Samfylkingin orðin minni en Vinstri græn samkvæmt nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking tapa fylgi en Framsókn og Vinstri græn bæta við sig. Miðflokkurinn græðir ekkert á dalandi fylgi Sjálfstæðisflokksins nú, líkt og hann hefur oft gert áður.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar lækkar um tvö og hálft pró­sentu­stig milli kann­ana MMR og mælist nú 13,1 pró­sent. Það er minna fylgi en Vinstri græn, flokkur Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, mælist með í könn­un­inni, en það mælist 13,5 pró­sent. Þetta er í fyrsta sinn síðan seint í maí 2019 sem Vinstri græn mæl­ast stærri en Sam­fylk­ingin og flokk­ur­inn mælist nú næst stærsti flokkur lands­ins. Vinstri græn bæta við sig 2,6 pró­sentu­stigum af fylgi milli mán­aða.

Sá stærsti, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, tapar einnig fylgi á milli kann­ana, alls 2,2 pró­sentu­stig­um, og mælist nú með 22,2 pró­sent fylgi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem situr í rík­is­stjórn með Vinstri grænum og Sjálf­stæð­is­flokki, bætir við sig 2,3 pró­sentu­stigum milli mán­aða og er nú með 11,4 pró­sent fylgi. Hann er eini stjórn­ar­flokk­ur­inn sem mælist með stuðn­ing yfir kjör­fylgi sínu sem stendur og fylgi flokks­ins hefur ekki mælst meira í könn­unum MMR frá því í sept­em­ber 2019.

Auglýsing
Könnunin var fram­kvæmd 12. - 18. febr­úar 2021 og var heild­ar­fjöldi svar­enda 919 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri. Það þýðir að fram­kvæmd hennar hófst degi áður en til­kynnt var um upp­röðun á fram­boðs­lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík, en það var gert laug­ar­dag­inn 13. febr­ú­ar. Mik­ill styr hefur staðið um það ferli þar sem einum núver­andi odd­vita, Ágústi Ólafi Ágústs­syni, og vara­þing­mönnum var boðið sæti neðar á listum til að rýma fyrir nýju fólki, sem þau höfn­uðu. Átök milli ein­stak­linga vegna þessa hafa verið til mik­illar opin­berrar umfjöll­un­ar. 

Mið­flokk­ur­inn tapar fylgi

Píratar mæl­ast fjórði stærsti flokkur lands­ins með 11,4 pró­sent fylgi og Við­reisn bætir við sig 1,8 pró­sentu­stigi milli mán­aða og mælist með 10,6 pró­sent fylgi. Báðir flokk­arnir mæl­ast yfir kjör­fylg­i. 

Athygli vekur að Mið­flokk­ur­inn, sem vana­lega bætir við sig fylgi þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn dalar í könn­un­um, tapar 0,8 pró­sentu­stigum milli mán­aða og mælist nú með átta pró­sent stuðn­ing. Það er tölu­vert undir kjör­fylgi hans. 

Sós­í­alista­flokkur Íslands mælist með 4,1 pró­sent fylgi og Flokkur fólks­ins með 3,6 pró­sent. Báðir tapa fylgi milli mán­aða og myndu ólík­lega ná inn á þing miðað við þessa stöðu.

Alls segj­ast tvö pró­sent aðspurðra að þeir myndu kjósa aðra val­kosti en þá níu sem hér hefur verið fjallað um. 

Mörg mynstur í kort­unum

Sam­eig­in­legt fylgi stjórn­ar­flokk­anna þriggja er nú 47,1 pró­sent, sem er 5,7 pró­sentu­stigum undir því sem þeir fengu í kosn­ing­unum 2017. Í ljósi þess að hátt í tíu pró­sent atkvæða gætu fallið niður dauð, yrði könnun MMR nið­ur­staða kosn­inga, þá myndi það duga vel til að halda núver­andi stjórn­ar­sam­starfi áfram. 

Þeir þrír stjórn­ar­and­stöðu­flokkar sem mæl­ast með fylgi yfir kjör­fylgi; Sam­fylk­ing­in, Píratar og Við­reisn, mæl­ast nú sam­an­lagt með 35,1 pró­sent fylgi, eða 7,1 pró­sentu­stigum yfir því sem þeir fengu haustið 2017. Þeir gætu því, miðað við þá stöðu sem birt­ist í könnun MMR, mögu­lega myndað rík­is­stjórn með annað hvort Vinstri grænum eða Fram­sókn­ar­flokki. 

Ef gengið er út frá því að yfir­lýs­ingar Píratar og Sam­fylk­ingar um að flokk­arnir ætli ekki að starfa með Sjálf­stæð­is­flokki haldi þá er raunar hægt að mynda margs­konar fjög­urra flokka rík­is­stjórnir úr ofan­greindu fimm flokka mengi. Þar yrði mögu­lega hægt að skilja hvern flokk­anna fimm: Vinstri græn, Sam­fylk­ingu, Pírata, Fram­sókn­ar­flokk eða Við­reisn, eftir fyrir utan stjórn. 

Á hinn bóg­inn væri líka hægt að mynda rík­is­stjórn frá miðju til hægri með Sjálf­stæð­is­flokk, Fram­sókn­ar­flokk, Við­reisn og Mið­flokk inn­byrðis ef þeir flokkar gætu náð saman um deilu­mál sín. Slík rík­is­stjórn væri með 52,2 pró­sent atkvæða á bak­við sig. Mögu­lega gæti meira að segja verið hægt að mynda þriggja flokka rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Við­reisn­ar. Þeir mæl­ast með 31-32 þing­menn inni miðað við þá stöðu sem sett er fram í könnun MMR.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent