Áttatíu og sex prósent vilja að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum

Samkvæmt nýrri könnun frá YouGov eru einungis þrjú prósent Íslendinga fylgjandi þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að fylgja stefnu NATÓ um að skrifa ekki undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum. Samningurinn tekur gildi í dag.

Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Auglýsing

Einungis um þrjú prósent Íslendinga eru hlynnt núverandi stefnu íslenskra stjórnvalda um að skrifa ekki undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum, sem tekur gildi í dag í kjölfar þess að 50 ríki heims hafa fullgilt samninginn.

Um 86 prósent landsmanna vilja að Ísland gerist aðili að samningum og um 75 prósent landsmanna telja að Ísland ætti að verða eitt fyrsta ríki Atlantshafsbandalagsins til þess að taka það skref, þrátt fyrir að Bandaríkjamenn myndu beita þrýstingi gegn því.

Svipuð niðurstaða í fleiri ríkjum Atlantshafsbandalagsins

Þessar niðurstöður eru úr nýrri könnun sem YouGov framkvæmdi fyrir ICAN, þrýstihóp um útrýmingu kjarnorkuvopna,  í sex ríkjum Atlantshafsbandalagsins; Íslandi, Belgíu, Danmörku, Ítalíu, Hollandi og Spáni. 

Auglýsing

Niðurstöður í hinum ríkjunum fimm hvað áðurnefnd atriði varðar eru keimlíkar. Vilji er hjá almenningi til þess að þessi NATÓ-ríki undirriti og fullgildi samninginn og yfirgnæfandi meirihluti í öllum ríkjunum telur rétt að taka það skref þrátt fyrir vænta andstöðu Bandaríkjanna.

Yfir 75 prósent landsmanna í þessum sex ríkjum vilja að stjórnvöld þeirra fullgildi samninginn. Mynd: Úr skýrslu ICAN um könnun YouGov.

NATÓ, með Bandaríkin í fararbroddi, hefur gagnrýnt samninginn á undanförnum árum, en hann var fyrst kynntur til sögunnar árið 2017. 

Þann 24. október 2020 fullgilti Hondúras samninginn og varð 50. ríkið til þess að gera það. Því er samningurinn að öðlast formlega viðurkenningu nú. Í dag skora 22 íslensk félagasamtök á stjórnvöld að fullgilda samninginn.


Í áskoruninni eru stjórnvöld hvött til þess að veita vilja almennings vægi. „Aðild Íslands að samningnum er nauðsynleg til að stuðla að vernd almennra borgara, lífríkis og náttúru til framtíðar og styrkja enn fremur stöðu þeirra alþjóðlegu samninga um kjarnorkuvopn sem Ísland á nú þegar aðild að. Með undirritun og fullgildingu samningsins er fyllt upp í mikilvægar eyður sem fyrri samningar hafa ekki kveðið á um,“ segir í áskoruninni.

ICAN-hreyfingin fékk árið 2017 friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína gegn kjarnorkuvopnalausum heimi.

Íslensku samtökin 22 sem skora á stjórnvöld í dag eru eftirfarandi:

Alda félag um sjálfbærni og lýðræði, Alþýðusamband Íslands, Íslandsdeild Amnesty International, Barnaheill, Biskupsstofa, Hjálparstarf kirkjunnar, Húmanistahreyfingin, Kvenréttindafélag Íslands, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Landssamtökin þroskahjálp, Læknafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, Náttúruverndarsamtök Íslands, Rauði krossinn á Íslandi, Samtök hernaðarandstæðinga, Samtökin 78, Siðmennt, Soka Gakkai International á Íslandi, UNICEF á Íslandi, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent