Engin nauðsyn fyrir skattahækkunum eða blóðugum niðurskurði

Fjármálaráðherra segir enga nauðsyn fyrir skattahækkunum til að fjármagna aðgerðir stjórnvalda í núverandi kreppu. Nýsköpunarráðherra sagði heldur enga þörf á „blóðugum niðurskurði,“ en bætti við að hægt yrði að stokka upp í ríkisfjármálum.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra til vinstri á myndinni,  ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, í miðju.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra til vinstri á myndinni, ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, í miðju.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra sagði stjórn­völd ekki þurfa að hækka skatta í fram­tíð­inni til að standa undir við­bragðs­að­gerðum við efna­hag­skrepp­unni, þar sem skatt­tekjur myndu sjálf­krafa aukast þegar hag­kerfið tekur við sér aft­ur. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráð­herra segir að ekki þurfi heldur að ráð­ast í „blóð­ugan nið­ur­skurð“, heldur sé hægt að for­gangs­raða verk­efnum rík­is­ins. 

Ráð­herr­arnir sátu fyrir svörum á opnum fundi á vegum Sjálf­stæð­is­flokks­ins í hádeg­inu í dag. Við­burð­inum var streymt út á Face­book-­síðu flokks­ins, en hægt er að nálg­ast upp­töku af honum hér

Þarf bara að stækka kök­una

Á fund­inum var spurt hvort það myndi ekki koma að því fyrr en síðar að hækka skatta til að mæta afleið­ingum COVID-19, en Bjarni svar­aði þeirri spurn­ingu neit­and­i. Hann benti á að tekju­sam­dráttur hins opin­bera hafi ekki komið til vegna gríð­ar­legra skatta­lækk­ana, heldur vegna þess að efna­hags­um­svifin í land­inu dróg­ust sam­an. 

Auglýsing

„Til að halda áfram með þessa rök­leið­ingu þá þarf í raun og veru bara að stækka kök­una aftur og þá skila tekj­urnar sig til­bak­a,“ bætti hann við. 

Ekki blóð­ugur nið­ur­skurður heldur hag­ræð­ing

Þór­dís Kol­brún sagði rík­is­sjóð þó standa frammi fyrir tveimur val­kostum á ein­hverjum tíma­punkti: Skatta­hækk­anir sem tækju nauð­syn­legt súr­efni frá atvinnu­líf­inu og hag­ræð­ingu í rík­is­út­gjöld­um. „Þetta snýst ekki um blóð­ugan nið­ur­skurð eða að gera ekki neitt,“ sagði hún á fund­in­um. 

Þess í stað minnt­ist hún á upp­stokkun á þeim kerfum sem hið opin­bera sér um og for­gangs­röðun á þeim verkefum sem ríkið á að sinna, hvort sem það sé í heil­brigð­is­kerfi, mennta­kerfi eða eft­ir­lits­stofn­un. „Það er líka spurn­ing: Þarf ríkið að eyða svona miklum fjár­munum á ári hverju?“ bætti hún við. „Erum við kannski bara mögu­lega eyða of miklum fjár­mun­um?“

Meiri hag­ræð­ing nauð­syn­leg að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar

Líkt og Kjarn­inn greindi frá á föstu­dag­inn í síð­ustu viku kall­aði Rík­is­end­ur­skoðun eftir minni útgjöldum hjá hinu opin­bera svo að ríkið geti dregið úr halla­rekstri og greitt niður skuldir til að end­ur­heimta jafn­vægi í efna­hags­mál­u­m.  

„Efna­hagsúr­ræði stjórn­valda eru hugsuð sem tíma­bundnar ráð­staf­anir en ljóst má vera að þan­þol rík­is­sjóðs er tak­mörk­unum háð þegar fram í sækir,“ segir Rík­is­end­ur­skoðun í skýrslu sinn­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent