AGS vill hærri skatta á þá sem hafa grætt á kreppunni

Styðja ætti við þá sem verst hafa orðið úti í efnahagskreppunni vegna heimsfaraldursins með því að skattleggja einstaklinga og fyrirtæki sem grætt hafa á ástandinu, samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS
Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS
Auglýsing

Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn (AGS) mælir með tíma­bund­inni hækkun skatta á tekju­háa ein­stak­linga og fyr­ir­tæki sem högn­uð­ust á heims­far­aldr­in­um. Sam­kvæmt sjóðnum ætti slík skatt­lagn­ing að draga úr félags­legum ójöfn­uði sem hefur auk­ist í yfir­stand­andi kreppu og aukið sam­stöðu í sam­fé­lag­inu.

Í skýrslu sinni um rík­is­fjár­mál, sem birt var í síð­ustu viku, sagði AGS að far­ald­ur­inn hefði aukið ójöfnuð til muna í dreif­ingu tekna, auðs og efna­hags­legra mögu­leika. Sam­kvæmt sjóðnum tengj­ast þessar þrjár teg­undir ójafn­aðar hverri annarri og skapað víta­hring mis­skipt­ing­ar, en því þyrftu stjórn­völd að bregð­ast við öllum þeirra.

Lagði sjóð­ur­inn því til auk­innar þrepa­skipt­ingar í skatt­kerf­inu í iðn­ríkj­um, auk hærri eigna­skatta og skatt­lagn­ingar á umfram­hagn­aði fyr­ir­tækja. Skatt­tekj­urnar mætti nýta til að auka opin­bera þjón­ustu, en þannig mætti auka traust og sam­stöðu innan þjóð­fé­lags­ins.

Auglýsing

Í við­tali við Fin­ancial Times sagði Vitor Gaspar, yfir­maður rann­sókna um rík­is­fjár­mál innan AGS að ekki þyrfti að líta á aukna skatt­lagn­ingu á þá sem grætt hefðu á krepp­unni sem fjár­öfl­un­ar­leið fyrir rík­is­sjóð, hún hefði einnig tákn­rænt gildi. Lönd víða um heim ættu að íhuga slíka skatt­lagn­ingu í afmark­aðan tíma þar sem hún myndi styrkja hug­mynd­ina um að allir legðu sitt af mörkum í við­spyrn­unni gegn COVID-19.

Í nýju hag­spánni sinni er AGS bjart­sýnn á að yfir­stand­andi kreppa muni hafa lítil áhrif á efna­hags­lífið til lengri tíma. Aðal­hag­fræð­ingur sjóðs­ins, Gita Gopin­ath, segir að þessi kreppa sé frá­brugð­inn þeirri síðustu, til dæmis sú engin merki uppi um að kerf­is­læg skulda­kreppa sé í aðsigi í rík­is­fjár­málum þessa stund­ina í við­tali við Bloomberg.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
AGS mælir með þrengri skilyrðum á húsnæðislánum
Seðlabankinn ætti að beita þjóðhagsvarúðartækjum sínum til að takmarka hlut íbúðalána hjá bönkunum eða tryggja endurgreiðslugetu lánanna, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjarninn 22. apríl 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent