Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur

Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.

_abh2254_15809956188_o.jpg sjávarútvegur skip höfn reykjavíkurhöfn
Auglýsing

Afla­verð­­mæti fyrstu sölu á afla sem íslensk fisk­veið­i­­­skip veiddu í fyrra var ­rúmum þremur millj­örðum krónum meira en á árinu 2019 og rúmum 20 millj­örðum krónum meira en það var á árinu 2018. 

Afla­verð­­mætið fyrir allt árið 2020 var 148 millj­­arðar króna sem er það mesta sem verð­­mætið hefur verið innan árs síðar árið 2015. 

Þetta kemur fram í bráða­birgða­tölum um afla­verð­mæti sem Hag­stofa Íslands birti á föstu­dag.

Stærstur hluti fisk­afl­ans er seldur í beinni sölu útgerða til vinnslu. Árið 2020 var 73 pró­­sent af heild­­ar­afla seldur í beinum við­­skiptum og nam verð­­mæti þess afla 80,7 millj­­örðum sem er um 57 pró­­sent af heild­­ar­verð­­mæti afl­ans. Verð­­mæti sjó­frysts afla nam 36,6 millj­­örðum og verð­­mæti afla sem fór á fisk­­mark­aði nam 23,1 millj­­örð­­um.

Þorsk­salan dregur vagn­inn

Þessi verð­­mæta­aukn­ing átti sér stað þrátt fyrir að afli botn­­fisk­teg­unda hafi verið fjögur pró­sent minni en á árinu 2019, eða 488 þús­und tonn alls. Afla­verð­­mæti hans jókst hins vegar um eitt pró­­sent á síð­­asta ári og var í heild 113,4 millj­­arðar króna. Mest veidd­ist að venju af þorski, eða 278 þús­und tonn, sem var svo seldur fyrir um 76 millj­­arða króna, sem er tæpum sex millj­örðum króna meira en þorsk­sala skil­aði útgerðum árið 2019 og tæpum 19 millj­örðum krónum meira en hún skil­aði árið 2018. 

Engin loðna var veidd í fyrra, líkt og á árinu 2019. Upp­sjáv­ar­afl­inn var svip­aður í fyrra og árið áður, tæp­lega 530 þús­und tonn. Verð­mæti þess afla jókst hins vegar um tíu pró­sent og var alls 23,8 millj­arðar króna. Þar mun­aði mestu um að verð­mæti veidds mak­rílafla jókst um 1,5 millj­arða króna og var um tíu millj­arðar króna. 

Hag­ur­inn vænkast um tæpa 500 millj­arða frá hruni

Kjarn­inn greindi frá því í sept­em­ber 2020 að íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hefðu hagn­ast um 43 millj­arða króna á árinu 2019. Það var um 60 pró­sent meiri hagn­aður en var af rekstri þeirra árið á undan þegar hann var 27 millj­arðar króna. Alls nam hagn­aður fyr­ir­tækj­anna 197 millj­örðum króna á fimm ára tíma­bili, frá byrjun árs 2015 og út árið 2019. Á sama tíma hafa þau greitt 43 millj­arða króna í tekju­skatt. 

Frá hruni nemur sam­an­lagður hagn­aður sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja 439 millj­örðum króna.

Auglýsing
Reiknaður tekju­skattur þeirra hækk­aði um 50 pró­sent milli 2018 og 2019 og var níu millj­arðar króna í stað sex. Veiði­gjöld lækk­uðu hins vegar umtals­vert á milli ára og voru 6,6 millj­arðar króna, sem er 4,7 millj­örðum króna minna en þau voru árið áður.

Þetta kom fram í Sjáv­ar­út­vegs­gagna­grunni Deloitte f sem kynntur var á Sjáv­ar­út­vegs­deg­inum 2020 sem fór fram 16. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Gagna­grunn­ur­inn inni­heldur rekstr­ar­upp­lýs­ingar úr 89 pró­sent sjáv­ar­út­vegs­geirans en fjár­hæð­irnar sem settar eru fram í honum hafa verið upp­reikn­aðar til að end­ur­spegla 100 pró­sent hans. 

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin áttu eigið fé upp á 297 millj­arða króna í lok árs 2018. Frá hruni og fram að þeim tíma batn­aði eig­in­fjár­staða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna um 376 millj­arða króna, en hún var nei­kvæð í lok árs 2008.

Alls greiddu fyr­ir­tækin sér arð upp á 10,3 millj­arða króna á árinu 2019. Frá árinu 2010 og út árið 2019 hafa þau greitt 103,2 millj­arða króna til eig­enda sinna í arð­greiðsl­ur. Hagur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna hefur því vænkast um 479,2 millj­arða króna frá hruni og fram að byrjun árs í fyrra.

Þrjár blokkir halda á 43 pró­sent af kvóta

Í lok mars 2020 héldu tíu stærstu útgerðir lands­ins á tæp­­lega 53 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta, sam­kvæmt sam­an­tekt Fiski­stofu. Innan þessa hóps eru aðilar sem eru tengdir þótt þeir séu það ekki sam­­kvæmt lögum um fisk­veið­­ar. Brim, Sam­herji og Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga eru fyr­ir­­ferða­­mestu útgerð­irn­­ar. Þær halda á, einar og sér og ásamt félögum sem eig­endur þeirra eiga í, á tæp­­lega 43 pró­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. 

Litlar breyt­ingar hafa verið á umfangi kvóta þeirra stóru útgerð­­ar­hópa sem tengj­­ast inn­­­byrðis án þess þó að verða tengdir aðilar sam­­kvæmt lög­­um á und­an­förnum árum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent