Creditinfo hættir að rukka fyrir ársreikninga sem eru nú þegar fríir hjá Skattinum

Creditinfo veitir nú aðgang að frumriti ársreikninga án kostnaðar. Samkvæmt nýjum lögum hefur verið hægt að nálgast ársreikninga íslenskra fyrirtækja án endurgjalds á vef ríkisskattsstjóra frá byrjun þessa árs.

reikningarnir.jpg
Auglýsing

Credit­info hefur ákveðið að veita öllum við­skipta­vinum sínum aðgang að skönn­uðum frum­ritum af árs­reikn­ingum að kostn­að­ar­lausu. Áfram verður tekið gjald af inns­legnum ein­tökum (990 krón­ur), árs­reik­inga­skýrslum (3.190 krón­ur) og fleiri vörum sem unnar eru upp úr árs­reikn­ingum fyr­ir­tækja. 

­Sam­kvæmt verð­skrá Credit­info verður einnig áfram rukkað fyrir til dæmis skönnuð skjöl, sem eru sam­þykkt­ir, stofnskjöl og önnur sem inni­halda upp­lýs­ingar um breyt­ingar hjá fyr­ir­tækj­um. Fyrir hverja slíka pöntun þarf að greiða 1.820 krón­ur. 

Frá byrjun árs hefur verið hægt að nálg­ast árs­reikn­inga íslenskra fyr­ir­tækja án end­ur­gjalds, en lög þess efnis tóku gildi um síð­ast­liðin ára­mót. 

Hægt er að nálg­­ast alla árs­­reikn­inga í fyr­ir­tækja­­skrá rík­­is­skatt­­stjóra með því að smella á körfu við hlið­ina á árs­­reikn­ingi val­ins félags líkt og sést á mynd hér að neð­­an.Skjáskot af fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.

Þegar árs­­reikn­ingur er val­inn þarf svo að smella á gráan kassa sem mynd­­ast efst á síð­­unni og stendur „Karfa“ á.

Frum­varpið til lag­anna var flutt af Þór­­dísi Kol­brúnu Reyk­­fjörð Gylfa­dótt­­ur, nýsköp­un­­ar- og ferða­­mála­ráð­herra, en Björn Leví Gísla­­son þing­­maður Pírata hefur end­­ur­­tekið flutt sam­­bæri­­leg frum­vörp á síð­­­ustu þremur árum þar sem afnám gjald­töku á upp­­lýs­ingum úr árs­­reikn­ingum var lagt til. 

Dó í nefnd og mót­­mælt af Credit­info

Björn Leví flutti frum­varp um afnám gjald­­töku fyrir aðgang að árs­­reikn­ingum í sept­­em­ber árið 2017 og svo aftur í des­em­ber sama ár. Það frum­varp fór í fyrstu umræðu í efna­hags- og við­­skipta­­nefnd sem kall­aði eftir umsögnum um mál­ið, en rataði svo aldrei það­­an. 

Auglýsing
Creditinfo, sem er stærsta fyr­ir­tækið á þeim mark­aði sem selur upp­­lýs­ingar úr árs­­reikn­inga­­skrá, mót­­mælti því frum­varpi í umsögn sinni til nefnd­­ar­innar snemma árs 2017. Þar sagði fyr­ir­tækið meðal ann­­ars að upp­­lýs­ing­­arnar væru fyrst og fremst nýttar af atvinn­u­líf­inu og taldi það eðli­­legt að fólk og fyr­ir­tæki greiði fyrir þær í stað þess að „al­­mannafé verði nýtt til að standa straum af kostn­aði við rekstrur skránna.“

Rík­is­skatts­stjóri líka á móti

Emb­ætti rík­­is­skatt­­stjóra skrif­aði einnig umsögn um frum­varpið og sagði það kippa fótum undan rekstri þess. Enn fremur líkti emb­ættið afnámi gjald­tök­unnar við það að gera aðgang að söfnum lands­ins ókeyp­­is.

Rík­­­is­skatt­­­stjóri sagði að ef fyr­ir­hug­aðar laga­breyt­ingar fram að ganga þá væri æski­­­legt að veitt yrði heim­ild til að setja reglu­­­gerð um afmörkun þeirra upp­­­lýs­inga sem veita ætti gjald­frjálst aðgengi að og fram­­­kvæmd hins raf­­­ræna aðgeng­­­is. „Hvort heldur átt er við ein­stakar upp­­­flett­ingar almenn­ings eða aðgang fyr­ir­tækja að gagna­grunnum eða afritun ein­stakra skráa vegna úrvinnslu upp­­­lýs­inga.“

Þór­­dís Kol­brún með nýtt frum­varp

Björn Leví end­­ur­­flutti sama frum­varpið þrisvar sinnum á árunum 2017-2019, en það komst aldrei úr nefnd. Í apríl í fyrra, rúmu hálfu ári eftir þriðja end­­ur­­flutn­ing Björns Levís kom Þór­­dís Kol­brún Reyk­­fjörð Gylfa­dótt­ir, nýsköp­un­­ar- og ferða­­mála­ráð­herra, svo fram með eigið frum­varp sem sneri að árs­­reikn­ingum og end­­ur­­skoðun á þeim, en í því var lagt til að aðgengi að árs­­reikn­ingum yrði gjald­frjálst. Frum­varpið var sam­­þykkt í fyrra­sum­­­ar, en lögin tóku gildi við upp­­haf þessa árs. 

Aðgeng­i­­legt í nágranna­löndum

Líkt og Kjarn­inn benti fyrst á fyrir þremur árum síðan eru upp­­lýs­ingar um fyr­ir­tæki aðgeng­i­­legar almenn­ingi í nágranna­löndum Íslands. Þar eru starfs­ræktar sér­­­­stakar vef­­­­síður þar sem hægt er að nálg­­­­ast grunn­­­­upp­­­­lýs­ingar um fyr­ir­tæki á borð við eig­end­­­­ur, stjórn­­­­endur og lyk­il­­­­tölur úr rekstri fyr­ir­tækj­anna.

Vef­­­­síð­­­an Alla­bolag í Sví­­­­þjóð þjónar til að mynda þessum til­­­­­­­gangi, en þar er að finna helstu upp­­­­lýs­ingar um fyr­ir­tæki þar í landi. Hægt er að nálg­­­­ast grunn­­­­upp­­­­lýs­ingar án kosn­aðar en ef þörf er á þá er hægt að greiða fyrir frek­­­­ari upp­­­­lýs­ing­­­­ar. Sam­­­­kvæmt síð­­­­unni er hún upp­­­­­­­færð dag­­­­lega með upp­­­­lýs­ingum frá yfir­­­­völdum þar í landi.

Sam­­­­bæri­­­­legar síður eru í Dan­­­­mörku og Nor­egi, þar sem hægt er að fletta upp grunn­­­­upp­­­­lýs­ingum um dönsk og norsk fyr­ir­tæki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent