Ákvarðanir verða teknar á Egilsstöðum síðdegis

Ríkisstjórnin mun funda um mögulega herðingu sóttvarnaráðstafana kl. 16 í dag. Vegna ferðalaga hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar var heppilegast að ríkisstjórnin kæmi saman til fundar í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum.

Ríkisstjórnin kemur saman til fundar á Egilsstöðum kl. 16 í dag til þess að ræða tillögur að hertum aðgerðum vegna útbreiðslu COVID-19 innanlands.
Ríkisstjórnin kemur saman til fundar á Egilsstöðum kl. 16 í dag til þess að ræða tillögur að hertum aðgerðum vegna útbreiðslu COVID-19 innanlands.
Auglýsing

Fundur rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þar sem til­lögur sótt­varna­læknis að hertum aðgerðum inn­an­lands verða rædd­ar, fer fram í Hótel Vala­skjálf á Egils­stöðum síð­degis í dag. Á vef RÚV kemur fram að fund­ar­stað­ur­inn hafi verið val­inn sökum þess að nær allir ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar eru á far­alds­fæti um land­ið.

Egils­staðir reynd­ust heppi­leg­asta stað­setn­ing­in. Fund­ur­inn hefst kl. 16 og sam­kvæmt því sem segir í frétt RÚV verða ráð­herrar til við­tals eftir fund­inn, en ekki er talið lík­legt að form­legur blaða­manna­fundur verði hald­inn.

Ráð­herrar njóta sól­ar­innar

Ráð­herrar í rík­is­stjórn­inni eru sem áður segir á far­alds­fæti og hafa á und­an­förnum dögum verið að birta myndir af ferða­lögum sínum á Instagram og öðrum sam­fé­lags­miðl­um.

Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur verið á ferð um Aust­ur­lands í veð­ur­blíð­unni sem þar hefur verið ríkj­andi.

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra hefur einnig birt sól­ríkar myndir af sér og sínum á síð­ustu dög­um, sem hlýtur að þýða að hann sé staddur fjarri höf­uð­borg­inni. Það hefur Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir ráð­herra ferða­mála, iðn­aðar og nýsköp­unar einnig gert, en hún virð­ist hafa verið stödd í nágrenni fund­ar­stað­ar­ins á Egils­stöðum und­an­farna daga.

Aðrir ráð­herrar virð­ast nær höf­uð­borg­inni og reglu­legum fund­ar­stöðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en á Instagram má sjá Ásmund Einar Daða­son félags­mála­ráð­herra í smíða­vinnu og Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra í hesta­færð í upp­sveitum Borg­ar­fjarð­ar.

Skiptar skoð­anir um þörf á hertum aðgerðum

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir skil­aði minn­is­blaði um ein­hverjar hertar sótt­varna­ráð­staf­anir til Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra í gær.

Skiptar skoð­anir um þörf­ina á hertum aðgerðum hafa verið uppi í sam­fé­lag­inu, en sótt­varna­læknir telur þörf á því með til­liti til óvissu sem sé uppi um það mörg alvar­leg til­felli muni koma upp hjá þeim sem eru bólu­sett­ir. Hann telur áhætt­una af því ekki þekkta, en að hún muni skýr­ast betur á næstu vik­um.

Hvort rík­is­stjórnin grípi í brems­una er ekki ljóst, en ætla má að mis­mun­andi skoð­anir séu uppi innan hennar rétt eins og í sam­fé­lag­inu öllu.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent