Samfylkingin orðin minni en Vinstri græn samkvæmt nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking tapa fylgi en Framsókn og Vinstri græn bæta við sig. Miðflokkurinn græðir ekkert á dalandi fylgi Sjálfstæðisflokksins nú, líkt og hann hefur oft gert áður.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Fylgi Samfylkingarinnar lækkar um tvö og hálft prósentustig milli kannana MMR og mælist nú 13,1 prósent. Það er minna fylgi en Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, mælist með í könnuninni, en það mælist 13,5 prósent. Þetta er í fyrsta sinn síðan seint í maí 2019 sem Vinstri græn mælast stærri en Samfylkingin og flokkurinn mælist nú næst stærsti flokkur landsins. Vinstri græn bæta við sig 2,6 prósentustigum af fylgi milli mánaða.

Sá stærsti, Sjálfstæðisflokkurinn, tapar einnig fylgi á milli kannana, alls 2,2 prósentustigum, og mælist nú með 22,2 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn, sem situr í ríkisstjórn með Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokki, bætir við sig 2,3 prósentustigum milli mánaða og er nú með 11,4 prósent fylgi. Hann er eini stjórnarflokkurinn sem mælist með stuðning yfir kjörfylgi sínu sem stendur og fylgi flokksins hefur ekki mælst meira í könnunum MMR frá því í september 2019.

Auglýsing
Könnunin var framkvæmd 12. - 18. febrúar 2021 og var heildarfjöldi svarenda 919 einstaklingar, 18 ára og eldri. Það þýðir að framkvæmd hennar hófst degi áður en tilkynnt var um uppröðun á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, en það var gert laugardaginn 13. febrúar. Mikill styr hefur staðið um það ferli þar sem einum núverandi oddvita, Ágústi Ólafi Ágústssyni, og varaþingmönnum var boðið sæti neðar á listum til að rýma fyrir nýju fólki, sem þau höfnuðu. Átök milli einstaklinga vegna þessa hafa verið til mikillar opinberrar umfjöllunar. 

Miðflokkurinn tapar fylgi

Píratar mælast fjórði stærsti flokkur landsins með 11,4 prósent fylgi og Viðreisn bætir við sig 1,8 prósentustigi milli mánaða og mælist með 10,6 prósent fylgi. Báðir flokkarnir mælast yfir kjörfylgi. 

Athygli vekur að Miðflokkurinn, sem vanalega bætir við sig fylgi þegar Sjálfstæðisflokkurinn dalar í könnunum, tapar 0,8 prósentustigum milli mánaða og mælist nú með átta prósent stuðning. Það er töluvert undir kjörfylgi hans. 

Sósíalistaflokkur Íslands mælist með 4,1 prósent fylgi og Flokkur fólksins með 3,6 prósent. Báðir tapa fylgi milli mánaða og myndu ólíklega ná inn á þing miðað við þessa stöðu.

Alls segjast tvö prósent aðspurðra að þeir myndu kjósa aðra valkosti en þá níu sem hér hefur verið fjallað um. 

Mörg mynstur í kortunum

Sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna þriggja er nú 47,1 prósent, sem er 5,7 prósentustigum undir því sem þeir fengu í kosningunum 2017. Í ljósi þess að hátt í tíu prósent atkvæða gætu fallið niður dauð, yrði könnun MMR niðurstaða kosninga, þá myndi það duga vel til að halda núverandi stjórnarsamstarfi áfram. 

Þeir þrír stjórnarandstöðuflokkar sem mælast með fylgi yfir kjörfylgi; Samfylkingin, Píratar og Viðreisn, mælast nú samanlagt með 35,1 prósent fylgi, eða 7,1 prósentustigum yfir því sem þeir fengu haustið 2017. Þeir gætu því, miðað við þá stöðu sem birtist í könnun MMR, mögulega myndað ríkisstjórn með annað hvort Vinstri grænum eða Framsóknarflokki. 

Ef gengið er út frá því að yfirlýsingar Píratar og Samfylkingar um að flokkarnir ætli ekki að starfa með Sjálfstæðisflokki haldi þá er raunar hægt að mynda margskonar fjögurra flokka ríkisstjórnir úr ofangreindu fimm flokka mengi. Þar yrði mögulega hægt að skilja hvern flokkanna fimm: Vinstri græn, Samfylkingu, Pírata, Framsóknarflokk eða Viðreisn, eftir fyrir utan stjórn. 

Á hinn bóginn væri líka hægt að mynda ríkisstjórn frá miðju til hægri með Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk, Viðreisn og Miðflokk innbyrðis ef þeir flokkar gætu náð saman um deilumál sín. Slík ríkisstjórn væri með 52,2 prósent atkvæða á bakvið sig. Mögulega gæti meira að segja verið hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar. Þeir mælast með 31-32 þingmenn inni miðað við þá stöðu sem sett er fram í könnun MMR.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent