Engin nauðsyn fyrir skattahækkunum eða blóðugum niðurskurði

Fjármálaráðherra segir enga nauðsyn fyrir skattahækkunum til að fjármagna aðgerðir stjórnvalda í núverandi kreppu. Nýsköpunarráðherra sagði heldur enga þörf á „blóðugum niðurskurði,“ en bætti við að hægt yrði að stokka upp í ríkisfjármálum.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra til vinstri á myndinni,  ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, í miðju.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra til vinstri á myndinni, ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, í miðju.
Auglýsing

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði stjórnvöld ekki þurfa að hækka skatta í framtíðinni til að standa undir viðbragðsaðgerðum við efnahagskreppunni, þar sem skatttekjur myndu sjálfkrafa aukast þegar hagkerfið tekur við sér aftur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra segir að ekki þurfi heldur að ráðast í „blóðugan niðurskurð“, heldur sé hægt að forgangsraða verkefnum ríkisins. 

Ráðherrarnir sátu fyrir svörum á opnum fundi á vegum Sjálfstæðisflokksins í hádeginu í dag. Viðburðinum var streymt út á Facebook-síðu flokksins, en hægt er að nálgast upptöku af honum hér

Þarf bara að stækka kökuna

Á fundinum var spurt hvort það myndi ekki koma að því fyrr en síðar að hækka skatta til að mæta afleiðingum COVID-19, en Bjarni svaraði þeirri spurningu neitandi. Hann benti á að tekjusamdráttur hins opinbera hafi ekki komið til vegna gríðarlegra skattalækkana, heldur vegna þess að efnahagsumsvifin í landinu drógust saman. 

Auglýsing

„Til að halda áfram með þessa rökleiðingu þá þarf í raun og veru bara að stækka kökuna aftur og þá skila tekjurnar sig tilbaka,“ bætti hann við. 

Ekki blóðugur niðurskurður heldur hagræðing

Þórdís Kolbrún sagði ríkissjóð þó standa frammi fyrir tveimur valkostum á einhverjum tímapunkti: Skattahækkanir sem tækju nauðsynlegt súrefni frá atvinnulífinu og hagræðingu í ríkisútgjöldum. „Þetta snýst ekki um blóðugan niðurskurð eða að gera ekki neitt,“ sagði hún á fundinum. 

Þess í stað minntist hún á uppstokkun á þeim kerfum sem hið opinbera sér um og forgangsröðun á þeim verkefum sem ríkið á að sinna, hvort sem það sé í heilbrigðiskerfi, menntakerfi eða eftirlitsstofnun. „Það er líka spurning: Þarf ríkið að eyða svona miklum fjármunum á ári hverju?“ bætti hún við. „Erum við kannski bara mögulega eyða of miklum fjármunum?“

Meiri hagræðing nauðsynleg að mati Ríkisendurskoðunar

Líkt og Kjarninn greindi frá á föstudaginn í síðustu viku kallaði Ríkisendurskoðun eftir minni útgjöldum hjá hinu opinbera svo að ríkið geti dregið úr hallarekstri og greitt niður skuldir til að endurheimta jafnvægi í efnahagsmálum.  

„Efnahagsúrræði stjórnvalda eru hugsuð sem tímabundnar ráðstafanir en ljóst má vera að þanþol ríkissjóðs er takmörkunum háð þegar fram í sækir,“ segir Ríkisendurskoðun í skýrslu sinni. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Frá aðdáun til andófs í álfu strangra takmarkana
Í Eyjaálfu hefur „núllstefnan“ í baráttunni við kórónuveiruna skilað eftirtektarverðum árangri og engin smit hafa greinst í nokkrum ríkjum. Eftir að smitum fjölgaði í Ástralíu og útgöngubann var sett á fannst mörgum nóg komið.
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent