Samfylkingin orðin minni en Vinstri græn samkvæmt nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking tapa fylgi en Framsókn og Vinstri græn bæta við sig. Miðflokkurinn græðir ekkert á dalandi fylgi Sjálfstæðisflokksins nú, líkt og hann hefur oft gert áður.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar lækkar um tvö og hálft pró­sentu­stig milli kann­ana MMR og mælist nú 13,1 pró­sent. Það er minna fylgi en Vinstri græn, flokkur Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, mælist með í könn­un­inni, en það mælist 13,5 pró­sent. Þetta er í fyrsta sinn síðan seint í maí 2019 sem Vinstri græn mæl­ast stærri en Sam­fylk­ingin og flokk­ur­inn mælist nú næst stærsti flokkur lands­ins. Vinstri græn bæta við sig 2,6 pró­sentu­stigum af fylgi milli mán­aða.

Sá stærsti, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, tapar einnig fylgi á milli kann­ana, alls 2,2 pró­sentu­stig­um, og mælist nú með 22,2 pró­sent fylgi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem situr í rík­is­stjórn með Vinstri grænum og Sjálf­stæð­is­flokki, bætir við sig 2,3 pró­sentu­stigum milli mán­aða og er nú með 11,4 pró­sent fylgi. Hann er eini stjórn­ar­flokk­ur­inn sem mælist með stuðn­ing yfir kjör­fylgi sínu sem stendur og fylgi flokks­ins hefur ekki mælst meira í könn­unum MMR frá því í sept­em­ber 2019.

Auglýsing
Könnunin var fram­kvæmd 12. - 18. febr­úar 2021 og var heild­ar­fjöldi svar­enda 919 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri. Það þýðir að fram­kvæmd hennar hófst degi áður en til­kynnt var um upp­röðun á fram­boðs­lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík, en það var gert laug­ar­dag­inn 13. febr­ú­ar. Mik­ill styr hefur staðið um það ferli þar sem einum núver­andi odd­vita, Ágústi Ólafi Ágústs­syni, og vara­þing­mönnum var boðið sæti neðar á listum til að rýma fyrir nýju fólki, sem þau höfn­uðu. Átök milli ein­stak­linga vegna þessa hafa verið til mik­illar opin­berrar umfjöll­un­ar. 

Mið­flokk­ur­inn tapar fylgi

Píratar mæl­ast fjórði stærsti flokkur lands­ins með 11,4 pró­sent fylgi og Við­reisn bætir við sig 1,8 pró­sentu­stigi milli mán­aða og mælist með 10,6 pró­sent fylgi. Báðir flokk­arnir mæl­ast yfir kjör­fylg­i. 

Athygli vekur að Mið­flokk­ur­inn, sem vana­lega bætir við sig fylgi þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn dalar í könn­un­um, tapar 0,8 pró­sentu­stigum milli mán­aða og mælist nú með átta pró­sent stuðn­ing. Það er tölu­vert undir kjör­fylgi hans. 

Sós­í­alista­flokkur Íslands mælist með 4,1 pró­sent fylgi og Flokkur fólks­ins með 3,6 pró­sent. Báðir tapa fylgi milli mán­aða og myndu ólík­lega ná inn á þing miðað við þessa stöðu.

Alls segj­ast tvö pró­sent aðspurðra að þeir myndu kjósa aðra val­kosti en þá níu sem hér hefur verið fjallað um. 

Mörg mynstur í kort­unum

Sam­eig­in­legt fylgi stjórn­ar­flokk­anna þriggja er nú 47,1 pró­sent, sem er 5,7 pró­sentu­stigum undir því sem þeir fengu í kosn­ing­unum 2017. Í ljósi þess að hátt í tíu pró­sent atkvæða gætu fallið niður dauð, yrði könnun MMR nið­ur­staða kosn­inga, þá myndi það duga vel til að halda núver­andi stjórn­ar­sam­starfi áfram. 

Þeir þrír stjórn­ar­and­stöðu­flokkar sem mæl­ast með fylgi yfir kjör­fylgi; Sam­fylk­ing­in, Píratar og Við­reisn, mæl­ast nú sam­an­lagt með 35,1 pró­sent fylgi, eða 7,1 pró­sentu­stigum yfir því sem þeir fengu haustið 2017. Þeir gætu því, miðað við þá stöðu sem birt­ist í könnun MMR, mögu­lega myndað rík­is­stjórn með annað hvort Vinstri grænum eða Fram­sókn­ar­flokki. 

Ef gengið er út frá því að yfir­lýs­ingar Píratar og Sam­fylk­ingar um að flokk­arnir ætli ekki að starfa með Sjálf­stæð­is­flokki haldi þá er raunar hægt að mynda margs­konar fjög­urra flokka rík­is­stjórnir úr ofan­greindu fimm flokka mengi. Þar yrði mögu­lega hægt að skilja hvern flokk­anna fimm: Vinstri græn, Sam­fylk­ingu, Pírata, Fram­sókn­ar­flokk eða Við­reisn, eftir fyrir utan stjórn. 

Á hinn bóg­inn væri líka hægt að mynda rík­is­stjórn frá miðju til hægri með Sjálf­stæð­is­flokk, Fram­sókn­ar­flokk, Við­reisn og Mið­flokk inn­byrðis ef þeir flokkar gætu náð saman um deilu­mál sín. Slík rík­is­stjórn væri með 52,2 pró­sent atkvæða á bak­við sig. Mögu­lega gæti meira að segja verið hægt að mynda þriggja flokka rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Við­reisn­ar. Þeir mæl­ast með 31-32 þing­menn inni miðað við þá stöðu sem sett er fram í könnun MMR.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent