Áttatíu og sex prósent vilja að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum

Samkvæmt nýrri könnun frá YouGov eru einungis þrjú prósent Íslendinga fylgjandi þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að fylgja stefnu NATÓ um að skrifa ekki undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum. Samningurinn tekur gildi í dag.

Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Auglýsing

Ein­ungis um þrjú pró­sent Íslend­inga eru hlynnt núver­andi stefnu íslenskra stjórn­valda um að skrifa ekki undir samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um bann við kjarn­orku­vopn­um, sem tekur gildi í dag í kjöl­far þess að 50 ríki heims hafa full­gilt samn­ing­inn.

Um 86 pró­sent lands­manna vilja að Ísland ger­ist aðili að samn­ingum og um 75 pró­sent lands­manna telja að Ísland ætti að verða eitt fyrsta ríki Atl­ants­hafs­banda­lags­ins til þess að taka það skref, þrátt fyrir að Banda­ríkja­menn myndu beita þrýst­ingi gegn því.

Svipuð nið­ur­staða í fleiri ríkjum Atl­ants­hafs­banda­lags­ins

Þessar nið­ur­stöður eru úr nýrri könnun sem You­Gov fram­kvæmdi fyrir ICAN, þrýsti­hóp um útrým­ingu kjarn­orku­vopna,  í sex ríkjum Atl­ants­hafs­banda­lags­ins; Íslandi, Belg­íu, Dan­mörku, Ítal­íu, Hollandi og Spán­i. 

Auglýsing

Nið­ur­stöður í hinum ríkj­unum fimm hvað áður­nefnd atriði varðar eru keim­lík­ar. Vilji er hjá almenn­ingi til þess að þessi NATÓ-­ríki und­ir­riti og full­gildi samn­ing­inn og yfir­gnæf­andi meiri­hluti í öllum ríkj­unum telur rétt að taka það skref þrátt fyrir vænta and­stöðu Banda­ríkj­anna.

Yfir 75 prósent landsmanna í þessum sex ríkjum vilja að stjórnvöld þeirra fullgildi samninginn. Mynd: Úr skýrslu ICAN um könnun YouGov.

NATÓ, með Banda­ríkin í far­ar­broddi, hefur gagn­rýnt samn­ing­inn á und­an­förnum árum, en hann var fyrst kynntur til sög­unnar árið 2017. 

Þann 24. októ­ber 2020 full­gilti Hondúras samn­ing­inn og varð 50. ríkið til þess að gera það. Því er samn­ing­ur­inn að öðl­ast form­lega við­ur­kenn­ingu nú. Í dag skora 22 íslensk félaga­sam­tök á stjórn­völd að full­gilda samn­ing­inn.Í áskor­un­inni eru stjórn­völd hvött til þess að veita vilja almenn­ings væg­i. „Að­ild Íslands að samn­ingnum er nauð­syn­leg til að stuðla að vernd almennra borg­ara, líf­ríkis og nátt­úru til fram­tíðar og styrkja enn fremur stöðu þeirra alþjóð­legu samn­inga um kjarn­orku­vopn sem Ísland á nú þegar aðild að. Með und­ir­ritun og full­gild­ingu samn­ings­ins er fyllt upp í mik­il­vægar eyður sem fyrri samn­ingar hafa ekki kveðið á um,“ segir í áskor­un­inni.

ICAN-hreyf­ingin fékk árið 2017 frið­ar­verð­laun Nóbels fyrir bar­áttu sína gegn kjarn­orku­vopna­lausum heimi.

Íslensku sam­tökin 22 sem skora á stjórn­völd í dag eru eft­ir­far­andi:

Alda félag um sjálf­bærni og lýð­ræði, Alþýðu­sam­band Íslands, Íslands­deild Amnesty International, Barna­heill, Bisk­ups­stofa, Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar, Húman­ista­hreyf­ing­in, Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands, Lands­sam­band slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­manna, Lands­sam­tökin þroska­hjálp, Lækna­fé­lag Íslands, Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands, Menn­ing­ar- og frið­ar­sam­tök íslenskra kvenna, Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands, Rauði kross­inn á Íslandi, Sam­tök hern­að­ar­and­stæð­inga, Sam­tökin 78, Sið­mennt, Soka Gakkai International á Íslandi, UNICEF á Íslandi, UN Women á Íslandi og Öryrkja­banda­lag Íslands.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent