Ísland og alþjóðleg kjarnorkuafvopnun

Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar grein í tilefni af NATO ráðstefnunnar sem fer fram í Reykjavík í lok október.

Auglýsing

Ísland mun hýsa afvopnunarráðstefnu NATO í lok mánaðarins. Þar verður kjarnorkuafvopnun ofarlega á blaði, þrátt fyrir að NATO hafi gagnrýnt harðlega nýlegan alþjóðlegan samning um bann við kjarnorkuvopnum (2017). Taka ætti gagnrýninni sem tækifæri til að öðlast betri skilning á sjónarmiðum þeirra sem hafa efasemdir um samninginn og til að bæta samninginn til framtíðar. Sumt af þeirri gagnrýni sem fram hefur komið er þó byggð á misskilningi sem rétt er að leiðrétta. Í eftirfarandi grein mun ég fjalla um innihald samningsins, nefna nokkrar af þeim gagnrýnisröddum sem komið hafa fram og leitast við að svara gagnrýninni.

Um hvað snýst samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum?

Samningurinn um bann við kjarnorkuvopnum frá árinu 2017 er liður í þeirri viðleitni ríkja, Rauða krossins og hundruða frjálsra félagasamtaka um allan heim, að semja um kjarnorkuafvopnun, eins og Alþjóðadómstóllinn í Haag fyrirskipaði árið 1996. Samningurinn miðar að því að koma þjóðum heims út úr kalda stríðs hugsunarhætti, þar sem vopnakapphlaup kemur í veg fyrir afvopnun og traust. Þá skuldbinda aðildarríki samningsins sig til að veita neyðaraðstoð til fórnarlamba kjarnorkusprengja komi til notkunar. Samningurinn er sögulegur áfangi í baráttunni fyrir kjarnorkuafvopnun þó hann sé ekki hafinn yfir gagnrýni frekar en aðrir samningar.

Dæmi um gagnrýni sem byggð er á misskilningi:

1. NATO: Bann við kjarnorkuvopnum er óraunhæft í núverandi öryggisumhverfi

Auglýsing

Öllum er ljóst að útrýming kjarnorkuvopna er erfitt og flókið langtímaverkefni sem mun óhjákvæmilega standa frammi fyrir ýmis konar öryggiskreppum af mismunandi stærðargráðum. Enginn hefur talað fyrir því að öryggisumhverfið á hverjum tíma verði ekki tekið með inn í reikninginn.

Hið erfiða öryggisumhverfi hefur hringt viðvörunarbjöllum hjá flestum þjóðum, sem hafa brugðist við með því að hvetja til frekari afvopnunar með alþjóðlegu átaki. Árið 2017 skrifuðu meira en hundrað og tuttugu þjóðir undir samning um bann við kjarnorkuvopnum. Á sama tíma leggja tiltekin kjarnorkuríki og hernaðarbandalög á borð við NATO áherslu á mikilvægi kjarnorkuvopna til að tryggja eigið öryggi.  Slík orðræða er til þess fallin að skapa vantraust og hvetja ríki sem eiga ekki kjarnorkuvopn til að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Aukin útbreiðsla gerir öryggisumhverfið sífellt erfiðara. Með öðrum orðum er öryggisstefna NATO ákveðin þverstæða og hluti af því erfiða öryggisumhverfi sem við er að eiga.

2. Kenning sjötta áratugarins: Fælingarmáttur kjarnorkuvopna tryggir öryggi

Fælingarmáttur refsinga er vel þekktur. Á sama tíma er ljóst að refsingar koma ekki í veg fyrir alla glæpi. Kenning sjötta áratugarins um fælingarmátt kjarnorkuvopna er í stórum dráttum sú að allir viti að notkun gæti leitt til gagnkvæmrar gereyðingar. Þessi vitund geri það að verkum að engin þjóð muni taka fyrsta skrefið. Þannig viðhaldi kjarnorkuvopn ógnarjafnvægi í heiminum. Þeir sem trúa á eilífan mátt fælingar benda gjarnan á að þriðja heimstyrjöldin hefur ekki brotist út og að það sé vegna tilvistar kjarnorkuvopna. Hvað sem líður mögulegum fælingarmætti kjarnorkuvopna á tímum kalda stríðsins, er löngu tímabært að endurskoða forsendur kenningarinnar og hvort hún standist í breyttum heimi.

Í fyrsta lagi hefur orðið stefnubreyting hjá einstakra kjarnorku ríkjum frá áherslu á að minnka vægi kjarnorkuvopna og útrýmingu þeirra, eins og samningurinn um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna (1968) kveður á um, yfir í áætlanir um þróun minni og skilvirkari kjarnorkuvopn. Hugmyndin er að slík vopn megi nota til að bregðast við kjarnorkuógn, en einnig annars konar ógnum eins og til að mynda tölvuárásum. Með öðrum orðum er verið að leggja drög að því að kjarnorkuvopn verði raunhæfari kostur um leið og þröskuldurinn fyrir notkun er lækkaður.

Í öðru lagi byggir sú von sem bundin er við ógnarjafnvægi á þeirri trú að pólitískir leiðtogar muni alltaf stjórnast af heilbrigðri skynsemi. Benda verður á að fælingarmáttur kjarnorkuvopna er ekki náttúrulögmál heldur pólitískur. Þá byggir kenningin á heimsmynd kalda stríðsins, þegar ríki höfðu nær einokun á beitingu skipulegs ofbeldis gagnvart öðrum ríkjum. Núverandi heimsmynd er mun flóknari. Til að mynda er vitað að nokkrir hryðjuverkahópar hafa hug á að komast yfir kjarnorkuvopn. Ekki er víst að fæling virki með sama hætti á þá sem telja sig vera að þjóna æðri tilgangi og stefna á uppskeru hinum megin grafar. Þeim gæti staðið á sama um afleiðingar gagnárásar, þar sem þeir samsama sig ekki endilega sínu heimaríki. Þá eru kjarnorkuslys algerlega ónæm fyrir fælingu. Slíkar ógnir kalla sem aldrei fyrr á að hætt verði að hvetja til útbreiðslu kjarnorkuvopna og að þeim vopnum sem til eru verði eytt.

3. Einstaka kjarnorkuríki: Tilgangslaust er að skrifa undir bann á meðan kjarnorkuríkin standa utan við samninginn

Nítján ríki hafa fullgilt samninginn. Samningurinn mun taka gildi þegar 50 ríki hafa fullgilt hann. Samningurinn verður aðeins lagalega bindandi fyrir ríki sem eiga aðild að honum. Ekkert kjarnorkuvopna ríki hefur skrifað undir samninginn. Þess vegna telja sumir að það sé tilgangslaust fyrir Ísland að skrifa undir. Staðreyndin er sú að margir alþjóðlegir samningar hafa verið gerðir við þessar aðstæður og síðar öðlast alþjóðlega viðurkenningu. Alþjóðlegir samningar skapa ný viðmið, sem hafa á endanum jákvæð áhrif á hegðun ríkja, bæði þeirra sem eiga aðild að þeim en einnig ríkja sem kjósa að standa fyrir utan. Auk þess er bann til þess fallið að þvælast fyrir framleiðendum slíkra vopna og gera flutning þeirra erfiðari, svo fátt eitt sé nefnt.

Samningurinn um bann við notkun jarðsprengna er dæmi um samning sem byrjaði að frumkvæði ríkja sem áttu engar jarðsprengjur. Með tímanum varð samningurinn almennur. Það sama var uppi á teningnum þegar klasasprengjur og líf- og efnavopn voru bönnuð. Kjarnorkuvopn eru einu gereyðingarvopnin sem hafa ekki enn verið bönnuð með beinum hætti, þrátt fyrir að eyðileggjandi máttur þeirra sé meiri en allra annarra vopna.  

4. NATO: Samningurinn um bann stuðlar að sundrungu meðal ríkja, í stað þeirrar einingar sem fyrir var

Kjarnorkuafvopnun er gríðarstórt verkefni sem eðli málsins samkvæmt krefst margvíslegra aðgerða. Þess vegna hafa ýmis konar samningar og skref verið stigin til að skapa aðstæður fyrir afvopnun. Samningurinn um bann við kjarnorkuvopnum (2017) er liður í þessu sameiginlega átaki. Kjarnorkuríkin hafa tekið þátt í þessu verkefni með því að fækka kjarnorkuvopnum sínum mjög frá  tíma kalda stríðsins.

Samningurinn um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna frá árinu 1968 (NPT), sem flest ríki eiga aðild að, kveður í stórum dráttum á um að þau ríki sem eiga ekki kjarnorkuvopn, skuldbinda sig til að koma sér ekki upp slíkum vopnum. Sú skuldbinding er gerð í trausti þess að kjarnorkuvopna ríkin, sem einnig skrifuðu undir samninginn, standi við þá skuldbindingu sína að útrýma sínum kjarnorkuvopnum. 27 árum eftir lok kalda stríðsins hafa kjarnorkuvopna ríkin ekki enn útrýmt kjarnorkuvopnum sínum og kjarnorkuvopn hafa breiðast út til fleiri ríkja. Þá hafa einstaka kjarnorkuvopna ríki boðað aukið vægi vopnanna á komandi árum.

Flestum ríkjum heims er því orðið ljóst að nauðsynlegt sé að bregðast við þróuninni svo ekki komi til kjarnorku kapphlaups og frekar útbreiðslu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir öll ríki, einnig núverandi kjarnorkuvopna ríki. Þannig er samningurinn um bann við kjarnorkuvopnum svar við sundrungu og öflug tilraun til að brúa bilið, ekki ástæða sundrungar. Því miður sáu kjarnorkuríkin sér ekki fært að taka þátt í gerð samningsins og setja þannig mark sitt á hann. Sú staðreynd ætti ekki að koma í veg fyrir að framlagi kjarnorkuríkja í formi gagnrýni á samninginn sé tekið með opnum örmum og sem tækifæri til að bæta samninginn og auka öryggi allra til framtíðar.  

5. NATO: Samningurinn grefur undan samningnum um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna

Samningurinn um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna (NPT) takmarkar ekki á nokkurn hátt frekari viðleitni í sömu átt. Þvert á móti krefst samningurinn frekari ráðstafana. Samningurinn um bann við kjarnorkuvopnum (2017) er ein af þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið til að styrkja NPT samninginn.

Samningurinn um bann leysir ekkert ríki frá öðrum skuldbindingum sem miða að því að draga úr hættu vegna kjarnorkuvopna, sem nauðsynlegt er að gera tímabundið, á meðan kjarnorkuvopnum hefur ekki verið útrýmt.  

6. Einstaka kjarnorkuríki: Mannúðarsjónarmið hafa afvegaleitt umræðuna

Áhugi hryðjuverkahópa á kjarnorkuvopnum, sú stefna einstaka ríkja að þróa skilvirkari kjarnorkuvopn og óstöðugt öryggisumhverfi í heiminum gerir það að verkum að við þurfum að fara að hugsa út í afleiðingar þess að kjarnorkuvopn verði notuð og hvort við séum í raun tilbúin til að styðja að svarað verði í sömu mynt.

Samningurinn um bann við kjarnorkuvopnum byggir á því að afleiðingar kjarnorkusprengja á fólk séu svo skelfilegar að það sé algjörlega óásættanlegt að hætta sé á að þau verði notuð á ný. Vert er að minnast afleiðinga þeirra tiltölulega litlu sprengja sem var varpað á Hírósíma og Nagasaki. Enn fæðast börn í Japan með skemmd gen 73 árum eftir atburðina. Tiltekin kjarnorku ríki hafa ályktað að allt tal um afleiðingar kjarnorkusprengja á fólk sé tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Slíkar ályktanir sýna að ekki eru öll ríki tilbúin til að horfast í augu við allar hliðar málsins og að þau óttast að varpað sé ljósi á hvað felst í stefnu þeirra. Almenn umræða um afleiðingar kjarnorkusprengja getur sett mikilvægan þrýsting á ríki og að lokum neytt þau til að uppfylla þær skyldur sem þau sjálf hafa undirgengist.

Höfundur er með BA próf í heimspeki og lögfræði og skrifar nú meistararitgerði um möguleikann á að norðurskautið verði kjarnorkuvopnalaust svæði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar