Creditinfo hættir að rukka fyrir ársreikninga sem eru nú þegar fríir hjá Skattinum

Creditinfo veitir nú aðgang að frumriti ársreikninga án kostnaðar. Samkvæmt nýjum lögum hefur verið hægt að nálgast ársreikninga íslenskra fyrirtækja án endurgjalds á vef ríkisskattsstjóra frá byrjun þessa árs.

reikningarnir.jpg
Auglýsing

Credit­info hefur ákveðið að veita öllum við­skipta­vinum sínum aðgang að skönn­uðum frum­ritum af árs­reikn­ingum að kostn­að­ar­lausu. Áfram verður tekið gjald af inns­legnum ein­tökum (990 krón­ur), árs­reik­inga­skýrslum (3.190 krón­ur) og fleiri vörum sem unnar eru upp úr árs­reikn­ingum fyr­ir­tækja. 

­Sam­kvæmt verð­skrá Credit­info verður einnig áfram rukkað fyrir til dæmis skönnuð skjöl, sem eru sam­þykkt­ir, stofnskjöl og önnur sem inni­halda upp­lýs­ingar um breyt­ingar hjá fyr­ir­tækj­um. Fyrir hverja slíka pöntun þarf að greiða 1.820 krón­ur. 

Frá byrjun árs hefur verið hægt að nálg­ast árs­reikn­inga íslenskra fyr­ir­tækja án end­ur­gjalds, en lög þess efnis tóku gildi um síð­ast­liðin ára­mót. 

Hægt er að nálg­­ast alla árs­­reikn­inga í fyr­ir­tækja­­skrá rík­­is­skatt­­stjóra með því að smella á körfu við hlið­ina á árs­­reikn­ingi val­ins félags líkt og sést á mynd hér að neð­­an.Skjáskot af fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.

Þegar árs­­reikn­ingur er val­inn þarf svo að smella á gráan kassa sem mynd­­ast efst á síð­­unni og stendur „Karfa“ á.

Frum­varpið til lag­anna var flutt af Þór­­dísi Kol­brúnu Reyk­­fjörð Gylfa­dótt­­ur, nýsköp­un­­ar- og ferða­­mála­ráð­herra, en Björn Leví Gísla­­son þing­­maður Pírata hefur end­­ur­­tekið flutt sam­­bæri­­leg frum­vörp á síð­­­ustu þremur árum þar sem afnám gjald­töku á upp­­lýs­ingum úr árs­­reikn­ingum var lagt til. 

Dó í nefnd og mót­­mælt af Credit­info

Björn Leví flutti frum­varp um afnám gjald­­töku fyrir aðgang að árs­­reikn­ingum í sept­­em­ber árið 2017 og svo aftur í des­em­ber sama ár. Það frum­varp fór í fyrstu umræðu í efna­hags- og við­­skipta­­nefnd sem kall­aði eftir umsögnum um mál­ið, en rataði svo aldrei það­­an. 

Auglýsing
Creditinfo, sem er stærsta fyr­ir­tækið á þeim mark­aði sem selur upp­­lýs­ingar úr árs­­reikn­inga­­skrá, mót­­mælti því frum­varpi í umsögn sinni til nefnd­­ar­innar snemma árs 2017. Þar sagði fyr­ir­tækið meðal ann­­ars að upp­­lýs­ing­­arnar væru fyrst og fremst nýttar af atvinn­u­líf­inu og taldi það eðli­­legt að fólk og fyr­ir­tæki greiði fyrir þær í stað þess að „al­­mannafé verði nýtt til að standa straum af kostn­aði við rekstrur skránna.“

Rík­is­skatts­stjóri líka á móti

Emb­ætti rík­­is­skatt­­stjóra skrif­aði einnig umsögn um frum­varpið og sagði það kippa fótum undan rekstri þess. Enn fremur líkti emb­ættið afnámi gjald­tök­unnar við það að gera aðgang að söfnum lands­ins ókeyp­­is.

Rík­­­is­skatt­­­stjóri sagði að ef fyr­ir­hug­aðar laga­breyt­ingar fram að ganga þá væri æski­­­legt að veitt yrði heim­ild til að setja reglu­­­gerð um afmörkun þeirra upp­­­lýs­inga sem veita ætti gjald­frjálst aðgengi að og fram­­­kvæmd hins raf­­­ræna aðgeng­­­is. „Hvort heldur átt er við ein­stakar upp­­­flett­ingar almenn­ings eða aðgang fyr­ir­tækja að gagna­grunnum eða afritun ein­stakra skráa vegna úrvinnslu upp­­­lýs­inga.“

Þór­­dís Kol­brún með nýtt frum­varp

Björn Leví end­­ur­­flutti sama frum­varpið þrisvar sinnum á árunum 2017-2019, en það komst aldrei úr nefnd. Í apríl í fyrra, rúmu hálfu ári eftir þriðja end­­ur­­flutn­ing Björns Levís kom Þór­­dís Kol­brún Reyk­­fjörð Gylfa­dótt­ir, nýsköp­un­­ar- og ferða­­mála­ráð­herra, svo fram með eigið frum­varp sem sneri að árs­­reikn­ingum og end­­ur­­skoðun á þeim, en í því var lagt til að aðgengi að árs­­reikn­ingum yrði gjald­frjálst. Frum­varpið var sam­­þykkt í fyrra­sum­­­ar, en lögin tóku gildi við upp­­haf þessa árs. 

Aðgeng­i­­legt í nágranna­löndum

Líkt og Kjarn­inn benti fyrst á fyrir þremur árum síðan eru upp­­lýs­ingar um fyr­ir­tæki aðgeng­i­­legar almenn­ingi í nágranna­löndum Íslands. Þar eru starfs­ræktar sér­­­­stakar vef­­­­síður þar sem hægt er að nálg­­­­ast grunn­­­­upp­­­­lýs­ingar um fyr­ir­tæki á borð við eig­end­­­­ur, stjórn­­­­endur og lyk­il­­­­tölur úr rekstri fyr­ir­tækj­anna.

Vef­­­­síð­­­an Alla­bolag í Sví­­­­þjóð þjónar til að mynda þessum til­­­­­­­gangi, en þar er að finna helstu upp­­­­lýs­ingar um fyr­ir­tæki þar í landi. Hægt er að nálg­­­­ast grunn­­­­upp­­­­lýs­ingar án kosn­aðar en ef þörf er á þá er hægt að greiða fyrir frek­­­­ari upp­­­­lýs­ing­­­­ar. Sam­­­­kvæmt síð­­­­unni er hún upp­­­­­­­færð dag­­­­lega með upp­­­­lýs­ingum frá yfir­­­­völdum þar í landi.

Sam­­­­bæri­­­­legar síður eru í Dan­­­­mörku og Nor­egi, þar sem hægt er að fletta upp grunn­­­­upp­­­­lýs­ingum um dönsk og norsk fyr­ir­tæki.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent