Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra

Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.

Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Auglýsing

Ekk­ert bólu­efni sem komið er á markað hefur verið sam­þykkt fyrir fólk yngra en sextán ára. „Þannig að sam­kvæmt skil­grein­ingu munum við ekki ná hjarð­ó­næmi í þýð­inu – íslensku sam­fé­lagi í þessu til­viki – því börn verða áfram næm fyrir sjúk­dómn­um,“ sagði Jóhanna Jak­obs­dóttir líf­töl­fræð­ingur í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann sem lesa má í heild sinni hér.Íslensk stjórn­völd hafa farið þá leið líkt og víð­ast ann­ars staðar að bólu­setja fram­línu­starfs­menn og við­kvæm­ustu hópana fyrst. Eftir því sem skömmt­unum fjölgar verður farið neðar í aldri en ekki er enn talað um að bólu­setja börn.

AuglýsingMiðað við með­al­tal smit­stuð­uls COVID-19 er oft talað um að 60-70 pró­sent fólks í sam­fé­lagi þurfi að vera ónæmt svo hjarð­ó­næm­is­þrös­k­uldi sé náð.En hvað ger­ist í sam­fé­lagi þegar þeim áfanga er náð?„Veiran hverfur ekki. Hún þarf ekki að hverfa frá Íslandi og hún þarf ekki að hverfa úr heim­in­um,“ segir Jóhanna. Veiran er lík­leg til að fylgja mann­kyn­inu til ein­hverrar fram­tíð­ar. Þegar 60-70 pró­sent íslensku þjóð­ar­innar hefur fengið bólu­setn­ingu og eru því ónæm, eru enn 30-40 pró­sent það ekki. Það sem hins vegar ger­ist er að ef sýk­ing brýst út verður hún „von­andi það lítil að við náum að hlaupa fram fyrir hana,“ segir Jóhanna. Auð­veld­ara verður að beita verk­fær­unum okk­ar; smitrakn­ingu, sótt­kví og ein­angr­un, til að ráða nið­ur­lög­um  hóp­sýk­inga. Á einum bar, svo dæmi sé tek­ið, myndu ekki 70 manns smit­ast á einu kvöldi heldur kannski þrjá­tíu. „Það eitt og sér, að meira en helm­inga fjöld­ann í slíkum hóp­sýk­ing­um, mun gera alla verk­ferla og allt okkar kerfi ein­fald­ara í fram­kvæmd.“Jóhanna Jakobsdóttir lektor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Mynd: Kristinn IngvarssonAð sama skapi yrði þá búið að bólu­setja þá sem í mestri áhættu eru að fá alvar­lega sýk­ingu og þar með minnka líkur á sjúkra­húsinn­lögnum veru­lega. „Fólk sem er yngra en þrí­tugt og jafn­vel yngra en tví­tugt getur orðið alvar­lega veikt af COVID þó að það sé ólík­legra til þess en eldra fólk. Þetta er ekki mesti áhættu­hóp­ur­inn en af því að svo gríð­ar­lega margir eru að smit­ast á stuttum tíma þá fjölgar líka þeim ein­stak­lingum sem veikj­ast alvar­lega úr þessum hópi. Sem dæmi má nefna að flestir þeirra sem eru á önd­un­ar­vélum vegna COVID-19 í Bret­landi eru á aldr­inum 50-60 ára. Við getum því alls ekki alveg slakað á þegar við erum búin að bólu­setja sex­tíu ára og eldri. Útbreitt smit í yngri ald­urs­hópum getur haft alvar­legar afleið­ing­ar.“Jóhanna seg­ist hafa vissar áhyggjur af því að ekk­ert bólu­efni hafi enn verið sam­þykkt fyrir börn. Börn virð­ast ólík­legri en full­orðnir til að smit­ast af veirunni og bera smit. Þau eru ólík­legri til að veikj­ast og mun ólík­legri til að veikj­ast alvar­lega. En ef börn á aldr­inum 0-16 ára, sem er stór hóp­ur, verða ekki bólu­sett, er sá mögu­leiki fyrir hendi að far­aldur brjót­ist út á meðal þeirra. Jóhanna útskýrir þetta frekar:„Það er margt áhuga­vert við hjarð­ó­næmi. Segjum sem svo að við förum yfir þrösk­uld­inn, bólu­setjum yfir sex­tíu pró­sent þjóð­ar­innar – að meiri­hluti lands­manna sé orð­inn ónæmur fyrir sýk­ingu af völdum veirunnar og sam­fé­lagið fari aftur af stað án tak­mark­ana. R-stuð­ull­inn fer niður fyrir 1 en hann er bara með­al­tal og getur verið hærri innan ákveð­inna hópa, t.d. barna. Far­ald­ur­inn getur því við­haldið sér áfram í þeim hópum sem enn eru næm­ir. Fái hann að fara um þá óáreittur fara sjald­gæfir atburðir að ger­ast. Sjald­gæfir alvar­legir atburðir sem við viljum ekki sjá.“Rann­sóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bólu­efnis Astr­aZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagn­að­ar­efni.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent