Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti

ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.

Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) telur að opin­ber skatt- og álagn­ing­ar­skrá, sem almenn­ingur hefur hindr­un­ar­lausan aðgang að, auki gagn­sæi, launa­jafn­rétti og leiði til bættra skatt­skila og dragi úr und­an­skot­um. Þetta kemur fram í umsögn ASÍ um til­lögu til þings­á­lykt­unar um raf­ræna birt­ingu álagn­ing­ar- og skatt­skrá­ar. Óskað hefur verið eftir umsögnum um þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una en þetta er í fimmta skipti sem til­laga þess efnis er lögð fram.Í umsögn ASÍ um til­lög­una er vísað í ályktun mið­stjórnar sam­bands­ins um gagn­sæi gegn mis­skipt­ingu frá ágúst 2019. Þar seg­ir: „Það er afar brýnt að allir lands­menn greiði skatta og gjöld til sam­fé­lags­ins óháð upp­runa tekna, svo sem arð­greiðslur úr fyr­ir­tækjum eða fjár­magnstekj­ur. Upp­lýs­ingar um slíkt þurfa að vera aðgengi­legar og gagn­sæj­ar. Mið­stjórn ASÍ hvetur Alþingi jafn­framt til að sam­þykkja að birta álagn­ing­ar­skrár með raf­rænum hætti, þar sem birtir eru allir álagðir skatt­ar, þannig að aðgengi að þessum sam­fé­lags­lega mik­il­vægu upp­lýs­ingum sé tryggt “ASÍ tekur því undir mark­mið til­lög­unnar og sam­bandið hvetur til þess að málið nái fram að ganga.

Auglýsing


Mik­il­vægt sé að huga að rétti ein­stak­linga til per­sónu­verndar

Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um til­lög­una er Per­sónu­vernd. Vegna þess að til­lagan er efn­is­lega sam­bæri­leg til­lögu sem lögð var fram á síð­asta þingi ítrekar Per­sónu­vernd umsögn sína frá því í fyrra. Þar áréttar Per­sónu­vernd mik­il­vægi þess að hugað verði að rétti ein­stak­linga til per­sónu­verndar í tengslum við þær laga­breyt­ingar sem gert er ráð fyrir í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­i. Í umsögn­inni er bent á að í heim­ild til birt­ingar og útgáfu skatt­skrá felist und­an­tekn­ing frá grunn­reglu 117 greinar laga um tekju­skatt að á skatt­yf­ir­völdum hvíli þagn­ar­skylda um tekjur og efna­hag skatt­að­ila auk þess sem að í heim­ild­inni felist tak­mörkun á rétt­inum til frið­helgi einka­lífs. Athuga­semdir Per­sónu­verndar snúa einnig að áreið­an­leika álagn­ing­ar­skrár. Þar er ekki að finna end­an­lega upp­lýs­ingar um skatta og gjöld sem lögð eru á ein­stak­linga og áreið­an­leiki upp­lýs­ing­anna því tak­mark­að­ur. Per­sónu­vernd bendir einnig á að heim­ild ann­arra en skatta­yf­ir­valda til birt­ingar og útgáfu upp­lýs­inga úr álagn­ing­ar­skrá nái ekki til þeirrar hátt­semi að gera upp­lýs­ing­arnar aðgengi­legar í raf­rænum gagna­grunni. Því kunna laga­breyt­ing­arnar sem gert er ráð fyrir í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni að leiða til stefnu­breyt­ingar í þessu til­liti. „Bendir Per­sónu­vernd því á að líta þarf til þeirra sjón­ar­miða sem búa að baki núgild­andi fyr­ir­komu­lagi, t.d. mögu­leika skoð­enda til að afrita upp­lýs­ing­arnar án heim­ild­ar, og hvort talið sé til­efni til að víkja frá þeim.“Per­sónu­vernd segir það því mik­il­vægt að huga að rétti ein­stak­linga til per­sónu­verndar í tengslum við þær laga­breyt­ingar sem gert er ráð fyrir í til­lög­unni og að stofn­unin myndi veita nán­ari efn­is­lega umsögn um ákvæði laga­frum­varps á grund­velli þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­ar.Hent­ugra að birta raf­rænt

Líkt og áður segir hefur til­lagan verið lögð fram áður, og það fjórum sinn­um, en flutn­ings­menn hennar eru í þetta sinn Andrés Ingi Jóns­son, Björn Leví Gunn­ars­son, Inga Sæland og Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir. Lagt er til að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hlut­ist til um raf­ræna birt­ingu árlegrar álagn­ingar og skatt­skrár sem verði aðgengi­leg allt árið uns ný skrá er birt. Þá er lagt til að ráð­herra leggi fyrir Alþingi frum­varp þessa efnis á vor­þingi 2021.Í grein­ar­gerð með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni segir að lagt sé til að hætt verði að birta álagn­ing­ar- og skatt­skrár yfir­valda á pappír og í stað­inn verði raf­ræn álagn­ing­ar­skrá aðgengi­leg allt árið. meðal ann­ars. Eins og staðan er í dag segir í 98. grein laga um tekju­skatt að skatt­skrá skuli vera til sýnis „á hent­ugum stað“ í tvær vikur eftir að álagn­ingu er lok­ið. „Skatt­skil eru nú öll orðin raf­ræn þannig að eðli­legt hlýtur að telj­ast að birta álagn­ing­ar­skrá með þeim hætti, enda langtum hent­ugra fyrir bæði skatt­yf­ir­völd og not­endur álagn­ing­ar­skrár­innar að hafa þennan hátt á með til­liti til þeirrar tækni sem nú er almennt beitt,“ segir enn fremur í grein­ar­gerð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent