Svona vill Þórólfur hafa umgengnina í ræktinni

Á morgun verður slakað töluvert á takmörkunum innanlands þar sem faraldurinn er „í mikilli lægð“ líkt og sóttvarnalæknir orðar það í minnisblaði sínu til ráðherra. Þar fer hann ítarlega yfir tillögur um hvernig beri að haga sér í ræktinni.

Eftir æfingu þurfa allir að sótthreinsa hendur og þann búnað sem þeir hafa notað.
Eftir æfingu þurfa allir að sótthreinsa hendur og þann búnað sem þeir hafa notað.
Auglýsing

Í nýjasta minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis kennir ýmissa grasa að vanda enda leggur hann í því til töluverðar takmarkanir á gildandi reglum. Heilbrigðisráðherra hefur gefið út reglugerð í samræmi við tillögur hans og taka hinar nýju reglur um samkomur fólks hér á landi gildi þegar á morgun.


Breytingarnar eru fjölmargar en hér verður sérstaklega fjallað um þær sem snerta líkamsræktarstöðvar en þær, líkt og vínveitingastaðir lúta sérstökum takmörkunum vegna sérstakrar smithættu. Í þriðju bylgju faraldursins komu stór hópsmit upp bæði á krá og í líkamsræktarstöð.

Auglýsing


Í reglugerð heilbrigðisráðherra segir að gestafjöldi á heilsu- og líkamsræktarstöðvum og sund- og baðstöðvum skuli aldrei vera meiri en 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Sé hámarksfjöldi ekki skráður í starfsleyfi skal miða gestafjölda við helming þess fjölda sem búningsklefar gera ráð fyrir. Börn fædd árið 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Mynd: AlmannavarnirÍ hverju rými skulu ekki vera fleiri en að hámarki 50 manns. Skulu viðskiptavinir skráðir fyrirfram og skal sótthreinsa tæki og áhöld á milli notenda. Áfram gildir tveggja metra nálægðarregla. Tekið er fram í reglugerðinni að sóttvarnalæknir gefi út nánari leiðbeiningar.


Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra er nokkuð langur kafli um tillögur Þórólfs að umgengni í líkamsræktarstöðvum. Samkvæmt þeim þurfa gestir t.d. að sótthreinsa hendur að minnsta kosti þrisvar á meðan heimsókn þeirra stendur og ekki dvelja í húsinu lengur en í níutíu mínútur.


Tillögur Þórólfs eru eftirfarandi:


a. Sótthreinsun búnaðar á milli notenda verði á ábyrgð rekstraraðila.


b. Tækjasölum skuli skipt í rými þar sem 50 manna hámark sé í hverju rými. Gæta skuli að 2ja metra nálægðarreglu og þess gætt að loftræsting sé góð.


c. Allir séu fyrirframskráðir í tíma þannig að skráning sé til yfir hver var hvar og hvenær og smitrakning því auðveld.


d. Hver tími sé að hámarki 60 mínútur og viðvera hvers iðkanda í húsi sé því aldrei lengri en 90 mínútur.


e. Við komu í hús sé tryggt að allir sótthreinsi hendur og beri grímur þar til æfing hefst.


f. Eftir æfingu sótthreinsi allir hendur áður en búnaður er sótthreinsaður.


g. Eftir æfingu (þegar hendur hafa verið sótthreinsaðar) sótthreinsi allir þann búnað sem þeir notuðu. Rekstraraðili ber ábyrgð á sótthreinsun búnaðar.


h. Við útgöngu sótthreinsi fólk hendur.


i. Engir tveir tímar liggja saman svo tveir hópar eru ekki að mætast í rýmum hússins, eins og anddyri.


j. Milli hópa séu salerni, vaskar og aðrir snertifletir sótthreinsaðir af starfsmanni.


k. Í sameiginlegum rýmum skal tryggja 2ja metra nálægðarreglu og þegar því verður ekki við komið skal andlitsgríma notuð.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent