Alibaba auglýsti eftir starfskrafti með atgervi klámmyndaleikkonu

h_51288070-1.jpg
Auglýsing

Ali­baba Group Hold­ing, ­stærsta net­fyr­ir­tæki Asíu sem rekur meðal ann­ars sam­nefnda net­versl­un, dró nýverið til baka atvinnu­aug­lýs­ingu sem vakti hörð vibrögð meðal almenn­ings. Í aug­lýs­ing­unni var aug­lýst eftir starfs­krafti með eig­in­leika þekktrar jap­anskrar klám­mynda­leikkonu, til að hvetja ­tölvu­for­rit­ara fyr­ir­tæk­is­ins til góðra verka. Frétta­mið­ill­inn Bloomberg greinir frá mál­inu.

Ali­baba aug­lýsti eftir áhuga­sömum sem kunna að halda „kóð­un­ar-öp­un­um“ svoköll­uðum að verki, að vekja þá og skipu­leggja morg­un­fundi. Til að hljóta stöð­una var til­tekið í aug­lýs­ing­unni að lík­am­legt atgervi á borð við klám­mynda­leikkon­una Sola Aoi myndi auka mögu­leika umsækj­enda.

Aug­lýs­ingin birt­ist á sama tíma og banda­rísk tækni­fyr­ir­tæki eru gagn­rýnd fyrir mikið kynja­mis­rétti og mis­mun­un. Þrátt fyrir gott orð­spor Ali­baba hvað varðar fjölda kvenna í stjórn­un­ar­störfum hjá fyr­ir­tæk­inu, sætti umrædd starfs­aug­lýs­ing harðri gagn­rýni á kín­verskum sam­fé­lags­miðl­um.

Auglýsing

„Það er ekki bara sær­andi móðgun gagn­vart kvenn­mönnum að slíkt starf fyr­ir­finnist, heldur sömu­leiðis gagn­vart karl­mönnum og ekki síst þeim sem starfa sem tölvu­for­rit­ar­ar,“ hefur Bloomberg eftir fyrr­ver­andi starfs­manni Ali­baba, sem vann við for­rit­un.

Í yfir­lýs­ingu frá fyr­ir­tæk­inu segir það að um mis­heppn­aða til­raun til spaugi­legrar mark­aðs­setn­ingar hafi verið að ræða. Þó fyr­ir­tækið aug­lýsi enn eftir „klapp­stýru“ fyrir tölvu­for­rit­ara hefur sam­an­burð­ur­inn við klám­mynda­leikkon­una verið fjar­lægður og karlar hvattir til að sækja um stöð­una til jafns við kon­ur.

„Við biðjum alla þá sem móðg­uð­ust vegna aug­lýs­ing­ar­innar afsök­un­ar. Ali­baba er stað­ráðið í að stuðla að jafn­rétti innan fyr­ir­tæk­is­ins án mis­mun­un­ar,“ að því er fram kemur í yfir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­is­ins.

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None