„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“

Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Auglýsing

„Það er margt í gangi núna og mál mál­anna þessa stund­ina er kannski fyr­ir­huguð sala rík­is­stjórn­ar­innar á hlut í Íslands­banka af ótil­greindri stærð og þetta hefur skilj­an­lega valdið tölu­verðum áhyggjum í sam­fé­lag­inu enda virð­ist engin eft­ir­spurn vera eftir þess­ari aðgerð – nema mögu­lega hjá þeim sem að munu kannski mest græða á henn­i.“

Þetta sagði Smári McCart­hy, þing­maður Pírata, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en hann spurði Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra hvaða for­sendur lægju að baki fyr­ir­ætl­aðri sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka. Hann spurði jafn­framt hvort ein­hver skil­yrði væru sett fyrir henni og hvenær rík­is­stjórnin hefði hugsað sér að gera skil­yrðin og for­send­urnar opin­ber­ar.

„Það er margt óljós með þessar fyr­ir­ætl­anir og margir spyrja sig hvers vegna liggi svona mikið á. Hinn naumi tímara­mmi sem ætl­aður er þing­inu til að fara yfir þetta er enn eitt dæmið um heima­til­búna tíma­pressu. Eðli­legt verk­lag við að fram­kvæma svona stóra óaft­ur­kræfa aðgerð er að byrja á því að setja sér for­sendur fyrir því hvaða skil­yrði þarf að upp­fylla til þess að aðgerðin telj­ist lík­leg til þess að heppn­ast og skil­greina hvað nákvæm­lega felst í því að árangur hafi náðst og fara síðan ekki af stað fyrr en þær for­sendur séu upp­fyllt­ar,“ sagði hann.

Auglýsing

Smári sagði enn fremur að einu for­send­urnar sem rík­is­stjórnin virt­ist hafa lagt fram væru að þetta væri í stjórn­ar­sátt­mála og því lægi nú á að gera þetta fyrir kosn­ing­ar. „Engin skil­yrði hafa komið fram um ásætt­an­legan kostnað og ávinn­ing, efna­hags­for­send­ur, stöð­ug­leika­skil­yrði, skil­yrði um kaup­end­ur, skil­yrði um verð og svo fram­veg­is, en ef slík skil­yrði hefðu komið fram þá gæti þingið að minnsta kosti lagt mat á það hvort að þau skil­yrði séu góð og hvort að þau séu upp­fyllt.

En séu engin önnur skil­yrði til staðar er það til marks um að allar áhyggjur fólks af enn einu einka­væð­inga­ferl­inu séu rétt­mæt­ar. Hvorki ég né Píratar almennt erum í grunn­inn á móti því að þessi hluti Íslands­banka sé seldur en fyrir okkur er lyk­il­at­riði að það sé gert á réttum og fag­legum for­sendum og í gegn­sæju ferli. Það er ekki nóg að kalla ferlið gegn­sætt til þess að það sé það, það verður raun­veru­lega að birta gögn­in. Þetta lítur út fyrir að vera eins ógegn­sætt og ófag­legt og hægt er að ímynda sér,“ sagði Smári.

Einmitt verið tölu­verð umræða um fjár­mála­kerfið

Katrín svar­aði og sagði að þetta til­tekna mál hefði verið til umræðu snemma árs 2020. „Þegar þetta var til umræðu á vett­vangi ráð­herra­nefndar um efna­hags­mál; að ráð­ast í sölu á hlut í Íslands­banka. Og þá kom nákvæm­lega sami mál­flutn­ingur fram, það er að segja að þetta væri bara akkúrat röng tíma­setn­ing en þó eng­inn á móti því að selja hlut í bank­an­um, eða kannski ekki eng­inn. Flestir með­mæltir því að selja hlut í bank­anum en að það væri bara ekki rétta tíma­setn­ing­in.“

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Hún sagði jafn­framt að henni fynd­ist hún heyra þetta end­ur­óma aftur að eng­inn eða fæstir væru á móti því að selja hlut í bank­an­um, eða bara ekki á þessum tíma. „Ég get ekki fall­ist á það sem hátt­virtur þing­maður segir að þetta komi í kjöl­far þess­arar einu línu í stjórn­ar­sátt­mála. Ég ætla að leyfa mér að rifja hér upp að hér var unnin hvít­bók um fjár­mála­kerf­ið. Hún fékk tölu­verða umræðu í þing­sal. Í henni voru margir mjög mik­il­vægir punkt­ar, aðrir umdeildir og gagn­rýndir en engu að síður er ekki hægt að segja að hér hafi ekki farið fram tölu­verð umræða um fram­tíð fjár­mála­kerf­is­ins. Við erum búin að sjá, og það þekkir hátt­virtur þing­maður jafn­vel og ég haf­andi setið í efna­hag- og við­skipta­nefnd alla­vega á ein­hverjum tíma­punktum þá erum við auð­vitað á und­an­förnum árum búin að ráð­ast í gagn­gerar breyt­ingar á umgjörð fjár­mála­kerf­is­ins á Íslandi. Breyt­ingar sem koma fram í mjög ítar­legri skýrslu sem ég skil­aði í kjöl­far beiðni hátt­virts þing­manns Björns Levís Gunn­ars­sonar sem hafa gert það að verkum að þetta kerfi er allt annað kerfi en það var til að mynda þegar þessi mál voru hér til umræðu snemma á þess­ari öld.“

Eitt af því sem þarna skipti máli væri það frum­varp sem væri til umræðu á þing­inu um varn­ar­línu um fjár­fest­ingar en gat Katrín ekki fall­ist á það að þær for­sendur sem hátt­virtur þing­maður gæfi sér í fyr­ir­spurn­inni að þetta væri til­laga sem dytti af himnum ofan og að í þing­inu hefði engin umræða farið fram.

„Hér hefur einmitt verið tölu­verð umræða um fjár­mála­kerf­ið, eig­enda­stefna rík­is­ins hefur verið end­ur­skoð­uð, eins og hátt­virtur þing­maður þekkir líka og þar liggja þessi áform öll fyr­ir. Þannig að ég kann­ast bara hrein­lega ekki við þetta ógagn­sæi sem hátt­virtur þing­maður vitnar hér til,“ sagði Katrín.

Rík­is­stjórnin láti eins og hvít­bókin sé hlut­laust fræði­rit sem feli í sér svör við öllum leynd­ar­dómum alheims­ins

Smári kom aftur í pontu og sagði að hann hefði ekki nefnt tíma­setn­ingu. „Ég nefndi for­sendur og skil­yrði. Þær for­sendur og þau skil­yrði liggja ekki fyr­ir, ég skil ekki hvernig stendur á því. Rík­is­stjórnin lætur eins og hvít­bókin sé hlut­laust fræði­rit sem feli í sér svör við öllum leynd­ar­dómum alheims­ins frekar en að vera nið­ur­staða ákveð­ins póli­tísks stefnu­mót­un­ar­ferlis þar sem nið­ur­staðan var að vissu leyti og að miklu leyti gefin sem frum­for­senda vinn­unn­ar.

En ég spyr bara aft­ur: Hvers vegna er ekki hægt að búa til ein­faldan tékk­lista fyrir svona aðgerðum og ráð­ast svo í fram­kvæmd­ina þá og því aðeins ef skil­yrðin eru upp­fyllt? Hvers vegna ekki? Hvers vegna þarf líka þennan asa að klára fyrir kosn­ingar frekar en að sam­mæl­ast um þverpóli­tískan tímara­mma yfir lengri tíma eins og hefur verið gert til dæmis í Nor­egi? Hvers vegna vill rík­is­stjórnin koma þessum eign­ar­hlut á mark­að, í verð, korteri fyrir kosn­ingar og það í miðri mestu efna­hagslægð síð­ari tíma?“ spurði hann.

Mjög gagn­sætt ferli

Katrín svar­aði í annað sinn og sagði að henni heyrð­ist þing­mað­ur­inn „einmitt vera að tala um tíma­setn­ingar og ég hef heyrt hann nefna þær áður, þó ekki nákvæm­lega hér í fyrri fyr­ir­spurn sinni. Um þessi mál gilda algjör­lega skýr lög. Mjög gagnsæ og skýr lög sem ég tók þátt í að setja í rík­is­stjórn Vinstri hreyf­ing­ar­innar græns fram­boðs og Sam­fylk­ing­ar­innar sem gilda um sölu, með­ferð eign­ar­hlutum rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum og frum­varp til þeirra laga var lagt fram hér af hátt­virtum þing­manni Odd­nýju Harð­ar­dóttur sem þá var fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Og þar með var stofnuð Banka­sýsla rík­is­ins sem fer með þennan eign­ar­hlut rík­is­ins og þarf eng­inn neitt að velkj­ast í vafa um hvernig þetta fer því hún hefur lagt fram mjög skýra til­lögu um það hvernig hún sér fyrir sér að þetta sölu­ferli fari. Núna, eins og ég kom að hér áðan, er ein­göngu verið að taka ákvörðun um að hefja sölu­ferli. Það er ekki ákvörðun um end­an­lega sölu. Það ferli snýst um að kanna virði bank­ans á mark­aði og hvort að tím­inn sé þá heppi­legur núna til að selja þennan hlut sem hefur verið mið­ast við fjórð­ungs­hlut.

Það sem kemur fram í gögnum Banka­sýsl­unnar er það að það eru mjög margir þættir sem hafa áhrif á það hver end­an­leg nið­ur­staða verður og hvort að aðstæður eru metnar hag­felldar til að selja þennan hlut. Þættir sem við getum ekki sagt fyr­ir­fram hverjir verða nákvæm­lega og um það snýst sú vinna sem nú stendur yfir í þing­inu. Ég hefði talað um að þetta væri algjör­lega ljóst fyrir og væri raunar mjög gagn­sætt og hvernig það er skil­greint í lög­unum frá 2012,“ sagði hún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent