Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent

Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.

sími
Auglýsing

Hámarksálag sem fjarskiptafyrirtæki mega leggja á umframnotkun reikisímtala í farsíma mun lækka úr 0,0079 í 0,0076 evrur fyrir hverja mínútu í ár, eða um tæp fjögur prósent, samkvæmt reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem er dagsett 14. desember 2020. 

Fyrirhugað er að taka reglugerðina upp í samningunum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sem Ísland er aðili að, og í kjölfarið verður hún leidd í landsrétt hérlendis. 

Drög að reglugerðinni hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda og umsagnarfrestur rennur út um miðja næstu viku. Verði reglugerðin samþykkt mun hún samstundis öðlast gildi.

Reikisímtöl eru símtöl viðskiptavina erlendis. Sérstök reikigjöld, sem áður höfðu verið afar kostnaðarsöm fyrir neytendur, voru afnumin í Evrópu í júní 2017 en með ákveðnum takmörkunum. Mikil notkun á þekktum efnisveitum á borð við Spotify, Netflix og annarra slíkra sem nota mikið gagnamagn getur leitt til aukakostnaðar. Og það er sá aukakostnaður sem reglugerðin nær til. 

Auglýsing
Íslensku fjarskiptafyrirtækin hafa haft umtalsverðar tekjur af reiki á undanförnum árum, samhliða því sem ferðamönnum hérlendis hefur fjölgað mikið. Umframnotkun þeirra hérlendis, og umframnotkun Íslendinga á ferðum þeirra erlendis, skilar tekjum til þeirra. 

Þegar ferðamönnum fækkaði úr tæpum tveimur milljónum árið 2019 í tæplega hálfa milljón í fyrra vegna COVID-19 drógust reikitekjur þeirra skarpt saman. Farsímatekjur Sýnar drógust til a mynda saman um 275 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs og var sá samdráttur að mestu rakinn til þess að reikitekjur lækkuðu um 60 prósent.

Síminn, hitt fjarskiptafyrirtækið sem er skráð á markað, fór ekki varhluta af þessari þróun heldur. Tekjur hans vegna farsímanotkunar drógust saman um 198 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs og var sá samdráttur að uppistöðu vegna þess að reiki­tekjur hafa dreg­ist saman sam­hliða því að ferða­tak­mark­anir hafa gert það að verkum að ferða­menn koma ekki lengur til lands­ins svo nokkru nemi. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent