Engin nauðsyn fyrir skattahækkunum eða blóðugum niðurskurði

Fjármálaráðherra segir enga nauðsyn fyrir skattahækkunum til að fjármagna aðgerðir stjórnvalda í núverandi kreppu. Nýsköpunarráðherra sagði heldur enga þörf á „blóðugum niðurskurði,“ en bætti við að hægt yrði að stokka upp í ríkisfjármálum.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra til vinstri á myndinni,  ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, í miðju.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra til vinstri á myndinni, ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, í miðju.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra sagði stjórn­völd ekki þurfa að hækka skatta í fram­tíð­inni til að standa undir við­bragðs­að­gerðum við efna­hag­skrepp­unni, þar sem skatt­tekjur myndu sjálf­krafa aukast þegar hag­kerfið tekur við sér aft­ur. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráð­herra segir að ekki þurfi heldur að ráð­ast í „blóð­ugan nið­ur­skurð“, heldur sé hægt að for­gangs­raða verk­efnum rík­is­ins. 

Ráð­herr­arnir sátu fyrir svörum á opnum fundi á vegum Sjálf­stæð­is­flokks­ins í hádeg­inu í dag. Við­burð­inum var streymt út á Face­book-­síðu flokks­ins, en hægt er að nálg­ast upp­töku af honum hér

Þarf bara að stækka kök­una

Á fund­inum var spurt hvort það myndi ekki koma að því fyrr en síðar að hækka skatta til að mæta afleið­ingum COVID-19, en Bjarni svar­aði þeirri spurn­ingu neit­and­i. Hann benti á að tekju­sam­dráttur hins opin­bera hafi ekki komið til vegna gríð­ar­legra skatta­lækk­ana, heldur vegna þess að efna­hags­um­svifin í land­inu dróg­ust sam­an. 

Auglýsing

„Til að halda áfram með þessa rök­leið­ingu þá þarf í raun og veru bara að stækka kök­una aftur og þá skila tekj­urnar sig til­bak­a,“ bætti hann við. 

Ekki blóð­ugur nið­ur­skurður heldur hag­ræð­ing

Þór­dís Kol­brún sagði rík­is­sjóð þó standa frammi fyrir tveimur val­kostum á ein­hverjum tíma­punkti: Skatta­hækk­anir sem tækju nauð­syn­legt súr­efni frá atvinnu­líf­inu og hag­ræð­ingu í rík­is­út­gjöld­um. „Þetta snýst ekki um blóð­ugan nið­ur­skurð eða að gera ekki neitt,“ sagði hún á fund­in­um. 

Þess í stað minnt­ist hún á upp­stokkun á þeim kerfum sem hið opin­bera sér um og for­gangs­röðun á þeim verkefum sem ríkið á að sinna, hvort sem það sé í heil­brigð­is­kerfi, mennta­kerfi eða eft­ir­lits­stofn­un. „Það er líka spurn­ing: Þarf ríkið að eyða svona miklum fjár­munum á ári hverju?“ bætti hún við. „Erum við kannski bara mögu­lega eyða of miklum fjár­mun­um?“

Meiri hag­ræð­ing nauð­syn­leg að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar

Líkt og Kjarn­inn greindi frá á föstu­dag­inn í síð­ustu viku kall­aði Rík­is­end­ur­skoðun eftir minni útgjöldum hjá hinu opin­bera svo að ríkið geti dregið úr halla­rekstri og greitt niður skuldir til að end­ur­heimta jafn­vægi í efna­hags­mál­u­m.  

„Efna­hagsúr­ræði stjórn­valda eru hugsuð sem tíma­bundnar ráð­staf­anir en ljóst má vera að þan­þol rík­is­sjóðs er tak­mörk­unum háð þegar fram í sækir,“ segir Rík­is­end­ur­skoðun í skýrslu sinn­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent