5.632 íslenskar fjölskyldur áttu 24 milljarða á erlendum bankareikningum

Upplýsingar um erlenda bankareikninga Íslendinga voru í fyrsta sinn færðar á sundurliðunarblað með framtali á árinu 2018. Við það þrefaldaðist fjöldi þeirra sem gáfu upp innstæður í erlendum bönkum.

Lengi hefur tíðkast að safna peningum í sparibauka, og leggja þá svo inn á innstæðureikninga.
Lengi hefur tíðkast að safna peningum í sparibauka, og leggja þá svo inn á innstæðureikninga.
Auglýsing

Í árslok 2019 áttu landsmenn 782 milljarða króna á innlendum bankareikningum. Innstæðurnar uxu um 42,8 milljarða króna frá lokum ársins á undan. 

Auk innstæðna í innlendum bönkum áttu 5.632 fjölskyldur á skattgrunnskrá hér á landi 24 milljarða króna á erlendum bankareikningum. 

Þetta kemur fram í umfjöllun um álagningu einstaklinga á árinu 2020 í Tíund, fréttablaði Skattsins, sem Páll Kolbeins rekstrarhagfræðingur skrifar. 

Þrátt fyrir að þeim sem töldu fram erlendar innstæður hafi fjölgað um 627 milli ára þá lækkuðu innstæðurnar sjálfar um 1,5 milljarða króna. Þær eru færðar til eignar á skattframtali í íslenskum krónum á kaupgengi í árslok. Veiking íslensku krónunnar á því tímabili sem um ræðir vigtar því inn í lækkun á virði erlendra innstæðna þegar þær eru umreiknaðar í íslenskar krónur. 

Auglýsing
Í umfjöllun Páls í Tíund kemur fram að á árinu 2018 hafi innstæður í erlendum bönkum aukist um 74,1 prósent á milli ára og samhliða þrefaldaðist fjöldi þeirra sem áttu innstæður. Ástæðan var ekki sú að íslenskir ríkisborgarar hafi fært óeðlilega mikið magn fjármuna inn á erlenda bankareikninga heldur að vegna þess árs voru upplýsingar um erlenda bankareikninga færðar í fyrsta skipti inn á sundurliðunarblað með framtali. 

Uppgefnar eignir erlendis aukast

Bein fjár­muna­eign Íslend­inga erlendis jókst um tæp­lega 58 millj­arða króna á árinu 2019 og var 666 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Frá lokum árs 2017 hefur hún auk­ist um 116 millj­arða króna, samkvæmt hag­­tölum frá Seðla­­banka Íslands.

Mestar eru upp­­­gefnar fjár­muna­eignir Íslend­inga í Hollandi, en þar eiga inn­­­lendir aðilar alls 357 millj­­arða króna. Upp­­­gefnar eignir lands­­manna á þekktum aflandseyjum hafa dreg­ist mikið saman á und­an­­förnum árum. Þannig er fjár­­muna­­eign inn­­­lendra aðila á Bresku Jóm­frú­­areyj­un­um, sem inn­i­heldur með ann­­ars Tortóla, sögð vera 21 millj­­ónir króna í tölum Seðla­­banka Íslands, sem er svipað og síð­ast­liðin ár. Í árs­­lok 2015 voru 32 millj­­arðar króna í eigu Íslend­inga sagðir vera vistaðir í eyja­kla­s­an­­um.

Skrán­ingu á erlendri fjár­­­­muna­­­­eign Íslend­inga var breytt fyr­ir­ nokkrum árum síð­­­­­­­an. Nú eru gefnar upp­­­­lýs­ingar um eign í færri löndum en áður en ­flokk­­­­ur­inn „óflokk­að“ hefur stækk­­­­að. Áður var hægt að sjá til að mynda hver bein fjár­­­­muna­­­­eign Íslend­inga er á Cayman-eyj­um, Mön, Jersey, Guernsey og Má­ri­­­­tí­us. Það er ekki hægt leng­­­­ur. 

Sá hluti fjár­­muna Íslend­inga erlendis sem eru óflokk­aðir hefur nán­ast þre­fald­ast á nokkrum árum. Í lok árs 2017 var hann met­inn á tæpa 25 millj­arða króna en um síð­ustu ára­mót var sú upp­hæð komin upp í rúm­lega 72 millj­arða króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent