AGS vill hærri skatta á þá sem hafa grætt á kreppunni

Styðja ætti við þá sem verst hafa orðið úti í efnahagskreppunni vegna heimsfaraldursins með því að skattleggja einstaklinga og fyrirtæki sem grætt hafa á ástandinu, samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS
Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS
Auglýsing

Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn (AGS) mælir með tíma­bund­inni hækkun skatta á tekju­háa ein­stak­linga og fyr­ir­tæki sem högn­uð­ust á heims­far­aldr­in­um. Sam­kvæmt sjóðnum ætti slík skatt­lagn­ing að draga úr félags­legum ójöfn­uði sem hefur auk­ist í yfir­stand­andi kreppu og aukið sam­stöðu í sam­fé­lag­inu.

Í skýrslu sinni um rík­is­fjár­mál, sem birt var í síð­ustu viku, sagði AGS að far­ald­ur­inn hefði aukið ójöfnuð til muna í dreif­ingu tekna, auðs og efna­hags­legra mögu­leika. Sam­kvæmt sjóðnum tengj­ast þessar þrjár teg­undir ójafn­aðar hverri annarri og skapað víta­hring mis­skipt­ing­ar, en því þyrftu stjórn­völd að bregð­ast við öllum þeirra.

Lagði sjóð­ur­inn því til auk­innar þrepa­skipt­ingar í skatt­kerf­inu í iðn­ríkj­um, auk hærri eigna­skatta og skatt­lagn­ingar á umfram­hagn­aði fyr­ir­tækja. Skatt­tekj­urnar mætti nýta til að auka opin­bera þjón­ustu, en þannig mætti auka traust og sam­stöðu innan þjóð­fé­lags­ins.

Auglýsing

Í við­tali við Fin­ancial Times sagði Vitor Gaspar, yfir­maður rann­sókna um rík­is­fjár­mál innan AGS að ekki þyrfti að líta á aukna skatt­lagn­ingu á þá sem grætt hefðu á krepp­unni sem fjár­öfl­un­ar­leið fyrir rík­is­sjóð, hún hefði einnig tákn­rænt gildi. Lönd víða um heim ættu að íhuga slíka skatt­lagn­ingu í afmark­aðan tíma þar sem hún myndi styrkja hug­mynd­ina um að allir legðu sitt af mörkum í við­spyrn­unni gegn COVID-19.

Í nýju hag­spánni sinni er AGS bjart­sýnn á að yfir­stand­andi kreppa muni hafa lítil áhrif á efna­hags­lífið til lengri tíma. Aðal­hag­fræð­ingur sjóðs­ins, Gita Gopin­ath, segir að þessi kreppa sé frá­brugð­inn þeirri síðustu, til dæmis sú engin merki uppi um að kerf­is­læg skulda­kreppa sé í aðsigi í rík­is­fjár­málum þessa stund­ina í við­tali við Bloomberg.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent