Aðeins þrjú prósent aldraðra hagnast á tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna

Tvöföldun frítekjumarks atvinnutekna aldraðra mun fyrst og fremst nýtast tekjuhærri karlmönnum. Hækkun almenna frítekjumarksins myndi dreifast jafnar.

Í fjárlagafrumvarp vegna ársins 2022 sem kynnt var í byrjun desember kemur fram að setja á 540 millj­­ónir króna í að tvö­­falda frí­­tekju­­mark atvinn­u­­tekna hjá elli­líf­eyr­is­þegum úr 100 þús­und í 200 þús­und krón­ur.
Í fjárlagafrumvarp vegna ársins 2022 sem kynnt var í byrjun desember kemur fram að setja á 540 millj­­ónir króna í að tvö­­falda frí­­tekju­­mark atvinn­u­­tekna hjá elli­líf­eyr­is­þegum úr 100 þús­und í 200 þús­und krón­ur.
Auglýsing

Aðeins 1279 manns, eða þrjú pró­sent aldr­aðra, hafa beinan ávinn­ing af því að tvö­falda frí­tekju­mark atvinnu­tekna úr 100 þús­und krónum í 200 þús­und krón­ur. Af þessum þremur pró­sentum sem breyt­ingin gagn­ast eru tveir þriðju karl­ar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í minn­is­blaði félags­mála­ráðu­neyt­is­ins fyrir efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþingi

Í fjár­laga­frum­varp vegna árs­ins 2022 sem kynnt var í byrjun des­em­ber kemur fram að setja á 540 millj­­­ónir króna í að tvö­­­falda frí­­­tekju­­­mark atvinn­u­­­tekna hjá elli­líf­eyr­is­þegum úr 100 þús­und í 200 þús­und krón­­ur. Minn­is­blaðið var unnið að ósk Jóhanns Páls Jóhanns­son­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem óskaði eftir því á fundi efna­hags- og við­skipta­nefndar í síð­ustu viku. Fór hann fram á að í minn­is­blað­inu kæmi fram hver ábat­inn af tvö­földun frí­tekju­marks upp í 200 þús­und krónur dreif­ist eftir tekju­tí­undum og kyni. Hann hefur jafn­framt lagt fram fyr­ir­spurn til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra varð­andi mál­ið.

Kostn­aður rík­is­sjóðs við tvö­földun frí­tekju­marks atvinnu­tekna er áætl­aður um 560 millj­ónir króna og nýtur tekju­hæsta tíundin mests ávinn­ings af breyt­ing­unni en tvö­föld­unin hefur lítil sem engin áhrif hjá fyrstu sjö tekju­tí­und­un­um.

Auglýsing

Tvö­földun almenna frí­tekju­marks­ins gagn­ast 89 pró­sentum aldr­aðra

Í minn­is­blað­inu er einnig tekið saman áhrif tvö­földun á almenna frí­tekju­mark­inu úr 25.000 krónum í 50.000 krónur en það myndi dreifast jafnar milli kynja og skila sér betur til lág­tekju- og milli­tekju­hópa. Kostn­aður rík­is­sjóðs við þá aðgerð er áætl­aður um 5 millj­arðar króna og tal­inn gagn­ast um 35 þús­und ein­stak­lingum eða 89 pró­sent aldr­aðra sem eru á skrá Trygg­inga­stofnun rík­is­ins. Aðgerðin dreif­ist á allar tekju­tí­undir og kynja­skipt­ing í sam­ræmi við kynja­skipt­ingu þýð­is­ins. Hæsta tíundin fær hlut­falls­lega minnsta ávinn­ing­inn.

„Hækkun frí­tekju­marks atvinnu­tekna er besta mál en hitt er miklu brýnna. Verði frí­tekju­mark atvinnu­tekna hjá eldra fólki hækkað er auð­vitað lág­marks­krafa að frí­tekju­mark atvinnu­tekna hjá öryrkj­um, sem hefur staðið í stað í ára­tug, hækki með sama hætti strax um ára­mót­in,“ segir Jóhann Páll í færslu á Face­book þar sem hann vekur athygli á minn­is­blað­inu.

Rík­is­stjórnin ætlar að hækka frí­tekju­mark atvinnu­tekna hjá eldra fólki upp í 200 þús­und krónur en láta almenna...

Posted by Jóhann Páll Jóhanns­son on Sunday, Decem­ber 19, 2021

Jóhann Páll bendir á að með því að hækka frí­tekju­mark atvinnu­tekna aldr­aðra en láta almenna frí­tekju­markið óhreyft verði frí­tekju­mark atvinnu­tekna átta sinnum hærra heldur en það frí­tekju­mark sem tekur til líf­eyr­is­tekna eftir ára­mót. „Ég hef gagn­rýnt þessa for­gangs­röðun harð­lega og bent á að með þessu er m.a. fólk sem hefur unnið erf­ið­is­vinnu, getur ekki unnið lengur og treystir á greiðslur úr líf­eyr­is­sjóði látið sitja eft­ir,“ segir Jóhann Páll í færslu sinni á Face­book.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent