Áttatíu og sex prósent vilja að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum

Samkvæmt nýrri könnun frá YouGov eru einungis þrjú prósent Íslendinga fylgjandi þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að fylgja stefnu NATÓ um að skrifa ekki undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum. Samningurinn tekur gildi í dag.

Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Auglýsing

Ein­ungis um þrjú pró­sent Íslend­inga eru hlynnt núver­andi stefnu íslenskra stjórn­valda um að skrifa ekki undir samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um bann við kjarn­orku­vopn­um, sem tekur gildi í dag í kjöl­far þess að 50 ríki heims hafa full­gilt samn­ing­inn.

Um 86 pró­sent lands­manna vilja að Ísland ger­ist aðili að samn­ingum og um 75 pró­sent lands­manna telja að Ísland ætti að verða eitt fyrsta ríki Atl­ants­hafs­banda­lags­ins til þess að taka það skref, þrátt fyrir að Banda­ríkja­menn myndu beita þrýst­ingi gegn því.

Svipuð nið­ur­staða í fleiri ríkjum Atl­ants­hafs­banda­lags­ins

Þessar nið­ur­stöður eru úr nýrri könnun sem You­Gov fram­kvæmdi fyrir ICAN, þrýsti­hóp um útrým­ingu kjarn­orku­vopna,  í sex ríkjum Atl­ants­hafs­banda­lags­ins; Íslandi, Belg­íu, Dan­mörku, Ítal­íu, Hollandi og Spán­i. 

Auglýsing

Nið­ur­stöður í hinum ríkj­unum fimm hvað áður­nefnd atriði varðar eru keim­lík­ar. Vilji er hjá almenn­ingi til þess að þessi NATÓ-­ríki und­ir­riti og full­gildi samn­ing­inn og yfir­gnæf­andi meiri­hluti í öllum ríkj­unum telur rétt að taka það skref þrátt fyrir vænta and­stöðu Banda­ríkj­anna.

Yfir 75 prósent landsmanna í þessum sex ríkjum vilja að stjórnvöld þeirra fullgildi samninginn. Mynd: Úr skýrslu ICAN um könnun YouGov.

NATÓ, með Banda­ríkin í far­ar­broddi, hefur gagn­rýnt samn­ing­inn á und­an­förnum árum, en hann var fyrst kynntur til sög­unnar árið 2017. 

Þann 24. októ­ber 2020 full­gilti Hondúras samn­ing­inn og varð 50. ríkið til þess að gera það. Því er samn­ing­ur­inn að öðl­ast form­lega við­ur­kenn­ingu nú. Í dag skora 22 íslensk félaga­sam­tök á stjórn­völd að full­gilda samn­ing­inn.Í áskor­un­inni eru stjórn­völd hvött til þess að veita vilja almenn­ings væg­i. „Að­ild Íslands að samn­ingnum er nauð­syn­leg til að stuðla að vernd almennra borg­ara, líf­ríkis og nátt­úru til fram­tíðar og styrkja enn fremur stöðu þeirra alþjóð­legu samn­inga um kjarn­orku­vopn sem Ísland á nú þegar aðild að. Með und­ir­ritun og full­gild­ingu samn­ings­ins er fyllt upp í mik­il­vægar eyður sem fyrri samn­ingar hafa ekki kveðið á um,“ segir í áskor­un­inni.

ICAN-hreyf­ingin fékk árið 2017 frið­ar­verð­laun Nóbels fyrir bar­áttu sína gegn kjarn­orku­vopna­lausum heimi.

Íslensku sam­tökin 22 sem skora á stjórn­völd í dag eru eft­ir­far­andi:

Alda félag um sjálf­bærni og lýð­ræði, Alþýðu­sam­band Íslands, Íslands­deild Amnesty International, Barna­heill, Bisk­ups­stofa, Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar, Húman­ista­hreyf­ing­in, Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands, Lands­sam­band slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­manna, Lands­sam­tökin þroska­hjálp, Lækna­fé­lag Íslands, Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands, Menn­ing­ar- og frið­ar­sam­tök íslenskra kvenna, Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands, Rauði kross­inn á Íslandi, Sam­tök hern­að­ar­and­stæð­inga, Sam­tökin 78, Sið­mennt, Soka Gakkai International á Íslandi, UNICEF á Íslandi, UN Women á Íslandi og Öryrkja­banda­lag Íslands.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent