Björt framtíð skorar á stjórnvöld að endurskoða tafarlaust fyrirætlaðar aðgerðir varðandi móttöku flóttafólks og auka fj... Posted by Björt framtíð on Saturday, August 29, 2015
„Við eigum jafnframt að bregðast við með því að bjóða mun meiri aðstoð á svæðum þar sem hörmungarnar eiga sér stað, á hvern þann hátt sem við best getum. Sýnum í verki að við viljum standa vörð um mannréttindi og réttindi fólks til öruggs lífs!“ segir í áskoruninni.
Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í allsherjar- og menntamálanefnd, hefur óskað eftir því að málefni flóttamanna verði tekin fyrir fundi nefndarinnar. „Í ljósi ástandsins og umræðu um flóttamenn og aðstoð við þá myndi ég telja fulla ástæðu til þess að allsherjarnefnd fundi og fari yfir lög og aðra umgjörð í kringum slíkt. Þar sem mörg sveitarfélög hafa lýst yfir áhuga á að taka þátt í verkefni ríkisstjórnarinnar er ekki úr vegi að skoða hvort hægt sé að taka á móti fleirum en 50 manns enda í sjálfu sér skammarlega lítið.“