð­ist er í upp­bygg­ingu á sorp­brennslu­stöð eða -stöðvum þá er nauð­syn­legt að skoða nánar inni­hald bland­aðs úrgangs á öllu land­inu, greiða úr upp­runa­skrán­ingu úrgangs og skoða tæki­færi til þess að nýta auka­af­urðir sorp­brennslu­ofna á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um þörf fyrir sorp­brennslu­stöðvar á Íslandi sem birt var á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í síð­ustu viku.

Skýrslan nefn­ist Grein­ing á þörf sorp­brennslu­stöðva á Íslandi og var unnin af ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu ReSo­urce International fyrir Umhverf­is­stofnun að beiðni umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins.

Talið er að óend­ur­vinn­an­legur úrgangur hér á landi verði á bil­inu 40 til 100 þús­und tonn á ári fram til árs­ins 2045, að því er fram kemur hjá umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu. Í skýrsl­unni er fjallað um þrjár mögu­legar útfærslur varð­andi sorp­brennslu. Eina stóra sorp­brennslu­stöð á Suð­vest­ur­landi sem hefði 90 til 100 þús­und tonna brennslu­getu á ári, fimm minni sorp­brennslu­stöðvar sem dreifðar væru um landið og svo útflutn­ing á sorpi til brennslu.

Auglýsing

Skil­grein­ing á óend­ur­vinn­an­legum úrgangi í skýrsl­unni er úrgangur sem endar í förgun en ekki í end­ur­vinnslu eða end­ur­nýt­ingu. „Hver þróun þessa úrgangs verður í magni til fram­tíðar er háð þeim árangri er næst í end­ur­vinnslu og end­ur­nýt­ingu á næstu ára­tug­um. Fyr­ir­séð er að ákveð­inn hluti úrgangs verði alltaf óend­ur­vinn­an­legur og því þarf að leita lausna til með­höndl­unar á hon­um. Hluta af óend­ur­vinn­an­legum úrgangi er t.d. hægt að brenna til orku­nýt­ing­ar.“

„Já­kvætt að við séum að horfa til þess að takast á við þetta hér heima“

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann hafi beðið um að þessi skýrsla yrði unnin vegna þess að upp­lýs­ingar vant­aði um þörf­ina á sorp­brennslu­stöð við þær aðstæður sem gert er ráð fyrir að verði í fram­tíð­inni þegar Íslend­ingar verða farnir að end­ur­vinna miklu meira – sem mark­miðið sé.

„Skýrslan leiðir í ljós að þörf sé á brennsl­um, það sé ekki skyn­sam­leg til lengri tíma að flytja þetta út til brennslu og færðar fyrir því þær ástæður að það sé ekki gott að flytja sorp til útlanda út af sótspori heldur líka sé ýmis­legt sem bendi til þess að gjöld væru lögð á þetta úti þegar kemur að því að taka á móti sorpi frá öðrum lönd­um.

Ég held að það sé mjög jákvætt að við séum að horfa til þess að takast á við þetta hér heima. Þá er spurn­ingin hversu stóra brennslu­stöð við þurfum fyrir þann úrgang sem lík­legt er að þurfi að brenna eftir 20 ár, þegar við verðum búin að ná betri árangri í úrgangs­mál­u­m,“ segir ráð­herr­ann.

Álit­leg­asta stað­setn­ing á brennslu­stöð í eða nálægt höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Guð­mundur Ingi segir að verk­efnið núna sé að finna út úr því hvað sé skyn­sam­leg­ast að gera í þessum mál­um. „Eigum við að vera með eina brennslu­stöð og þá hvar eða eigum við að vera með fleiri dreifðar út um land­ið? Þetta er vinna sem þarf að fara í gang núna og í sam­starfi rík­is, sveit­ar­fé­laga og einka­að­ila. Eftir sem áður erum við til­tölu­lega fá þannig að ég held að það sé mik­il­vægt að við náum utan um þetta fljótt og vel og að það verði teknar ákvarð­anir með hvaða hætti sé best að gera þetta.“

Í skýrsl­unni kemur fram að kostir þess að vera með eina brennslu­stöð á land­inu sé að rekstr­ar­kostn­aður sé lágur sam­an­borið við margar litl­ar. Álit­leg­asta stað­setn­ing á slíkum ofni sé í eða nálægt höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem upp­spretta brenn­an­legs úrgangs sé sirka 73 pró­sent af heild­inni yfir land­inu öllu.

„Ofn­inn þyrfti að geta brennt um 11 til 13 tonn/klst ef miðað er við 8000 klst. gang­tíma á ári. Kostir þess að brennslu­stöðvum yrði dreift um landið er að dregið yrði úr flutn­ingi á úrgangi á milli lands­hluta og hægt væri hugs­an­lega að bæta orku­ör­yggi á ákveðnum stöðum á land­inu. Orku­nýt­ing væri meiri á köldum svæðum þar sem nýta mætti ork­una til hús­hit­un­ar. Þörf er á skil­virk­ari og nákvæm­ari gagna­öflun í flestum sveit­ar­fé­lögum til þess að geta áætlað nákvæm­ari orku­nýt­ing­ar­mögu­leika og stærð sér­hvers brennslu­ofns,“ segir í skýrsl­unni.

Kostir þess að sorp­brennsla fari fram erlendis er, sam­kvæmt skýrsl­unni, að nettó heild­ar­losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá brennslu sam­an­borið við urðun úrgangs er minni erlendis en á Íslandi. Það sé þó alfarið byggt á sam­an­burði við orku­fram­leiðslu með kolum erlend­is, en mörg lönd hafi sett sér það mark­mið að hætta notkun á kolum við orku­fram­leiðslu fyrir 2037. Kostn­aður við útflutn­ing á úrgangi geti verið mjög breyti­legur en hann fari eftir olíu­verði, gengi gjald­miðla og svo fram­vegis og geti einnig hækkað tölu­vert á kom­andi árum í formi skatta á inn­fluttan úrgang.

Tímara­mm­inn enn ekki ljós

Guð­mundur Ingi segir enn fremur að gott sé að vera kom­inn með þessa úttekt. Nú sé hægt að stíga næstu skref en eng­inn tímara­mmi sé þó enn kom­inn í ljós. „Við eigum eftir að átta okkur betur á því hvernig það verð­ur.“

Sam­kvæmt skýrslu­höf­undum væri í kjöl­farið á þess­ari grein­ingu vert að skoða þörf á gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­um, skólp­hreinsi­stöðvum og end­ur­vinnslu­stöðvum á Íslandi og hvernig það hefði frek­ari áhrif á þörf fyrir sorp­brennslu.

Upp­bygg­ing sorp­brennslu­stöðva fæli í sér aukið aðgengi að þess konar úrgangs­með­höndl­un­ar­úr­ræði og í því sam­hengi væri ákjós­an­legt að sama aðgengi næð­ist einnig fyrir end­ur­vinnslu úrgangs­efna. „Jafn­framt hefur aukin skólp­hreinsun í för með sér aukn­ingu á brenn­an­legum úrgangs­efnum og fleiri gas- og jarð­gerð­ar­stöðvar geta dregið úr magni bland­aðs heim­il­is­úr­gangs og ann­arra brenn­an­legra úrgangs­efna. Í kafla 10.4 er rætt um brennslu úrgangs erlendis og því sam­hliða er nauð­syn­legt að ræða hvort öruggt sé að end­ur­vinnslu­stöðvar erlendis haldi áfram að taka á móti end­ur­vinnslu­efnum frá Ísland­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent