„Kemur til greina að hækka veiðigjöld í ljósi aðstæðna til að jafna byrðarnar í samfélaginu?“

Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvort til greina kæmi að hækka veiðigjöld, að minnsta kosti tímabundið, í ljósi aðstæðna til að jafna byrðarnar í samfélaginu.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra ræddu veiði­gjöld í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag í sam­hengi við það ástand sem nú er uppi vegna COVID-19 far­ald­urs. Spurði þing­mað­ur­inn ráð­herr­ann hvort til greina kæmi að hækka veiði­gjöldin tíma­bundið og hvort henni fynd­ist hlut­fallið vera eðli­legt.

„Ef ein­hver hefur velkst í vafa um mik­il­vægi sam­neysl­unnar og nauð­syn á getu stjórn­valda til að grípa inn í með stór­felldum hætti hefur þeirri óvissu von­andi verið eytt núna í COVID-far­aldr­in­um. Um allan heim hafa stjórn­völd gripið til stór­tækra aðgerða til að aðstoða atvinnu­líf og ein­stak­linga með áður óþekktum hætti, líka hér á Íslandi. En þó það hafi verið gert er jafn ljóst að við deilum um áhersl­urn­ar,“ sagði Logi.

Telur hann og flokkur hans að of litlu hafi verið varið í að aðstoða tug­þús­undir manna sem misst hafa vinn­una og allt of lítil áform um að skapa ný störf. „Nú eru 27.000 manns atvinnu­lausir og sam­kvæmt könnun rann­sókna­stofn­unar vinnu­mark­að­ar­ins á um helm­ingur þessa fólks erfitt með að ná endum sam­an. Þrír hópar skera sig úr; inn­flytj­end­ur, konur og ungt fólk,“ benti hann á.

Auglýsing

Vill athuga for­gangs­röð­ina

Logi vék einn fremur að stöðu unga fólks­ins. „42 pró­sent segj­ast búa við slæma and­lega heilsu og 60 pró­sent hafa þurft að neita sér um lækn­is­þjón­ustu á síð­asta hálfa ári. Allar aðvör­un­ar­bjöllur klingja, skamm­tíma­á­hrifin aug­ljós en því miður lang­tíma­á­hrifin líka. Rík­is­stjórnin telur sig ekki geta gert meira fyrir þennan hóp en skoðum aðeins for­gangs­röð­un­ina.“

Benti hann í því sam­bandi á að á síð­asta ári hefði útgerðin greitt sér 4,8 millj­arða í veiði­gjöld. „Sú tala segir kannski ekki mikið nema þegar við horfum á sam­heng­ið. Á sama tíma greiddu sjö eig­endur stærstu útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna sér marg­faldan þann arð á við það sem greitt er í veiði­gjöld og innan við 10 pró­sent af sam­an­lögðum rekstr­ar­hagn­aði fyr­ir­tækja.“

Spurði hann því ráð­herra hvort hún teldi þetta hlut­fall vera eðli­legt og sann­gjarnt eða kæmi ef til vill til greina að hækka veiði­gjöld, að minnsta kosti tíma­bund­ið, í ljósi aðstæðna til að jafna byrð­arnar í sam­fé­lag­inu.

Sam­mála um mik­il­vægi sam­neysl­unnar

Katrín svar­aði og sagð­ist geta tekið undir með Loga að það væri mjög mik­il­vægt að þau skoð­uðu sér­stak­lega hvað þau gætu gert til að koma til móts við þessa hópa. „Rík­is­stjórnin hefur staðið fyrir því að atvinnu­leys­is­bætur hafa verið hækk­aðar um 35 pró­sent á kjör­tíma­bil­inu einmitt til að mæta atvinnu­leit­end­um. Það er líka mik­il­vægt að við veltum því fyrir okkur hvað fleira er hægt að gera. Ég minni á að skatt­byrði þessa hóps var lækk­uð. Og af því að hv. þing­maður nefnir líka ungt fólk þá vil ég minna á hækkun barna­bóta sem vissu­lega kemur sér vel fyrir barna­fólk sem flest hvað er ungt að aldri. En við þurfum að taka þetta til skoð­unar og ég nefni sér­stak­lega inn­flytj­endur í þessum hópi sem eru auð­vitað lang­flestir líka í hópi atvinnu­leit­enda.“

Þá telur Katrín að hún og þing­mað­ur­inn séu sam­mála um mik­il­vægi sam­neysl­unnar og um þau mark­mið að hana eigi að nýta til að jafna kjörin „eins og við höfum verið að gera í þessum mál­u­m“.

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Hvað varðar veiði­gjöldin þá vildi hún minna á að sú breyt­ing sem gerð var á því gjaldi á þessu kjör­tíma­bili hefði verið að afkomu­tengja það. „Það er rétt að útgerðin skil­aði 4,8 millj­örðum á nýliðnu ári. Árið 2021 er gert ráð fyrir að sú álagn­ing nemi 7,5 millj­örðum sem bygg­ist á afkomu veiða árs­ins 2019. Hér var ég meðal ann­ars sökuð um að standa fyrir lækkun veiði­gjalds og vænt­an­lega verð ég þá núna sögð vera að hækka veiði­gjald. Hvor­ugt á við rök að styðj­ast. Það sem var gert var að afkomu­tengja veiði­gjald­ið. Síðan er hægt að ræða það hvert hlut­fallið eigi nákvæm­lega að vera. En ég velti því fyrir mér hvort hátt­virtur þing­maður sé mér ekki sam­mála um að það sé eðli­legt að þetta gjald fylgi afkomu fyr­ir­tækj­anna þannig að þegar vel árar í sjáv­ar­út­vegi, eins og gerð­ist 2019, þá skili það sér inn í rík­is­sjóð,“ sagði ráð­herr­ann. 

Spurði sömu spurn­ingar aftur

Logi kom aftur í pontu og sagði að hann teldi langeðli­leg­ast að réttasta gjaldið feng­ist með því að láta fyr­ir­tækin bjóða í þessa tak­mörk­uðu auð­lind og það ættu þau svo sann­ar­lega að gera.

„Ég spyr hins vegar ráð­herra aftur hvort henni finn­ist í ljósi þess­ara aðstæðna þetta hlut­fall vera sann­gjarnt þegar fyr­ir­tækin eru að moka út arði. Við getum ekki búið við það að örfáar fjöl­skyldur hér í land­inu séu að mylja undir sig millj­arða fyrir nýt­ingu á tak­mörk­uð­um, sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­innar á meðan tug­þús­undir manna eiga erfitt með að ná endum sam­an, geta ekki sótt sér lækn­is­þjón­ustu og börn þeirra munu kannski líða skort sem mun hafa áhrif á þau alla ævi.“

Spurði hann því aft­ur: „Kemur til greina að hækka veiði­gjöldin tíma­bundið og finnst hæst­virtum ráð­herra þetta hlut­fall, sem hún vissu­lega ákvað, vera eðli­leg­t?“

Sann­gjarnar til­lögur – Hlut­fallið ásætt­an­legt

Katrín svar­aði í annað sinn og sagði að Logi setta þetta í sam­hengi við aðgerðir til að stuðla að jöfn­uði í sam­fé­lag­inu og allt það sem hún taldi upp í fyrri ræðu stefndi í þá átt.

„Ég nefndi reyndar ekki kostnað í heil­brigð­is­kerf­inu, sem hátt­virtur þing­maður kom inn á, en á þessu kjör­tíma­bili mun kostn­aður fólks á Íslandi við heil­brigð­is­þjón­ustu lækka þannig að við verðum komin á par við önnur Norð­ur­lönd þangað sem hv. þing­maður hefur einmitt viljað beina sinni flug­vél þegar hann er spurður um það hvaða sam­fé­lags­gerð hann vilji leggja til. Skiptir það máli fyrir þá sem höllustum fæti standa? Ég segi já við því.

Hvað varðar veiði­gjöld­in, af því að hátt­virtur þing­maður vill setja þau í þetta sam­hengi, þá fannst mér það vera sann­gjarnar til­lögur sem við sam­þykktum á þing­inu þar sem ákveðið var að leggja til 33 pró­sent gjald af afkomu fisk­veiða sam­kvæmt útreikn­ingum og nýj­ustu skatt­fram­töl­u­m. ­Spurn­ingin sem hátt­virtur þing­maður setur fram er þessi: Er það sann­gjarnt hlut­fall? Auð­vitað á eftir að koma reynsla á það. Í raun og veru erum við að sjá veiði­gjaldið hækka um 56 pró­sent, vænt­an­lega 2021, af því við erum að afkomu­tengja það. Mér fannst þetta hlut­fall ásætt­an­legt, enda studdi ég það frum­varp sem lagt var fram fyrir rúmu ári eða svo,“ sagði hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent