Þórólfur segir tilefni til að slaka á innanlands en ekki tímabært að „fella grímuna“

Hvenær getum við fellt grímurnar? Erum við með hörðustu aðgerðir Evrópu á landamærunum? Hvar er þessi veira, ef hún er enn í samfélaginu? Þórólfur Guðnason fór yfir mörg álitamál á upplýsingafundi dagsins.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Hertar aðgerðir á landa­mær­unum sem taka gildi á morgun munu nýt­ast vel til að meta fram­haldið af aðgerðum þar. Stefnt er að því breyta reglum í þá átt að krefja far­þega um vott­orð um nei­kvætt PCR-­próf en aðeins eina sýna­töku eftir komu. Þar með yrði sótt­kví við kom­una til lands­ins mögu­lega úr sög­unni eða stytt veru­lega.Regl­urnar sem taka gildi á morgun fela í sér að fram­vísa þarf nei­kvæðu PCR-­prófi, sem ekki má vera eldra en 72 klukku­stunda gam­alt, ofan á tvö­földu sýna­tök­una með sótt­kví á milli. Þeir sem þegar hafa fengið COVID-19 og þeir sem hafa verið bólu­settir verða und­an­þegnir þessum skil­yrðum svo lengi sem þeir geta fært á því sönnur með vott­orð­um. Sömu­leiðis gef­ast nú heim­ildir til að skylda fólk í sótt­kví eða ein­angrun í sótt­varna­hús, m.a. þá sem grein­ast með meira smit­andi afbrigði veirunn­ar.

AuglýsingMeð þessu munu nokkrir hlutir ávinnast, sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. „Við lág­mörkum að smit ber­ist inn í íslenskt sam­fé­lag erlendis frá og getum þá varð­veitt betur þann góða árangur sem náðst hefur inn­an­lands.“Þá mun með þessu fyr­ir­komu­lagi ávinn­ast þekk­ing á því hvort að tvö­faldrar sýna­töku er þörf þegar nei­kvæðu PCR-­prófi er fram­vís­að. „Þetta mun nýt­ast okkur vel þegar við förum að huga að frek­ari til­slök­unum á landa­mær­um.“Sömu­leiðis munu hinar hertu aðgerðir á landa­mær­unum gefa tæki­færi til að slaka enn á aðgerðum inn­an­lands og er Þórólfur nú að móta til­lögur þar um sem ráð­herra verður skilað eftir nokkra daga.

Áfram allt í góðu inn­an­lands „Það gengur áfram vel hjá okkur og eng­inn greind­ist inn­an­lands í gær,“ sagði Þórólf­ur. Síð­ustu viku hafa fjórir greinst inn­an­lands og allir voru þeir í sótt­kví. Síð­asta virka smitið sem greind­ist utan sótt­kvíar var 1. febr­ú­ar. Tveir greindust á landa­mær­unum í gær og síð­ustu viku hafa þar sam­tals 15 greinst með virkt smit.Þórólfur fór á fund­inum yfir þá umræðu sem hér hefur komið upp um að aðgerðir okkar á landa­mær­unum séu með þeim hörð­ustu sem þekkj­ast í Evr­ópu. „Sem betur fer er það ekki rétt,“ sagði hann.Gerði hann nokkurn sam­an­burð milli landa í þessu skyni og nefndi m.a. að blátt bann við ónauð­syn­legum ferða­lögum er við­haft í níu Evr­ópu­lönd­um. Ísland er ekki þar á meðal þótt yfir­völd vari fólk ein­dregið við því að fara erlendis án þess að rík ástæða sé til.

Svona eru tak­mark­anir í Evr­ópu21 land krefst nei­kvæðs PCR-­prófs en mis­jafnt er hversu gam­alt það má vera. Dæmi eru um það frá nálægum löndum að kraf­ist sé þess að prófið sé ekki eldra en 24 stunda en á okkar landa­mærum verður krafan sú að það sé ekki eldra en þriggja sól­ar­hringa gam­alt.29 lönd krefj­ast þess að ferða­menn dvelji í sótt­kví af ein­hverju tagi við komu. Tíu þeirra krefj­ast þess að dvalið sé í sótt­kví í tíu daga og átta lönd krefj­ast tveggja vikna sótt­kví­ar. Hér á landi er krafan fimm dagar í sótt­kví á milli sýna­tak­anna tveggja.

AuglýsingÞá er Ísland annað tveggja landa Evr­ópu sem und­an­skilur fólk sem fengið hefur COVID-19 frá sótt­kví og landamæra­skim­un. „Ekki er því hægt með sanni að segja að Ísland sem með hörð­ustu aðgerðir á landa­mærum í Evr­ópu nema síður sé.“Hinar hörðu aðgerðir á landa­mærum margra Evr­ópu­landa miða að því að hægja á útbreiðslu far­ald­urs­ins. Það er þegar farið að skila árangri því far­ald­ur­inn er víða á hægu und­an­haldi.

Vissar áhyggjur af því að sagan end­ur­taki sig„Út­litið hér á landi hvað varðar far­ald­ur­inn er bjart en það er mik­il­vægt að halda áfram að fara var­lega í öllum aflétt­ingum og gæta okkar vel í ein­stak­lings­bundnum sótt­vörn­um.“Þórólfur hvatti fólk með minnstu ein­kenni veik­inda að fara í sýna­töku sem væri horn­stein­inn að góðum árangri okk­ar. Hann sagð­ist ótt­ast að veiran væri enn þarna úti. „Við erum ekki búin að útrýma veirunni en hvar hún er nákvæm­lega er erfitt að segja.“Sagð­ist hann hafa af því vissar áhyggjur að saga síð­asta sum­ars geti end­ur­tekið sig. „Við vorum ekki með nein smit en svo allt í einu bloss­aði þetta upp og við erum hrædd um að það geti gerst aft­ur.“Hvað varðar hið marg­um­tal­aða hjarð­ó­næmi benti Þórólfur á að eng­inn viti nákvæm­lega hvenær það náist. Byrjað er að bólu­setja þjóð­ina hægt og bít­andi en dreif­ing­ar­á­ætl­anir fram­leið­enda ná aðeins út mars í augna­blik­inu. Því vill sótt­varna­læknir fara var­lega í að spá mikið um fram­haldið og hvenær meiri­hluti þjóð­ar­innar verði bólu­sett­ur.

Bólu­efna­á­ætl­anir út marsÍ lok mars gera áætl­anir ráð fyrir að búið verði að bólu­setja um 45 þús­und manns en sam­tals eru sjö­tíu ára og eldri sem og fram­línu­starfs­menn um 40 þús­und tals­ins. Næst mun svo hefj­ast bólu­setn­ing sjö­tíu ára og yngri sem eru með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og smám saman verður farið neðar í aldri.Þórólfur var spurður um hvenær væri tíma­bært að „fella grím­urn­ar“ eins og blaða­mað­ur­inn orð­aði það.„Sumum tekst ekki að fella grímuna en öðrum tekst það ágæt­lega,“ svar­aði Þórólfur léttur í bragð­i.  „En þetta er góð spurn­ing. Til lengri tíma lit­ið, munu lands­menn halda áfram að nota grímur og vera með tveggja metra inn­byggða í sig? Ég held að það verði með seinni skip­unum sem ég muni koma með þau til­mæli að fólk felli grímuna. Það er ýmis­legt sem hægt verður að gera áður.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent