Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu

Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.

„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Auglýsing

Sveit­ar­fé­lögin hafa algjör­lega dregið að sér höndum í opin­berum fjár­fest­ingum að mati Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra. Þetta sagði Bjarni í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag eftir fyr­irpsurn frá Jóni Stein­dóri Valdi­mars­syni, þing­manni Við­reisn­ar, um sam­drátt í opin­berum fjár­fest­ing­um.



„Þegar við skoðum opin­beru fjár­fest­ing­una upp­skipt milli ríkis og sveit­ar­fé­laga þá sjáum við mjög skýrt að við höfum staðið við það sem var lofað var, að auka við fjár­fest­ingu rík­is­ins. Og það sem meira er, við höfum fjár­magnað hluti sem að enn eiga eftir að koma til fram­kvæmda þannig að ég hef vænt­ingar um að við fáum dálítið sterka bylgju með okkur inn í árið 2021,“ sagði Bjarni meðal ann­ars í svari sínu.

Auglýsing



Þörfin fyrir inn­grip skýr

Í fyr­ir­spurn sinni sagði Jón Stein­dór rík­is­stjórn­ina ekki hafa gengið rösk­lega til verks í opin­berum fjár­fest­ingum og vís­aði í gögn um opin­bera fjár­fest­ingu sem segja að hún hafi dreg­ist saman um 9,3 pró­sent á árinu 2020 en 10,8 pró­sent árið á und­an. Þá hafi var þörfin fyrir inn­grip af hálfu hins opin­bera þegar verið orðin „æp­andi“ að mati Jóns Stein­dórs vegna merkja um sam­drátt í efna­hags­líf­in­u. 

Jón Steindór Valdimarsson sagði loforðið um aukna opinbera fjárfestingu ekki hafa verið efnt. Mynd: Bára Huld Beck

Jón Stein­dór minnt­ist lof­orða stjórn­ar­flokk­anna um mikla inn­viða­upp­bygg­ingu í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga. „Einn þeirra lof­aði 100 millj­örðum og mætti því ætla að hann hafi verið til­bú­inn með áætl­un. Ekki síst þess vegna vekur það sér­staka undrun að sjá hve illa und­ir­búið fram­kvæmda­valdið er fyrir að setja af stað lyk­ilfram­kvæmdir og fjár­fest­ingar á þeim tíma þegar að nauð­syn­legt hefði verið að beita þeim verk­færum í hag­stjórn­inn­i.“



Hann sagði fjár­mála­ráð­herra einnig vera tíð­rætt um sterka stöðu rík­is­sjóðs og hversu vel sú staða reynd­ist okkur nú þegar kreppir að. Hann sagði rík­is­stjórn­ina hafa lofað auknum útgjöldum og sér­stak­lega til fjár­fest­inga í innviðum í fjár­lögum og fjár­auka­lögum en ekki efnt þau lof­orð. „Gögnin sýna svart á hvítu að fjár­fest­ingin hefur ekki skilað sér. Lof­orðið hefur ekki verið efnt. Ég spyr hæst­virtan fjár­mála­ráð­herra hvernig útskýrir hann þennan mikla sam­drátt í opin­berum fjár­fest­ingum og er þetta að hans mati vottur um góða hag­stjórn í dýpstu kreppu síð­ari tíma,“ sagði Jón Stein­dór.



Kreppan ekki jafn djúp og búist var við

Bjarni svar­aði því til að aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar hafi skilað sér gríð­ar­lega vel. „Það birt­ist okkur meðal ann­ars í því að við stöndum núna ekki lengur í dýpstu kreppu í 100 ár heldur er sam­drátt­ur­inn á árinu 2020 tölu­vert minni en áður var spáð,“ sagði Bjarni en tók fram að þar spila aðrir þættir inn í, svo sem einka­neysla og fjár­fest­ing atvinnu­lífs­ins. 



Líkt og áður var minnst á sagði Bjarni það skipta meg­in­máli þegar horft er til sam­dráttar í opin­berri fjár­fest­ingu að sveit­ar­fé­lögin hafi haldið að sér hönd­um. Hann sagði rík­is­stjórn­ina hafa staðið við það sem lofað var, að auka við fjár­fest­ingu rík­is­ins auk þess sem nú væri búið að fjár­magna verk­efni sem eiga eftir að koma til fram­kvæmda. Þá sagði hann að fjár­fest­ing­ar­á­tak rík­is­stjórn­ar­innar hafi fyrst og fremst verið efna­hags­að­gerð þar sem áhersla yrði lögð á mál sem væru þjóð­hags­lega mik­il­væg, að verk­efnin sem ráð­ist yrði í væru mann­afls­frek og að verk­efnin myndu veita mót­vægi við þeim sam­drætti sem þegar var far­inn að mynd­ast





Verð­mæti fram­kvæmda minna en áætlað var

Eftir síð­asta Útboðs­þing Sam­taka iðn­að­ar­ins sendu sam­tökin frá sér grein­ingu á fjár­fest­ingum hins opin­bera. Þar kemur fram að heild­ar­verð­mæti allra opin­berra fram­kvæmda á síð­asta ári hafi verið 29 pró­sentum minna heldur en boðað var á Útboðs­þing­inu í fyrra. Úr þess­ari grein­ingu má lesa að rík­is­stofn­an­ir- og fyr­ir­tæki fram­kvæmdu mun minna á árinu 2020 heldur en áætlað var á Útboðs­þingi 2020.



Á útboðs­þingi 2020 var heild­ar­verð­mæti áætl­aðra útboða lang­mest hjá Vega­gerð­inni, alls 38,7 millj­arðar króna. Fram­kvæmdir Vega­gerð­ar­innar á árinu námu hins vegar 31,1 millj­örðum króna, um 20 pró­sentum minna en til stóð. Það rík­is­fyr­ir­tæki sem komst næst Vega­gerð­inni í heild­ar­verð­mæti áætl­aðra útboða árið 2020 var ISA­VIA. Verð­mæti áætl­aðra útboða félags­ins nam 21 millj­arði en fram­kvæmt var fyrir 0,2 millj­arða á árinu. Þar á eftir kom Nýi Land­spít­al­inn með áætluð útboð upp á tólf millj­arða en fram­kvæmdir fyrir 11,4 millj­arða.



Á milli Vega­gerð­ar­innar og ISA­VIA í verð­mæti áætl­aðra útboða á Útboðs­þingi 2020 var Reykja­vík­ur­borg. Áætlað verð­mæti útboða borg­ar­innar var 19,6 millj­arðar en þegar upp var staðið var fram­kvæmt fyrir 21,1 millj­arð á árinu. Á list­anum má einnig finna félög í eigu sveit­ar­fé­laga, svo sem Veit­ur, Orku Nátt­úr­unnar og Faxa­flóa­hafn­ir. Veitur fóru einnig fram úr áætl­un, fram­kvæmdu fyrir 9,2 millj­arða sam­an­borið við 8,8 millj­arða áætl­un. Bæði Orka nátt­úr­unnar og Faxa­flóa­hafnir fram­kvæmdu hins vegar fyrir brot af því sem áætlað var. Áætluð útboð Orku nátt­úr­unnar námu 4,5 millj­örðum en fram­kvæmt var fyrir hálfan millj­arð og áætluð útboð Faxa­flóa­hafna námu 2,2 millj­örðum en fram­kvæmt var fyrir 0,2.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent