Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun

Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Auglýsing

Jón Ásgeir Jóhann­es­son, athafna­maður og sem var einn fyr­ir­ferða­mesti fjár­festir Íslands fyrir banka­hrun, þver­tekur fyrir að pen­inga­mark­aðs­sjóðir föllnu bank­anna hafi verið ein­hvers­konar svika­mylla. Um hafi verið að ræða form af skamm­tíma­fjár­mögnun fyrir fyr­ir­tæki. „Var það svika­mylla? Menn voru að kaupa skulda­bréf af fyr­ir­tækjum og þeir sem áttu í sjóð­unum fengu fína ávöxt­un. Þegar við komum að þessum enda­punkti að eigna­bólan springur þá verður ákveðið tjón. Það er ekki bara hérna heldur gleymum því ekki að í Banda­ríkj­unum gekk alrík­is­stjórnin í ábyrgð fyrir öllum pen­inga­mark­aðs­sjóð­u­m.“ Þetta kom fram í við­tali við Jón Ásgeir í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik á RÚV í kvöld, en bók um Jón Ásgeir, Málsvörn, er vænt­an­leg í versl­anir bráð­lega. 

Í við­tal­inu segir Jón Ásgeir það rangt að pen­inga­mark­aðs­sjóðir bank­anna sem féllu haustið 2008 hafi verið not­aðir til að fá koma pen­ingum til fjár­fest­inga­fé­laga sem hann stýrði, Baugs og FL Group (síðar Stoð­ir), þegar þau gátu ekki fengið lán ann­ars­stað­ar. „Pen­inga­mark­aðs­sjóðir voru að fjár­festa mjög víða[...]Þetta var ekki leið til að redda okk­ur.“

Sjálf­stæð kerf­is­leg áhætta

Á árunum fyrir hrun ráku allir stóru bank­­arn­ir, og mörg minni fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki, pen­inga­­mark­aðs­­sjóði. Þeir fjár­­­festu í verð­bréf­um, að mestum hluta íslenskum skulda­bréf­um, og hart var lagt að almenn­ingi í land­inu að geyma sparnað sinn í þessum sjóð­um, oft með ræðum um að þeir væri jafn öruggir og inn­­lán. Eini mun­­ur­inn væri sá að ávöxtun pen­inga­­mark­aðs­­sjóða væri mun meiri en á inn­­láns­­reikn­ing­­um. Jón Ásgeir var á þessum árum afar fyr­ir­ferða­mik­ill í íslensku við­skipta­lífi. Þegar umsvifin voru sem mest átti hann í 84 fyr­ir­tækjum og sam­stæða hans skuld­aði íslensku bönk­unum svo mikið fé að hún var talin sjálf­stæð kerf­is­leg áhætta fyrir íslenska fjár­mála­kerf­ið.

Auglýsing
Ef Baugur og tengd félög myndu falla og ekki geta greitt skuldir sínar gætu stóru bank­arnir þrír fallið með þeim. Við hrunið var talið að félög tengd Jóni Ásgeiri hafi skuldað íslenskum bönkum yfir eitt þús­und millj­arða króna. Hann hefur sjálfur ætið dregið þá tölu í efa. Á meðal eigna Jóns Ásgeirs og við­skipta­fé­laga hans fyrir hrun var ráð­andi eign­ar­hlutur í Glitni.

Yfir helm­ingur eigna sjóða voru bréf frá FL Group og Baugi

Í skýrslu rann­­sókn­­ar­­nefndar Alþingis um aðdrag­anda og orsakir falls íslensku bank­anna, sem kom út í apríl 2010, kom fram að tveir sjóðir í eigu rek­star­­fé­lags Glitn­is, Sjóður 1 og Sjóður 9, voru að jafn­­aði með yfir 50 pró­­sent af heild­­ar­­eign sjóð­anna í bréfum frá tveimur útgef­end­um, Stoð­u­m/FL Group og Baugi. Í skýrslu rann­­sókn­­ar­­nefnd­­ar­innar segir að þessir tveir sjóðir hafi verið látnir kaupa upp heilu skulda­bréfa­­flokk­anna frá þessum tveimur aðil­­um. Þegar Glitnir féll nam virði bréfa frá Baugi í Sjóði 9 til dæmis 12,9 pró­­sent af heild­­ar­­sam­­setn­ingu hans, eða 12,5 millj­­arða króna. Um 22 millj­­arðar voru þar í bréfum frá Stoð­um/FL Group.

Þá voru dæmi um að sjóðir innan Glitnis sjóða hafi átt við­­skipti sín á milli með „óskráð og illselj­an­­leg bréf“. Eitt slíkt dæmi voru við­­skipti með Baugs­bréf þann 28. des­em­ber 2007, þegar Sjóður 9 var lát­inn selja bréf frá Baugi á nokkra millj­­arða króna til fag­fjár­­­festa­­sjóðs í eigu Glitn­­is. Strax eftir ára­­mótin keypti Sjóður 9 síðan bréfin til baka. Ástæðan var sú að sjóð­irnir birtu eigna­safn sitt opin­ber­­lega líkt og það var í árs­­lok. Til að risa­­eign Sjóðs 9 í Baugs­bréfum myndi ekki sjást á yfir­­lit­inu voru þau geymd í nokkra daga í öðrum sjóði en síðan færð til baka.

Sjóður 9 var því stút­­­fullur af skulda­bréfum útgefnum af félögum sem annað hvort tengd­ust helstu eig­endum Glitnis eða stærstu skuld­­urum bank­ans. Hann hefur verið kall­aður rusla­­kista sem var síðan seld almenn­ingi sem sparn­að­­ar­­leið með mik­illi ávöxt­un.

Bréf keypt út fyrir 130 millj­arða

Það var þó ekki bara Sjóður 9 og Glitnir sem voru á gráu svæði með starf­­semi sína. Í skýrslu rann­­sókn­­ar­­nefnd­­ar­innar segir að pen­inga­­mark­aðs­­sjóðum rekstr­­ar­­fé­laga gömlu bank­anna hafi öllum verið stýrt af stjórn­­endum bank­anna sjálfra, þeir keypt heilu útgáfur verð­bréfa af félögum tengdum bönk­­un­um, beitt blekk­ingum í mark­aðs­­setn­ingu og end­­ur­fjár­­­magnað nán­­ast alltaf skulda­bréfa­­flokka þannig að „starf­­semi pen­inga­­mark­aðs­­sjóða virð­ist fremur hafa svipað til hefð­bund­innar útlána­­starf­­semi banka.“

Auglýsing
Að end­ingu keyptu nýju bank­­arnir þrír, þá í eigu rík­­is­ins, skulda­bréf úr sjóðum föllnu bank­anna þriggja á miklu yfir­­verði. Glitnir greiddi um 56,7 millj­­arða króna fyrir bréf úr sínum sjóð­um, Lands­­bank­inn greiddi 66,2 millj­­arða króna fyrir bréf úr sínum sjóðum og Kaup­­þing á sjö­unda millj­­arð króna fyrir bréf úr sínum sjóð­­um. Alls greiddu nýju bank­­arnir því um 130 millj­­arða króna fyrir verð­­lítil eða verð­­laus skulda­bréf út úr pen­inga­­mark­aðs­­sjóð­un­­um. Sjóðs­fé­lagar fengu eignir sínar greidd­­ar, sem voru ekki með neinum hætti tryggðar með lögum eða yfir­­lýs­ing­um, að hluta, en end­­ur­greiðslur voru á bil­inu 60,2-85,3 pró­­sent.

Því töp­uðu þeir ein­stak­lingar sem fjár­festu í sjóð­unum allt að 40 pró­sent af eign sinni, þrátt fyrir að rík­is­bankar hafi sett 130 millj­arða króna inn í þá til að hækka end­ur­greiðslu­hlut­fall­ið.

Fjár­­­mála­eft­ir­litið harð­­lega gagn­rýnt

Í skýrslu rann­­sókn­­ar­­nefndar Alþingis fær Fjár­­­mála­eft­ir­litið harðar ákúrur vegna eft­ir­lits­­leysis með pen­inga­­mark­aðs­­sjóð­­um. Þar var meðal ann­­ars bent á að eitt til tvö stöð­u­­gildi hafi átt að fylgj­­ast með alls 94 sjóðum bank­anna, eft­ir­litið hafi ekki beitt þeim vald­heim­ildum sem það gat og hefði ekki brugð­ist við brotum á lögum og reglum um starf­­semi sjóð­anna. Einn starfs­­maður Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins sagði fyrir nefnd­inni það ekki „hafa tíðkast“ að beita við­­ur­lögum og að „for­­stjóri Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins [Jónas Fr. Jóns­­son] hafi verið mjög áhuga­­laus um allt sem við kom eft­ir­liti með sjóð­u­m.“

Þá segir í skýrsl­unni að eini starfs­­maður Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins „í eft­ir­liti með sjóðum fór í langt leyfi í nóv­­em­ber 2006 [...]og fram í maí 2007. Eng­inn var ráð­inn í hans stað í heilt ár og voru sjóð­irnir því í raun sem næst án eft­ir­lits á því tíma­bili. Slíkt verður að telj­­ast alvar­­leg van­ræksla af hálfu Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins.“ Í ljós þess hversu atkvæða­­lítið Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins var „gagn­vart sjóð­unum má spyrja hvort að starfs­­menn stofn­un­­ar­innar hafi gert sér grein fyrir þeirri áhættu sem fólst í starf­­semi þeirra.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent