5.605 íslenskar fjölskyldur áttu 29,2 milljarða króna á erlendum reikningum

Innstæður landsmanna jukust um 84 milljarða króna á árinu 2020. Í lok þess árs voru þær ekki langt frá því sem innistæður voru árið 2008, fyrir bankahrun, þegar þær voru mestar í Íslandssögunni.

Þeim peningum sem Íslendingar geyma á innstæðureikningum fjölgaði umtalsvert á árinu 2020.
Þeim peningum sem Íslendingar geyma á innstæðureikningum fjölgaði umtalsvert á árinu 2020.
Auglýsing

Inn­stæður lands­manna juk­ust mikið á árinu 2020 stór­auk­ist og slög­uðu lang­leið­ina upp í það sem þær voru árið 2008, þegar þær voru í met­hæð­um. Lands­menn áttu 940,3 millj­arða króna á banka­reikn­ingum í lok árs 2020, sem var 84 millj­örðum eða 9,8 pró­sent meira en á sama tíma árið áður. Frá árinu 2013 hafa þær auk­ist um 332,4 millj­arða króna. 

Þetta kemur fram í umfjöllun um álagn­ingu ein­stak­l­inga á árinu 2021 í Tíund, frétta­­blaði Skatts­ins, sem Páll Kol­beins rekstr­­ar­hag­fræð­ingur skrif­­ar. 

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn spilar þarna stóra rullu. Erf­ið­ara var að eyða pen­ingum á árinu 2020 en árin á und­an, meðal ann­ars vegna þess að það var ein­fald­lega ekki hægt að ferð­ast til útlanda. Íslend­ingar voru að eyða um 200 millj­örðum króna í öðrum löndum á ári áður en kór­ónu­veiran lét á sér kræla. Á sama tíma lækk­uðu vextir af lánum skarpt, sem lækk­aði sam­hliða fjár­magns­kostnað fólks, og samn­ings­bundnar launa­hækk­anir tóku gildi. Þá lækk­uðu stjórn­völd kostnað af við­halds­fram­kvæmdum með end­ur­greiðslum á virð­is­auka­skatti undir hatti átaks­ins „Allir vinna“, sem gerði það að verkum að millj­arðar króna sem ella hefðu runnið í rík­is­sjóð sátu áfram inni á banka­reikn­ingum fólks og fyr­ir­tækja. 

Allar inn­stæður tryggðar í hrun­inu

Þegar neyð­ar­lög voru sett á Íslandi 6. októ­ber 2008 voru inn­­­­­­­stæður í bönkum gerðar að for­­­­gangs­­­­kröfum í slitabú þeirra banka sem féllu í kjöl­far­ið, og lögin náðu til. Sam­hliða gaf rík­­­­is­­­­stjórn Íslands út yfir­­­­lýs­ingu um að allar inn­­­­­­­stæður á Íslandi væru tryggðar og á grund­velli þeirrar yfir­­­­lýs­ingar voru inn­­­­­­­lendar inn­­­­­­­stæður færðar með handafli inn í nýja banka sem stofn­aðir voru á grunni hinna fölln­u. 

Yfir­­­lýs­ingin hafði þó aldrei haft neitt laga­­­­legt gildi, heldur byggði á því að stjórn­­­­völd höfðu sýnt það í verki að þau myndu tryggja inn­­­­­­­stæður ef á það myndi reyna. 

Auglýsing
Í sept­­em­ber 2016 ákvað rík­­is­­stjórn Íslands að fella yfir­­lýs­ing­una um ábyrgð rík­­is­­sjóðs á inn­­­stæðum úr gildi, en þá átti ríkið allt hlutafé í tveimur af þremur stærstu bönkum lands­ins og 13 pró­­sent hlut í þeim þriðja.

Í Tíund sem birt var í fyrra­vor sagði að á hru­nár­inu 2008 hafi inn­­­stæður 183.765 fjöl­­skyldna verið árit­aðar á skatt­fram­­tal en þá voru inn­­­stæður 933,7 millj­­arðar og inn­­­stæður barna um 24,1 millj­­arð­­ur. „Inn­­stæður juk­ust því um 471,9 millj­­arða eftir að þær voru árit­aðar eða 102,2 pró­­sent og inn­­­stæður barna um 21 millj­­arð.“

Upp­reiknað að teknu til­liti til verð­bólgu er sú upp­hæð tæp­lega 967 millj­arðar króna á gengi árs­ins 2020.

Næstu árin minn­k­uðu inn­­­stæð­­urnar jafnt og þétt, eða alls um 40,5 pró­­sent til árs­ins 2013. Það sama gilti um inn­­­stæður barna, sem dróg­ust saman um 21,1 pró­­sent. Í nýja góð­ær­inu, sem hófst af alvöru 2013, fóru inn­­­stæð­­urnar svo að vaxa á ný og voru, líkt og áður sagði, 940,3 millj­arðar króna í lok árs 2020.

Umtals­vert fé á erlendum reikn­ingum

Alls 5.605 íslenskar fjöl­skyldur áttu 29,2 millj­arða króna á erlendum reikn­ingum sam­kvæmt umfjöllun í nýj­ustu Tíund­ar.

Þar segir að það veki nokkra athygli að erlendar inn­stæður hafi auk­ist um 4,3 millj­arða króna, eða 17,2 pró­sent á milli ára. „Geng­is­breyt­ingar kunna hér að valda nokkru.“  

Vaxta­tekjur af bankainn­stæðum dróg­ust hins vegar veru­lega saman milli ára. Þar skiptir mestu að stýri­vextir Seðla­banka Íslands voru lækk­aðir niður í 0,75 pró­sent eftir að far­ald­ur­inn skall á og héld­ust þar fram á vor­mán­uði 2021, þegar þeir tóku aftur að hækka. Fyrir vikið fengu þeir sem geymdu pen­ing­anna sína á banka­reikn­ingum minni vaxta­greiðslur frá bönk­unum sem fengu þá lán­aða, en vaxta­tekjur bank­anna sjálfra stórjuk­ust hins vegar sam­hliða.

Í Tíund segir að lands­menn hafi talið fram ell­efu millj­arða króna í vexti af inn­stæðum í bönkum á árinu 2020, sem var 8,4 millj­örðum krónum minna en árið áður. Um er að ræða sam­drátt upp á 43,3 pró­sent. 

Þeir sem áttu inn­stæður erlendis töldu fram 179 millj­ónir króna í vexti sem var 16 millj­ónum króna minna en árið áður og börn fengu 222 millj­ónir króna í vexti á inn­stæður árið 2020, sem var fimm millj­ónum krónum minna en árið áður. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent