Zuckerberg sest að samningaborðinu

Málamiðlun hefur náðst á milli samfélagsmiðlarisans Facebook og ástralskra stjórnvalda. Báðir aðilar segjast ánægðir með niðurstöðuna, sem felur í sér að Facebook mun greiða fjölmiðlum fyrir efni, reyndar að því er virðist á sínum eigin forsendum.

Mark Zuckerberg stofnandi Facebook hafði beina aðkomu að samningaviðræðunum við áströlsk stjórnvöld um helgina.
Mark Zuckerberg stofnandi Facebook hafði beina aðkomu að samningaviðræðunum við áströlsk stjórnvöld um helgina.
Auglýsing

Ástralskar fréttir munu á ný flæða um síður Facebook á næstu dögum, en ástralska ríkisstjórnin hefur komist að samkomulagi við tæknirisann sem felur í sér að Facebook muni semja við þarlenda fjölmiðla um greiðslu fyrir birtingu frétta.

Stífar samningaviðræður fyrirtækisins við áströlsk stjórnvöld stóðu yfir um helgina, meðal annars með aðkomu Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook. Virðast báðir aðilar stíga nokkuð sáttir upp frá samningaborðinu, ef marka má yfirlýsingar.

Facebook greip til þess að ráðs að fjarlægja allar fréttir ástralskra miðla af samfélagsmiðlinum í síðustu viku og kom sömuleiðis í veg fyrir að þeir 17 milljón Ástralir sem eru á Facebook gætu deilt fréttum erlendra miðla. Þetta vakti heimsathygli.

Málamiðlun hefur nú verið kynnt til sögunnar, sem felur í sér að Facebook semji við áströlsk fjölmiðlafyrirtæki hvert í sínu lagi um greiðslu fyrir fréttir. Á móti mun nýja ástralska löggjöfin í reynd ekki gilda um fyrirtækið að óbreyttu, en áströlsk stjórnvöld munu horfa til þess hvort Facebook sé að veita fé til þarlendra fjölmiðla er þau ákveða hvort ákvæði fyrirhugaðra laga gildi um fyrirtækið.

Ástralska stjórnin hefur lagt fram breytingartillögur sem virðast að nokkru leyti draga bitið úr lagafrumvarpinu sem búist er við að efri deild ástralska þingsins samþykki í vikunni.

Í tilkynningu frá stjórnvöldum kemur fram gerðardómi verði einungis beitt til að ákvarða greiðslur netfyrirtækja til fjölmiðla verði ef allar aðrar leiðir skili ekki árangri. Facebook eða önnur netfyrirtæki eftir atvikum fái rúman frest til þess að komast að samkomulagi við miðla áður en stjórnvöld fari að beita þeim þvingunarúrræðum sem felast í löggjöfinni. 

Gæti mögulega orðið smærri fjölmiðlum til tekna, segja stjórnvöld

Ekki verður gerð krafa um að algjörlega sambærilegir samningar verði gerðir við öll fjölmiðlafyrirtæki og ástralska stjórnin telur að það muni komi minni fjölmiðlafyrirtækjum og staðbundnum fjölmiðlum betur en öðrum. Stærri útgáfufyrirtæki geta þannig ekki fett fingur út í að minni fjölmiðlar fái hlutfallslega meira greitt fyrir hvert birt efni sem fer í deilingu á Facebook, að því er segir í frétt breska blaðsins Guardian.

Auglýsing

Will Easton, æðsti yfirmaður Facebook í Ástralíu, segist ánægður með að samkomulag hafi náðst við áströlsk stjórnvöld. Á honum er að heyra að áströlsk stjórnvöld séu að bregðast við helstu áhyggjum Facebook af fyrirhugaðri lagasetningu, en eins og Kjarninn fjallaði um í síðustu viku sagði Facebook að áströlsk stjórnvöld væru að misskilja, í öllum grundvallaratriðum, samspil Facebook og hefðbundinna fjölmiðla.

Í frétt ABC í Ástralíu kemur þó fram að Facebook áskilji sér rétt til þess að grípa aftur til þess ráðs að fjarlægja fréttir ástralskra miðla af samfélagsmiðlinum ef skref verði tekin af hálfu stjórnvalda sem Facebook geti ekki fellt sig við.

Fjármálaráðherra Ástralíu, Josh Frydenberg, segir að áströlsk stjórnvöld hafi verið að taka slaginn fyrir önnur ríki heims með aðgerðum sínum að undanförnu, en mörg ríki eru að velta því fyrir sér hvernig best sé að koma böndum utan um starfsemi alþjóðlegra netrisa á borð við Google og Facebook.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent