Þórólfur segir tilefni til að slaka á innanlands en ekki tímabært að „fella grímuna“

Hvenær getum við fellt grímurnar? Erum við með hörðustu aðgerðir Evrópu á landamærunum? Hvar er þessi veira, ef hún er enn í samfélaginu? Þórólfur Guðnason fór yfir mörg álitamál á upplýsingafundi dagsins.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Hertar aðgerðir á landamærunum sem taka gildi á morgun munu nýtast vel til að meta framhaldið af aðgerðum þar. Stefnt er að því breyta reglum í þá átt að krefja farþega um vottorð um neikvætt PCR-próf en aðeins eina sýnatöku eftir komu. Þar með yrði sóttkví við komuna til landsins mögulega úr sögunni eða stytt verulega.


Reglurnar sem taka gildi á morgun fela í sér að framvísa þarf neikvæðu PCR-prófi, sem ekki má vera eldra en 72 klukkustunda gamalt, ofan á tvöföldu sýnatökuna með sóttkví á milli. Þeir sem þegar hafa fengið COVID-19 og þeir sem hafa verið bólusettir verða undanþegnir þessum skilyrðum svo lengi sem þeir geta fært á því sönnur með vottorðum. Sömuleiðis gefast nú heimildir til að skylda fólk í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahús, m.a. þá sem greinast með meira smitandi afbrigði veirunnar.

Auglýsing


Með þessu munu nokkrir hlutir ávinnast, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. „Við lágmörkum að smit berist inn í íslenskt samfélag erlendis frá og getum þá varðveitt betur þann góða árangur sem náðst hefur innanlands.“


Þá mun með þessu fyrirkomulagi ávinnast þekking á því hvort að tvöfaldrar sýnatöku er þörf þegar neikvæðu PCR-prófi er framvísað. „Þetta mun nýtast okkur vel þegar við förum að huga að frekari tilslökunum á landamærum.“


Sömuleiðis munu hinar hertu aðgerðir á landamærunum gefa tækifæri til að slaka enn á aðgerðum innanlands og er Þórólfur nú að móta tillögur þar um sem ráðherra verður skilað eftir nokkra daga.

Áfram allt í góðu innanlands


 „Það gengur áfram vel hjá okkur og enginn greindist innanlands í gær,“ sagði Þórólfur. Síðustu viku hafa fjórir greinst innanlands og allir voru þeir í sóttkví. Síðasta virka smitið sem greindist utan sóttkvíar var 1. febrúar. Tveir greindust á landamærunum í gær og síðustu viku hafa þar samtals 15 greinst með virkt smit.


Þórólfur fór á fundinum yfir þá umræðu sem hér hefur komið upp um að aðgerðir okkar á landamærunum séu með þeim hörðustu sem þekkjast í Evrópu. „Sem betur fer er það ekki rétt,“ sagði hann.


Gerði hann nokkurn samanburð milli landa í þessu skyni og nefndi m.a. að blátt bann við ónauðsynlegum ferðalögum er viðhaft í níu Evrópulöndum. Ísland er ekki þar á meðal þótt yfirvöld vari fólk eindregið við því að fara erlendis án þess að rík ástæða sé til.

Svona eru takmarkanir í Evrópu


21 land krefst neikvæðs PCR-prófs en misjafnt er hversu gamalt það má vera. Dæmi eru um það frá nálægum löndum að krafist sé þess að prófið sé ekki eldra en 24 stunda en á okkar landamærum verður krafan sú að það sé ekki eldra en þriggja sólarhringa gamalt.


29 lönd krefjast þess að ferðamenn dvelji í sóttkví af einhverju tagi við komu. Tíu þeirra krefjast þess að dvalið sé í sóttkví í tíu daga og átta lönd krefjast tveggja vikna sóttkvíar. Hér á landi er krafan fimm dagar í sóttkví á milli sýnatakanna tveggja.

Auglýsing


Þá er Ísland annað tveggja landa Evrópu sem undanskilur fólk sem fengið hefur COVID-19 frá sóttkví og landamæraskimun. „Ekki er því hægt með sanni að segja að Ísland sem með hörðustu aðgerðir á landamærum í Evrópu nema síður sé.“


Hinar hörðu aðgerðir á landamærum margra Evrópulanda miða að því að hægja á útbreiðslu faraldursins. Það er þegar farið að skila árangri því faraldurinn er víða á hægu undanhaldi.

Vissar áhyggjur af því að sagan endurtaki sig


„Útlitið hér á landi hvað varðar faraldurinn er bjart en það er mikilvægt að halda áfram að fara varlega í öllum afléttingum og gæta okkar vel í einstaklingsbundnum sóttvörnum.“


Þórólfur hvatti fólk með minnstu einkenni veikinda að fara í sýnatöku sem væri hornsteininn að góðum árangri okkar. Hann sagðist óttast að veiran væri enn þarna úti. „Við erum ekki búin að útrýma veirunni en hvar hún er nákvæmlega er erfitt að segja.“


Sagðist hann hafa af því vissar áhyggjur að saga síðasta sumars geti endurtekið sig. „Við vorum ekki með nein smit en svo allt í einu blossaði þetta upp og við erum hrædd um að það geti gerst aftur.“


Hvað varðar hið margumtalaða hjarðónæmi benti Þórólfur á að enginn viti nákvæmlega hvenær það náist. Byrjað er að bólusetja þjóðina hægt og bítandi en dreifingaráætlanir framleiðenda ná aðeins út mars í augnablikinu. Því vill sóttvarnalæknir fara varlega í að spá mikið um framhaldið og hvenær meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur.

Bóluefnaáætlanir út mars


Í lok mars gera áætlanir ráð fyrir að búið verði að bólusetja um 45 þúsund manns en samtals eru sjötíu ára og eldri sem og framlínustarfsmenn um 40 þúsund talsins. Næst mun svo hefjast bólusetning sjötíu ára og yngri sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og smám saman verður farið neðar í aldri.


Þórólfur var spurður um hvenær væri tímabært að „fella grímurnar“ eins og blaðamaðurinn orðaði það.


„Sumum tekst ekki að fella grímuna en öðrum tekst það ágætlega,“ svaraði Þórólfur léttur í bragði.  „En þetta er góð spurning. Til lengri tíma litið, munu landsmenn halda áfram að nota grímur og vera með tveggja metra innbyggða í sig? Ég held að það verði með seinni skipunum sem ég muni koma með þau tilmæli að fólk felli grímuna. Það er ýmislegt sem hægt verður að gera áður.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent