Engin nauðsyn fyrir skattahækkunum eða blóðugum niðurskurði

Fjármálaráðherra segir enga nauðsyn fyrir skattahækkunum til að fjármagna aðgerðir stjórnvalda í núverandi kreppu. Nýsköpunarráðherra sagði heldur enga þörf á „blóðugum niðurskurði,“ en bætti við að hægt yrði að stokka upp í ríkisfjármálum.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra til vinstri á myndinni,  ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, í miðju.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra til vinstri á myndinni, ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, í miðju.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra sagði stjórn­völd ekki þurfa að hækka skatta í fram­tíð­inni til að standa undir við­bragðs­að­gerðum við efna­hag­skrepp­unni, þar sem skatt­tekjur myndu sjálf­krafa aukast þegar hag­kerfið tekur við sér aft­ur. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráð­herra segir að ekki þurfi heldur að ráð­ast í „blóð­ugan nið­ur­skurð“, heldur sé hægt að for­gangs­raða verk­efnum rík­is­ins. 

Ráð­herr­arnir sátu fyrir svörum á opnum fundi á vegum Sjálf­stæð­is­flokks­ins í hádeg­inu í dag. Við­burð­inum var streymt út á Face­book-­síðu flokks­ins, en hægt er að nálg­ast upp­töku af honum hér

Þarf bara að stækka kök­una

Á fund­inum var spurt hvort það myndi ekki koma að því fyrr en síðar að hækka skatta til að mæta afleið­ingum COVID-19, en Bjarni svar­aði þeirri spurn­ingu neit­and­i. Hann benti á að tekju­sam­dráttur hins opin­bera hafi ekki komið til vegna gríð­ar­legra skatta­lækk­ana, heldur vegna þess að efna­hags­um­svifin í land­inu dróg­ust sam­an. 

Auglýsing

„Til að halda áfram með þessa rök­leið­ingu þá þarf í raun og veru bara að stækka kök­una aftur og þá skila tekj­urnar sig til­bak­a,“ bætti hann við. 

Ekki blóð­ugur nið­ur­skurður heldur hag­ræð­ing

Þór­dís Kol­brún sagði rík­is­sjóð þó standa frammi fyrir tveimur val­kostum á ein­hverjum tíma­punkti: Skatta­hækk­anir sem tækju nauð­syn­legt súr­efni frá atvinnu­líf­inu og hag­ræð­ingu í rík­is­út­gjöld­um. „Þetta snýst ekki um blóð­ugan nið­ur­skurð eða að gera ekki neitt,“ sagði hún á fund­in­um. 

Þess í stað minnt­ist hún á upp­stokkun á þeim kerfum sem hið opin­bera sér um og for­gangs­röðun á þeim verkefum sem ríkið á að sinna, hvort sem það sé í heil­brigð­is­kerfi, mennta­kerfi eða eft­ir­lits­stofn­un. „Það er líka spurn­ing: Þarf ríkið að eyða svona miklum fjár­munum á ári hverju?“ bætti hún við. „Erum við kannski bara mögu­lega eyða of miklum fjár­mun­um?“

Meiri hag­ræð­ing nauð­syn­leg að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar

Líkt og Kjarn­inn greindi frá á föstu­dag­inn í síð­ustu viku kall­aði Rík­is­end­ur­skoðun eftir minni útgjöldum hjá hinu opin­bera svo að ríkið geti dregið úr halla­rekstri og greitt niður skuldir til að end­ur­heimta jafn­vægi í efna­hags­mál­u­m.  

„Efna­hagsúr­ræði stjórn­valda eru hugsuð sem tíma­bundnar ráð­staf­anir en ljóst má vera að þan­þol rík­is­sjóðs er tak­mörk­unum háð þegar fram í sækir,“ segir Rík­is­end­ur­skoðun í skýrslu sinn­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent