Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun

Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Auglýsing

Jón Ásgeir Jóhann­es­son, athafna­maður og sem var einn fyr­ir­ferða­mesti fjár­festir Íslands fyrir banka­hrun, þver­tekur fyrir að pen­inga­mark­aðs­sjóðir föllnu bank­anna hafi verið ein­hvers­konar svika­mylla. Um hafi verið að ræða form af skamm­tíma­fjár­mögnun fyrir fyr­ir­tæki. „Var það svika­mylla? Menn voru að kaupa skulda­bréf af fyr­ir­tækjum og þeir sem áttu í sjóð­unum fengu fína ávöxt­un. Þegar við komum að þessum enda­punkti að eigna­bólan springur þá verður ákveðið tjón. Það er ekki bara hérna heldur gleymum því ekki að í Banda­ríkj­unum gekk alrík­is­stjórnin í ábyrgð fyrir öllum pen­inga­mark­aðs­sjóð­u­m.“ Þetta kom fram í við­tali við Jón Ásgeir í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik á RÚV í kvöld, en bók um Jón Ásgeir, Málsvörn, er vænt­an­leg í versl­anir bráð­lega. 

Í við­tal­inu segir Jón Ásgeir það rangt að pen­inga­mark­aðs­sjóðir bank­anna sem féllu haustið 2008 hafi verið not­aðir til að fá koma pen­ingum til fjár­fest­inga­fé­laga sem hann stýrði, Baugs og FL Group (síðar Stoð­ir), þegar þau gátu ekki fengið lán ann­ars­stað­ar. „Pen­inga­mark­aðs­sjóðir voru að fjár­festa mjög víða[...]Þetta var ekki leið til að redda okk­ur.“

Sjálf­stæð kerf­is­leg áhætta

Á árunum fyrir hrun ráku allir stóru bank­­arn­ir, og mörg minni fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki, pen­inga­­mark­aðs­­sjóði. Þeir fjár­­­festu í verð­bréf­um, að mestum hluta íslenskum skulda­bréf­um, og hart var lagt að almenn­ingi í land­inu að geyma sparnað sinn í þessum sjóð­um, oft með ræðum um að þeir væri jafn öruggir og inn­­lán. Eini mun­­ur­inn væri sá að ávöxtun pen­inga­­mark­aðs­­sjóða væri mun meiri en á inn­­láns­­reikn­ing­­um. Jón Ásgeir var á þessum árum afar fyr­ir­ferða­mik­ill í íslensku við­skipta­lífi. Þegar umsvifin voru sem mest átti hann í 84 fyr­ir­tækjum og sam­stæða hans skuld­aði íslensku bönk­unum svo mikið fé að hún var talin sjálf­stæð kerf­is­leg áhætta fyrir íslenska fjár­mála­kerf­ið.

Auglýsing
Ef Baugur og tengd félög myndu falla og ekki geta greitt skuldir sínar gætu stóru bank­arnir þrír fallið með þeim. Við hrunið var talið að félög tengd Jóni Ásgeiri hafi skuldað íslenskum bönkum yfir eitt þús­und millj­arða króna. Hann hefur sjálfur ætið dregið þá tölu í efa. Á meðal eigna Jóns Ásgeirs og við­skipta­fé­laga hans fyrir hrun var ráð­andi eign­ar­hlutur í Glitni.

Yfir helm­ingur eigna sjóða voru bréf frá FL Group og Baugi

Í skýrslu rann­­sókn­­ar­­nefndar Alþingis um aðdrag­anda og orsakir falls íslensku bank­anna, sem kom út í apríl 2010, kom fram að tveir sjóðir í eigu rek­star­­fé­lags Glitn­is, Sjóður 1 og Sjóður 9, voru að jafn­­aði með yfir 50 pró­­sent af heild­­ar­­eign sjóð­anna í bréfum frá tveimur útgef­end­um, Stoð­u­m/FL Group og Baugi. Í skýrslu rann­­sókn­­ar­­nefnd­­ar­innar segir að þessir tveir sjóðir hafi verið látnir kaupa upp heilu skulda­bréfa­­flokk­anna frá þessum tveimur aðil­­um. Þegar Glitnir féll nam virði bréfa frá Baugi í Sjóði 9 til dæmis 12,9 pró­­sent af heild­­ar­­sam­­setn­ingu hans, eða 12,5 millj­­arða króna. Um 22 millj­­arðar voru þar í bréfum frá Stoð­um/FL Group.

Þá voru dæmi um að sjóðir innan Glitnis sjóða hafi átt við­­skipti sín á milli með „óskráð og illselj­an­­leg bréf“. Eitt slíkt dæmi voru við­­skipti með Baugs­bréf þann 28. des­em­ber 2007, þegar Sjóður 9 var lát­inn selja bréf frá Baugi á nokkra millj­­arða króna til fag­fjár­­­festa­­sjóðs í eigu Glitn­­is. Strax eftir ára­­mótin keypti Sjóður 9 síðan bréfin til baka. Ástæðan var sú að sjóð­irnir birtu eigna­safn sitt opin­ber­­lega líkt og það var í árs­­lok. Til að risa­­eign Sjóðs 9 í Baugs­bréfum myndi ekki sjást á yfir­­lit­inu voru þau geymd í nokkra daga í öðrum sjóði en síðan færð til baka.

Sjóður 9 var því stút­­­fullur af skulda­bréfum útgefnum af félögum sem annað hvort tengd­ust helstu eig­endum Glitnis eða stærstu skuld­­urum bank­ans. Hann hefur verið kall­aður rusla­­kista sem var síðan seld almenn­ingi sem sparn­að­­ar­­leið með mik­illi ávöxt­un.

Bréf keypt út fyrir 130 millj­arða

Það var þó ekki bara Sjóður 9 og Glitnir sem voru á gráu svæði með starf­­semi sína. Í skýrslu rann­­sókn­­ar­­nefnd­­ar­innar segir að pen­inga­­mark­aðs­­sjóðum rekstr­­ar­­fé­laga gömlu bank­anna hafi öllum verið stýrt af stjórn­­endum bank­anna sjálfra, þeir keypt heilu útgáfur verð­bréfa af félögum tengdum bönk­­un­um, beitt blekk­ingum í mark­aðs­­setn­ingu og end­­ur­fjár­­­magnað nán­­ast alltaf skulda­bréfa­­flokka þannig að „starf­­semi pen­inga­­mark­aðs­­sjóða virð­ist fremur hafa svipað til hefð­bund­innar útlána­­starf­­semi banka.“

Auglýsing
Að end­ingu keyptu nýju bank­­arnir þrír, þá í eigu rík­­is­ins, skulda­bréf úr sjóðum föllnu bank­anna þriggja á miklu yfir­­verði. Glitnir greiddi um 56,7 millj­­arða króna fyrir bréf úr sínum sjóð­um, Lands­­bank­inn greiddi 66,2 millj­­arða króna fyrir bréf úr sínum sjóðum og Kaup­­þing á sjö­unda millj­­arð króna fyrir bréf úr sínum sjóð­­um. Alls greiddu nýju bank­­arnir því um 130 millj­­arða króna fyrir verð­­lítil eða verð­­laus skulda­bréf út úr pen­inga­­mark­aðs­­sjóð­un­­um. Sjóðs­fé­lagar fengu eignir sínar greidd­­ar, sem voru ekki með neinum hætti tryggðar með lögum eða yfir­­lýs­ing­um, að hluta, en end­­ur­greiðslur voru á bil­inu 60,2-85,3 pró­­sent.

Því töp­uðu þeir ein­stak­lingar sem fjár­festu í sjóð­unum allt að 40 pró­sent af eign sinni, þrátt fyrir að rík­is­bankar hafi sett 130 millj­arða króna inn í þá til að hækka end­ur­greiðslu­hlut­fall­ið.

Fjár­­­mála­eft­ir­litið harð­­lega gagn­rýnt

Í skýrslu rann­­sókn­­ar­­nefndar Alþingis fær Fjár­­­mála­eft­ir­litið harðar ákúrur vegna eft­ir­lits­­leysis með pen­inga­­mark­aðs­­sjóð­­um. Þar var meðal ann­­ars bent á að eitt til tvö stöð­u­­gildi hafi átt að fylgj­­ast með alls 94 sjóðum bank­anna, eft­ir­litið hafi ekki beitt þeim vald­heim­ildum sem það gat og hefði ekki brugð­ist við brotum á lögum og reglum um starf­­semi sjóð­anna. Einn starfs­­maður Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins sagði fyrir nefnd­inni það ekki „hafa tíðkast“ að beita við­­ur­lögum og að „for­­stjóri Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins [Jónas Fr. Jóns­­son] hafi verið mjög áhuga­­laus um allt sem við kom eft­ir­liti með sjóð­u­m.“

Þá segir í skýrsl­unni að eini starfs­­maður Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins „í eft­ir­liti með sjóðum fór í langt leyfi í nóv­­em­ber 2006 [...]og fram í maí 2007. Eng­inn var ráð­inn í hans stað í heilt ár og voru sjóð­irnir því í raun sem næst án eft­ir­lits á því tíma­bili. Slíkt verður að telj­­ast alvar­­leg van­ræksla af hálfu Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins.“ Í ljós þess hversu atkvæða­­lítið Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins var „gagn­vart sjóð­unum má spyrja hvort að starfs­­menn stofn­un­­ar­innar hafi gert sér grein fyrir þeirri áhættu sem fólst í starf­­semi þeirra.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent