Fullbólusettir: 10.554

Það er aðeins ein tala á covid.is sem við hlökkum til að sjá hækka: Hversu margir hafa fengið bólusetningu. Nú er 10 þúsund manna múrinn rofinn – 10.554 eru fullbólusettir og tæplega 7.000 til viðbótar hafa fengið fyrri skammt bóluefnis.

Um 3 prósent landsmanna eru nú fullbólusettir.
Um 3 prósent landsmanna eru nú fullbólusettir.
Auglýsing

Miðað við þær dreif­inga­á­ætl­anir bólu­efnis sem fram­leið­endur þeirra hafa gefið út megum við eiga von á því að um 45 þús­und manns hafi fengið bólu­setn­ingu í lok mars. Enn liggja áætl­anir fyrir fram­haldið ekki fyrir en bjart­sýn­ustu spár, sem m.a. birt­ast í nýju bólu­setn­inga­daga­tali stjórn­valda, gera ráð fyrir að allir full­orðnir ein­stak­lingar hér á landi verði búnir að fá bólu­setn­ingu fyrir lok júní.Í morg­un, þriðju­dag­inn 23. febr­ú­ar, höfðu 10.554 ein­stak­lingar fengið báða skammta bólu­efnis og eru því full­bólu­sett­ir. 6.825 til við­bótar hafa fengið fyrri skammt­inn. Þetta þýðir að um 3 pró­sent af íbúum Íslands eru full­bólu­settir og um 3,8 pró­sent full­orð­inna. Gert er ráð fyrir að bólu­setja alla, sem það vilja, yfir sextán ára aldri. 

AuglýsingÞau þrjú bólu­efni sem fengið hafa mark­aðs­leyfi hér á landi þarf öll að gefa í tveimur skömmt­u­m. Þetta eru bólu­efni Pfiz­er, Astr­aZeneca og Moderna. Fyrir liggur stað­fest áætlun um afhend­ingu þess­ara lyfja til loka mars. Þá liggur einnig fyrir að þessir fram­leið­endur áforma að hafa fyrir lok júní afhent bólu­efni fyrir sam­tals 190.000 ein­stak­linga.Á grund­velli Evr­ópu­sam­starfs hefur Ísland til við­bótar gert samn­inga um kaup á bólu­efnum Cura­vac og Jans­sen. Þá er Evr­ópu­sam­bandið að ljúka samn­ingi um bólu­efni Nova­vax sem Ísland fær hlut­deild í. Öll þessi lyf eru komin í áfanga­mat hjá Evr­ópsku lyfja­stofn­un­inni og þess vænst að þau fái mark­aðs­leyfi innan tíð­ar. Í samn­ingum um þessi bólu­efni kemur fram hve mikið fram­leið­endur þeirra áætla að geta afhent á öðrum árs­fjórð­ungi, þ.e. fyrir lok júní. Bólu­setn­ing­ar­daga­talið tekur mið af þessum upp­lýs­ing­um.

Mynd: Covid.isÁ upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í gær fór Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir yfir stöðu bólu­setn­inga næstu vik­ur. Enn er verið að bólu­setja 90 ára og eldri og er nú meira en helm­ingur þess ald­urs­hóps full­bólu­sett­ur.Fjórð­ungur fólks á níræð­is­aldri (80-89 ára) hefur þegar verið full­bólu­sett­ur. Fyrir mars­lok gera áætl­anir í sam­ræmi við dreif­ing­ar­á­ætl­anir bólu­efna­fyr­ir­tækj­anna­ráð að allir 80 ára og eldri verði búnir að fá að bólu­setn­ingu og tæp­lega helm­ingur fólks yfir sjö­tugu búinn að fá að fyrri skammt bólu­efn­is­ins.Bólu­setn­ing­ar­daga­talið er svar við ákalli um ein­hvern fyr­ir­sjá­an­leika, sagði sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fund­inum í gær. Það er þó óvissu háð. Þó að von­ast sé til að bólu­efnin verði afhent hraðar á næsta árs­fjórð­ungi en hingað til hefur verið búist við er það alls ekki víst „og við þurfum að vera við öllu búin, líka því að dreif­ingin verði hæg­ari en við vild­um.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent