Nú sé kominn tími til að hætta að skoða málin og gera eitthvað

Ekki liggur fyrir ákvörðun stjórnvalda um framlengingu atvinnuleysisbóta að svo stöddu, samkvæmt félagsmálaráðherra, en málið er í skoðun. Þingmaður Flokks fólksins segir það vera álíka og að segja við fólk: „Étið það sem úti frýs.“

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins.
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins.
Auglýsing

„Nú stefnir í að fleiri hund­ruð falli af bótum á þessu ári. Það fólk verður þá að segja sig til sveit­ar, leita í fram­færslu sveit­ar­fé­laga. Bara í Reykja­nesbæ munu það að öllu óbreyttu verða um 200 manns á árinu sem nú er að hefj­ast. Þetta eru hrika­legar tölur og bak við þær standa mann­eskj­ur, 1.000 borg­arar í þessu landi. Áhyggjur af afkomu og fátækt, fólk sér fram á að stefna í fátækt­ar­gildru með börnin sín. Við í Flokki fólks­ins viljum að öllum til­tækum ráðum verði beitt til að bjarga þessu fólki meðan við erum að kom­ast út úr COVID-19 kóf­in­u.“

Þetta sagði Guð­mundur Ingi Krist­ins­son, þing­maður Flokks fólks­ins, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en hann spurði Ásmund Einar Daða­son félags- og barna­mála­ráð­herra hvort rík­is­stjórnin og ráðu­neyti hans hygð­ist skoða þann mögu­leika að lengja tíma­bil atvinnu­leys­is­bóta úr 30 mán­uðum þannig að ein­hver von væri fyrir þetta fólk að lenda ekki í sára­fá­tækt.

„Nú á föstu­dag­inn birti Vinnu­mála­stofnun tölur um atvinnu­leysi í des­em­ber­mán­uði síð­ast­liðn­um. Þær tölur eru því miður dap­ur­leg­ar. Almennt atvinnu­leysi jókst lít­il­lega á lands­vísu, er 10,7 pró­sent en var 10,6 pró­sent í nóv­em­ber. Þannig var 21.000 manns án atvinnu í lok árs­ins. Rúm­lega 5.000 ein­stak­lingar voru svo á hluta­bót­um. Ef við tökum þennan hóp með er heild­ar­at­vinnu­leysi 12,1 pró­sent. Sam­tals eru þannig yfir 26.400 manns alveg án atvinnu eða að hluta. Ríf­lega 4.000 manns hafa verið án vinnu í meira en eitt ár og 6.600 án vinnu í 6 til 12 mán­uði. Sam­tals hafa því tæp­lega 11.000 verið án vinnu lengur en hálft ár. Sam­bæri­leg tala í des­em­ber 2019 var 3.800. Þannig glíma nærri þrisvar sinnum fleiri við lang­tíma­at­vinnu­leysi nú en 2019. Atvinnu­leysi er mest á Suð­ur­nesjum, yfir 26 pró­sent meðal kvenna og rúm­lega 21 pró­sent meðal karla. Það er næst­mest á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, karlar í meiri hluta, 12 pró­sent, og konur 11,5 pró­sent,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Auglýsing

Ekki liggur fyrir ákvörðun um fram­leng­ingu að svo stöddu

Ásmundur Einar svar­aði og sagði að rík­is­stjórnin hefði ráð­ist í marg­vís­legar aðgerð­ir. „Nú fyrir jólin var meðal ann­ars ráð­ist í hækkun bóta og við fram­lengdum líka hækkun greiðslna sem fylgja börnum atvinnu­lausra. Við höfum lengt tekju­tengda tíma­bilið og hluta­bóta­leið­in, eins og hátt­virtur þing­maður fór yfir, hefur verið mjög mik­il­væg í þess­ari stöðu. Við erum auð­vitað að fylgj­ast með því dag frá degi hvernig far­aldr­inum vindur áfram. Það liggur ljóst fyrir að þegar við erum með eina atvinnu­grein algjör­lega í frosti, sem er ferða­þjón­ust­an, sem hefur verið ein stærsta atvinnu­greinin á und­an­förnum árum, þá eru menn að bíða eftir því að hún kom­ist í gang á nýjan leik og öll sú starf­semi sem legið hefur niðri í versl­un, þjón­ustu og fleira vegna far­ald­urs­ins.

Þegar kemur að leng­ingu bóta­tíma­bils þá erum við að skoða þetta á hverjum ein­asta tíma. Nið­ur­staðan fyrir ára­mót var sú að stíga ekki það skref þá. Engu að síður höfum við verið í mjög þéttu sam­tali og sam­starfi við félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga. Ráðu­neytið fundar mjög reglu­lega með félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og fær allar upp­lýs­ingar það­an. Við erum með alla nýj­ustu töl­fræði frá Vinnu­mála­stofnun um hversu margir eru að klára sinn bóta­rétt en að svo stöddu hefur ekki verið tekin ákvörðun um fram­leng­ingu á þeim rétt­ind­um,“ sagði ráð­herr­ann.

Ásmundur Einar Daðason Mynd: Bára Huld Beck

Hann sagði jafn­framt að eftir því sem far­ald­ur­inn drægist á lang­inn þá myndi rík­is­stjórnin áfram þurfa að koma með aðgerð­ir. „Það hef ég sagt um allar þær aðgerðir sem við höfum komið með að þær úti­loki ekki frek­ari aðgerðir á síð­ari stig­um. Þannig að: Höfum við skoðað þetta? Já, við höfum skoðað þetta en það liggur ekki fyrir ákvörðun um fram­leng­ingu að svo stödd­u.“

Heldur „rýr svör“

Guð­mundur Ingi beindi fyr­ir­spurn að Ásmundi Ein­ari í annað sinn. „Ég þakka hæst­virtum félags- og barna­mála­ráð­herra fyrir svör­in. Þau voru heldur rýr. Skoða þetta? Það er bara eins og að segja við fólk: Étið það sem úti frýs. En þar er ekk­ert að hafa leng­ur. Það er ekk­ert að hafa fyrir þetta fólk. Það er stór hópur fólks sem bíður í röðum eftir mat og þessi hópur mun bæt­ast við. Þeir sem eru að fara á félags­legar bætur hjá sveit­ar­fé­lögum eru í mjög slæmum málum vegna þess að það er allt tekið á móti til þess að skerða þær bæt­ur. Þannig að þetta er bara fátækt­ar­gildra.

Það þýðir ekk­ert að segja að maður ætli að skoða málið vegna þess að það er ekki talað um að skoða málin þegar verið að bjarga fyr­ir­tækj­um. Þá er eitt­hvað gert, það er búið til. Nú er kom­inn tími til að hætta að skoða málin og gera eitt­hvað og sjá til þess að fólk þurfi ekki að standa í röð eftir mat. Það er lág­mark að við sjáum til þess að það þurfi eng­inn að svelta á Ísland­i,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Ætla sér að halda utan um fólk í þessum far­aldri

Ásmundur Einar steig aftur í pontu og sagði að stjórn­völd hefðu gripið til marg­vís­legra aðgerða til að tryggja félags­lega þátt­inn. „Það lýtur að þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna COVID-19, marg­vís­legar aðgerðir á vinnu­mark­aði og ég rakti hluta af þeim áðan. Við höfum líka gripið til marg­vís­legra félags­legra aðgerða sem hafa fæðst í sam­starfi og sam­tali á milli ráðu­neyt­is­ins og félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna sem hefur með höndum þjón­ustu við alla við­kvæm­ustu hópa lands­ins.

Þegar við vinnum að þeim þætti sem hátt­virtur þing­maður vitnar hér til, sem er fram­leng­ing bóta­tíma­bils, er hann auð­vitað líka skoð­aður í sam­tali og sam­vinnu á milli þeirra aðila sem þjón­usta þessa við­kvæmu hópa. Þegar ráð­herra segir að eitt­hvað sé í skoðun hefur það sýnt sig að sumt af því sem við skoðum raun­ger­ist í fram­kvæmdum og annað ekki. Við erum ein­fald­lega áfram að vakta þetta. Við ætlum okkur að halda utan um fólk í þessum far­aldri og eftir því sem hann dregst á lang­inn munum við grípa til frek­ari aðgerða. Það höfum við sýnt á síð­asta ári og það munum við líka gera á því ári sem nú er að hefjast,“ sagði hann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent