Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent

Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.

sími
Auglýsing

Hámarks­á­lag sem fjar­skipta­fyr­ir­tæki mega leggja á umfram­notkun reikisím­tala í far­síma mun lækka úr 0,0079 í 0,0076 evrur fyrir hverja mín­útu í ár, eða um tæp fjögur pró­sent, sam­kvæmt reglu­gerð fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins sem er dag­sett 14. des­em­ber 2020. 

Fyr­ir­hugað er að taka reglu­gerð­ina upp í samn­ing­unum um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) sem Ísland er aðili að, og í kjöl­farið verður hún leidd í lands­rétt hér­lend­is. 

Drög að reglu­gerð­inni hafa verið birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda og umsagn­ar­frestur rennur út um miðja næstu viku. Verði reglu­gerðin sam­þykkt mun hún sam­stundis öðl­ast gildi.

Reikisím­töl eru sím­töl við­skipta­vina erlend­is. Sér­stök reiki­gjöld, sem áður höfðu verið afar kostn­að­ar­söm fyrir neyt­end­ur, voru afnumin í Evr­ópu í júní 2017 en með ákveðnum tak­mörk­un­um. Mikil notkun á þekktum efn­isveitum á borð við Spoti­fy, Net­flix og ann­arra slíkra sem nota mikið gagna­magn getur leitt til auka­kostn­að­ar. Og það er sá auka­kostn­aður sem reglu­gerðin nær til. 

Auglýsing
Íslensku fjar­skipta­fyr­ir­tækin hafa haft umtals­verðar tekjur af reiki á und­an­förnum árum, sam­hliða því sem ferða­mönnum hér­lendis hefur fjölgað mik­ið. Umfram­notkun þeirra hér­lend­is, og umfram­notkun Íslend­inga á ferðum þeirra erlend­is, skilar tekjum til þeirra. 

Þegar ferða­mönnum fækk­aði úr tæpum tveimur millj­ónum árið 2019 í tæp­lega hálfa milljón í fyrra vegna COVID-19 dróg­ust reiki­tekjur þeirra skarpt sam­an. Far­síma­tekjur Sýnar dróg­ust til a mynda saman um 275 millj­ónir króna á fyrstu níu mán­uðum síð­asta árs og var sá sam­dráttur að mestu rak­inn til þess að reiki­tekjur lækk­uðu um 60 pró­sent.

Sím­inn, hitt fjar­skipta­fyr­ir­tækið sem er skráð á mark­að, fór ekki var­hluta af þess­ari þróun held­ur. Tekjur hans vegna far­síma­notk­unar dróg­ust saman um 198 millj­ónir króna á fyrstu níu mán­uðum síð­asta árs og var sá sam­dráttur að uppi­stöðu vegna þess að reik­i­­tekjur hafa dreg­ist saman sam­hliða því að ferða­tak­­mark­­anir hafa gert það að verkum að ferða­­menn koma ekki lengur til lands­ins svo nokkru nem­i. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent