Áttatíu og sex prósent vilja að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum

Samkvæmt nýrri könnun frá YouGov eru einungis þrjú prósent Íslendinga fylgjandi þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að fylgja stefnu NATÓ um að skrifa ekki undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum. Samningurinn tekur gildi í dag.

Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Auglýsing

Ein­ungis um þrjú pró­sent Íslend­inga eru hlynnt núver­andi stefnu íslenskra stjórn­valda um að skrifa ekki undir samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um bann við kjarn­orku­vopn­um, sem tekur gildi í dag í kjöl­far þess að 50 ríki heims hafa full­gilt samn­ing­inn.

Um 86 pró­sent lands­manna vilja að Ísland ger­ist aðili að samn­ingum og um 75 pró­sent lands­manna telja að Ísland ætti að verða eitt fyrsta ríki Atl­ants­hafs­banda­lags­ins til þess að taka það skref, þrátt fyrir að Banda­ríkja­menn myndu beita þrýst­ingi gegn því.

Svipuð nið­ur­staða í fleiri ríkjum Atl­ants­hafs­banda­lags­ins

Þessar nið­ur­stöður eru úr nýrri könnun sem You­Gov fram­kvæmdi fyrir ICAN, þrýsti­hóp um útrým­ingu kjarn­orku­vopna,  í sex ríkjum Atl­ants­hafs­banda­lags­ins; Íslandi, Belg­íu, Dan­mörku, Ítal­íu, Hollandi og Spán­i. 

Auglýsing

Nið­ur­stöður í hinum ríkj­unum fimm hvað áður­nefnd atriði varðar eru keim­lík­ar. Vilji er hjá almenn­ingi til þess að þessi NATÓ-­ríki und­ir­riti og full­gildi samn­ing­inn og yfir­gnæf­andi meiri­hluti í öllum ríkj­unum telur rétt að taka það skref þrátt fyrir vænta and­stöðu Banda­ríkj­anna.

Yfir 75 prósent landsmanna í þessum sex ríkjum vilja að stjórnvöld þeirra fullgildi samninginn. Mynd: Úr skýrslu ICAN um könnun YouGov.

NATÓ, með Banda­ríkin í far­ar­broddi, hefur gagn­rýnt samn­ing­inn á und­an­förnum árum, en hann var fyrst kynntur til sög­unnar árið 2017. 

Þann 24. októ­ber 2020 full­gilti Hondúras samn­ing­inn og varð 50. ríkið til þess að gera það. Því er samn­ing­ur­inn að öðl­ast form­lega við­ur­kenn­ingu nú. Í dag skora 22 íslensk félaga­sam­tök á stjórn­völd að full­gilda samn­ing­inn.Í áskor­un­inni eru stjórn­völd hvött til þess að veita vilja almenn­ings væg­i. „Að­ild Íslands að samn­ingnum er nauð­syn­leg til að stuðla að vernd almennra borg­ara, líf­ríkis og nátt­úru til fram­tíðar og styrkja enn fremur stöðu þeirra alþjóð­legu samn­inga um kjarn­orku­vopn sem Ísland á nú þegar aðild að. Með und­ir­ritun og full­gild­ingu samn­ings­ins er fyllt upp í mik­il­vægar eyður sem fyrri samn­ingar hafa ekki kveðið á um,“ segir í áskor­un­inni.

ICAN-hreyf­ingin fékk árið 2017 frið­ar­verð­laun Nóbels fyrir bar­áttu sína gegn kjarn­orku­vopna­lausum heimi.

Íslensku sam­tökin 22 sem skora á stjórn­völd í dag eru eft­ir­far­andi:

Alda félag um sjálf­bærni og lýð­ræði, Alþýðu­sam­band Íslands, Íslands­deild Amnesty International, Barna­heill, Bisk­ups­stofa, Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar, Húman­ista­hreyf­ing­in, Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands, Lands­sam­band slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­manna, Lands­sam­tökin þroska­hjálp, Lækna­fé­lag Íslands, Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands, Menn­ing­ar- og frið­ar­sam­tök íslenskra kvenna, Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands, Rauði kross­inn á Íslandi, Sam­tök hern­að­ar­and­stæð­inga, Sam­tökin 78, Sið­mennt, Soka Gakkai International á Íslandi, UNICEF á Íslandi, UN Women á Íslandi og Öryrkja­banda­lag Íslands.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent