Kostar milljarða að gera við rakaskemmdir í Orkuveituhúsinu

Vesturhús Orkuveituhússins er mjög illa farið af rakaskemmdum. Þegar áfallinn kostnaður er um hálfur milljarður króna og viðgerðir kosta á bilinu 1,5-3 milljarða króna.

orkuveituhúsið
Auglýsing

Vest­ur­hús höf­uð­stöðva Orku­veitu Reykja­víkur er illa farið af raka­semdum og það kostar millj­arða króna að gera við það. Málið var rætt á stjórn­ar­fundi í Orku­veit­unni í gær en ákvörðum um til hvaða aðgerða verði gripið liggur ekki fyr­ir. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Orku­veit­unni. Reykja­vík­ur­borg á 93,5 pró­sent hlut í Orku­veit­unn­i. 

Þar segir að sex leiðir hafi verið skoð­aðar til að leysa mál­ið. Áætl­aður kostn­aður þeirra er á bil­inu 1.500-3.020 millj­ónir króna. Sá kostn­aður bæt­ist við þegar áfall­inn kostnað vegna skemmd­anna sem er 460 millj­ónir króna. Valkostirnir sex.

Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, segir að þetta séu vond tíð­indi. „Við verðum þó að takast á við þann veru­leika sem við okkur blas­ir. Okkur liggur ekki á að ákveða okkur og getum þess vegna gefið okkur tíma í gott sam­tal um hvernig er best að ráða fram úr stöð­unni. Vest­ur­húsið stendur autt í dag og það truflar ekki grunn­þjón­ustu við við­skipta­vin­i.“

Auglýsing
Starfsmenn Orku­veit­unnar urðu fyrst varir við raka­skemmdir á inn­an­verðum veggjum vest­ur­húss höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins í sept­em­ber 2015. Húsið stendur nú autt og til­raun­við­gerðir hófust um mitt ár 2016. Hinn áfallni kostn­aður er til­kom­inn vegna þeirra. Í frétta­til­kynn­ing­unni seg­ir: „Mat á eðli og umfangi skemmd­anna leiddi í ljós að skemmdir eru ekki bundnar við ákveðin svæði í hús­inu heldur eru allir útveggir skemmd­ir. Önnur hús OR á lóð­inni eru í ágætu ástandi. Þau eru öll byggð með öðrum hætti en vest­ur­hús­ið.“

Fór langt fram úr áætlun

Bygg­ing höf­uð­stöðva Orku­veit­unnar var gríð­ar­lega umdeild á sínum tíma. Í skýrslu úttekt­ar­nefndar um Orku­veit­una, sem birti nið­ur­stöður sínar í októ­ber 2012. Bygg­inga­kostn­aður varð á end­anum langt umfram áætl­un. Upp­runa­lega átti bygg­ingin að kosta 2,3 millj­arða króna en hún kost­aði á end­anum 5,3 millj­arða króna á verð­lagi hvers fram­kvæmda­árs, eða 8,5 millj­arða króna á verð­lagi árs­ins 2010. 

Í úttekt­ar­skýrsl­unni seir að hluti skýr­ing­anna fyrir auknum bygg­inga­kostn­aði hafi verið rak­inn til þess að um eitt þús­und fer­metrar bætt­ust við á bygg­inga­tím­anum og að ekki hafi verið gert ráð fyrir ýmsum öðrum stórum liðum í áætl­un­um. „Þessi atriði voru ekki borin undir stjórn Orku­veitu Reykja­víkur eða um þau fjallað meðan á bygg­ingu húss­ins stóð, og ekki verður séð að athygl­i ­stjórn­ar­innar hafi verið vakin sér­stak­lega á þessum atriðum á bygg­ing­ar­tíma húss­ins. Svo virð­ist að auki sem mik­ill hraði hafi ein­kennt verk­ið, enda var unnið kapp­sam­lega að því að koma rekstri fyr­ir­tæk­is­ins undir eitt þak, og má hluta af auknum kostn­að­ar­út­gjöldum meðal ann­ars rekja til þess[...]Ekki verður heldur fram hjá því litið að Orku­veita Reykja­víkur hefur í dag ekki þörf fyrir svo mik­ið hús­næði, enda stendur nú einn hluti hús­næð­is­ins nær auð­ur­. Hér er í senn um að ræða veru­legar fjár­hæðir og fjár­fest­ingu fyr­ir­tækis í op­in­berri eigu, sem ekki nýt­ist nema að hluta til í rekstri þess. Að mat­i út­tekt­ar­nefnd­ar­innar hefði verið rétt að kynna stjórn fram­vindu bygg­ing­ar­inn­ar og áfallandi kostn­að, og jafn­framt hvort rétt væri að draga úr ­bygg­ing­ar­magni eða minnka kostnað á meðan á bygg­ingu stóð, til þess að upp­haf­legar áætl­anir stæð­ust. Svo var ekki gert, og vekur það sér­staka ­at­hygli að end­an­legur kostn­aður vegna húss­ins virð­ist ekki hafa legið fyr­ir­ ­fyrr en í lok árs 2005, og að á tím­anum hafi komið upp liðir sem gleymst hafi að gera ráð fyrir í hönnun verks­ins.“

Hægt er að lesa úttek­ar­skýrsl­una um Orku­veit­una frá árinu 2012 hér. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent