Alibaba auglýsti eftir starfskrafti með atgervi klámmyndaleikkonu

h_51288070-1.jpg
Auglýsing

Ali­baba Group Hold­ing, ­stærsta net­fyr­ir­tæki Asíu sem rekur meðal ann­ars sam­nefnda net­versl­un, dró nýverið til baka atvinnu­aug­lýs­ingu sem vakti hörð vibrögð meðal almenn­ings. Í aug­lýs­ing­unni var aug­lýst eftir starfs­krafti með eig­in­leika þekktrar jap­anskrar klám­mynda­leikkonu, til að hvetja ­tölvu­for­rit­ara fyr­ir­tæk­is­ins til góðra verka. Frétta­mið­ill­inn Bloomberg greinir frá mál­inu.

Ali­baba aug­lýsti eftir áhuga­sömum sem kunna að halda „kóð­un­ar-öp­un­um“ svoköll­uðum að verki, að vekja þá og skipu­leggja morg­un­fundi. Til að hljóta stöð­una var til­tekið í aug­lýs­ing­unni að lík­am­legt atgervi á borð við klám­mynda­leikkon­una Sola Aoi myndi auka mögu­leika umsækj­enda.

Aug­lýs­ingin birt­ist á sama tíma og banda­rísk tækni­fyr­ir­tæki eru gagn­rýnd fyrir mikið kynja­mis­rétti og mis­mun­un. Þrátt fyrir gott orð­spor Ali­baba hvað varðar fjölda kvenna í stjórn­un­ar­störfum hjá fyr­ir­tæk­inu, sætti umrædd starfs­aug­lýs­ing harðri gagn­rýni á kín­verskum sam­fé­lags­miðl­um.

Auglýsing

„Það er ekki bara sær­andi móðgun gagn­vart kvenn­mönnum að slíkt starf fyr­ir­finnist, heldur sömu­leiðis gagn­vart karl­mönnum og ekki síst þeim sem starfa sem tölvu­for­rit­ar­ar,“ hefur Bloomberg eftir fyrr­ver­andi starfs­manni Ali­baba, sem vann við for­rit­un.

Í yfir­lýs­ingu frá fyr­ir­tæk­inu segir það að um mis­heppn­aða til­raun til spaugi­legrar mark­aðs­setn­ingar hafi verið að ræða. Þó fyr­ir­tækið aug­lýsi enn eftir „klapp­stýru“ fyrir tölvu­for­rit­ara hefur sam­an­burð­ur­inn við klám­mynda­leikkon­una verið fjar­lægður og karlar hvattir til að sækja um stöð­una til jafns við kon­ur.

„Við biðjum alla þá sem móðg­uð­ust vegna aug­lýs­ing­ar­innar afsök­un­ar. Ali­baba er stað­ráðið í að stuðla að jafn­rétti innan fyr­ir­tæk­is­ins án mis­mun­un­ar,“ að því er fram kemur í yfir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­is­ins.

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None