Íslensk fjárfestingafélög keyptu fyrir milljarða í Arion banka í síðustu viku

Erlendir vogunarsjóðir hafa verið að minnka hlut sinn í Arion banka hratt síðustu mánuði. Íslenskir lífeyrissjóðir hafa keypt stærstan hluta af þeim bréfum sem þeir hafa losað um og aðrir fagfjárfestar hafa líka bætt við sig.

Arion banki
Auglýsing

Á meðal þeirra sem keyptu hluta­bréf í Arion banka af banda­ríska vog­un­ar­sjóðnum Taconic Capi­tal í síð­ustu viku eru íslensku fjár­fest­inga­fé­lögin Mótás, Hval­ur, Stál­skip og Sjáv­ar­sýn. Hvalur sem átti fyrir 1,5 pró­sent hlut, stækk­aði sig upp í 2,13 pró­sent með því að kaupa bréf fyrir um millj­arð króna. Mótás, sem nýverið keypti sig inn í Stoð­ir, stærsta inn­lenda einka­fjár­fest­inn í Arion banka, keypti 0,6 pró­sent hlut fyrir tæp­lega 800 millj­ónir króna. Fjár­fest­inga­fé­lagið Stál­skip, í eigu eigu hjón­anna Guð­rúnar Lár­us­dóttur og Ágústs Sig­urðs­sonar og þriggja barna þeirra, keypti fyrir 300 millj­ónir króna og Sjáv­ar­sýn, í eigu Bjarna Ármanns­son­ar, for­stjóra Iceland Seafood og fyrr­ver­andi banka­stjóra Glitn­is, keypti fyrir 200 millj­ónir króna.

Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag

Mótás er í eigu Berg­þórs Jóns­­sonar og Fritz Hend­riks Bernd­sen. Félagið keypti stærstan hluta þess 12,1 pró­­senta eign­ar­hluts Lands­­bank­ans í fjár­­­fest­inga­­fé­lag­inu Stoðum sem seldur var í des­em­ber fyrir 3,3 millj­­arða króna. Það félag keypti bréf fyrir rúman millj­­arð króna. Stoðir eiga 4,99 pró­sent hlut í Arion banka og er líka stærsti ein­staki eig­andi í TM og Kviku banka, sem verið er að sam­eina í eitt fjár­mála­fyr­ir­tæki. Á meðal ann­­arra fjár­­­festa sem keyptu hlut í Stoðum af Lands­­bank­­anum í des­em­ber sam­hliða Mótás var eign­­ar­halds­­­fé­lagið P1211 ehf., sem er í eigu Lárusar Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­­stjóra Glitn­is, og Ágústu Mar­grétar Ólafs­dótt­­ur, eig­in­­konu hans. Þau keyptu um eitt pró­­sent hlut.

Auglýsing
Hvalur er eitt umsvifa­mesta fjár­fest­inga­fé­lag á Íslandi í dag. Félagið er að stærstum hluta í eigu Krist­jáns Lofts­sonar og fjöl­skyldu hans en á meðal ann­arra eig­anda í Hvali eru félög í eigu Ein­ars Sveins­son­ar, bróður hans Ingi­mundar Sveins­sonar og sonar hans Bene­dikts Ein­ars­son­ar. Einar er auk þess stjórn­ar­for­maður Hvals en Krist­ján er fram­kvæmda­stjóri. Eigið fé Hvals var 25 millj­arðar króna í lok sept­em­ber 2019. Auk fjár­fest­inga í Arion banka á Hvalur hluti í Hamp­iðj­unni, Origo og Mar­el. 

Líf­eyr­is­sjóðir hafa stækkað um 60 pró­sent á rúmu ári

Kjarn­inn greindi frá því í gær í frétta­skýr­ingu að mikið breyt­ing hafi átt sér stað á hlut­hafa­hópi Arion banka á síð­ustu mán­uð­um. Frá því í lok sept­em­ber í fyrra, fyrir fjórum mán­uðum síð­an, hafa tveir stærstu eig­endur bank­ans á und­an­förnum árum selt sam­tals 13,92 pró­sent hlut í hon­um. Um er að ræða vog­un­ar­sjóð­ina Taconic Capi­tal Advis­ors og Sculptor Capi­tal Mana­gement. Mark­aðsvirði þess hlutar sem þeir hafa selt, að mestu á allra síð­ustu vik­um, er yfir 23 millj­arðar króna.  

Fleiri vog­un­ar­sjóð­ir, sem komu inn í eig­enda­hóp Arion banka eftir að hafa til­heyrt kröfu­hafa­hópi Kaup­þings,hafa líka verið að selja sig niður að und­an­förn­um. 

Inn­lendir fag­fjár­festar hafa keypt stærstan hluta þess sem vog­un­ar­sjóð­irnir hafa selt. Þeir eru að mestu íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Á síð­ustu fjórum mán­uðum hafa þrír stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins: Gildi, Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LSR) bætt við sig sam­an­lagt 4,61 pró­sent hlut í Arion banka. Mark­aðsvirði þess hlutar í dag er um 7,7 millj­arðar króna.

Fleiri líf­eyr­is­sjóð­ir: Stapi, Birta, Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn og Lífs­verk hafa allir líka bætt við sig í Arion banka á síð­ustu mán­uð­u­m. 

Sam­an­lagður eign­ar­hluti þeirra líf­eyr­is­sjóða sem birt­ast á lista yfir 20 stærstu eig­endur bank­ans var 22,42 pró­sent í byrjun síð­asta árs. Í lok sept­em­ber 2020 hafði hann auk­ist í 29,17 pró­sent og síð­ustu fjóra mán­uði hefur hann farið upp í 36,29 pró­sent. Á rúmu ári hefur hlutur sjóð­anna því stækkað um rúm­lega 60 pró­sent. Það þýðir að fjár­fest­ing þeirra átta líf­eyr­is­sjóða sem eru á meðal 20 stærstu hlut­hafa í Arion banka er nú um 60 millj­arða króna virð­i. 

Bankar taka meira

Þorri þess sem út af stendur hefur verið keypt af sjóð- og eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækjum banka eða ein­fald­lega í nafni ann­arra banka.

Sjóðir í stýr­ingu Stefn­is, sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki Arion banka, hafa aukið veru­lega við hlut sinn í móð­ur­bank­an­um. Þeir áttu 1,7 pró­sent hlut í honum í sept­em­ber­lok en eiga nú 2,55 pró­sent. Sjóðir innan Kviku eigna­stýr­ingar hafa einnig bætt vel við sig. Þeir áttu 0,72 pró­sent hlut fyrir fjórum mán­uðum en fara nú með 2,55 pró­sent hlut. Vert er að taka fram að líf­eyr­is­sjóðir eru að jafn­aði á meðal stærstu fjár­festa í þeim sjóðum sem sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækin stýra. Þeir eiga því óbeint við­bót­ar­hlut í gegnum hlut­deild­ar­skír­teini sín í þessum sjóð­u­m. 

Þá hafa eign­ar­hlutir sem skráðir eru í eigu hinna þriggja bank­anna á íslenska mark­aðnum líka auk­ist. Þar er í flestum til­vikum lík­leg­ast um að ræða fram­virka samn­inga sem þeir hafa gert við við­skipta­vini sína, en ekki við­skipti fyrir eigin bók. Eitt­hvað er þó hluti af veltu­bók bank­anna. 

Kvika er nú skráður með 1,68 pró­sent hlut í Arion banka, Íslands­banki með 1,44 pró­sent hlut og Lands­bank­inn með 1,09 pró­sent hlut. 

Það sem upp á vantar var svo keypt af áður­nefndum einka­fjár­fest­um, sam­kvæmt gögnum sem Frétta­blaðið hefur undir hönd­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent