Svona fjölgaði smitum á einni viku: 1, 2, 3, 7, 15, 22, 23, 74

Ástæða er til að gleðjast yfir stöðunni á faraldrinum á Íslandi og njóta þess skjóls sem við erum í þessa dagana, segir Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Á sama tíma er gott að hafa í huga að þessi staða er viðkvæm, hún getur breyst hratt.“

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Auglýsing

Staðan á faraldrinum á Ísland er alveg ágæt, sérstaklega ef við horfum til landanna í kringum okkur, sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á upplýsingafundi almannavarna í dag.  „Það er ástæða til að gleðjast yfir því og njóta þess skjóls sem við verum í þessa dagana. En á sama tíma er gott að hafa í huga að þessi staða er viðkvæm, hún getur breyst hratt.“

Hann rifjaði svo upp hver staðan á faraldrinum var í september. „Ef við skoðun 11. til 18. september þá vorum við fyrst með eitt tilfelli, tvö, þrjú, sjö, fimmtán, 22, 23 og 74. Á þessu sjö daga tímabili förum við úr einu tilfelli á dag og endum í 74. Þannig að þetta er mjög hratt að gerast.“

Auglýsing

Rögnvaldur rifjaði einnig upp orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um að aðeins eitt smit þurfti til að koma stórri bylgju af stað. „Það er því engin ástæða til að slaka á gagnvart COVID eða setja smitvarnir og ábyrga hegðun í annað sætið.“

Rögnvaldur segist sjá vísbendingar um að fólk sé farið að slaka aðeins meira á en tilefni sé til, fleiri séu að hittast og í stærri hópum. „Í því samhengi er gott að hugsa núna: Hvað ætlið þið að gera um helgina? Passar það við það sem við erum að reyna að gera?“

Hann sagði gott að spyrja sjálfan sig: „Hvað get ég sagt í framtíðinni þegar ég fæ spurninga um hvað ég lagði að mörkum þegar COVID-faraldurinn gekk yfir? Get ég verið stolt af mínu framlagi eða var ég að þvælast fyrir?“

Sýnatökukallinu svarað

Almenningur hefur svarað kalli yfirvalda um að fara í sýnatöku ef minnstu einkenni finnast eftir að lægð varð í þeim fyrir nokkrum dögum. Fleiri sýni hafa því verið tekin síðustu daga en dagana á undan. 

Þó að alvarlegur tónn hafi verið hjá Rögnvaldi og Þórólfi á fundi dagsins ítrekaði sá fyrrnefndi að ástæða væri til að gleðjast yfir stöðunni. „En það það þýðir þó ekki að við ætlum að vera með 100 manna partí.“

Hann ítrekaði svo skilaboð sóttvarnayfirvalda og almannavarna: „Ekki slaka á, þetta er ekki búið. Þetta getur breyst mjög hratt. Förum í sýnatöku ef við finnum fyrir einkennum. Höldum hópamyndun í lágmarki. Þannig getum við klárað þetta saman.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent