Ætla að óska eftir frekari upplýsingum um eignarhald 365

365vasi-1.jpg
Auglýsing

Elfa Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla­nefnd­ar, seg­ist gera ráð fyrir því að nefndin muni óska eftir frek­ari upp­lýs­ingum um eig­endur Auðar 1, fram­taks­sjóðs í rekstri Virð­ing­ar, sem skráður er með 18,6 pró­sent beinan eign­ar­hlut í fjöl­miðl­aris­anum 365 miðlum á heima­síðu nefnd­ar­inn­ar. Auður 1 er í eigu rúm­lega 20 fjár­festa en eign­ar­haldið er ekki, líkt og tíðkast oft með fram­taks- og fjár­fest­inga­sjóði, opin­bert. Heim­ildir Kjarn­ans herma hins vegar að stærstu eig­endur Auðar 1 séu íslenskir líf­eyr­is­sjóðir auk þess sem nokkrir ein­stak­lingar eiga líka hlut í sjóðn­um.

Fram­taks­sjóður með óþekktum eig­endumKjarn­inn greindi frá því í morgun að eig­endur Tals munu fá 19,78 pró­sent hlut í 365 miðlum sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­runa félag­anna tveggja. Eign­ar­hlutur félaga á vegum Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur, sem hefur verið aðal­eig­andi 365 miðla um nokk­urra ára skeið, minnkar við þetta niður í 77,97 pró­sent.

Eig­andi Tals í dag er félagið IP fjar­skipti. Eig­endur þess eru áður­nefndur fag­fjár­festa­sjóð­ur, Auður 1, sem á 94 pró­sent hlut, og Kjartan Örn Ólafs­son, sem á sex pró­sent hlut.

365 miðlar eru langstærsta fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins í einka­eigu. Það rekur meðal ann­ars Frétta­blað­ið, Stöð 2, Vísi.is og Bylgj­una.

Auglýsing

Ari Edwald seldi hlutaElfa Ýr segir lög um fjöl­miðla kveða skýrt á um að fjöl­miðla­nefnd geti óskað eftir upp­lýs­ingum um eign­ar­hald og yfir­ráð yfir fjöl­miðl­um. „Ég geri frekar ráð fyrir að það verði óskað eftir því, en við munum jafn­framt líka fara yfir þetta á fundi fjöl­miðla­nefndar á föstu­dag.“

Á heima­síðu fjöl­miðla­nefndar sést einnig að hlutur Ara Edwald, sem var for­stjóri 365 miðla um margra ára skeið en lét af störfum í sum­ar, hefur minnkað úr 6,2 pró­sentum í 2,25 pró­sent. Í sam­tali við Kjarn­ann sagði Ari að hann hefði selt eitt­hvað af sínum hlut en hann hefði líka þynnst út vegna hluta­fjár­aukn­ing­ar. Hann vildi ekki segja hver kaup­and­inn að hlutnum var en ljóst er að það er annað hvort félög á vegum Ingi­bjargar Pálma­dóttur eða eig­endur Tals.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None