Það er kominn tími til að almenningur móti samfélagið

Unnur Rán Reynisdóttir bíður sig fram til formanns Neytendasamtakanna. Hún segist hafa heillast af kraftinum sem leynist í samstöðu fólks og það sé einmitt þessi trú á samstöðunni sem varð til þess að hún ákvað að gefa kost á mér til formannsins.

Auglýsing

Eftir að ég hóf störf sem hár­snyrtir upp úr alda­mótum fór ég smám saman að gefa því gaum hversu mikil eit­ur­efni leyn­ast oft í hár­snyrti­vör­um. Þegar ég gekk með mitt fyrsta barn ákvað ég loks að snúa alfarið baki við hinum hefð­bundnu hár­snyrti­vör­um. Ég átt­aði mig á því að barn­inu mínu gæti verið hætta búin af þess­ari miklu snert­ingu minni við eit­ur­efni. Ég rak mína eigin hár­snyrti­stofu á þessum tíma og fór á stúf­ana að reyna að byggja upp græna hár­snyrt­ingu, það er að segja hár­snyrti­stofu án efna sem eru skað­leg starfs­fólki, við­skipta­vinum og umhverf­inu.

Þetta var ekk­ert ein­föld aðgerð og hefði aldrei gengið upp hefði ég ekki kom­ist í sam­band við dönsk vott­un­ar­sam­tök, sem bæði fræða hár­snyrta og votta grænar stofur á Norð­ur­lönd­un­um. Ég gekk á fjölda veggja hér heima því fjöldi fyr­ir­tækja og fram­leið­enda hika ekki við að segja hrein­lega ósatt til um vör­urnar sem þau selja. Með öðrum orð­um, var það fyrir til­stilli erlendra almanna­sam­taka og sam­vinnu við stétta­fé­lagið mitt að ég gat inn­leitt græna hár­snyrt­ingu á stof­unni minni. Sam­taka sem höfðu inn­an­borðs bæði starfs­fólk og með­limi sem trúðu það sterkt á hug­sjónir sínar um að bæta hag starfs­fólks, neyt­enda og umhverfis að þegar þau fréttu af því að ég ætl­aði að breyta hár­snyrti­stof­unni minni á Íslandi hopp­uðu þau hæð sína af gleði og buðu mér alla aðstoð sem ég þyrfti. Með sam­taka­mætti breið­ist stefnan smátt og smátt til ann­ara landa og stétt hár­snyrta verður smám saman upp­lýst­ari og getur verndað sig og neyt­endur á nýjan máta.

Þarna heill­að­ist ég af kraft­inum sem leyn­ist í sam­stöð­unni. Ein og sér gat ég lít­ið, en sem hluti af hópi fólks tókst mér að þróa þetta áfram. Og það er einmitt þessi trú á sam­stöð­unni sem varð til þess að ég ákvað að gefa kost á mér til for­manns Neyt­enda­sam­tak­anna, ásamt hópi fólks sem býður sig fram til stjórn­ar­setu til að stór­efla sam­tök­in.

Auglýsing

Við verðum að horfast í augu við að staða neyt­enda á Íslandi er veik og það getur af sér óheil­brigðan markað þar sem fyr­ir­tæki, bankar og leigusalar eru marg­falt sterk­ari en neyt­end­ur. Ef við viljum ekki að valtað sé yfir okk­ur, þurfum við að taka höndum sam­an. Þrátt fyrr öfl­ugt starfs­fólk og margt gott fólk sem lagt hefur Neyt­enda­sam­tök­unum lið í gegnum tíð­ina, þá eru sam­tökin mun veik­ari en þekk­ist í nágranna­löndum okk­ar. Félags­fólki hefur fækkað og þjón­ust­samn­ingar við hið opin­bera eru svo illa fjár­magn­aðir að almennir félags­menn eru í raun að nið­ur­greiða þá. Þessu þarf að snúa við.

Fjár­hags­grund­völl sam­tak­anna þarf því að styrkja, bæði með fjölgun félags­fólks og með aðkomu stjórn­valda. Sam­tökin þurfa að teygja sig til fólk­is­ins, því sam­einuð getum við allt, sundruð munum við engu áorka.

Sam­hliða þurfa sam­tökin að skoða hvernig hægt er að efla starf­sem­ina enn frek­ar. Verður það best gert í sam­vinnu við verka­lýðs­hreyf­ing­una? Verður það best gert með sam­starfi við önnur neyt­enda­sam­tök, svo sem sam­tök leigj­enda, skuld­ara og bif­reiða­eig­enda? Verður það best gert með því að byggja upp land­sam­tök með neyt­enda­fé­lögum í hverju lands­hluta? Þurfum við að end­ur­skoða innra starfs sam­tak­anna og virkja fólk meira til þátt­töku?

Ég kann ekki svör við öllum þessum spurn­ing­um. Ég er ekki að bjóða mig fram til for­manns Neyt­enda­sam­tak­anna vegna þess að ég hafi öll svör­in. Ég býð mig fram sem for­mann Neyt­enda­sam­tak­anna vegna þess að ég vil, með góðu fólki, setja mark­mið­in, móta stefn­una og finna styrk­inn meðal félags­fólks. Og þegar mark­miðin liggja fyrir og stefnan hefur verið mótuð, langar mig að nýta styrk sam­tak­anna til að láta þá stefnu móta íslenskt sam­fé­lag. Það er kom­inn tími til að almenn­ingur móti sam­fé­lagið eftir sínum hags­munum og vænt­ing­um.

Við höfum góðar fyr­ir­mynd­ir, ekki síst á hinum Norð­ur­lönd­un­um, eltum þær. Byggjum upp sterk og öflug Neyt­enda­sam­tök.

Höf­undur er í fram­boði til for­manns Neyt­enda­sam­tak­anna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar