Leynigögn frá Pentagon varpa nýju ljósi á loftárásir Bandaríkjahers

Drónaárásir Bandaríkjahers þar sem fyllstu nákvæmni átti að vera gætt voru í raun margar byggðar á gölluðum upplýsingum, ónákvæmum ákvörðunum og mun fleiri dauðsföllum almennra borgara en upp hefur verið gefið. Þetta sýna leynileg gögn frá Pentagon.

drónaárásir
Auglýsing

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá banda­rískum her­mála­yf­ir­völdum hafa 1.417 almennir borg­arar látið lífið í loft­árásum gegn íslamska rík­inu (IS­IS) í Sýr­landi og Írak frá 2014 og frá 2018 hafa 188 almennir borg­arar látið lífið í árásum í Afganist­an. Rann­sókn blaða­manna NY Times sýnir hins vegar fram á að dauðs­föllin séu mun fleiri og að stjórn­völd hafi van­metið tölu lát­inna í árásum ítrek­að. Leyni­legu gögnin frá Penta­gon, varn­ar­mála­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna, sem blaða­menn NY Times fóru yfir skipta þús­undum og við rann­sókn­ar­vinn­una heim­sóttu þeir einnig yfir hund­rað skot­mörk dróna­árása.

Dæmi um árás þar sem fjöldi dauðs­falla var van­met­inn var til að mynda í árás á Tokhar í Sýr­landi. Rétt fyrir klukkan 3, aðfara­nótt 19 júlí 2016, réðst banda­ríski her­inn á þrjár bæki­stöðvar ISIS í útjaðri smá­þorps­ins Tokh­ar. 85 liðs­menn sam­tak­anna létu­st, að sögn banda­ríska hers­ins, en 24 almennir borg­ar­ar. Leyniskjölin frá Penta­gon sýna hins vegar fram á að yfir 120 almennir borg­arar féllu í árásinni. Í skjöl­unum kemur einnig fram að skot­mörk árás­ar­innar voru hús þar sem fjöl­skyldur höfðu leitað skjóls.

Auglýsing

Fjöl­skylda talin bíl­sprengja og „óþekktur þungur hlut­ur“ reynd­ist vera barn

Dæmin eru fjöl­mörg. Snemma árs 2017 skaut banda­rísk her­flug­vél á dökklit­aðan bíl í Wadi Hajar-hverf­inu í vest­ur­hluta Mósúl í Írak þar sem talið var að um bíl­sprengju var að ræða. Engin sprengja reynd­ist hins vegar í bílnum heldur fjöl­skylda. Majid Mahmoud Ahmed sat við stýrið og með honum í bílnum voru eig­in­kona hans og tvö börn, en þau voru að flýja átök í nágrenn­inu. Þau létu öll lífið í árásinni, auk þriggja ann­arra almennra borg­ara.

Gögnin skipta þúsundum.

Í nóv­em­ber 2015 veitti banda­ríski her­inn manni eft­ir­tekt sem hafði drösl­ast með „óþekktar þungan hlut“ inn á svæði sem ISIS hefur nýtt í hern­að­ar­að­gerðum sínum í Ramadi í Írak. Mað­ur­inn var felldur í árás. Í Penta­gon-skjöl­unum kemur fram að hlut­ur­inn var í raun „smá­byggð mann­eskja,“ eða öllu held­ur: Barn. Barnið lést í árásinni.

Reglur mögu­lega brotnar í einni árás af 1.317

Allar árásir eru yfir­farnar af banda­ríska hernum en í dæm­unum sem hér hafa verið nefnd taldi her­inn að ekki hafi verið um mis­gerðir að ræða eða ranga ákvarð­ana­töku. Aðeins í einu dæmi af 1.311 komst her­inn að þeirri nið­ur­stöðu að mögu­lega hefðu reglur verið brotn­ar. Þá voru bætur aðeins greiddar vegna tíu árása.

Yfir­völd í Banda­ríkj­unum hafa heitið gagn­sæi þegar kemur að loft­árás­um. Barack Obama hóf loft­árásir í Írak, Sýr­landi og Afganistan í sinni valda­tíð og héldu þær áfram í for­seta­tíð Don­alds Trump og voru yfir 50 þús­und tals­ins frá 2014-2020. Rann­sókn NY Times bendir til þess að loft­árásir Banda­ríkja­hers hafi verið byggðar á göll­uðum upp­lýs­ing­um, óná­kvæmri ákvarð­ana­töku og leitt til dauða þús­unda almennra borg­ara, þar á meðal margra barna.

Nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar stang­ast á við full­yrð­ingar Banda­ríkja­stjórnar þar sem því hefur verið heitið að dróna­árásir tryggi gagn­sæi og að „stór­kost­leg tækni“ Banda­ríkj­anna myndi tryggja að settu mark­miði sé ávallt náð, það er að ná skot­mark­inu en kom­ast hjá því að drepa börn og almenna borg­ara.

Hér má nálg­ast frétta­skýr­ingu New York Times í heild sinni, sem verður í nokkrum hlutum og hér má nálg­ast öll leyniskjölin frá Penta­gon.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Sigrún Guðmundsdóttir
Leyfið okkur að njóta jarðhitans áhyggjulaus
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent