Almenningur treystir ekki þeim sem vilja ekki axla ábyrgð

Auglýsing

Tíu árum eftir banka­hrun er íslenskt sam­fé­lag enn eins og púð­ur­tunna. Það þarf bara lít­inn neista til þess að það springi upp. Tor­tryggnin er algjör. Traustið er lítið sem ekk­ert.

Þetta er ekki bundið við átök milli vinstri og hægri. Femínista og aft­ur­haldskalla. Verka­lýð og fjár­magns­eig­end­ur. Þessi skot­grafa­hern­aður er alls staðar í marglaga sam­fé­lagi og á sér stað á nán­ast öllum flötum til­veru okk­ar.

­Stjórn­mála­lands­lagið hefur gjör­breyst á örfáum árum vegna þessa. Fjór­flokk­ur­inn, sem var uppi­staðan í íslenskum stjórn­málum ára­tugum saman og fékk að jafn­aði yfir 90 pró­sent greiddra atkvæða, hefur hrun­ið. Því meira sem for­ystu­menn hans kalla eftir að kjós­endur hverfi aftur til þess stöð­ug­leika­tíma­bils sem þeir telja að þeir hafi boðið okkur upp á áður fyrr, því dreifð­ari verða atkvæð­in. Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Sam­fylk­ing, Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fengu um 90 pró­sent atkvæða 2007 og 2009, tæp­lega 75 pró­sent 2013, 62,1 pró­sent 2016 og 64,9 pró­sent í fyrra. Í nýj­ustu könnun MMR mælist sam­an­lagt fylgi þeirra 57,3 pró­sent. 

Auglýsing
Allir þessir fjórir flokkar hafa meira og minna stýrt málum á Íslandi eftir hrun, ef frá er talið átta mán­aða líf­tími rík­is­stjórnar Bjarna Bene­dikts­sonar á árinu 2017. Traustið fjarar aug­ljós­lega hratt undan þeim og tryggð kjós­enda við þá er hverf­andi. Í síð­ustu kosn­ingum voru til að mynda átta flokkar kosnir á þing og hafa aldrei verið fleiri. flokkar stofn­aðir 2012 eða síðar fengu 35 pró­sent atkvæða.

Samt er Ísland enn púð­ur­tunna. Sem springur við hvern neista. Það gerð­ist við hrun­ið. Það gerð­ist við birt­ingu Panama­skjal­anna. Það gerð­ist þegar leynd­ar­hyggjan og sér­hags­muna­gæslan í kringum upp­reist æru-­málið var opin­beruð. Allt voru þetta neistar sem eng­inn sá fyr­ir. Eng­inn átti von á fyrr en þeir kvikn­uðu. Rétt eins og verður með næsta neista.

Braggi fyrir rúm­lega 400 millj­ónir

Ástæðan fyrir þessu ástandi er marg­tugg­inn og aug­ljós: almenn­ingur treystir ekki stjórn­mála­mönnum vegna þess að þeir hafa ekki gefið honum neitt til­efni til þess að treysta sér. Stóra breytan í því van­trausti er sú stað­reynd að íslenskum stjórn­mála­mönnum er lífs­ins ómögu­legt að axla ábyrgð þegar þeir gera mis­tök.

Líkt og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði í sjón­varps­þætti fyrir tæpu ári: „Hér hefur auð­vitað ekki verið mikil hefð fyrir því til að mynda að ráð­herrar segi af sér eða eitt­hvað slíkt. Það hefur ekki verið hluti af menn­ing­unni. Ég held að það sé mjög erfitt að breyta því yfir nótt. Svo maður segi það alveg hreint út.“

Nýjasta hneyksl­is­málið sem skekur þjóð­ina er óverj­an­leg fram­úr­keyrsla Reykja­vík­ur­borgar við end­ur­gerð á bragga í Naut­hóls­vík. Verkið átti að kosta 158 millj­ónir króna en kostn­aður nú, þegar verk­inu er ekki lok­ið, er kom­inn yfir 400 millj­ónir króna. Sumt í þessu verki, eins og ýmis rukk­aður kostn­aður hluta verk­taka, er þess eðlis að þeir hafi umgeng­ist verkið eins og mat­ar­holu sem hægt var að blóð­nýta. Ann­að, eins og kaup á stráum frá Dan­mörku fyrir 757 þús­und krónur til að skapa „strand­stemmn­ingu“ er bein­línis fárán­legt. Og væri hrein­lega fyndið ef það væri ekki fyrir þá stað­reynd að með kaupum á þessum stráum var verið að mis­fara með fé úr sam­neyslu borg­ar­anna.

Þetta mál er ekk­ert öðru­vísi en önnur þar sem mis­farið er gróf­lega með almanna­fé: ein­hver á að axla póli­tíska ábyrgð á því með afsögn. Á því á ekki að vera neinn afslátt­ur.

Löng saga bruðls með fé borg­ar­búa

Lík­lega mun þó eng­inn gera slíkt. Ekki frekar en fyrir rúmum ára­tug þegar fram­kvæmdir við stækkun Laug­ar­dalsvallar kost­uðu borg­ina mörg hund­ruð millj­ónir króna meira en áætl­anir sögðu til um.

Auglýsing
Eða þegar Reykja­vík keypti tvo kofa við Lauga­veg 4 og 6 vegna þess að Ólafur F. Magn­ús­son setti það sem skil­yrði fyrir myndun meiri­hluta með Sjálf­stæð­is­flokki þar sem hann varð borg­ar­stjóri. Húsin og lóðin voru keypt á 580 millj­ónir króna og við­bót­ar­fjár­magn sett í að lappa upp á þau. Þegar þau voru seld aftur árið 2014 varð ljóst að tap borg­ar­innar vegna kaupanna var rúmar 409 millj­ónir króna.

Eða þegar Orku­veitu­húsið, sem átti að kosta 2,3 millj­arða króna í bygg­ingu, end­aði með því að kosta 8,5 millj­arða króna á verð­lagi árs­ins 2010.

Eða þegar ríki og borg und­ir­rit­uðu sam­komu­lag um að taka yfir og klára bygg­ingu Hörpu snemma árs 2009 þar sem for­sendur yfir­töku verk­efn­is­ins var að ekki þyrfti að koma til önnur fram­lög en gert var ráð fyrir í samn­ingi frá árinu 2006, milli Aust­ur­hafn­ar-TR og Portus­ar. Síðan hefur komið í ljós að ef rekstr­ar­tap Hörpu, fram­lög ríkis og Reykja­vík­ur­borgar vegna skulda hennar og rekstr­ar­fram­lögin sem ríkið hefur reitt af hendi vegna starf­sem­innar eru lögð saman að upp­safnað tap Hörpu frá byrjun árs 2011 og til loka árs 2017 er um 11,5 millj­arðar króna. Þetta tap lendir á eig­end­un­um, skatt­greið­endum í land­inu. Til við­bótar munu að minnsta kosti bæt­ast við um 1,5 millj­arður króna vegna fram­lags ríkis og borgar í ár.

Bruðl með fé rík­is­sjóðs

Það eru ekki bara fram­kvæmdir í Reykja­vík sem fara langt fram úr áætl­un­um. Skemmst er að nefna það þegar stjórn­mála­menn þvert á póli­tískar línur bund­ust höndum og ákváðu að dul­búa gerð Vaðla­heið­ar­ganga sem einka­fram­kvæmd árið 2012 til að svindla henni fram fyrir á sam­göngu­á­ætl­un. Þá átti ríkið að lána 8,7 millj­arða króna í verkið og veggjöld áttu að greiða það allt til baka. Nú er staðan sú að í fyrra var gerð úttekt­ar­skýrsla sem komst að þeirri nið­ur­stöðu að fram­kvæmdin geti ekki talist eig­in­leg einka­fram­kvæmd, heldur sé hún í raun rík­is­fram­kvæmd, þótt hún hefði ekki verið kynnt sem slík. Já, og heild­ar­kostn­aður er nú áætl­aður allt að 17 millj­arðar króna.

Það má líka nefna að Héð­ins­fjarð­ar­göng fóru rúm­lega 2,2 millj­arða króna fram úr áætl­un. Og þegar ákveðið var að gera skyndi­lega nýjan samn­ing við með­ferð­ar­heim­ili í Skaga­firði sem kost­aði rík­is­sjóð 450-500 millj­ónir króna þrátt fyrir að heim­ilið hafi að jafn­aði hýst 1-3 ein­stak­ling á samn­ings­tím­an­um. Það var aðgerð sem þáver­andi for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu sagði að hefði verið „skelfi­leg með­ferð á opin­beru fé.“

Eða þegar flokks­gæð­ingur sem ítrekað hefur lent í vand­ræðum með að segja satt fær gef­ins tíu millj­ónir króna til að end­ur­skrifa sög­una í skýrslu sem var jafn fyr­ir­sjá­an­leg og barna­leg og lægð að hausti. Svo fátt eitt sé nefnt. Auð­vitað eru dæmin mun fleiri.

Nú skal taka fram að sum verk­efni sem eru illa unnin eru samt nauð­syn­leg. Það er til að mynda varla til betri lang­tíma­fjár­fest­ing fyrir skattfé sem nýt­ist fram­tíð­ar­kyn­slóðum en í innviðum eins og göngum og öðrum sam­göngu­úr­bót­um. En það rétt­lætir samt ekki beit­ingu blekk­inga og slóða­skapar með almannafé við að koma verk­efn­unum á kopp­inn.

Allt hitt

Þetta eru bara örfá dæmi um það þegar óboð­leg fram­úr­keyrsla eða ömur­leg notkun á almannafé á sér stað á ábyrgð, eða fyrir til­verkn­að, stjórn­mála­manna. Eng­inn sagði af sér vegna þeirra. Engum datt það einu sinni í hug.

Þá er auð­vitað ótalið öll hin til­efnin þegar stjórn­mála­menn sýna af sér hegðun sem hefði átt að leiða til afleið­inga. Til dæmis þegar dóms­mála­ráð­herra braut gegn ákvæðum stjórn­sýslu­laga, bak­aði íslenska rík­inu miska­bóta­skyldu og mög­u­­lega umtals­verða skaða­­bóta­­skyldu. Eða þegar ráð­herrar brutu jafn­rétt­islög.

Eða þegar ráð­herra hélt vís­vit­andi frá almenn­ingi tveimur skýrslum í aðdrag­anda snemm­bú­inna kosn­inga, sem fjöll­uðu ann­ars vegar um það mál sem leiddi til kosn­ing­anna og hins vegar hvernig útfærsla á stærsta póli­tíska stefnu­máli frá­far­andi rík­is­stjórnar skil­aði millj­örðum króna í vas­ann á efn­uðu fólki sem þurfti sann­ar­lega ekki á neinni með­gjöf frá rík­is­sjóði að halda.

Gjörðum eiga að fylgja afleið­ingar

En stjórn­mála­menn á Íslandi segja ekki af sér. Það er ekki hefð fyrir því. Þegar íhalds- eða hægri­maður í valda­stöðu brýtur lög eða er grun­aður um að mis­fara með fé þá grípa miðju- og vinstri­menn and­ann á lofti, heimta afsagnir og rifja upp Tobler­o­ne-­sög­una frá Sví­þjóð. Þegar miðju- eða vinstri­menn eru grun­aðir um það sama rifja íhald- og hægri­menn upp sömu sögu og krefj­ast afsagnar.

Lausnin er ein­föld: þegar stjórn­mála­menn verða upp­vísir af óábyrgu hátt­erni, vit­lausum ákvörð­un­um, leynd­ar­hyggju, lög­brotum eða því að mis­fara með fé almenn­ings þá er rétt og eðli­legt að þeir segi af sér. Eng­inn er svo mik­ill nátt­úruta­lent, svo bráð­nauð­syn­leg­ur, að við getum ekki án hans ver­ið. Þetta er bara fólk sem getur gert mis­tök eins og aðr­ir. Þau þurfa ekk­ert að hafa verið gert vegna ann­ar­legra sjón­ar­miða, þótt það sé vit­an­lega stundum þannig. Oft er ein­fald­lega um and­vara­leysi að ræða og ekki nægi­lega mikla virð­ingu fyrir því hversu mik­il­vægt og vand­með­farið það er að vera treyst fyrir því að starfa sem kjör­inn full­trúi almenn­ings.

Auglýsing
Vegna eðlis þess hlut­verk þá skiptir traust á starfs­vett­vang­inn og emb­ættið meira máli en skamm­tíma­fram­gangur við­kom­andi. Það kemur bara maður í manns stað. Svo getur við­kom­andi reynt aftur síðar ef ný eft­ir­spurn skap­ast.

En íslenskir stjórn­mála­menn líta ekki svona á mál­in. Þeir telja sig ómissandi og að per­sónu­leg vera þeirra á valda­stóli sé mik­il­væg­ari en traust almenn­ings gagn­vart valda­stofn­un­um. Þrjóska, skiln­ings­leysi og vilja­leysi ein­kennir afstöðu þeirra. Og stundum gegnd­ar­laus hroki.

Til að leysa þetta, og aftengja púð­ur­tunn­una, þá þurfa stjórn­mála­menn að hætta að kenna alltaf hvorum öðrum um og heimta afsagnir and­stæð­inga sinna í póli­tískum hrá­skinna­leik. Þeir þurfa að horfa inn á við, finna getu til að við­ur­kenna eigin mis­tök og leiðir til að axla ábyrgð vegna þeirra. Þá munu stjórn­mála­menn fram­tíðar líka vita að gjörðum þeirra fylgja afleið­ing­ar, og vanda sig meira fyrir vik­ið.

Þá kannski fer þetta allt saman að lag­ast.

Segir eftirlit Fiskistofu veikburða og ómarkvisst
Ríkisendurskoðun telur að Fiskistofu sé ómögulegt að sinna öllu því eftirliti sem henni ber að sinna, meðal annars vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Jafnframt vísar Ríkisendurskoðun því á bug að brottkast sé óverulegt á Íslandi.
Kjarninn 18. janúar 2019
Logi vill ríkisstjórn með Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum
Formaður Samfylkingarinnar segir að mögulega séu flokkur hans og Vinstri græn eðlisólíkir flokkar í ljósi þeirra áherslna sem núverandi ríkisstjórn, undir forsæti Vinstri grænna, hefur í forgrunni. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Mannlífi í dag.
Kjarninn 18. janúar 2019
Reynt að bjarga íslensku fjölmiðlalandslagi frá algjörri einsleitni
Drög að frumvarpi um hvernig íslenska ríkið ætlar að styðja við einkarekna fjölmiðla liggja fyrir og verða kynnt í ríkisstjórn von bráðar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Gleymið tollastríðinu - Kína er nú þegar í vandræðum
Pistlahöfundur Bloomberg, Michael Schuman, segir Kína á kafi í skuldavanda sem ekki sé hægt að leysa svo auðveldlega.
Kjarninn 17. janúar 2019
Hreiðar Már: Von mín að deilurnar leysist farsællega
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, segir ásakanir sem koma fram á hendum honum í bréfi frá Kevin Stanford og Karen Millen ekki vera réttar.
Kjarninn 17. janúar 2019
Gylfi hvetur til varkárni við sölu banka
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifar um fyrirhugaða sölu á bönkunum og bankarekstur almennt, í ítarlegri grein í Vísbendingu.
Kjarninn 17. janúar 2019
Myndin er af höfundi greinarinnar sofandi. Myndin er ekki nýleg.
Vinnuálag í framhaldsskólum
Kjarninn 17. janúar 2019
Embætti forstjóra Barnaverndarstofu laust til umsóknar
Félagsmálaráðuneytið auglýsir starf forstjóra barnaverndarstofu laust til umsóknar. Bragi Guðbrandsson lét af starfi forstjóra í febrúar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir hönd Íslands.
Kjarninn 17. janúar 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari