Zuckerberg sest að samningaborðinu

Málamiðlun hefur náðst á milli samfélagsmiðlarisans Facebook og ástralskra stjórnvalda. Báðir aðilar segjast ánægðir með niðurstöðuna, sem felur í sér að Facebook mun greiða fjölmiðlum fyrir efni, reyndar að því er virðist á sínum eigin forsendum.

Mark Zuckerberg stofnandi Facebook hafði beina aðkomu að samningaviðræðunum við áströlsk stjórnvöld um helgina.
Mark Zuckerberg stofnandi Facebook hafði beina aðkomu að samningaviðræðunum við áströlsk stjórnvöld um helgina.
Auglýsing

Ástr­alskar fréttir munu á ný flæða um síður Face­book á næstu dög­um, en ástr­alska rík­is­stjórnin hefur kom­ist að sam­komu­lagi við tækniris­ann sem felur í sér að Face­book muni semja við þar­lenda fjöl­miðla um greiðslu fyrir birt­ingu frétta.

Stífar samn­inga­við­ræður fyr­ir­tæk­is­ins við áströlsk stjórn­völd stóðu yfir um helg­ina, meðal ann­ars með aðkomu Mark Zucker­berg, for­stjóra Face­book. Virð­ast báðir aðilar stíga nokkuð sáttir upp frá samn­inga­borð­inu, ef marka má yfir­lýs­ing­ar.

Face­book greip til þess að ráðs að fjar­lægja allar fréttir ástr­al­skra miðla af sam­fé­lags­miðl­inum í síð­ustu viku og kom sömu­leiðis í veg fyrir að þeir 17 milljón Ástr­alir sem eru á Face­book gætu deilt fréttum erlendra miðla. Þetta vakti heims­at­hygl­i.

Mála­miðlun hefur nú verið kynnt til sög­unn­ar, sem felur í sér að Face­book semji við áströlsk fjöl­miðla­fyr­ir­tæki hvert í sínu lagi um greiðslu fyrir frétt­ir. Á móti mun nýja ástr­alska lög­gjöfin í reynd ekki gilda um fyr­ir­tækið að óbreyttu, en áströlsk stjórn­völd munu horfa til þess hvort Face­book sé að veita fé til þar­lendra fjöl­miðla er þau ákveða hvort ákvæði fyr­ir­hug­aðra laga gildi um fyr­ir­tæk­ið.

Ástr­alska stjórnin hefur lagt fram breyt­ing­ar­til­lögur sem virð­ast að nokkru leyti draga bitið úr laga­frum­varp­inu sem búist er við að efri deild ástr­alska þings­ins sam­þykki í vik­unni.

Í til­kynn­ingu frá stjórn­völdum kemur fram gerð­ar­dómi verði ein­ungis beitt til að ákvarða greiðslur net­fyr­ir­tækja til fjöl­miðla verði ef allar aðrar leiðir skili ekki árangri. Face­book eða önnur net­fyr­ir­tæki eftir atvikum fái rúman frest til þess að kom­ast að sam­komu­lagi við miðla áður en stjórn­völd fari að beita þeim þving­unar­úr­ræðum sem fel­ast í lög­gjöf­inn­i. 

Gæti mögu­lega orðið smærri fjöl­miðlum til tekna, segja stjórn­völd

Ekki verður gerð krafa um að algjör­lega sam­bæri­legir samn­ingar verði gerðir við öll fjöl­miðla­fyr­ir­tæki og ástr­alska stjórnin telur að það muni komi minni fjöl­miðla­fyr­ir­tækjum og stað­bundnum fjöl­miðlum betur en öðr­um. Stærri útgáfu­fyr­ir­tæki geta þannig ekki fett fingur út í að minni fjöl­miðlar fái hlut­falls­lega meira greitt fyrir hvert birt efni sem fer í deil­ingu á Face­book, að því er segir í frétt breska blaðs­ins Guar­dian.

Auglýsing

Will Easton, æðsti yfir­maður Face­book í Ástr­al­íu, seg­ist ánægður með að sam­komu­lag hafi náðst við áströlsk stjórn­völd. Á honum er að heyra að áströlsk stjórn­völd séu að bregð­ast við helstu áhyggjum Face­book af fyr­ir­hug­aðri laga­setn­ingu, en eins og Kjarn­inn fjall­aði um í síð­ustu viku sagði Face­book að áströlsk stjórn­völd væru að mis­skilja, í öllum grund­vall­ar­at­rið­um, sam­spil Face­book og hefð­bund­inna fjöl­miðla.

Í frétt ABC í Ástr­alíu kemur þó fram að Face­book áskilji sér rétt til þess að grípa aftur til þess ráðs að fjar­lægja fréttir ástr­al­skra miðla af sam­fé­lags­miðl­inum ef skref verði tekin af hálfu stjórn­valda sem Face­book geti ekki fellt sig við.

Fjár­mála­ráð­herra Ástr­al­íu, Josh Fryden­berg, segir að áströlsk stjórn­völd hafi verið að taka slag­inn fyrir önnur ríki heims með aðgerðum sínum að und­an­förnu, en mörg ríki eru að velta því fyrir sér hvernig best sé að koma böndum utan um starf­semi alþjóð­legra netrisa á borð við Google og Face­book.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent