Byssukúlur fundust í bílhurð borgarstjóra

Byssukúlur fundust í hurðinni á bíl í eigu fjölskyldu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í síðustu viku, samkvæmt heimildum Kjarnans. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu neitar að staðfesta þetta eða tjá sig nokkuð frekar um málið að svo stöddu.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Auglýsing

Byssu­kúlur fund­ust í hurð­inni á bíl í eigu fjöl­skyldu Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra í síð­ustu viku, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu neitar að stað­festa þetta og seg­ist ekki ætla að veita frek­ari upp­lýs­ingar en komu fram um málið í til­kynn­ingu í morg­un, að svo stödd­u.

Í til­kynn­ingu lög­reglu sagði að verið væri að rann­saka hvort skot­vopni hefði verið beitt er skemmdir voru unnar á bílnum og að einnig væri rann­sakað hvort málið tengd­ist árás sem gerð var á skrif­stofur Sam­fylk­ing­ar­innar í Sól­túni í síð­ustu viku. Málið væri litið mjög alvar­legum aug­um.

Kjarn­inn spurði lög­reglu meðal ann­ars að því hvort kúl­urnar sem fund­ust í bíl­hurð borg­ar­stjóra hefðu verið af sömu gerð og fund­ust á skrif­stofum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en fram hefur komið að þar hafi fund­ist tvær útflattar blý­kúl­ur, að lík­indum 22 kalí­bera byssu­kúlu. 

Auglýsing

„Það fannst út­flatt blý og menn frá tækn­i­­deild lög­­­reglu reikn­uðu með því að að þetta væru 22 kalí­bera kúl­­ur,“ seg­ir Kar­en Kjart­ans­dóttir fram­kvæmda­stjóri Sam­fylk­ing­ar­innar við mbl.is, en fram kom í sömu frétt að talið væri að loft- eða gas­byssa hefði verið notuð við verkn­að­inn, en í slíkar byssur er hægt að setja smærri byssu­kúl­ur.

Mynd­band sem borg­ar­full­trúi kom að for­dæmt

Á vef Rík­is­út­varps­ins segir að lög­regla hafi vaktað heim­ili borg­ar­stjóra um helg­ina, en borg­ar­stjóri býr í mið­borg Reykja­vík­ur. 

Í ljósi atburð­anna sem lög­regla greindi frá í dag hefur mynd­band sem birt var á YouTube í des­em­ber­mán­uði, en í mynd­band­inu var heim­ili borg­ar­stjóra sýnt og sömu­leiðis bíla­stæði hans. Borg­ar­stjóri var í sama mund sak­aður um spill­ing­u. Vig­dís Hauks­dóttir borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins las inn á mynd­band­ið, sem var á vegum hóps sem kallar sig Björgum mið­bænum. Bolli Krist­ins­son athafna­mað­ur, oft kenndur við Sautján, hefur verið í for­svari fyrir hóp­inn.

Borg­ar­stjóri sagði sjálfur að honum hefði verið veru­lega brugðið vegna mynd­bands­ins og að það væri alveg nýtt í íslenskri póli­tík að heim­ili fólks væri gert að skot­marki. „Mér sýn­ist vera brotið í blað í þess­ari aug­lýs­ingu sem Bolli Krist­ins­son, fyrr­ver­andi kaup­mað­ur, ber ábyrgð á. Í fyrsta lagi að auð­maður fjár­magni rógs­her­ferð í krafti auðs til að sann­færa almenn­ing um hluti sem eru rangir og hafa verið hraktir í öllum frétt­um. Og hins vegar að Bolli skuli hafa geð í sér til að gera myndir af heim­ili mínu að aðal­at­riði á meðan dylgjur og raka­lausar ásak­anir eru lesnar yfir. Þetta er mínu mati ömur­legt og nýtt á Ísland­i,“ var haft eftir borg­ar­stjóra í Frétta­blað­inu.



„Þetta mynd­band er svo mik­ill við­bjóð­ur. Svo and­styggi­legt, ómál­efna­legt og sið­laust. Fyrir utan afleið­ing­arnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjör­inn full­trúi hegðar sér með þesssum óábyrga og ósvífna hætti; mark­laust og sið­spillt. Ég for­dæmi þetta,“ skrifar Líf Magneu­dóttir borg­ar­full­trúi Vinstri grænna á Twitter í dag.

Pawel Bar­toszek borg­ar­full­trúi Við­reisnar hafði áður gagn­rýnt mynd­bandið harð­lega, skömmu eftir að það birt­ist rétt fyrir jól. „Ekki fal­legt að sjá spons­aðar aug­lýs­ingar þar sem keyrt er fram­hjá heim­ili borg­ar­stjóra og það sýnt frá ólíkum sjón­ar­hornum í dumb­ungs­birtu. Við getum verið ósam­mála um margt póli­tík, til þess er hún, en að nota "dri­ve-by" sem taktík finnst mér heldur ófram­bæri­leg­t,“ skrif­aði Pawel þá. „­Mán­uður síðan mér ofbauð þetta. Fólk sem tekur þátt opin­berri umræðu þarf að sýna ábyrgð,“ segir Pawel nú.

Skotið á höf­uð­stöðvar flokka og Sam­taka atvinnu­lífs­ins

Eftir að skotið var á skrif­stofu Sam­fylk­ing­ar­innar í síð­ustu viku spurð­ist það út að á síð­ustu miss­erum hefði end­ur­tekið verið skotið á rúður í höf­uð­stöðvum íslenskra stjórn­mála­sam­taka. Lög­regla sagði frá því að skotið hefði verið á skrif­stofur Við­reisn­ar, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Sam­taka atvinnu­lífs­ins á und­an­förnu ári og einnig voru sagðar fréttir af sam­bæri­legum skemmd­ar­verkum eða árásum á skrif­stofur Pírata árin 2018 og 2019. 

Ekk­ert þess­ara mála hafði ratað í fjöl­miðla.

Kjarn­inn spurði lög­reglu að því hvort sér­stakar áhyggjur væru af því að árásin beind­ist að einum til­teknum nafn­greindum stjórn­mála­manni, á meðan að fyrri skotárásir hefðu beinst gegn sam­tök­um. Lög­regla sagð­ist í svari til Kjarn­ans ekki ætla að veita neinar frek­ari upp­lýs­ingar að svo stöddu, eins og áður hefur komið fram.

Stundin sagði frá því eftir árás­ina á hús­næði Sam­fylk­ing­ar­innar að stjórn­mála­fólki hefði verið upp­álagt að hafa var­ann á. Þau skila­boð munu hafa komið frá lög­regl­unni, sam­kvæmt frétt blaðs­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent