Innstæður Íslendinga rúmlega tvöfölduðust árið sem ríkið ábyrgðist innstæður

Þrátt fyrir að langt samfellt góðæri hafi staðið yfir á Íslandi árin áður en COVID-19 faraldurinn skall á þá hefur umfang innstæðna sem geymdar eru á íslenskum bankareikningum en ekki náð sömu krónutölu og í árslok 2008.

Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina sama dag og neyðarlög voru sett og ákveðið var að tryggja allar innstæður í innlendum bönkum.
Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina sama dag og neyðarlög voru sett og ákveðið var að tryggja allar innstæður í innlendum bönkum.
Auglýsing

Þegar neyð­­ar­lögin voru sett 6. október 2008 voru inn­­­stæður í bönkum gerðar að for­­gangs­­kröfum í slitabú þeirra banka sem féllu í kjöl­far­ið, og lögin náðu til. Sam­hliða gaf rík­­is­­stjórn Íslands út yfir­­lýs­ingu um að allar inn­­­stæður á Íslandi væru tryggðar og á grund­velli þeirrar yfir­­lýs­ingar voru inn­­­lendar inn­­­stæður færðar með handafli inn í nýja banka sem stofn­aðir voru á grunni hinna fölln­u. 

Auglýsing
Yfir­­lýs­ingin hafði þó aldrei haft neitt laga­­legt gildi, heldur byggði á því að stjórn­­völd höfðu sýnt það í verki að þau myndu tryggja inn­­­stæður ef á það myndi reyna. 

Í september 2016 ákvað ríkisstjórn Íslands að fella yfirlýsinguna um ábyrgð ríkissjóðs á innstæðum úr gildi, en þá átti ríkið allt hlutafé í tveimur af þremur stærstu bönkum landsins og 13 prósent hlut í þeim þriðja.

Fyrir vikið var ríkið eigandi að 80 prósent af allri grunn fjármálaþjónustu landsins.

Tvöfölduðust á hrunárinu

Í nýjustu útgáfu Tíundar, fréttablaðs Skattsins, er fjallað um þróun innstæðna hérlendis síðastliðinn rúma áratug. 

Þar er bent á að árið 2007, ári fyrir bankahrunið, hafi alls 75.627 fjölskyldur talið fram 461,8 milljarða króna í innstæðum á innlendum reikningum og alls 3.630 fjölskyldur töldu fram 3,1 milljarð í innstæður fyrir börn. „Ári síðar, í hruninu, voru innstæður 183.765 fjölskyldna áritaðar á skattframtal en þá voru innstæður 933,7 milljarðar og innstæður barna um 24,1 milljarður. Innstæður jukust því um 471,9 milljarða eftir að þær voru áritaðar eða 102,2 prósent og innstæður barna um 21 milljarð.“

Næstu árin minnkuðu innstæðurnar jafnt og þétt, eða alls um 40,5 prósent til ársins 2013. Það sama gilti um innstæður barna, sem drógust saman um 21,1 prósent. Í nýja góðærinu, sem hófst af alvöru 2013, fóru innstæðurnar svo að vaxa á ný.

Landsmenn 782 milljarða  króna á innlendum bankareikningum í árslok árið 2019. Innstæður höfðu vaxið um 42,8 milljarða eða 5,8 prósent frá árinu áður. Í umfjölluninni í Tíund segir að þrátt fyrir síðasta góðærið, sem slær hinu fyrra sem átti sér stað fyrir hrun að mörgu leyti við, eigi „einstaklingar enn 151,6 milljörðum minna á bankareikningum en þeir áttu í árslok árið 2008, árið sem fjármálamarkaðir hrundu og gríðarlegir fjármunir töpuðust.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent