Innstæður Íslendinga rúmlega tvöfölduðust árið sem ríkið ábyrgðist innstæður

Þrátt fyrir að langt samfellt góðæri hafi staðið yfir á Íslandi árin áður en COVID-19 faraldurinn skall á þá hefur umfang innstæðna sem geymdar eru á íslenskum bankareikningum en ekki náð sömu krónutölu og í árslok 2008.

Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina sama dag og neyðarlög voru sett og ákveðið var að tryggja allar innstæður í innlendum bönkum.
Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina sama dag og neyðarlög voru sett og ákveðið var að tryggja allar innstæður í innlendum bönkum.
Auglýsing

Þegar neyð­­­ar­lögin voru sett 6. októ­ber 2008 voru inn­­­­­stæður í bönkum gerðar að for­­­gangs­­­kröfum í slitabú þeirra banka sem féllu í kjöl­far­ið, og lögin náðu til. Sam­hliða gaf rík­­­is­­­stjórn Íslands út yfir­­­lýs­ingu um að allar inn­­­­­stæður á Íslandi væru tryggðar og á grund­velli þeirrar yfir­­­lýs­ingar voru inn­­­­­lendar inn­­­­­stæður færðar með handafli inn í nýja banka sem stofn­aðir voru á grunni hinna fölln­u. 

Auglýsing
Yfir­­lýs­ingin hafði þó aldrei haft neitt laga­­­legt gildi, heldur byggði á því að stjórn­­­völd höfðu sýnt það í verki að þau myndu tryggja inn­­­­­stæður ef á það myndi reyna. 

Í sept­em­ber 2016 ákvað rík­is­stjórn Íslands að fella yfir­lýs­ing­una um ábyrgð rík­is­sjóðs á inn­stæðum úr gildi, en þá átti ríkið allt hlutafé í tveimur af þremur stærstu bönkum lands­ins og 13 pró­sent hlut í þeim þriðja.

Fyrir vikið var ríkið eig­andi að 80 pró­sent af allri grunn fjár­mála­þjón­ustu lands­ins.

Tvö­föld­uð­ust á hru­nár­inu

Í nýj­ustu útgáfu Tíund­ar, frétta­blaðs Skatts­ins, er fjallað um þróun inn­stæðna hér­lendis síð­ast­lið­inn rúma ára­tug. 

Þar er bent á að árið 2007, ári fyrir banka­hrun­ið, hafi alls 75.627 fjöl­skyldur talið fram 461,8 millj­arða króna í inn­stæðum á inn­lendum reikn­ingum og alls 3.630 fjöl­skyldur töldu fram 3,1 millj­arð í inn­stæður fyrir börn. „Ári síð­ar, í hrun­inu, voru inn­stæður 183.765 fjöl­skyldna árit­aðar á skatt­fram­tal en þá voru inn­stæður 933,7 millj­arðar og inn­stæður barna um 24,1 millj­arð­ur. Inn­stæður juk­ust því um 471,9 millj­arða eftir að þær voru árit­aðar eða 102,2 pró­sent og inn­stæður barna um 21 millj­arð.“

Næstu árin minnk­uðu inn­stæð­urnar jafnt og þétt, eða alls um 40,5 pró­sent til árs­ins 2013. Það sama gilti um inn­stæður barna, sem dróg­ust saman um 21,1 pró­sent. Í nýja góð­ær­inu, sem hófst af alvöru 2013, fóru inn­stæð­urnar svo að vaxa á ný.

Lands­menn 782 millj­arða  króna á inn­lendum banka­reikn­ingum í árs­lok árið 2019. Inn­stæður höfðu vaxið um 42,8 millj­arða eða 5,8 pró­sent frá árinu áður. Í umfjöll­un­inni í Tíund segir að þrátt fyrir síð­asta góð­ærið, sem slær hinu fyrra sem átti sér stað fyrir hrun að mörgu leyti við, eigi „ein­stak­lingar enn 151,6 millj­örðum minna á banka­reikn­ingum en þeir áttu í árs­lok árið 2008, árið sem fjár­mála­mark­aðir hrundu og gríð­ar­legir fjár­munir töp­uð­ust.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent