Allt að 50 manns mega koma saman – 200 áhorfendur á kappleikjum

Allt að 200 manns mega sækja viðburði eins og íþróttakappleiki og leikhússýningar frá og með morgundeginum, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Almennar fjöldatakmarkanir samkomubanns fara úr 20 manns upp í 50 manns á morgun.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

„Þetta eru umtals­verðar til­slak­anir nún­a,“ sagði Svan­dís Svav­ars­dóttir er hún steig út af rík­is­stjórn­ar­fundi í dag og kynnti fyrir fjöl­miðlum aðal­at­riðin í til­slök­unum á sótt­varna­ráð­stöf­unum sem taka gildi á morg­un. 

Reglu­gerðin hefur verið birt og hana má lesa í heild hér.50 manns mega frá og með morg­un­deg­inum koma saman í stað 20 áður og allt að 200 manns mega sækja sviðs­lista­við­burði, íþrótta­við­burði og aðra sam­bæri­lega við­burði ef hægt er að tryggja að fólk sitji í sætum með einn metra á milli ótengdra aðila. Upp­lýs­ingar eiga líka að liggja fyrir um hvern og einn áhorf­anda, til að auð­velda megi smitrakn­ingu ef á þarf að halda. „Þetta er breyt­ing fyrir íþrótta­að­dá­end­ur,“ sagði Svandís, en áhorf­endur hafa ekki mátt vera á íþrótta­kapp­leikjum und­an­farna mán­uði. Þessar nýju reglur gilda næstu þrjár vik­ur.Svan­dís sagði einnig að opn­un­ar­tími veit­inga­staða og kráa yrði lengdur um eina klukku­stund frá því sem nú er. Ekki verða gerðar breyt­ingar varð­andi grímu­skyldu og hin almenna tveggja metra regla er ennþá í gildi.

Auglýsing

Hér eru helstu atriði sem breyt­ast frá og með morg­un­deg­in­um, 24. febr­ú­ar:

Söfn og versl­an­ir: Við­skipta­vinir mega vera allt að 200 í stað 150 áður, að upp­fylltum skil­yrðum reglu­gerð­ar­innar um fer­metra­fjölda. Áfram gilda 2 metra nálægð­ar­mörk og grímu­skylda.

Við­burðir þar sem gestir sitja: Allt að 200 manns mega vera við­staddir athafnir trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga, sviðs­list­ar- menn­ing­ar- og íþrótta­við­burði, ráð­stefn­ur, fyr­ir­lestra og sam­bæri­lega við­burði að upp­fylltum öllum eft­ir­töldum skil­yrð­um.

  • Heim­iluð nánd­ar­mörk milli ótengdra aðila eru nú 1 metri, að upp­fylltum skil­yrð­um.
  • Gestir mega ekki sitja and­spænis hver öðrum nema meira en tveir metrar séu á milli þeirra.
  • Þátt­taka allra gesta skal skráð þar sem fram kemur nafn, kennitala og síma­núm­er.
  • Allir skulu nota and­lits­grímu og tryggt að fjar­lægð milli ótengdra aðila sé meiri en 1 metri.
  • Heim­ilt er að hafa hlé á sýn­ingum en áfeng­is­veit­ingar og áfeng­is­sala á við­burðum er óheim­il.
  • Koma skal í veg fyrir hópa­mynd­an­ir, jafnt fyrir og eftir við­burð og í hléi.
  •  Ef ekki er hægt að upp­fylla eitt­hvert fram­an­tal­inna skil­yrða gildir reglan um 50 manna hámarks­fjölda á við­burð­in­um.

Áhorf­endur á íþrótta­við­burð­um: Heim­ilt er að hafa áhorf­endur á íþrótta­við­burð­um. Áhorf­endur mega vera allt að 200 manns að því gefnu að hægt sé að upp­fylla öll skil­yrði hér að framan um við­burði þar sem gestir sitja. Ef áhorf­endur eru stand­andi gildir regla um 50 manna hámarks­fjölda. 

Sund- og bað­stað­ir: Gestir mega vera 75 pró­sent af leyfi­legum hámarks­fjölda.

Heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar: Gestir mega vera 75 pró­sent af leyfi­legum hámarks­fjölda. Í  hverju rými mega nú að hámarki vera 50 manns. 

Skíða­svæði: Heim­ilt er að taka á móti 75% af hámarks­fjölda af mót­töku­getu hvers svæð­is.

Veit­inga­staðir þar sem heim­il­aðar eru áfeng­is­veit­ing­ar: Leyfi­legur hámarks­fjöldi í rými verður 50 manns. Heim­ilt er að taka á móti nýjum við­skipta­vinum til kl. 22.00 en þeir skulu allir hafa yfir­gefið stað­inn fyrir kl. 23.00.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 34. Þáttur: Hinn hugdjarfi Yoshitsune
Kjarninn 4. mars 2021
Skjálftarnir færst sunnar – Krýsuvíkursvæðið undir sérstöku eftirliti
Skjálftarnir á Reykjanesi hafa færst til suðvesturs frá því gær. Virkni færðist í aukana í morgun. Krýsuvíkursvæðið er undir sérstöku eftirliti en það kerfi teygir anga sína inn í úthverfi höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 4. mars 2021
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent