Zuckerberg sest að samningaborðinu

Málamiðlun hefur náðst á milli samfélagsmiðlarisans Facebook og ástralskra stjórnvalda. Báðir aðilar segjast ánægðir með niðurstöðuna, sem felur í sér að Facebook mun greiða fjölmiðlum fyrir efni, reyndar að því er virðist á sínum eigin forsendum.

Mark Zuckerberg stofnandi Facebook hafði beina aðkomu að samningaviðræðunum við áströlsk stjórnvöld um helgina.
Mark Zuckerberg stofnandi Facebook hafði beina aðkomu að samningaviðræðunum við áströlsk stjórnvöld um helgina.
Auglýsing

Ástralskar fréttir munu á ný flæða um síður Facebook á næstu dögum, en ástralska ríkisstjórnin hefur komist að samkomulagi við tæknirisann sem felur í sér að Facebook muni semja við þarlenda fjölmiðla um greiðslu fyrir birtingu frétta.

Stífar samningaviðræður fyrirtækisins við áströlsk stjórnvöld stóðu yfir um helgina, meðal annars með aðkomu Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook. Virðast báðir aðilar stíga nokkuð sáttir upp frá samningaborðinu, ef marka má yfirlýsingar.

Facebook greip til þess að ráðs að fjarlægja allar fréttir ástralskra miðla af samfélagsmiðlinum í síðustu viku og kom sömuleiðis í veg fyrir að þeir 17 milljón Ástralir sem eru á Facebook gætu deilt fréttum erlendra miðla. Þetta vakti heimsathygli.

Málamiðlun hefur nú verið kynnt til sögunnar, sem felur í sér að Facebook semji við áströlsk fjölmiðlafyrirtæki hvert í sínu lagi um greiðslu fyrir fréttir. Á móti mun nýja ástralska löggjöfin í reynd ekki gilda um fyrirtækið að óbreyttu, en áströlsk stjórnvöld munu horfa til þess hvort Facebook sé að veita fé til þarlendra fjölmiðla er þau ákveða hvort ákvæði fyrirhugaðra laga gildi um fyrirtækið.

Ástralska stjórnin hefur lagt fram breytingartillögur sem virðast að nokkru leyti draga bitið úr lagafrumvarpinu sem búist er við að efri deild ástralska þingsins samþykki í vikunni.

Í tilkynningu frá stjórnvöldum kemur fram gerðardómi verði einungis beitt til að ákvarða greiðslur netfyrirtækja til fjölmiðla verði ef allar aðrar leiðir skili ekki árangri. Facebook eða önnur netfyrirtæki eftir atvikum fái rúman frest til þess að komast að samkomulagi við miðla áður en stjórnvöld fari að beita þeim þvingunarúrræðum sem felast í löggjöfinni. 

Gæti mögulega orðið smærri fjölmiðlum til tekna, segja stjórnvöld

Ekki verður gerð krafa um að algjörlega sambærilegir samningar verði gerðir við öll fjölmiðlafyrirtæki og ástralska stjórnin telur að það muni komi minni fjölmiðlafyrirtækjum og staðbundnum fjölmiðlum betur en öðrum. Stærri útgáfufyrirtæki geta þannig ekki fett fingur út í að minni fjölmiðlar fái hlutfallslega meira greitt fyrir hvert birt efni sem fer í deilingu á Facebook, að því er segir í frétt breska blaðsins Guardian.

Auglýsing

Will Easton, æðsti yfirmaður Facebook í Ástralíu, segist ánægður með að samkomulag hafi náðst við áströlsk stjórnvöld. Á honum er að heyra að áströlsk stjórnvöld séu að bregðast við helstu áhyggjum Facebook af fyrirhugaðri lagasetningu, en eins og Kjarninn fjallaði um í síðustu viku sagði Facebook að áströlsk stjórnvöld væru að misskilja, í öllum grundvallaratriðum, samspil Facebook og hefðbundinna fjölmiðla.

Í frétt ABC í Ástralíu kemur þó fram að Facebook áskilji sér rétt til þess að grípa aftur til þess ráðs að fjarlægja fréttir ástralskra miðla af samfélagsmiðlinum ef skref verði tekin af hálfu stjórnvalda sem Facebook geti ekki fellt sig við.

Fjármálaráðherra Ástralíu, Josh Frydenberg, segir að áströlsk stjórnvöld hafi verið að taka slaginn fyrir önnur ríki heims með aðgerðum sínum að undanförnu, en mörg ríki eru að velta því fyrir sér hvernig best sé að koma böndum utan um starfsemi alþjóðlegra netrisa á borð við Google og Facebook.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent