Ákvarðanir verða teknar á Egilsstöðum síðdegis

Ríkisstjórnin mun funda um mögulega herðingu sóttvarnaráðstafana kl. 16 í dag. Vegna ferðalaga hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar var heppilegast að ríkisstjórnin kæmi saman til fundar í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum.

Ríkisstjórnin kemur saman til fundar á Egilsstöðum kl. 16 í dag til þess að ræða tillögur að hertum aðgerðum vegna útbreiðslu COVID-19 innanlands.
Ríkisstjórnin kemur saman til fundar á Egilsstöðum kl. 16 í dag til þess að ræða tillögur að hertum aðgerðum vegna útbreiðslu COVID-19 innanlands.
Auglýsing

Fundur rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þar sem til­lögur sótt­varna­læknis að hertum aðgerðum inn­an­lands verða rædd­ar, fer fram í Hótel Vala­skjálf á Egils­stöðum síð­degis í dag. Á vef RÚV kemur fram að fund­ar­stað­ur­inn hafi verið val­inn sökum þess að nær allir ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar eru á far­alds­fæti um land­ið.

Egils­staðir reynd­ust heppi­leg­asta stað­setn­ing­in. Fund­ur­inn hefst kl. 16 og sam­kvæmt því sem segir í frétt RÚV verða ráð­herrar til við­tals eftir fund­inn, en ekki er talið lík­legt að form­legur blaða­manna­fundur verði hald­inn.

Ráð­herrar njóta sól­ar­innar

Ráð­herrar í rík­is­stjórn­inni eru sem áður segir á far­alds­fæti og hafa á und­an­förnum dögum verið að birta myndir af ferða­lögum sínum á Instagram og öðrum sam­fé­lags­miðl­um.

Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur verið á ferð um Aust­ur­lands í veð­ur­blíð­unni sem þar hefur verið ríkj­andi.

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra hefur einnig birt sól­ríkar myndir af sér og sínum á síð­ustu dög­um, sem hlýtur að þýða að hann sé staddur fjarri höf­uð­borg­inni. Það hefur Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir ráð­herra ferða­mála, iðn­aðar og nýsköp­unar einnig gert, en hún virð­ist hafa verið stödd í nágrenni fund­ar­stað­ar­ins á Egils­stöðum und­an­farna daga.

Aðrir ráð­herrar virð­ast nær höf­uð­borg­inni og reglu­legum fund­ar­stöðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en á Instagram má sjá Ásmund Einar Daða­son félags­mála­ráð­herra í smíða­vinnu og Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra í hesta­færð í upp­sveitum Borg­ar­fjarð­ar.

Skiptar skoð­anir um þörf á hertum aðgerðum

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir skil­aði minn­is­blaði um ein­hverjar hertar sótt­varna­ráð­staf­anir til Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra í gær.

Skiptar skoð­anir um þörf­ina á hertum aðgerðum hafa verið uppi í sam­fé­lag­inu, en sótt­varna­læknir telur þörf á því með til­liti til óvissu sem sé uppi um það mörg alvar­leg til­felli muni koma upp hjá þeim sem eru bólu­sett­ir. Hann telur áhætt­una af því ekki þekkta, en að hún muni skýr­ast betur á næstu vik­um.

Hvort rík­is­stjórnin grípi í brems­una er ekki ljóst, en ætla má að mis­mun­andi skoð­anir séu uppi innan hennar rétt eins og í sam­fé­lag­inu öllu.

Auglýsing

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent