Sósíalistar velkomnir í raðir VG

Forseti Alþingis og einn stofnandi Vinstri grænna segist ekki eiga von á öðru en að róttækum sósíalistum yrði vel tekið ef þeir vildu ganga í raðir VG – og efla flokkinn og gera hann þá ennþá róttækari.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Auglýsing

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþingis og þing­maður VG, segir að það væri ekki endi­lega ófyr­ir­sjá­an­leg þróun ef Sós­í­alista­flokk­ur­inn næði inn á þing í næstu alþing­is­kosn­ingum þegar hann er spurður út í hvernig honum lít­ist á nýlið­ann á vinstri vængn­um, Sós­í­alista­flokk­inn.

Þetta kemur fram í íta­legu við­tali við Stein­grím sem birt­ist um síð­ustu helgi á Kjarn­an­um.

Hann bendir á að á hinum Norð­ur­lönd­unum séu ýmsir val­kostir til vinstri. „Ég tel auð­vitað að Vinstri­hreyf­ingin grænt fram­boð sé þessi sós­íal­íski flokk­ur. Ef það er ekki nógu rót­tækt fyrir menn þá það. Þá bara útbúa menn sinn mál­flutn­ing miðað við það að þeir séu enn lengra til vinstri og svo ráða kjós­endur nið­ur­stöð­unn­i.“

Auglýsing

Stein­grímur telur jafn­framt að lík­leg­ast til árang­urs sé að sam­ein­ast í breið­um, sterk­um, vinstri sinn­uð­um, græn­um, femínískum flokki. „Ég spyr mig að því hvaða efni­viður sé í heil­steypta póli­tík sem ekki rúm­ast undir þeim for­merkj­um. Auð­vitað þegar við vorum að stofna Vinstri græn og jafn­vel enn þann dag í dag þá voru auð­vitað komm­ún­istar með í hópn­um. Það voru hreinir og klárir komm­ún­istar og mjög rót­tækt fólk – og það fólk bland­að­ist bara ágæt­lega við aðra sem í mesta lagi köll­uðu sig sós­í­alista eða rót­tæka vinstri menn, verka­lýðs­sinna, femínista og umhverf­is­vernd­ar­sinna.

­Dýnamíkin hjá okkur hefur notið góðs af því að við höfum ekki bara verið tví­skipt ef svo má að orði kom­ast. Við höfum verið miklu fleira. Ekki ein­ungis til vinstri eða græn heldur líka með femínískan arm og utan­rík­is- og frið­ar­mála­arm, byggða­mála­arm og svo fram­veg­is.“

„Við eigum auð­vitað engan einka­rétt á því að vera eini rót­tæki vinstri flokk­ur­inn“

Bendir Stein­grímur á að þegar VG varð til hafi virkj­ast fjöldi félags­lega sinn­aðs fólks sem ekki hafði tekið þátt í stjórn­málum áður. „Það leyst­ust nefni­lega úr læð­ingi kraftar sem eig­in­lega voru sterk­ari en við áttum von á. Heil­mikið af fólki mætti til leiks sem hafði ekki lagt stjórn­mál­unum lið. Félags­vant fólk úr stétta­bar­átt­unni, verka­lýðs­hreyf­ing­unni eða félaga­sam­tökum og mikið af ungu fólki. En við eigum auð­vitað engan einka­rétt á því að vera eini rót­tæki vinstri flokk­ur­inn og það er bara lýð­ræði. Eðli máls­ins sam­kvæmt geta menn auð­vitað látið á það reyna hvort að stuðn­ingur sé við þá og þeirra hug­mynda­fræð­i.“

Sós­í­alista­flokk­ur­inn sprettur upp úr ákveðnum jarð­vegi í kringum bús­á­halda­bylt­ing­una og verka­lýðs­hreyf­ing­una og virð­ist vera vöntun á ennþá rót­tæk­ari vinstra afli. Hvað finnst þér um það?

„Ég tel að það fólk sé allt saman vel­komið í okkar rað­ir, það er ekki vand­inn í mínum huga. En kannski eru aðstæð­urnar núna þegar við erum í rík­is­stjórn þannig að þá finnst fólki það eitt­hvað fjar­læg­ara. Ég á ekki von á öðru en að þeim yrði vel tekið ef þau vildu ganga í okkar raðir og efla okkur og gera okkur þá ennþá rót­tæk­ari. Valið er auð­vitað um það,“ segir Stein­grím­ur.

Sérðu þá ekki rót­tækn­ina sem vanda­mál?

„Nei, alls ekki. Óli kommi og Þor­valdur Þor­valds­son voru til dæmis góðir liðs­menn okkar og voru fyrstu 10 til 15 árin í okkar hreyf­ingu. Ég man ekki til þess að það hafi skapað nein vanda­mál. Og þannig hafa menn þá áhrif inn í stærri hóp, getum við sagt, og toga þá hreyf­ing­una enn meira til vinstri,“ segir hann en bætir því við að auð­vitað verði menn að finna út úr þessu sjálf­ir. Per­sónur og leik­endur skipti alltaf máli og ætli hann síð­astur manna að fara að tala úr mönnum kjarkinn hvað það varð­ar.

„Það er að mörgu leyti spenn­andi að láta reyna á gæfu sína í svona lög­uðu. Menn eiga fullan rétt á því og er það hluti af lýð­ræð­inu og þing­ræð­inu. Og ef eitt­hvað er þá þarf að passa upp á það að þrösk­uld­arnir séu ekki of háir til þess að nýsköpun eigi sér stað innan stjórn­mál­anna.“

Hann segir að áhuga­vert verði að sjá hvað gerj­ist í þessum mál­um.

Hægt er að lesa við­talið í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að snarlækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent