Mario Draghi fær stjórnarmyndunarumboð

Fyrrum seðlabankastjóri Evrópu hefur fengið leyfi til þess að mynda nýja ríkisstjórn á Ítalíu. Þó er erfitt verkefni fyrir höndum, þar sem ýmsir stjórnmálaflokkar þar í landi eru klofnir í afstöðu sinni gagnvart stjórn með hann í fararbroddi.

Mario Draghi, fyrrum seðlabankastjóri Evrópu
Mario Draghi, fyrrum seðlabankastjóri Evrópu
Auglýsing

Mario Draghi, fyrrum seðlabankastjóri Evrópu, fékk í dag stjórnarmyndunarumboð frá forseta Ítalíu, Sergio Mattarella. Þetta kemur fram í frétt frá Financial Times fyrr í dag.

Samkvæmt fréttinni mun hann nú freista þess að setja saman ríkisstjórn í landinu svo að ekki þurfi að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Draghi, sem er óflokksbundinn, var tilnefndur af Mattarella eftir að stjórnarslit urðu í ríkisstjórn sem Giuseppe Conte leiddi fyrr í vikunni.

Ljóst er að Draghi mun þurfa stuðning frá einhverjum af stóru popúlistaflokkum landsins, Norðurbandalaginu, Bræðrum Ítalíu eða Fimmstjörnuhreyfingunni, til að ríkisstjórn hans haldi velli. Norðurbandalagið og Bræður Ítalíu eru hægripopúlistaflokkar sem er þekktur fyrir andúð sína á innflytjendum, en Fimmstjörnuhreyfingin er ekki mikill stuðningsmaður Evrópusambandsins. 

Auglýsing

Vito Crimi, sitjandi leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar, tilkynnti í gær að flokkurinn myndi ekki samþykkja tækniræðisstjórn með Draghi í fararbroddi. Nokkur ágreiningur virðist þó vera um málið innan flokksins samkvæmt nokkrum þingmönnum hans og gæti hann mögulega klofnað í tvennt vegna þess. 

Matteo Salvini, leiðtogi Norðurbandalagsins, hefur verið jákvæðari í garð hugsanlegrar ríkisstjórnar Draghi. Samkvæmt ítalska fréttamiðlinum La Repubblica sagðist hann hafa stungið upp á að hlustað væri á hvað Draghi hefði upp á að bjóða. Giorgia Meloni, formaður Bræðra Ítalíu segir hins vegar hennar flokk aldrei munu styðja hann. 

Í ræðu sem Draghi flutti fyrr í dag kallaði hann eftir samstöðu þvert á stjórnmálaflokka svo að ríkisstjórnin gæti unnið úr stóru verkefnunum sem biðu hennar. „Að sigrast á faraldrinum, ljúka bólusetningarherferðinni, að leita borgurunum svör og landinu viðspyrnu, þetta eru áskoranirnar,“ bætti hann við. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent