Svona fjölgaði smitum á einni viku: 1, 2, 3, 7, 15, 22, 23, 74

Ástæða er til að gleðjast yfir stöðunni á faraldrinum á Íslandi og njóta þess skjóls sem við erum í þessa dagana, segir Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Á sama tíma er gott að hafa í huga að þessi staða er viðkvæm, hún getur breyst hratt.“

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Auglýsing

Staðan á far­aldr­inum á Ísland er alveg ágæt, sér­stak­lega ef við horfum til land­anna í kringum okk­ur, sagði Rögn­valdur Ólafs­son, aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag.  „Það er ástæða til að gleðj­ast yfir því og njóta þess skjóls sem við verum í þessa dag­ana. En á sama tíma er gott að hafa í huga að þessi staða er við­kvæm, hún getur breyst hratt.“

Hann rifj­aði svo upp hver staðan á far­aldr­inum var í sept­em­ber. „Ef við skoðun 11. til 18. sept­em­ber þá vorum við fyrst með eitt til­felli, tvö, þrjú, sjö, fimmt­án, 22, 23 og 74. Á þessu sjö daga tíma­bili förum við úr einu til­felli á dag og endum í 74. Þannig að þetta er mjög hratt að ger­ast.“

Auglýsing

Rögn­valdur rifj­aði einnig upp orð Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis um að aðeins eitt smit þurfti til að koma stórri bylgju af stað. „Það er því engin ástæða til að slaka á gagn­vart COVID eða setja smit­varnir og ábyrga hegðun í annað sæt­ið.“

Rögn­valdur seg­ist sjá vís­bend­ingar um að fólk sé farið að slaka aðeins meira á en til­efni sé til, fleiri séu að hitt­ast og í stærri hóp­um. „Í því sam­hengi er gott að hugsa núna: Hvað ætlið þið að gera um helg­ina? Passar það við það sem við erum að reyna að ger­a?“

Hann sagði gott að spyrja sjálfan sig: „Hvað get ég sagt í fram­tíð­inni þegar ég fæ spurn­inga um hvað ég lagði að mörkum þegar COVID-far­ald­ur­inn gekk yfir? Get ég verið stolt af mínu fram­lagi eða var ég að þvæl­ast fyr­ir?“

Sýna­töku­kall­inu svarað

Almenn­ingur hefur svarað kalli yfir­valda um að fara í sýna­töku ef minnstu ein­kenni finn­ast eftir að lægð varð í þeim fyrir nokkrum dög­um. Fleiri sýni hafa því verið tekin síð­ustu daga en dag­ana á und­an. 

Þó að alvar­legur tónn hafi verið hjá Rögn­valdi og Þórólfi á fundi dags­ins ítrek­aði sá fyrr­nefndi að ástæða væri til að gleðj­ast yfir stöð­unni. „En það það þýðir þó ekki að við ætlum að vera með 100 manna partí.“

Hann ítrek­aði svo skila­boð sótt­varna­yf­ir­valda og almanna­varna: „Ekki slaka á, þetta er ekki búið. Þetta getur breyst mjög hratt. Förum í sýna­töku ef við finnum fyrir ein­kenn­um. Höldum hópa­myndun í lág­marki. Þannig getum við klárað þetta sam­an.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent