Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti

Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.

Peningaþvætti
Auglýsing

Norð­ur­löndin og Eystra­salts­löndin hafa farið fram á það við Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn (AGS) að hann greini helstu ógnir og veik­leika í tenglsum við pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka á svæð­inu. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Seðla­bank­anum sem barst fyrr í dag. 

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni vilja löndin að AGS taki hlið­sjón af því hversu sam­ofin fjár­mála­kerfi land­anna eru og sér­stak­lega hve mikið er um að bankar starfi og hafi tengsl milli innan svæð­is­ins.  

Til­kynn­ingin segir einnig að tæki­færi gef­ist til að greina áhættu á þessum þáttum á svæð­inu í heild með því að fá sjón­ar­mið sjóðs­ins, sem hafi orð­spor sem traustur og sjálf­stæður ráð­gjafi um pen­inga­þvætti og bar­átt­una gegn fjár­mögnun hryðju­verka. 

Auglýsing

Sjóð­ur­inn mun hefja úttekt sína í þessum mán­uði, en búist er við að hann greini frá nið­ur­stöðum sínum um mitt næsta ár.

Á gráa list­anum í tvö ár

Ísland rataði á gráan lista FATF, alþjóð­legs fjár­mála­að­gerða­hóps ríkja um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka í októ­ber 2019 vegna ónógra varna gegn slíkri starf­semi. Sam­kvæmt úttekt hóps­ins höfðu íslensk stjórn­völd látið inn­leið­ingu laga sem kæmi í veg fyrir pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka sitja á hak­an­um, til að mynda skorti upp­lýs­ingar um eign­ar­hald íslenskra félaga. Einnig gáfu sam­tökin eft­ir­liti hér á landi með pen­inga­þvætti fall­eink­un. 

Í kjöl­far skrán­ingar Íslands á list­ann mættu bæði Áslaug Arna Sig­­­ur­­­björns­dótt­ir, dóms­­­mála­ráð­herra, og Bjarni Bene­dikts­­­son, fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, fyrir efna­hags- og við­­­skipta­­­nefnd Alþing­­­is. Þar kom fram að stjórn­­­völd stefndu að því að kom­­­ast af list­­­anum á fundi sam­tak­anna í febr­­­úar 2020.  Það gekk hins vegar ekki upp og ákváðu FATF að halda Íslandi á list­­anum eftir febr­­ú­­ar­fund þeirra. 

Síð­ast­lið­inn októ­ber komst Ísland svo loks af gráa list­an­um, í kjöl­far vett­vangs­at­hug­unar sem fram fór hér á landi í lok sept­­em­ber. Í athug­un­inni var stað­­fest af hálfu sér­­fræð­inga á vegum FATF að öllum aðgerðum sem Ísland var gert að grípa til væri lokið með full­nægj­andi hætti . 

Bankar á Norð­ur­lönd­unum sak­aðir um pen­inga­þvætti

Ýmsir bankar á Norð­ur­lönd­unum hafa legið undir grun fyrir að hafa uppi slakar varnir gegn pen­inga­þvætti eða bein­línis taka þátt í því sjálfir á síð­ustu árum. 

Árið 2018 var Danske bank sak­aður um að hafa stundað pen­inga­þvætti fyr­ir­ u.þ.b. 890 millj­­arða íslenskra króna í gegnum úti­­­búið sitt í Eist­landi. Úti­­­búið átti að hafa tekið á móti stórum fjár­­hæðum frá erlendum við­­skipta­vin­um, mörgum hverjum frá löndum sem hafa veikar varnir gegn pen­inga­þvætti, líkt og Rús­s­landi, Mold­­óvu og ­Az­er­bai­j­­an. Sænski bank­inn Swed­bank átti einnig aðild að því máli.

Ári seinna gerði danska lög­reglan hús­leit í úti­búi nor­ræna bank­ans Nor­dea í Vester­port. Talið var að bank­inn hafi aðstoðað við­skipta­vini, sem margir voru frá Eystra­salts­lönd­un­um, við að þvætta margar millj­ónir danskra króna, líkt og kom fram í frétt RÚV.

Í síð­asta mán­uði var­aði svo fjár­mála­eft­ir­lit Nor­egs norska bank­ann DNB við sekt upp á 5,7 millj­­arða íslenskra króna vegna lélegra varna gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka. Rík­­is­sak­­sókn­­ari Nor­egs rann­sakar nú bank­ann vegna gruns um að hafa komið fjár­­munum Sam­herja í skatta­­skjól.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent