Svona vill Þórólfur hafa umgengnina í ræktinni

Á morgun verður slakað töluvert á takmörkunum innanlands þar sem faraldurinn er „í mikilli lægð“ líkt og sóttvarnalæknir orðar það í minnisblaði sínu til ráðherra. Þar fer hann ítarlega yfir tillögur um hvernig beri að haga sér í ræktinni.

Eftir æfingu þurfa allir að sótthreinsa hendur og þann búnað sem þeir hafa notað.
Eftir æfingu þurfa allir að sótthreinsa hendur og þann búnað sem þeir hafa notað.
Auglýsing

Í nýjasta minn­is­blaði Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis kennir ýmissa grasa að vanda enda leggur hann í því til tölu­verðar tak­mark­anir á gild­andi regl­um. Heil­brigð­is­ráð­herra hefur gefið út reglu­gerð í sam­ræmi við til­lögur hans og taka hinar nýju reglur um sam­komur fólks hér á landi gildi þegar á morg­un.Breyt­ing­arnar eru fjöl­margar en hér verður sér­stak­lega fjallað um þær sem snerta lík­ams­rækt­ar­stöðvar en þær, líkt og vín­veit­inga­staðir lúta sér­stökum tak­mörk­unum vegna sér­stakrar smit­hættu. Í þriðju bylgju far­ald­urs­ins komu stór hópsmit upp bæði á krá og í lík­ams­rækt­ar­stöð.

AuglýsingÍ reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra segir að gesta­fjöldi á heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðvum og sund- og bað­stöðvum skuli aldrei vera meiri en 75 pró­sent af leyfi­legum hámarks­fjölda gesta sam­kvæmt starfs­leyfi. Sé hámarks­fjöldi ekki skráður í starfs­leyfi skal miða gesta­fjölda við helm­ing þess fjölda sem bún­ings­klefar gera ráð fyr­ir. Börn fædd árið 2005 og síðar eru ekki talin með í gesta­fjölda.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Mynd: AlmannavarnirÍ hverju rými skulu ekki vera fleiri en að hámarki 50 manns. Skulu við­skipta­vinir skráðir fyr­ir­fram og skal sótt­hreinsa tæki og áhöld á milli not­enda. Áfram gildir tveggja metra nálægð­ar­regla. Tekið er fram í reglu­gerð­inni að sótt­varna­læknir gefi út nán­ari leið­bein­ing­ar.Í minn­is­blaði sínu til heil­brigð­is­ráð­herra er nokkuð langur kafli um til­lögur Þór­ólfs að umgengni í lík­ams­rækt­ar­stöðv­um. Sam­kvæmt þeim þurfa gestir t.d. að sótt­hreinsa hendur að minnsta kosti þrisvar á meðan heim­sókn þeirra stendur og ekki dvelja í hús­inu lengur en í níu­tíu mín­út­ur.Til­lögur Þór­ólfs eru eft­ir­far­andi:a. Sótt­hreinsun bún­aðar á milli not­enda verði á ábyrgð rekstr­ar­að­ila.b. Tækja­sölum skuli skipt í rými þar sem 50 manna hámark sé í hverju rými. Gæta skuli að 2ja metra nálægð­ar­reglu og þess gætt að loft­ræst­ing sé góð.c. Allir séu fyr­ir­fram­skráðir í tíma þannig að skrán­ing sé til yfir hver var hvar og hvenær og smitrakn­ing því auð­veld.d. Hver tími sé að hámarki 60 mín­útur og við­vera hvers iðkanda í húsi sé því aldrei lengri en 90 mín­út­ur.e. Við komu í hús sé tryggt að allir sótt­hreinsi hendur og beri grímur þar til æfing hefst.f. Eftir æfingu sótt­hreinsi allir hendur áður en bún­aður er sótt­hreins­að­ur.g. Eftir æfingu (þegar hendur hafa verið sótt­hreins­að­ar) sótt­hreinsi allir þann búnað sem þeir not­uðu. Rekstr­ar­að­ili ber ábyrgð á sótt­hreinsun bún­að­ar.h. Við útgöngu sótt­hreinsi fólk hend­ur.i. Engir tveir tímar liggja saman svo tveir hópar eru ekki að mæt­ast í rýmum húss­ins, eins og and­dyri.j. Milli hópa séu sal­erni, vaskar og aðrir snertifletir sótt­hreins­aðir af starfs­manni.k. Í sam­eig­in­legum rýmum skal tryggja 2ja metra nálægð­ar­reglu og þegar því verður ekki við komið skal and­lits­gríma not­uð.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent