Tímartið Time tók saman lista yfir tíu áhrifamestu myndir ársins 2014, ásamt því að ljósmyndararnir segja söguna að baki myndunum. Þeir eru sumir hverjir atvinnuljósmyndarar á meðan aðrir náðu að fanga augnablikið fyrir tilviljun. Það gerði meðal annars tvítug stúlka í Síberíu, Nikita Dudnik, sem náði mögnuðum myndum af stórhættulegu hagléli sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti á óvenjuheitum degi í sumar í Síberíu. Fólk sést á myndinni reyna að forða sér í skjól af baðströnd, en hún stóð sjálf undir járnbraki og myndaði.
https://www.youtube.com/watch?v=ZupxB6JKdn8
Á listanum eru líka áhrifamiklar myndir sem náðust af hörmungaratburðum í Afríku, þar sem ebólufaraldur lagði líf fólks í rúst. Þá eru einnig myndir af átökum við liðsmenn Íslamska ríkisins, þar sem ljósmyndarar voru sjálfir í stórhættu með hermönnum á vettvangi, af Gaza-svæðinu og af bátum flóttamanna frá Afríku úti fyrir strönd Ítalíu.
Í listanum er síðan fræg „selfie“ mynd sem leikarinn Bradley Cooper tók á Óskarsverðlaunahátíðinni.
TIME picks the top 10 photos of 2014 http://t.co/XlrvpVRCri Photo: Massimo Sestini—Polaris pic.twitter.com/6M0QEIw7lu
— TIME.com (@TIME) December 26, 2014