Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar

Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Gert er ráð fyrir að tveir íslenskir ráð­herr­ar, Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, sæki lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna (COP26) sem fram fer í Glas­gow í byrjun nóv­em­ber. Stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður eftir Alþing­is­kosn­ingar eru enn í gangi og munu stefnu­mót­andi áherslur íslenskra ráða­manna á ráð­stefn­unni skýr­ast betur sam­hliða myndun rík­is­stjórn­ar.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari for­sæt­is­ráðu­neytis og umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytis við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Auglýsing

Hvað er þetta COP?

COP er stytt­ing á enska heit­inu „Con­fer­ence of the Parties“ eða ráð­stefna aðild­ar­ríkja og er þar vísað til alþjóð­legra samn­inga, ann­ars vegar um lofts­lags­mál og hins vegar fjöl­breytni líf­rík­is­ins. Sam­ein­uðu þjóð­irnar skipu­leggja ráð­stefn­urnar en þátt­tak­endur eru hátt­settir full­trúar ríkja, stað­bund­inna sam­taka og frjálsra félaga­sam­taka. Lofts­lags­ráð­stefnan í París var sú 21. Í röð­inni og var því kölluð COP21 og sú sem bráð­lega hefst í Glas­gow er sú 26. Og kall­ast því til stytt­ingar og ein­föld­unar COP26.

Ábyrgð Íslands gagn­vart lofts­lags­samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna liggur hjá umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti.

Katrín flytur ávarp á leið­toga­ráð­stefnu COP26

Gert er ráð fyrir að for­sæt­is­ráð­herra sæki leið­toga­ráð­stefnu lofts­lags­samn­ings­ins sem haldin verður í upp­hafi COP26. Þar mun Katrín flytja ávarp og taka þátt í við­burð­um. Tveir full­trúar úr for­sæt­is­ráðu­neyt­inu verða í fylgd­ar­liði henn­ar.

Umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra sækir seinni viku ráð­stefn­unn­ar. Með honum í för verður einn full­trúi úr ráðu­neyt­inu. Guð­mundur Ingi mun taka þátt í hlið­ar­við­burðum og tví­hliða­fund­um, m.a. um mik­il­vægi þess að end­ur­heimta vot­lendi, um súrnun sjávar og um sér­stakan samn­ing sem unnið er að um lofts­lags­mál, við­skipti og sjálf­bærni.

Starfs­menn ráðu­neyta og sér­fræð­ingar stofn­ana í sendi­nefnd

Þess utan munu þrír full­trúar umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins og tveir full­trúar frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu sækja fund­inn allan tím­ann. Í sendi­nefnd­inni verða einnig sér­fræð­ingar frá und­ir­stofn­unum umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins, sem vinna að lofts­lags­málum með ýmsum hætti. Þetta eru sér­fræð­ingar frá Umhverf­is­stofn­un, Veð­ur­stof­unni og Land­græðsl­unni. Jafn­framt verða full­trúar frá Lofts­lags­ráði og Orku­stofnun á fund­in­um.

Þá styrkir umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið full­trúa ung­menna til þátt­töku á fund­in­um. Er þetta í fyrsta sinn sem full­trúi ung­menna er í hinni opin­beru sendi­nefnd.

Opið er fyrir skrán­ingu á COP26 til loka næstu viku. Fjöldi full­trúa íslenskra stjórn­valda á fund­inum mun því mögu­lega taka ein­hverjum breyt­ing­um, segir í svari ráðu­neyt­anna við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Taka nið­ur­stöður vís­inda­skýrslu IPCC alvar­lega

Þótt áherslur íslenskra ráða­manna á fund­inum eigi eftir að skýr­ast betur sam­hliða myndun rík­is­stjórnar segir í svari ráðu­neyt­anna að íslensk stjórn­völd taki alvar­lega nið­ur­stöður nýj­ustu vís­inda­skýrslu IPCC, sér­fræð­inga­hóps milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ing­ar. Einnig hafi Ísland á vett­vangi loft­lags­mála talað fyrir mik­il­vægi þess að auka hlut­deild end­ur­nýj­an­legrar orku og orku­skipt­um, jafn­rétt­is­mál­um, mik­il­vægi sann­gjarnra umskipta og verndun sjáv­ar. Eins hafa aðstoð við þró­un­ar­löndin á sviði lofts­lags- og orku­mála fengið aukið vægi hjá íslenskum stjórn­völdum og skólar Sam­ein­uðu þjóð­anna á sviði jarð­hita, sjáv­ar­út­vegs, land­græðslu og jafn­rétt­is­mála leikið stórt hlut­verk í gegnum tíð­ina.

Ísland hefur jafn­framt lýst því yfir að fjár­magn til lofts­lagstengdrar þró­un­ar­að­stoðar verði aukið og segja ráðu­neytin í svari sínu að fjár­magn til alþjóð­legrar lofts­lagstengdra verk­efna hafi auk­ist um 70 pró­sent milli áranna 2019-2021.

Athygli vakin á loftslagsvánni fyrir utan Alþjóðabankann í London í vikunni. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Skotlandi í nóvember. Mynd: EPA

Í júní skip­aði umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra starfs­hóp sem var falið það hlut­verk að und­ir­búa þátt­töku Íslands í aðilda­ríkja­fundi lofts­lags­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna (COP26). Í hópnum eiga sæti full­trúar frá umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti, sem leiðir vinn­una, og frá for­sæt­is- og utan­rík­is­ráðu­neyti.

Sam­kvæmt Par­ís­ar­samn­ingnum skulu ríki senda inn hert mark­mið fyrir COP26 og hefur Ísland tekið undir hvatn­ingu til ríkja um að þau standi við það og sendi inn hert lands­mark­mið (NDC) fyrir fund­inn. Það gerðu íslensk stjórn­völd fyrr á þessu ári.

Stefnt að kolefn­is­hlut­leysi eigi síðar en 2040

Í Par­ís­ar­samn­ingum er einnig hvatn­ing til ríkj­anna að senda til samn­ings­ins lang­tíma­stefnu um kolefn­is­hlut­leysi fyrir COP26. Ísland mun senda inn slíkt skjal fyrir fund­inn, þar sem m.a. verður fjallað um mark­mið um að kolefn­is­hlut­leysi skuli náð á Íslandi eigi síðar en 2040, en mark­miðið var lög­fest á síð­asta lög­gjaf­ar­þingi.

Þau mál sem reiknað er með að verði efst á baugi í samn­inga­við­ræð­unum á COP26 varða hina svoköll­uðu reglu­bók Par­ís­ar­samn­ings­ins, þ.e. nán­ari útfærslu á fram­kvæmd samn­ings­ins. Sam­komu­lag náð­ist um flesta þætti reglu­bók­ar­innar á COP24 árið 2018, en ákveðin mik­il­væg atriði stóðu út af, sem enn á eftir að ná sam­komu­lagi um.

Þar ber hæst dag­skrár­liði varð­andi 6. grein samn­ings­ins um sam­starf og mark­aðs­kerfi með kolefn­is­ein­ingar (Mar­kets) og hins vegar um upp­lýs­inga- og skýrslu­gjöf (Tran­sparency).

Auk þess er mikil áhersla á að tryggja fjár­mögnun lofts­lagstengdra verk­efna, ekki hvað síst í þró­un­ar­lönd­un­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent