Aðgerðirnar skipti mestu – en ekki bara markmiðin

Umhverfisráðherra segir að hann sem umhverfissinni verði aldrei sáttur við hversu hægt gengur að bregðast við í loftslagsmálum en segist þó vera ánægður með margar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokki. Þó verði Íslendingar að ganga enn lengra.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra seg­ist vera sáttur við aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum síð­ustu fjögur ár en telur þó að gera þurfi enn bet­ur.

Þing Norð­ur­landa­ráðs stóð yfir í vik­unni í Kaup­manna­höfn og mætti Guð­mundur Ingi á fund umhverf­is­ráð­herra Norð­ur­land­anna í gær við það til­efni.

Hann segir í sam­tali við Kjarn­ann að ráð­herr­arnir hafi ann­ars vegar rætt lofts­lags­málin og hvernig Norð­ur­löndin geti unnið saman að því að ná meiri árangri á lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna í Glas­gow, sem nú stendur yfir, meðal ann­ars með því að styðja hvert annað og að hvetja til meiri metn­aðar hjá öðrum ríkjum – bæði hvað varðar sam­drátt í los­un, lang­tíma­mark­mið og aukin fjár­fram­lög til þró­un­ar­landa.

Auglýsing

Hins vegar sendu þeir frá sér yfir­lýs­ingu þar sem þeir hvöttu til þess að á umhverf­is­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem haldið verður í febr­úar á næsta ári í Nairobi í Kenya, verði sett í gang form­leg vinna við að semja um nýjan alþjóð­legan samn­ing sem tekur á plast­meng­un.

„Þetta er eitt­hvað sem við höfum verið að vinna að á þessum vett­vangi mjög lengi og við höfum verið að ýta mjög á þetta Norð­ur­lönd­in. Við erum í lyk­il­stöðu með Norð­menn í for­mennsku umhverf­is­þings­ins til að koma á form­legum samn­inga­við­ræður um þetta atrið­i.“

Hef­urðu til­finn­ingu fyrir því hvernig það muni ganga?

„Hóf­leg bjart­sýni í alþjóð­legu sam­starfi er senni­lega eina rétta svarið í þessu en það hafa farið fram heil­miklar umræður á fyrri stig­um. Norð­ur­löndin hafa til dæmis haft for­ystu um það að vinna skýrslur um hver gætu verið efn­is­at­riði um slíkan samn­ing. Og það er verið að vinna skýrslu núna um hvernig mætti fjár­magna samn­ing sem þennan og hvert ætti að beina því fjár­magn­i.“

Þannig sé und­ir­bún­ings­vinna búin að vera mikil hjá Norð­ur­lönd­unum – sem og hjá Þýska­landi, Jap­an, Ghana, Ekvador, Víetnam og fleiri ríkj­um. „Þannig að ég er sæmi­lega bjart­sýnn að við náum að stíga mik­il­væg skref í Nairobi í febr­ú­ar.“

Guð­mundur Ingi segir að samn­ing­arnir snú­ist um aðgerðir til að draga úr plast­meng­un, hvaða leiðir séu færar til að ná því mark­miði og hvernig sé hægt að styðja ríki sem ekki hafa sterka inn­viði í þessum mál­efn­um, til að mynda þró­un­ar­ríkin þar sem mikið plast berst í haf­ið.

Stíga skref í átt að 1,5 gráðu mark­mið­inu

Guð­mundur Ingi mun fara til Glas­gow í næstu viku þar sem hann mun sækja fyrr­nefnda lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna.

„Það leggst bara ágæt­lega í mig. Það mik­il­væg­asta er að við fáum nægi­lega mikið út úr þess­ari ráð­stefnu til að halda mark­mið­inu að halda hlýn­un­inni innan við 1,5 gráður lif­andi. Ég er ekki viss um að við náum lof­orðum sem munu halda hlýn­un­inni þar en von­góður um að við stígum ákveðin skref í þá átt og getum þá haldið áfram að ná því mark­miði með frek­ari lof­orðum ríkja.

En síðan eru það aðgerð­irnar sem mestu máli skipta en ekki bara mark­mið­in. Þau eru vissu­lega til alls fyrst. Við erum að sjá gríð­ar­lega mikla fram­þróun í þessum mála­flokki,“ segir hann.

Af hverju gengur erf­ið­lega að ná þessum mark­miðum með aðgerð­um?

„Það er kannski vegna þess að kerfin okkar eru svo­lítið eins og síróp, seig­fljót­andi og bregð­ast ekki öll mjög hratt við breyt­ing­um. Til dæmis allt okkar vel­ferð­ar­sam­fé­lag byggir á orku­notkun sem er ekki sjálf­bær – svona í grund­vall­ar­at­rið­um. Við erum að nota kol, olíu og gas að stórum hluta ennþá og það er þar sem þarf að breyta og fara að nota end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa. Það er að ger­ast en það ger­ist ekki yfir nótt. Mætti það ger­ast hrað­ar? Já, sann­ar­lega.“

Guð­mundur Ingi segir að tæknin sé komin mis­langt eftir því hvaða geira um ræð­ir. „Við á Íslandi erum nátt­úru­lega mjög heppin með okkar auð­lind­ir; með vatns­aflið og jarð­hit­ann sem hefur gert okkur kleift að vera með næstum því 100 pró­sent end­ur­nýj­an­lega orku þegar kemur að hús­hitun og raf­magns­fram­leiðslu. En það er ekki þannig þegar kemur að vega­sam­göng­um, skipum og flugi.

Sum ríki eru enn að vinna í því að skipta út kol­um, olíu og gasi þegar kemur að hús­hitun og raf­magns­fram­leiðslu sem er ekki hjá okkur en gefur okkur þá tæki­færi til að ná meiri árangri í öðrum geirum eins og í sam­göng­um.“

Ísland verði að nýta nýja tækni

Guð­mundur Ingi segir að það sé mik­il­vægt að nýta tím­ann vel til þess að setja í gang aðgerðir sem leiða til þess að Íslend­ingar verði í far­ar­broddi þeirra sem taka nýja tækni inn og fara að nota hana. „Við fram­leiðum ekki vélar í skip eða bíla á Íslandi en við getum verið land sem nýtir sér tækn­ina hratt og örugg­lega. Þar höfum við dæmi eins og raf­bíla­væð­ing­una en þar eru hvatar og skatta­af­slættir til að ýta undir það. Þar erum við í öðru sæti á eftir Norð­mönnum í þeim orku­skiptum og það er gríð­ar­lega mik­il­vægt að við getum tekið þá reynslu og heim­fært hana á aðra geira, ekki síst í þunga­flutn­ing­um, á skip og flug­vél­ar.“

Ertu sáttur við hraða þess­ara aðgerða?

„Ég held að umhverf­is­sinni sé aldrei sáttur við þann hraða sem er í gangi í dag þegar kemur að umhverf­is­mál­um. Ég er aftur á móti sáttur við margar af þeim aðgerðum sem við höfum sett í gang,“ segir hann og á þá við aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­málum síð­ustu fjögur ár. Hann bætir því þó við að hann sé fyrstur til að við­ur­kenna að Íslend­ingar verði að gera enn meira.

„Þessir hlutir þurfa að ger­ast hrað­ar,“ segir hann að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent