Íslensk fjárfestingafélög keyptu fyrir milljarða í Arion banka í síðustu viku

Erlendir vogunarsjóðir hafa verið að minnka hlut sinn í Arion banka hratt síðustu mánuði. Íslenskir lífeyrissjóðir hafa keypt stærstan hluta af þeim bréfum sem þeir hafa losað um og aðrir fagfjárfestar hafa líka bætt við sig.

Arion banki
Auglýsing

Á meðal þeirra sem keyptu hluta­bréf í Arion banka af banda­ríska vog­un­ar­sjóðnum Taconic Capi­tal í síð­ustu viku eru íslensku fjár­fest­inga­fé­lögin Mótás, Hval­ur, Stál­skip og Sjáv­ar­sýn. Hvalur sem átti fyrir 1,5 pró­sent hlut, stækk­aði sig upp í 2,13 pró­sent með því að kaupa bréf fyrir um millj­arð króna. Mótás, sem nýverið keypti sig inn í Stoð­ir, stærsta inn­lenda einka­fjár­fest­inn í Arion banka, keypti 0,6 pró­sent hlut fyrir tæp­lega 800 millj­ónir króna. Fjár­fest­inga­fé­lagið Stál­skip, í eigu eigu hjón­anna Guð­rúnar Lár­us­dóttur og Ágústs Sig­urðs­sonar og þriggja barna þeirra, keypti fyrir 300 millj­ónir króna og Sjáv­ar­sýn, í eigu Bjarna Ármanns­son­ar, for­stjóra Iceland Seafood og fyrr­ver­andi banka­stjóra Glitn­is, keypti fyrir 200 millj­ónir króna.

Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag

Mótás er í eigu Berg­þórs Jóns­­sonar og Fritz Hend­riks Bernd­sen. Félagið keypti stærstan hluta þess 12,1 pró­­senta eign­ar­hluts Lands­­bank­ans í fjár­­­fest­inga­­fé­lag­inu Stoðum sem seldur var í des­em­ber fyrir 3,3 millj­­arða króna. Það félag keypti bréf fyrir rúman millj­­arð króna. Stoðir eiga 4,99 pró­sent hlut í Arion banka og er líka stærsti ein­staki eig­andi í TM og Kviku banka, sem verið er að sam­eina í eitt fjár­mála­fyr­ir­tæki. Á meðal ann­­arra fjár­­­festa sem keyptu hlut í Stoðum af Lands­­bank­­anum í des­em­ber sam­hliða Mótás var eign­­ar­halds­­­fé­lagið P1211 ehf., sem er í eigu Lárusar Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­­stjóra Glitn­is, og Ágústu Mar­grétar Ólafs­dótt­­ur, eig­in­­konu hans. Þau keyptu um eitt pró­­sent hlut.

Auglýsing
Hvalur er eitt umsvifa­mesta fjár­fest­inga­fé­lag á Íslandi í dag. Félagið er að stærstum hluta í eigu Krist­jáns Lofts­sonar og fjöl­skyldu hans en á meðal ann­arra eig­anda í Hvali eru félög í eigu Ein­ars Sveins­son­ar, bróður hans Ingi­mundar Sveins­sonar og sonar hans Bene­dikts Ein­ars­son­ar. Einar er auk þess stjórn­ar­for­maður Hvals en Krist­ján er fram­kvæmda­stjóri. Eigið fé Hvals var 25 millj­arðar króna í lok sept­em­ber 2019. Auk fjár­fest­inga í Arion banka á Hvalur hluti í Hamp­iðj­unni, Origo og Mar­el. 

Líf­eyr­is­sjóðir hafa stækkað um 60 pró­sent á rúmu ári

Kjarn­inn greindi frá því í gær í frétta­skýr­ingu að mikið breyt­ing hafi átt sér stað á hlut­hafa­hópi Arion banka á síð­ustu mán­uð­um. Frá því í lok sept­em­ber í fyrra, fyrir fjórum mán­uðum síð­an, hafa tveir stærstu eig­endur bank­ans á und­an­förnum árum selt sam­tals 13,92 pró­sent hlut í hon­um. Um er að ræða vog­un­ar­sjóð­ina Taconic Capi­tal Advis­ors og Sculptor Capi­tal Mana­gement. Mark­aðsvirði þess hlutar sem þeir hafa selt, að mestu á allra síð­ustu vik­um, er yfir 23 millj­arðar króna.  

Fleiri vog­un­ar­sjóð­ir, sem komu inn í eig­enda­hóp Arion banka eftir að hafa til­heyrt kröfu­hafa­hópi Kaup­þings,hafa líka verið að selja sig niður að und­an­förn­um. 

Inn­lendir fag­fjár­festar hafa keypt stærstan hluta þess sem vog­un­ar­sjóð­irnir hafa selt. Þeir eru að mestu íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Á síð­ustu fjórum mán­uðum hafa þrír stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins: Gildi, Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LSR) bætt við sig sam­an­lagt 4,61 pró­sent hlut í Arion banka. Mark­aðsvirði þess hlutar í dag er um 7,7 millj­arðar króna.

Fleiri líf­eyr­is­sjóð­ir: Stapi, Birta, Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn og Lífs­verk hafa allir líka bætt við sig í Arion banka á síð­ustu mán­uð­u­m. 

Sam­an­lagður eign­ar­hluti þeirra líf­eyr­is­sjóða sem birt­ast á lista yfir 20 stærstu eig­endur bank­ans var 22,42 pró­sent í byrjun síð­asta árs. Í lok sept­em­ber 2020 hafði hann auk­ist í 29,17 pró­sent og síð­ustu fjóra mán­uði hefur hann farið upp í 36,29 pró­sent. Á rúmu ári hefur hlutur sjóð­anna því stækkað um rúm­lega 60 pró­sent. Það þýðir að fjár­fest­ing þeirra átta líf­eyr­is­sjóða sem eru á meðal 20 stærstu hlut­hafa í Arion banka er nú um 60 millj­arða króna virð­i. 

Bankar taka meira

Þorri þess sem út af stendur hefur verið keypt af sjóð- og eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækjum banka eða ein­fald­lega í nafni ann­arra banka.

Sjóðir í stýr­ingu Stefn­is, sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki Arion banka, hafa aukið veru­lega við hlut sinn í móð­ur­bank­an­um. Þeir áttu 1,7 pró­sent hlut í honum í sept­em­ber­lok en eiga nú 2,55 pró­sent. Sjóðir innan Kviku eigna­stýr­ingar hafa einnig bætt vel við sig. Þeir áttu 0,72 pró­sent hlut fyrir fjórum mán­uðum en fara nú með 2,55 pró­sent hlut. Vert er að taka fram að líf­eyr­is­sjóðir eru að jafn­aði á meðal stærstu fjár­festa í þeim sjóðum sem sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækin stýra. Þeir eiga því óbeint við­bót­ar­hlut í gegnum hlut­deild­ar­skír­teini sín í þessum sjóð­u­m. 

Þá hafa eign­ar­hlutir sem skráðir eru í eigu hinna þriggja bank­anna á íslenska mark­aðnum líka auk­ist. Þar er í flestum til­vikum lík­leg­ast um að ræða fram­virka samn­inga sem þeir hafa gert við við­skipta­vini sína, en ekki við­skipti fyrir eigin bók. Eitt­hvað er þó hluti af veltu­bók bank­anna. 

Kvika er nú skráður með 1,68 pró­sent hlut í Arion banka, Íslands­banki með 1,44 pró­sent hlut og Lands­bank­inn með 1,09 pró­sent hlut. 

Það sem upp á vantar var svo keypt af áður­nefndum einka­fjár­fest­um, sam­kvæmt gögnum sem Frétta­blaðið hefur undir hönd­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent