Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent

Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.

sími
Auglýsing

Hámarks­á­lag sem fjar­skipta­fyr­ir­tæki mega leggja á umfram­notkun reikisím­tala í far­síma mun lækka úr 0,0079 í 0,0076 evrur fyrir hverja mín­útu í ár, eða um tæp fjögur pró­sent, sam­kvæmt reglu­gerð fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins sem er dag­sett 14. des­em­ber 2020. 

Fyr­ir­hugað er að taka reglu­gerð­ina upp í samn­ing­unum um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) sem Ísland er aðili að, og í kjöl­farið verður hún leidd í lands­rétt hér­lend­is. 

Drög að reglu­gerð­inni hafa verið birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda og umsagn­ar­frestur rennur út um miðja næstu viku. Verði reglu­gerðin sam­þykkt mun hún sam­stundis öðl­ast gildi.

Reikisím­töl eru sím­töl við­skipta­vina erlend­is. Sér­stök reiki­gjöld, sem áður höfðu verið afar kostn­að­ar­söm fyrir neyt­end­ur, voru afnumin í Evr­ópu í júní 2017 en með ákveðnum tak­mörk­un­um. Mikil notkun á þekktum efn­isveitum á borð við Spoti­fy, Net­flix og ann­arra slíkra sem nota mikið gagna­magn getur leitt til auka­kostn­að­ar. Og það er sá auka­kostn­aður sem reglu­gerðin nær til. 

Auglýsing
Íslensku fjar­skipta­fyr­ir­tækin hafa haft umtals­verðar tekjur af reiki á und­an­förnum árum, sam­hliða því sem ferða­mönnum hér­lendis hefur fjölgað mik­ið. Umfram­notkun þeirra hér­lend­is, og umfram­notkun Íslend­inga á ferðum þeirra erlend­is, skilar tekjum til þeirra. 

Þegar ferða­mönnum fækk­aði úr tæpum tveimur millj­ónum árið 2019 í tæp­lega hálfa milljón í fyrra vegna COVID-19 dróg­ust reiki­tekjur þeirra skarpt sam­an. Far­síma­tekjur Sýnar dróg­ust til a mynda saman um 275 millj­ónir króna á fyrstu níu mán­uðum síð­asta árs og var sá sam­dráttur að mestu rak­inn til þess að reiki­tekjur lækk­uðu um 60 pró­sent.

Sím­inn, hitt fjar­skipta­fyr­ir­tækið sem er skráð á mark­að, fór ekki var­hluta af þess­ari þróun held­ur. Tekjur hans vegna far­síma­notk­unar dróg­ust saman um 198 millj­ónir króna á fyrstu níu mán­uðum síð­asta árs og var sá sam­dráttur að uppi­stöðu vegna þess að reik­i­­tekjur hafa dreg­ist saman sam­hliða því að ferða­tak­­mark­­anir hafa gert það að verkum að ferða­­menn koma ekki lengur til lands­ins svo nokkru nem­i. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent