Auglýsingakaup Kópavogsbæjar í tímariti Sjálfstæðismanna „sjálftaka og spillingarmenning“

Tímarit Sjálfstæðisflokksins hefur hlotið hæstu auglýsingastyrkina af öllum útgáfum á vegum stjórnmálaflokka í Kópavogi á tímabilinu 2014 til 2020 en upphæðin nemur 1,4 milljónum og er yfir viðmiðunarmörkum.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Auglýsing

Sig­ur­björg Erla Egils­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Pírata í Kópa­vogi, telur að rétt­ast væri að leggja aug­lýs­inga­styrki til stjórn­mála­flokka af hið snarasta, sam­hliða því að rann­saka þær greiðslur sem Sjálft­stæð­is­flokk­ur­inn í Kópa­vogi hefur fengið úr bæj­ar­sjóði und­an­farin ár. Frá þessu greinir hún á Face­book­síðu sinni í pistli undir heit­inu „Sjálftaka, spill­ing­ar­menn­ing og leynd­ar­hyggja í Kópa­vog­i“.

Útskýrir hún mál sitt og bendir á að Kópa­vogs­bær kaupi reglu­lega aug­lýs­ingar í Voga, tíma­riti Sjálf­stæð­is­manna í Kópa­vogi. Hún hafi kom­ist að þessu fyrir til­viljun og spurst fyrir um hvaða reglur giltu um styrki til stjórn­mála­flokka af þessum toga.

Fékk hún þau svör að við­mið um aug­lýs­ingar til stjórn­mála­flokka hefðu verið ákveðnar á fundi kjör­inna full­trúa árið 2011 og miðað hefði verið við 150.000 krónur á ári. Hún segir að þessi sam­þykkt sé þó hvergi skráð í opin­berum gögnum og þeir flokkar sem hafa komið nýir inn í bæj­ar­stjórn eftir að þetta var sam­þykkt hafi ekki verið upp­lýstir um styrk­ina.

Auglýsing

Styrkir yfir við­mið­un­ar­mörkum 2014, 2016 og 2017

Í kjöl­farið spurð­ist Sig­ur­björg Erla fyrir um upp­hæðir þess­ara styrkja síð­ustu tvö kjör­tíma­bil. „Nú er komið í ljós að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur hlotið lang­hæsta aug­lýs­inga­styrk­inn á tíma­bil­inu. Ekki nóg með það, heldur hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn líka hlotið umtals­verðar upp­hæðir greiddar umfram téð við­mið, en fyrir alþing­is­kosn­ing­arnar 2016 og 2017 keypti Kópa­vogs­bær við­bót­ar­aug­lýs­ingar í Voga, tíma­rit Sjálf­stæð­is­manna.“

Í umsögn lög­fræð­ings á stjórn­sýslu­sviði Kópa­vogs­bæjar sem Kjarn­inn hefur undir höndum má finna töflu með umræddum skyr­kj­um.

Upphæðir eru í þúsundum Tafla: Úr umsögn

Í ofan­greindri töflu má sjá kaup á aug­lýs­ingum Kópa­vogs­bæjar í útgáfum á vegum stjórn­mála­flokk­anna. Í umsögn­inni segir að almennt sé um hefð­bundna aug­lýs­ingu á opn­un­ar­tíma sund­laug­anna að ræða á heil­síðu. Á árunum 2016 og 2017 hafi verið keyptar við­bót­ar­aug­lýs­ingar í Voga vegna alþing­is­kosn­inga og séu kjör­staðir aug­lýstir í þeim til­vik­um.

Til þess fallið að fela styrk­veit­ingar til stjórn­mála­flokka

Sig­ur­björg Erla segir í pistli sínum að enga stoð sé að finna fyrir þessu í sam­þykkt­um, engar þess­ara greiðslna hafi komið fyrir bæj­ar­ráð og þær finn­ist hvergi í opnu bók­haldi bæj­ar­ins.

„Þetta fyr­ir­komu­lag er til þess fallið að fela styrk­veit­ingar til stjórn­mála­flokka og gefa ákveðnum flokkum for­skot að hærri styrkjum en öðr­um. Fyr­ir­komu­lagið er ógagn­sætt, hvergi birt og ekki kynnt öllum flokk­um. Nú er það auk þess orðið ljóst að flokk­ur­inn sem er við stjórn hefur notið þess mest og fengið hæstu styrk­ina,“ skrifar hún.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent