Svona vill Þórólfur hafa umgengnina í ræktinni

Á morgun verður slakað töluvert á takmörkunum innanlands þar sem faraldurinn er „í mikilli lægð“ líkt og sóttvarnalæknir orðar það í minnisblaði sínu til ráðherra. Þar fer hann ítarlega yfir tillögur um hvernig beri að haga sér í ræktinni.

Eftir æfingu þurfa allir að sótthreinsa hendur og þann búnað sem þeir hafa notað.
Eftir æfingu þurfa allir að sótthreinsa hendur og þann búnað sem þeir hafa notað.
Auglýsing

Í nýjasta minn­is­blaði Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis kennir ýmissa grasa að vanda enda leggur hann í því til tölu­verðar tak­mark­anir á gild­andi regl­um. Heil­brigð­is­ráð­herra hefur gefið út reglu­gerð í sam­ræmi við til­lögur hans og taka hinar nýju reglur um sam­komur fólks hér á landi gildi þegar á morg­un.Breyt­ing­arnar eru fjöl­margar en hér verður sér­stak­lega fjallað um þær sem snerta lík­ams­rækt­ar­stöðvar en þær, líkt og vín­veit­inga­staðir lúta sér­stökum tak­mörk­unum vegna sér­stakrar smit­hættu. Í þriðju bylgju far­ald­urs­ins komu stór hópsmit upp bæði á krá og í lík­ams­rækt­ar­stöð.

AuglýsingÍ reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra segir að gesta­fjöldi á heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðvum og sund- og bað­stöðvum skuli aldrei vera meiri en 75 pró­sent af leyfi­legum hámarks­fjölda gesta sam­kvæmt starfs­leyfi. Sé hámarks­fjöldi ekki skráður í starfs­leyfi skal miða gesta­fjölda við helm­ing þess fjölda sem bún­ings­klefar gera ráð fyr­ir. Börn fædd árið 2005 og síðar eru ekki talin með í gesta­fjölda.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Mynd: AlmannavarnirÍ hverju rými skulu ekki vera fleiri en að hámarki 50 manns. Skulu við­skipta­vinir skráðir fyr­ir­fram og skal sótt­hreinsa tæki og áhöld á milli not­enda. Áfram gildir tveggja metra nálægð­ar­regla. Tekið er fram í reglu­gerð­inni að sótt­varna­læknir gefi út nán­ari leið­bein­ing­ar.Í minn­is­blaði sínu til heil­brigð­is­ráð­herra er nokkuð langur kafli um til­lögur Þór­ólfs að umgengni í lík­ams­rækt­ar­stöðv­um. Sam­kvæmt þeim þurfa gestir t.d. að sótt­hreinsa hendur að minnsta kosti þrisvar á meðan heim­sókn þeirra stendur og ekki dvelja í hús­inu lengur en í níu­tíu mín­út­ur.Til­lögur Þór­ólfs eru eft­ir­far­andi:a. Sótt­hreinsun bún­aðar á milli not­enda verði á ábyrgð rekstr­ar­að­ila.b. Tækja­sölum skuli skipt í rými þar sem 50 manna hámark sé í hverju rými. Gæta skuli að 2ja metra nálægð­ar­reglu og þess gætt að loft­ræst­ing sé góð.c. Allir séu fyr­ir­fram­skráðir í tíma þannig að skrán­ing sé til yfir hver var hvar og hvenær og smitrakn­ing því auð­veld.d. Hver tími sé að hámarki 60 mín­útur og við­vera hvers iðkanda í húsi sé því aldrei lengri en 90 mín­út­ur.e. Við komu í hús sé tryggt að allir sótt­hreinsi hendur og beri grímur þar til æfing hefst.f. Eftir æfingu sótt­hreinsi allir hendur áður en bún­aður er sótt­hreins­að­ur.g. Eftir æfingu (þegar hendur hafa verið sótt­hreins­að­ar) sótt­hreinsi allir þann búnað sem þeir not­uðu. Rekstr­ar­að­ili ber ábyrgð á sótt­hreinsun bún­að­ar.h. Við útgöngu sótt­hreinsi fólk hend­ur.i. Engir tveir tímar liggja saman svo tveir hópar eru ekki að mæt­ast í rýmum húss­ins, eins og and­dyri.j. Milli hópa séu sal­erni, vaskar og aðrir snertifletir sótt­hreins­aðir af starfs­manni.k. Í sam­eig­in­legum rýmum skal tryggja 2ja metra nálægð­ar­reglu og þegar því verður ekki við komið skal and­lits­gríma not­uð.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent