Alibaba auglýsti eftir starfskrafti með atgervi klámmyndaleikkonu

h_51288070-1.jpg
Auglýsing

Ali­baba Group Hold­ing, ­stærsta net­fyr­ir­tæki Asíu sem rekur meðal ann­ars sam­nefnda net­versl­un, dró nýverið til baka atvinnu­aug­lýs­ingu sem vakti hörð vibrögð meðal almenn­ings. Í aug­lýs­ing­unni var aug­lýst eftir starfs­krafti með eig­in­leika þekktrar jap­anskrar klám­mynda­leikkonu, til að hvetja ­tölvu­for­rit­ara fyr­ir­tæk­is­ins til góðra verka. Frétta­mið­ill­inn Bloomberg greinir frá mál­inu.

Ali­baba aug­lýsti eftir áhuga­sömum sem kunna að halda „kóð­un­ar-öp­un­um“ svoköll­uðum að verki, að vekja þá og skipu­leggja morg­un­fundi. Til að hljóta stöð­una var til­tekið í aug­lýs­ing­unni að lík­am­legt atgervi á borð við klám­mynda­leikkon­una Sola Aoi myndi auka mögu­leika umsækj­enda.

Aug­lýs­ingin birt­ist á sama tíma og banda­rísk tækni­fyr­ir­tæki eru gagn­rýnd fyrir mikið kynja­mis­rétti og mis­mun­un. Þrátt fyrir gott orð­spor Ali­baba hvað varðar fjölda kvenna í stjórn­un­ar­störfum hjá fyr­ir­tæk­inu, sætti umrædd starfs­aug­lýs­ing harðri gagn­rýni á kín­verskum sam­fé­lags­miðl­um.

Auglýsing

„Það er ekki bara sær­andi móðgun gagn­vart kvenn­mönnum að slíkt starf fyr­ir­finnist, heldur sömu­leiðis gagn­vart karl­mönnum og ekki síst þeim sem starfa sem tölvu­for­rit­ar­ar,“ hefur Bloomberg eftir fyrr­ver­andi starfs­manni Ali­baba, sem vann við for­rit­un.

Í yfir­lýs­ingu frá fyr­ir­tæk­inu segir það að um mis­heppn­aða til­raun til spaugi­legrar mark­aðs­setn­ingar hafi verið að ræða. Þó fyr­ir­tækið aug­lýsi enn eftir „klapp­stýru“ fyrir tölvu­for­rit­ara hefur sam­an­burð­ur­inn við klám­mynda­leikkon­una verið fjar­lægður og karlar hvattir til að sækja um stöð­una til jafns við kon­ur.

„Við biðjum alla þá sem móðg­uð­ust vegna aug­lýs­ing­ar­innar afsök­un­ar. Ali­baba er stað­ráðið í að stuðla að jafn­rétti innan fyr­ir­tæk­is­ins án mis­mun­un­ar,“ að því er fram kemur í yfir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­is­ins.

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None