Adrenalínfíkill kveður NATÓ

Rasmussen03-1.jpg
Auglýsing

And­ers Fogh Rasmus­sen stýrði sínum síð­asta leið­toga­fundi sem fram­kvæmda­stjóri Atl­ants­hafs­banda­lags­ins NATO á dög­un­um. Hann hefur sett svip sinn á NATO og per­sónu­gert upp­lýs­inga­stefnu stofn­un­ar­innar án for­dæma.

Ráð­gjafar hans hafa lagt þunga áherslu á að And­ers Fogh komi fyrir sjónir sem and­lit stofn­un­ar­innar út á við. Hann sé sterkur leið­togi hjá NATO en jafn­framt athafna­söm per­sóna sem hiki ekki við að deila jákvæðum sögum úr einka­lífi sínu með fylgj­endum á sam­fé­lags­miðl­um.

Vin­sæl­asti leið­tog­inn



Í stað þess að taka fyrir þung og erfið álita­mál hefur ­And­ers Fogh mýkt ímynd stofn­un­ar­innar svo um mun­ar. Þetta hefur gert hann að vin­sælasta leið­toga alþjóða­stofn­unar á sam­fé­lags­miðl­um, með 142 þús­und fylgj­endur á Face­book og 200 þús­und á Twitter. Til sam­an­burðar er Herman van Rompuy, leið­togi ráð­herra­ráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, aðeins með 35 þús­und fylgj­endur á Face­book.

And­ers Fogh hefur gert það að algjöru for­gangs­máli að skapa jákvæða ímynd af NATO þar sem hann sjálfur hefur verið í for­grunni. Hágæða­ljós­myndir eru birtar á Face­book, Twitter og ljós­mynda­síð­unni Flickr af fundum hans með þjóð­ar­leið­togum um víða ver­öld. Þá sýna ráð­gjafar hans alheim­inum sömu­leiðis hann reglu­lega á morg­unskokki, hjól­reiðum eða jafn­vel í flúða­sigl­ingum eða fall­hlífa­stökki. And­ers Fogh sendir sömu­leiðis reglu­lega frá sér víd­eó­blogg á YouTube þar sem hann fjallar gróf­lega um efn­is­at­riði hvers fundar og stefnu­mál.

Valin upp­lýs­inga­leynd



Hern­aður hefur orðið undir í þess­ari nýju upp­lýs­inga­stefnu NATO. Þess í stað er áhersla lögð á sýni­leika borg­ara­legra verk­efna stofn­un­ar­inn­ar, stjórn­mála­leg tengsl og áhrif. Myndir af átaka­svæðum heyra til algjörra und­an­tekn­inga og sýna þá aðeins borg­ara­lega starf­semi eða vina­lega ímynd af her­mönnum NATO. Lyk­il­orðið „varn­ar­banda­lag“ er haft að leið­ar­ljósi og forð­ast að „hern­að­ar­banda­lag“ liti umræð­una. Mjúkar áherslur eru meira að segja í fyr­ir­rúmi nú þegar NATO stendur frammi fyrir borg­ara­styrj­öld í Aust­ur-Úkra­ínu.

Þrátt fyrir að NATO hafi sett auk­inn kraft í almanna­tengsl finn­ast litlar sem engar upp­lýs­ingar um mik­il­væg mál­efni á vef­svæði stofn­un­ar­inn­ar, svo sem fjár­veit­ingar til ákveð­inna mála­flokka og starfs­manna­hald. Kostn­aði við skrif­stofu og laun fram­kvæmda­stjór­ans er til að mynda haldið leynd­um.

Borg­ara­leg verk­efni fengu úthlutað 33,4 millj­örðum króna sam­kvæmt fjár­lögum NATO árið 2014. Þessi fjár­laga­liður nýt­ist meðal ann­ars til að greiða launa­kostnað alþjóð­legs starfs­fólks höf­uð­stöðva NATO í Brus­sel. Síð­ustu ár hefur um fimmt­ungi til fjórð­ungi þessa útgjalda­liðs verið varið í upp­lýs­inga­mál. Hern­að­ar­hluti NATO fékk að sama skapi 215 millj­arða króna árið 2014. Ísland greiðir 265 millj­ónir króna til NATO sam­kvæmt fjár­lögum þessa árs, lang­minnst allra aðild­ar­ríkja þess.

Sú upp­lýs­inga­stefna sem And­ers Fogh hefur rekið hjá NATO hefur þar af leið­andi engan veg­inn end­ur­speglað verka­skipt­ingu og raun­veru­legt hlut­verk stofn­un­ar­inn­ar, sem er mun frekar hern­að­ar­legt heldur en borg­ara­legt.

Ósýni­lega höllin



Meðal áhuga­verð­ustu ímynd­ar­verk­efna And­ers Fogh er bygg­ing nýrra höf­uð­stöðva NATO í Brus­sel. Lögð er áhersla á jákvæða frá­sögn og fram­tíð­ar­mögu­leika NATO þrátt fyrir gríð­ar­legan umfram­kostnað og tafir við verk­efn­ið.

Eftir útboð verks­ins var ­samn­ingur gerður við verk­tak­ann BAM Alli­ance árið 2010 sem átti lægsta boð, 71 millj­arð króna. Fjár­hags­erf­ið­leikar BAM ­Alli­ance og mis­reikn­ingar hafa verið ræddir inn­an­húss í NATO og að raun­kostn­aður við bygg­ing­ar­fram­kvæmd­irnar geti orðið 30 millj­örðum hærri. Áætl­aður heild­ar­kostn­aður NATO við bygg­ing­una og flutn­inga í nýtt hús­næði var 115 millj­arðar króna, en ótt­ast er að hann fari fram úr heim­ildum sem voru 155 millj­arðar króna.

BAM Alli­ance átti upp­haf­lega að skila bygg­ing­unni af sér í byrjun árs 2015, en nú bendir allt til þess að fram­kvæmdin drag­ist um allt að tvö ár.

Nýju höf­uð­stöðv­arnar eru ágætt dæmi um hvernig NATO hefur reynt að hylma yfir nei­kvæða umfjöllun um fjár­mál og önnur mál­efni stofn­un­ar­inn­ar.

Auglýsing

Stuðn­ingur í Dan­mörku



And­ers Fogh nýtur ennþá mik­illa vin­sælda í Dan­mörku og hefur stuðn­ings­hópur hans kallað eftir því að hann snúi aftur sem hugs­an­legur arf­taki Lars Løkke Rasmus­sen, for­manns stjórn­mála­flokks­ins Ven­stre. Flokk­ur­inn heldur lands­þing fjórða til fimmta októ­ber og er almenn óánægja með Lars Løkke, sem 37 pró­sent Dana telja óhæfan til að verða for­sæt­is­ráð­herra.

And­ers Fogh var leið­togi Ven­stre og for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur á einu stærsta gull­ald­ar­skeiði flokks­ins frá 2001 til 2009. Nú vill Ven­stre kom­ast aftur til valda og koma vinstri­st­jórn­inni frá. Á föstu­dag úti­lok­aði And­ers Fogh í við­tali við TV2 að hann ætti aft­ur­kvæmt í dönsk stjórn­mál.

„Þann fyrsta októ­ber byrjar nýtt líf. Ég hef ekki tekið neina end­an­lega ákvörðun um hvað verður svo gert. En ég vil gjarnan slá tvennu föstu við. Ég hef hvorki áform um að snúa aftur í dönsk stjórn­mál né um að verða eft­ir­launa­þeg­i,“ sagði hann.

Jens fyllir skóna



Jens Stol­ten­berg, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs, verður arf­taki And­ers Fogh sem fram­kvæmda­stjóri NATO. Hann hefur sömu­leiðis verið afar áhuga­samur um að nýta sér nýmiðla til að vekja athygli á störfum sín­um. Hann fór óhefð­bundna leið fyrir þing­kosn­ing­arnar í Nor­egi í fyrra þegar hann keyrði leigu­bíl í einn dag til að kynn­ast kjós­end­um, en var gagn­rýndur fyrir að nota aug­lýs­inga­stofu til að skipu­leggja við­burð­inn.

Jens er 55 ára og áhuga­maður um úti­vist, hlaup, fjall­­göngur og skíða­mennsku og mun því falla vel í mynstrið í þeirri upp­lýs­inga­stefnu sem And­ers Fogh ýtti úr vör, með tvö­falt fleiri fylgj­endur á sam­fé­lags­miðlum í far­artesk­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None