Mario Draghi fær stjórnarmyndunarumboð

Fyrrum seðlabankastjóri Evrópu hefur fengið leyfi til þess að mynda nýja ríkisstjórn á Ítalíu. Þó er erfitt verkefni fyrir höndum, þar sem ýmsir stjórnmálaflokkar þar í landi eru klofnir í afstöðu sinni gagnvart stjórn með hann í fararbroddi.

Mario Draghi, fyrrum seðlabankastjóri Evrópu
Mario Draghi, fyrrum seðlabankastjóri Evrópu
Auglýsing

Mario Drag­hi, fyrrum seðla­banka­stjóri Evr­ópu, fékk í dag stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð frá for­seta Ítal­íu, Sergio Mattarella. Þetta kemur fram í frétt frá Fin­ancial Times fyrr í dag.

Sam­kvæmt frétt­inni mun hann nú freista þess að setja saman rík­is­stjórn í land­inu svo að ekki þurfi að rjúfa þing og boða til nýrra kosn­inga. Drag­hi, sem er óflokks­bund­inn, var til­nefndur af Mattarella eftir að stjórn­ar­slit urðu í rík­is­stjórn sem Giuseppe Conte leiddi fyrr í vik­unni.

Ljóst er að Draghi mun þurfa stuðn­ing frá ein­hverjum af stóru popúlista­flokkum lands­ins, Norð­ur­banda­lag­inu, Bræðrum Ítalíu eða Fimm­stjörnu­hreyf­ing­unni, til að rík­is­stjórn hans haldi velli. Norð­ur­banda­lagið og Bræður Ítalíu eru hægripopúlista­flokkar sem er þekktur fyrir andúð sína á inn­flytj­end­um, en Fimm­stjörnu­hreyf­ingin er ekki mik­ill stuðn­ings­maður Evr­ópu­sam­bands­ins. 

Auglýsing

Vito Crimi, sitj­andi leið­togi Fimm­stjörnu­hreyf­ing­ar­inn­ar, til­kynnti í gær að flokk­ur­inn myndi ekki sam­þykkja tækniræð­is­stjórn með Draghi í far­ar­broddi. Nokkur ágrein­ingur virð­ist þó vera um málið innan flokks­ins sam­kvæmt nokkrum þing­mönnum hans og gæti hann mögu­lega klofnað í tvennt vegna þess. 

Matteo Sal­vini, leið­togi Norð­ur­banda­lags­ins, hefur verið jákvæð­ari í garð hugs­an­legrar rík­is­stjórnar Drag­hi. Sam­kvæmt ítalska frétta­miðl­inum La Repubblica sagð­ist hann hafa stungið upp á að hlustað væri á hvað Draghi hefði upp á að bjóða. Giorgia Meloni, for­maður Bræðra Ítalíu segir hins vegar hennar flokk aldrei munu styðja hann. 

Í ræðu sem Draghi flutti fyrr í dag kall­aði hann eftir sam­stöðu þvert á stjórn­mála­flokka svo að rík­is­stjórnin gæti unnið úr stóru verk­efn­unum sem biðu henn­ar. „Að sigr­ast á far­aldr­in­um, ljúka bólu­setn­ing­ar­her­ferð­inni, að leita borg­ur­unum svör og land­inu við­spyrnu, þetta eru áskor­an­irn­ar,“ bætti hann við. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent