Auglýsingakaup Kópavogsbæjar í tímariti Sjálfstæðismanna „sjálftaka og spillingarmenning“

Tímarit Sjálfstæðisflokksins hefur hlotið hæstu auglýsingastyrkina af öllum útgáfum á vegum stjórnmálaflokka í Kópavogi á tímabilinu 2014 til 2020 en upphæðin nemur 1,4 milljónum og er yfir viðmiðunarmörkum.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Auglýsing

Sig­ur­björg Erla Egils­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Pírata í Kópa­vogi, telur að rétt­ast væri að leggja aug­lýs­inga­styrki til stjórn­mála­flokka af hið snarasta, sam­hliða því að rann­saka þær greiðslur sem Sjálft­stæð­is­flokk­ur­inn í Kópa­vogi hefur fengið úr bæj­ar­sjóði und­an­farin ár. Frá þessu greinir hún á Face­book­síðu sinni í pistli undir heit­inu „Sjálftaka, spill­ing­ar­menn­ing og leynd­ar­hyggja í Kópa­vog­i“.

Útskýrir hún mál sitt og bendir á að Kópa­vogs­bær kaupi reglu­lega aug­lýs­ingar í Voga, tíma­riti Sjálf­stæð­is­manna í Kópa­vogi. Hún hafi kom­ist að þessu fyrir til­viljun og spurst fyrir um hvaða reglur giltu um styrki til stjórn­mála­flokka af þessum toga.

Fékk hún þau svör að við­mið um aug­lýs­ingar til stjórn­mála­flokka hefðu verið ákveðnar á fundi kjör­inna full­trúa árið 2011 og miðað hefði verið við 150.000 krónur á ári. Hún segir að þessi sam­þykkt sé þó hvergi skráð í opin­berum gögnum og þeir flokkar sem hafa komið nýir inn í bæj­ar­stjórn eftir að þetta var sam­þykkt hafi ekki verið upp­lýstir um styrk­ina.

Auglýsing

Styrkir yfir við­mið­un­ar­mörkum 2014, 2016 og 2017

Í kjöl­farið spurð­ist Sig­ur­björg Erla fyrir um upp­hæðir þess­ara styrkja síð­ustu tvö kjör­tíma­bil. „Nú er komið í ljós að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur hlotið lang­hæsta aug­lýs­inga­styrk­inn á tíma­bil­inu. Ekki nóg með það, heldur hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn líka hlotið umtals­verðar upp­hæðir greiddar umfram téð við­mið, en fyrir alþing­is­kosn­ing­arnar 2016 og 2017 keypti Kópa­vogs­bær við­bót­ar­aug­lýs­ingar í Voga, tíma­rit Sjálf­stæð­is­manna.“

Í umsögn lög­fræð­ings á stjórn­sýslu­sviði Kópa­vogs­bæjar sem Kjarn­inn hefur undir höndum má finna töflu með umræddum skyr­kj­um.

Upphæðir eru í þúsundum Tafla: Úr umsögn

Í ofan­greindri töflu má sjá kaup á aug­lýs­ingum Kópa­vogs­bæjar í útgáfum á vegum stjórn­mála­flokk­anna. Í umsögn­inni segir að almennt sé um hefð­bundna aug­lýs­ingu á opn­un­ar­tíma sund­laug­anna að ræða á heil­síðu. Á árunum 2016 og 2017 hafi verið keyptar við­bót­ar­aug­lýs­ingar í Voga vegna alþing­is­kosn­inga og séu kjör­staðir aug­lýstir í þeim til­vik­um.

Til þess fallið að fela styrk­veit­ingar til stjórn­mála­flokka

Sig­ur­björg Erla segir í pistli sínum að enga stoð sé að finna fyrir þessu í sam­þykkt­um, engar þess­ara greiðslna hafi komið fyrir bæj­ar­ráð og þær finn­ist hvergi í opnu bók­haldi bæj­ar­ins.

„Þetta fyr­ir­komu­lag er til þess fallið að fela styrk­veit­ingar til stjórn­mála­flokka og gefa ákveðnum flokkum for­skot að hærri styrkjum en öðr­um. Fyr­ir­komu­lagið er ógagn­sætt, hvergi birt og ekki kynnt öllum flokk­um. Nú er það auk þess orðið ljóst að flokk­ur­inn sem er við stjórn hefur notið þess mest og fengið hæstu styrk­ina,“ skrifar hún.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent