Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur

Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.

_abh2254_15809956188_o.jpg sjávarútvegur skip höfn reykjavíkurhöfn
Auglýsing

Afla­verð­mæti fyrstu sölu á afla sem íslensk fisk­veiði­skip veiddu í fyrra var rúmum þremur milljörðum krónum meira en á árinu 2019 og rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var á árinu 2018. 

Afla­verð­mætið fyrir allt árið 2020 var 148 millj­arðar króna sem er það mesta sem verð­mætið hefur verið innan árs síðar árið 2015. 

Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum um aflaverðmæti sem Hagstofa Íslands birti á föstudag.

Stærstur hluti fisk­afl­ans er seldur í beinni sölu útgerða til vinnslu. Árið 2020 var 73 pró­sent af heild­ar­afla seldur í beinum við­skiptum og nam verð­mæti þess afla 80,7 millj­örðum sem er um 57 pró­sent af heild­ar­verð­mæti afl­ans. Verð­mæti sjó­frysts afla nam 36,6 millj­örðum og verð­mæti afla sem fór á fisk­mark­aði nam 23,1 millj­örð­um.

Þorsksalan dregur vagninn

Þessi verð­mæta­aukn­ing átti sér stað þrátt fyrir að afli botn­fisk­teg­unda hafi verið fjögur prósent minni en á árinu 2019, eða 488 þús­und tonn alls. Afla­verð­mæti hans jókst hins vegar um eitt pró­sent á síð­asta ári og var í heild 113,4 millj­arðar króna. Mest veidd­ist að venju af þorski, eða 278 þús­und tonn, sem var svo seldur fyrir um 76 millj­arða króna, sem er tæpum sex milljörðum króna meira en þorsksala skilaði útgerðum árið 2019 og tæpum 19 milljörðum krónum meira en hún skilaði árið 2018. 

Engin loðna var veidd í fyrra, líkt og á árinu 2019. Uppsjávaraflinn var svipaður í fyrra og árið áður, tæplega 530 þúsund tonn. Verðmæti þess afla jókst hins vegar um tíu prósent og var alls 23,8 milljarðar króna. Þar munaði mestu um að verðmæti veidds makrílafla jókst um 1,5 milljarða króna og var um tíu milljarðar króna. 

Hagurinn vænkast um tæpa 500 milljarða frá hruni

Kjarninn greindi frá því í september 2020 að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hefðu hagnast um 43 milljarða króna á árinu 2019. Það var um 60 prósent meiri hagnaður en var af rekstri þeirra árið á undan þegar hann var 27 milljarðar króna. Alls nam hagnaður fyrirtækjanna 197 milljörðum króna á fimm ára tímabili, frá byrjun árs 2015 og út árið 2019. Á sama tíma hafa þau greitt 43 milljarða króna í tekjuskatt. 

Frá hruni nemur samanlagður hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja 439 milljörðum króna.

Auglýsing
Reiknaður tekjuskattur þeirra hækkaði um 50 prósent milli 2018 og 2019 og var níu milljarðar króna í stað sex. Veiðigjöld lækkuðu hins vegar umtalsvert á milli ára og voru 6,6 milljarðar króna, sem er 4,7 milljörðum króna minna en þau voru árið áður.

Þetta kom fram í Sjávarútvegsgagnagrunni Deloitte f sem kynntur var á Sjávarútvegsdeginum 2020 sem fór fram 16. september síðastliðinn. Gagnagrunnurinn inniheldur rekstrarupplýsingar úr 89 prósent sjávarútvegsgeirans en fjárhæðirnar sem settar eru fram í honum hafa verið uppreiknaðar til að endurspegla 100 prósent hans. 

Sjávarútvegsfyrirtækin áttu eigið fé upp á 297 milljarða króna í lok árs 2018. Frá hruni og fram að þeim tíma batnaði eiginfjárstaða sjávarútvegsfyrirtækjanna um 376 milljarða króna, en hún var neikvæð í lok árs 2008.

Alls greiddu fyrirtækin sér arð upp á 10,3 milljarða króna á árinu 2019. Frá árinu 2010 og út árið 2019 hafa þau greitt 103,2 milljarða króna til eigenda sinna í arðgreiðslur. Hagur sjávarútvegsfyrirtækjanna hefur því vænkast um 479,2 milljarða króna frá hruni og fram að byrjun árs í fyrra.

Þrjár blokkir halda á 43 prósent af kvóta

Í lok mars 2020 héldu tíu stærstu útgerðir lands­ins á tæp­lega 53 pró­sent af úthlut­uðum kvóta, samkvæmt samantekt Fiskistofu. Innan þessa hóps eru aðilar sem eru tengdir þótt þeir séu það ekki sam­kvæmt lögum um fisk­veið­ar. Brim, Sam­herji og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga eru fyr­ir­ferða­mestu útgerð­irn­ar. Þær halda á, einar og sér og ásamt félögum sem eig­endur þeirra eiga í, á tæp­lega 43 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. 

Litlar breyt­ingar hafa verið á umfangi kvóta þeirra stóru útgerð­ar­hópa sem tengj­ast inn­byrðis án þess þó að verða tengdir aðilar sam­kvæmt lög­um á undanförnum árum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent